Vegurinn
- 1.
- Sá skilningur sem mælanlegur er, er eigi eilífur skilningur.
- Nafnið sem nefnanlegt er, er ekki eilífa nafnið.
- "Tilvistarleysi" nefni ég upphaf himins og jarðar.
- "Tilvist" nefni ég móður einstaklinganna.
- Því stefnir áttin á tilvistarleysi til skynjunar undarlegu verunnar,
- áttin til tilvistar, til skynjunar takmörkunar rúmsins.
- Hvorttveggja er aðeins í upphafinu, aðgreint gegnum nafnið.
- Í einingu sinni heitir það leyndarmálið.
- Leyndarmál dýpra leyndarmáls er hliðið sem öll undur ganga úr.
2.
- Er allir á jörðu skynja fegurð sem fegurð,
- þá er ljótt jafnframt myndað.
- Því tilvist og tilvistarleysi skapa hvert annað.
- Þungt og létt fullkomna hvert annað.
- Langt og stutt móta hvert annað.
- Hátt og lágt snúa hvort öðru.
- Rödd og tónn mala hvort annað.
- Fyrir og eftir fylgja hvort öðru.
- Einnig svo hinn kallaði:
- Hann gagnar án gerðar.
- Hann kennir án orða.
- Allar verur ganga hér fram,
- og hann neitar þeim ekki.
- Hann framleiðir og á ekki.
- Hann virkar og hirðir ekki.
- Þegar verkið er fullgert,
- hættir hann eigi þar.
- Þar sem hann hættir eigi,
- verður hann ei yfirgefinn.
3.
- Að hygla eigi þeim duglegu,
- gerir maður til þess að fólk rífist ekki.
- Að telja ei gersemar til verðmæta,
- gerir maður til þess að fólk steli ekki.
- Að sýna ekkert eftirsóknarvert,
- gerir maður til þess að hjarta fólks firrist ekki.
- Því stjórnar sá kallaði þannig:
- Hann tæmir hjörtu þeirra og fyllir líkama þeirra.
- Hann mýkir vilja þeirra og styrkir bein þeirra,
- og sér til þess að fólk sé án visku og án óska,
- og sér til þess að þeir sem vita, vogi sér ekki að framkvæma.
- Hann framkvæmir framkvæmdaleysið, þannig verður allt í lagi.
4.
- Skilningurinn flæðir ávallt.
- En flæðir í virkni sinnir aldrei útfyrir.
- Hyldýpi er hann eins og forfaðir allra hluta.
- Hann mildar skerpu þeirra.
- Hann leysir úr flækjum þeirra.
- Hann jafnar glans þeirra.
- Hann sameinast ryki þeirra.
- Djúpur er hann og þó eins og verulegur.
- Ég veit ei hvers son hann er.
- Hann virðist fyrr en guð.
5.
- Himinn og jörð eru eigi góðlát.
- Þeim eru menn eins og fórnarlömb.
- Hinn kallaði er eigi góðlátur.
- Honum eru mennirnir sem fórnarlömb.
- Bilið milli himins og jarðar,
- er eins og flauta,
- tómt, en fellur þó ekki saman;
- sé það hreyft, kemur ávallt meira úr því.
- En mörg orð verða að þrotum komin á því.
- Betra er að varðveita hið innra.
6.
- Andi dalsins deyr ekki,
- það heitir hin dökka kona.
- Hlið dökku konunnar,
- heitir rót himins og jarðar.
- Stöðugt og varanlegt
- starfar það án strits.
7.
- Himininn er eilífur og jörðin varanleg.
- Þau eru varanleg og eilíf,
- því þau lifa ei sjálfu sér.
- Því geta þau lifað eilíflega.
- Einnig svo hinn kallaði:
- Hann setur sjálf sitt aftast
- og sjálf hans kemur fremst.
- Hann hirðir ekki sjálf sitt,
- og sjálf hans varðveitist.
- Er það ekki jafnframt:
- Því hann krefst einskis eigins,
- verður hans eigið fullkomnað?
8.
- Æðsta dyggð er sem vatnið.
- Gæska vatnsins er,
- að nýtast öllum verum án deilna.
- Það varir á stöðum sem allt fólk fyrirlítur.
- Því stendur það nærri skilningnum.
- Við bústað sýnir sig gæskan á staðnum.
- Við að hugsa sýnir sig gæskan í djúpinu.
- Við að gefa birtir sig gæskan í kærleikanum.
- Við að tala birtir sig gæskan í sannleikanum.
- Við að stjórna birtir sig gæskan í reglunni.
- Við að virka birtir sig gæskan í getunni.
- Við að hreyfa sýnir sig gæskan í réttum tíma.
- Sá sem tranar sjálfum sér eigi fram,
- er einmitt við það, laus við ádeilur.
9.
- Að halda í eitthvað og ofgera því þar með:
- svarar eigi fyrirhöfninni.
- Að vilja handfjatla eitthvað og halda því þannig ávallt skörpu:
- það er ei lengi hægt að varðveita.
- Salur sem er fullur af gulli og gimsteinum
- getur enginn gætt.
- Að vera ríkur og virðulegur og þar að auki hátt yfir aðra hafinn
- dregur af sjálfu sér ógæfuna að.
- Sé verkið fullgert, draga sig síðan til baka:
- það er skilningur himinsins.
10.
- Getur þú mótað sál þína svo að hún umlyki það eina,
- án þess að tvístrast?
- Getur þú gert afl þitt sameinað
- og öðlast mýktina,
- þannig að þú verðir sem barn?
- Getur þú hreinsað þína leyndu skoðun,
- svo að hún sé án bletta?
- Getur þú elskað fólkið og stýrt ríkinu,
- þannig að þú sért án vitneskju?
- Getur þú, þegar hlið himins
- opnast og lokast,
- verið sem hæna?
- Getur þú með innri tærð og hreinleika
- farið í gegnum allt án þess að framkvæma?
- Skapa og næra,
- skapa og eiga ekki,
- virka og safna ekki,
- fjölga og stjórna ekki:
- það er dulið líf.
11.
- Þrjátíu teinar umlykja nafinn:
- Í tómi þess varir gagnsemi vagnsins,
- Maður holar leir og mótar leirker:
- Í holi þess fellst gagnsemi leirkerjanna.
- Maður býr til dyr og glugga svo að herbergið sé:
- Í tómi þess fellst gagnsemi herbergisins.
- Því: Það sem er, þjónar því að vera átt.
- Það sem ei er, þjónar verkinu.
12.
- Litirnir fimm blinda augu mannverunnar.
- Tónarnir fimm deyfa eyru mannverunnar.
- Brögðin fimm deyfa bragðlauka mannverunnar.
- Hlaup og veiðar æsa hjörtu mannverunnar.
- Sjaldgæfir hlutir rugla mannveruna.
- Því virkar sá kallaði fyrir líkamann en eigi augað.
- Hann fjarlægir hitt og tekur þetta.
13.
- Náð er skammarleg sem óttinn.
- Heiður er stór galli eins og persónan.
- Hvað táknar: "Náð er skammarleg sem óttinn"?
- Náð er eitthvað lítils gildis.
- Maður öðlast hana og er brugðið við.
- Maður glatar henni og er brugðið við.
- Það táknar: "Náð er skammarleg sem óttinn".
- Hvað merkir: "Heiður er stór galli eins og persónan"?
- Ástæðan fyrir því að ég verð var við stóran galla,
- er að ég hef persónu.
- Hafi ég enga persónu,
- hvaða stóra galla gæti ég þá orðið var við?
- Því: Sá sem í sinni persónu heiðrar heiminn,
- þeim getur maður væntanlega treyst fyrir heiminum.
- Sá sem í persónu sinni elskar heiminn,
- þeim getur maður væntanlega gefið heiminn.
14.
- Maður leitar hans og sér ei:
- Nafn hans er kím.
- Maður hlustar eftir honum og heyrir ei:
- Nafn hans er fínt.
- Maður grípur eftir honum og finnur ei:
- Nafn hans er lítill.
- Þessa þrjá er ekki hægt að aðgreina,
- því mynda þeir blandað eitt.
- Hans efra er ekki ljóst,
- hans neðra ekki myrkt.
- Sprettandi óstöðvandi,
- er ei hægt að nefna það.
- Hann snýr aftur í eiverund.
- Það heitir formlausa formið,
- hlutlausa myndin.
- Það heitir hið myrkva óreglulega.
- Við að ganga til móts við það sér maður ei andlit hans,
- fylgi maður honum sér maður eigi bakhliðina.
- Ef maður varðveitir skilning þess forna,
- til að stjórna skilningi nútímans,
- svo getur maður vitað fornt upphafið.
- Það nefnist gegnumgangandi þráður skilningsins.
15.
- Þeir er til forna voru sem meistarar,
- voru á laun í einingu við ósýnilegu kraftana.
- Djúpir voru þeir, svo að maður getur ei þekkt þá.
- Af því að maður getur ei þekkt þá,
- því getur maður aðeins með fyrirhöfn útskýrt þess ytra.
- Hikandi, eins og sá sem fer yfir fljót að vetri,
- varkár, eins og sá er óttast nágranna sinna úr öllum áttum,
- hógvær eins og gestir,
- farandi eins og ís sem bráðnar,
- einfalt, eins og óunnið efni,
- breiðir voru þeir eins og dalurinn,
- ósýnilegir eins og hið grugguga.
- Hver getur (eins og þeir) tært það grugguga með kyrrðinni?
- Hver getur (eins og þeir) myndað ró með varanleika?
- Sá sem varðveitir þennan skilning,
- þráir eigi ofgnótt.
- Því aðeins vegna þess að hann hefur ei ofgnótt,
- getur hann verið lítils háttar,
- forðast hið nýja
- og öðlast fullnun.
16.
- Gjörið tóm til þess hæsta!
- Viðhaldið kyrrðinni til þess fyllsta!
- Allir hlutir gætu lyft sér þá.
- Ég sé hvernig þeir snúast.
- Hlutirnir í mergð sinni,
- sérhver snýr aftur til uppruna síns.
- Að snúa aftur til upprunans nefnist kyrrð.
- Kyrrð nefnist að snúa aftur til örlaganna.
- Að snúa aftur til örlaganna nefnist eilífð.
- Meðvitund um eilífðina nefnist tærð.
- Sé maður eigi meðvitaður um eilífðina,
- lendir maður í firringu og synd.
- Sé maður meðvitaður um eilífðina,
- verður maður umburðalyndur.
- Umburðalyndi leiðir til réttlætis.
- Réttlæti leiðir til drottnunar.
- Drottnun leiðir til himins.
- Himininn leiðir til skilnings.
- Skilningur leiðir til varanleika.
- Lífið langt lendir maður eigi í hættu.
17.
- Drottni mjög mikill,
- veit fólk varla að hann sé þar.
- Lægri eru elskaðir og lofaðir,
- enn lægri borinn ótti fyrir,
- enn lægri eru fyrirlitnir.
- Hve yfirvegaður þarf maður að vera í orðum sínum!
- Gjörðirnar eru framkvæmdar, viðskiptin ganga sinn gang,
- og fólkið allt hugsar:
- "Við erum frjáls."
18.
- Fari skilningurinn mikli forgörðum,
- verður siðsemi og skylda.
- Komi til skynsemi og viska,
- koma til stóru lygarnar.
- Verði ættmenni sundurþykk,
- verða til skyldur barns og kærleikur.
- Firrist ríkin,
- verða til tryggir embættismenn.
19.
- Hættið heilagleikanum, kastið brott viskunni,
- þannig mun fólkið sigra hundraðfalt.
- Hættið siðseminni, kastið brott skyldunni,
- þannig mun fólkið snúa aftur til skyldna barna og kærleikans.
- Hættið hæfninni, kastið brott hagnaðinum,
- þannig munu þjófar og ræningjar hætta að vera til.
- Í þessum þrem hlutum
- nægir fallegur svipurinn ei til.
- Sjáið því til þess að menn geti haldið sig við eitthvað.
- Sýnið einfeldni, haldið fast hreinleikanum!
- Minnkið sjálfselsku, takmarkið þrárnar!
- Hættið kennslunni!
- Þannig verðið þið laus við sorgir.
20.
- Milli "vissulega" og "já gjarnan":
- hver er munurinn?
- Milli "góðs" og "ills":
- hver er munurinn?
- Það sem mennirnir virða, verður að virða.
- Ó, einsemd, hversu lengi varir þú?
- Allir menn eru svo ljómandi,