======================
Einu sinni kom ræningjaskip að landi fyrir ofan fjall. Ræntu víkingar fólki og fé, bæði um Grindavík og annarstaðar. Komu fimmtán víkingar vopnaðir í Selvog. Gjörðist fólk mjög felmtsfullt.Séra Eiríkur kvað bezt að ganga til kirkju, hvað sem svo ætti yfir að ganga. Hlýddu allir ráðum hans því þetta var á helgum degi.
Þegar prestur hafði lokið embætti undraði alla að víkingar voru ekki komnir, og fóru að litast um. Fundust þá víkingar á hól nokkrum skammt frá og voru þeir allir dauðir. Höfðu þeir orðið ósáttir og drepizt á sjálfir. Heitir hóllinn síðan Ræningjahóll.
Um kvöldið gjörði ofviðri svo skip víkinga rak til hafs og kom þar síðan aldrei að landi.
(Þjóðsagnasafn Jóns Árnasonar)
Netútgáfan - ágúst 2001