GALDRAMENN  -  EIRÍKUR  Í  VOGSÓSUM


======================




EIRÍKSVARÐA  OG  VÖRÐUFELL



Eiríkur prestur hlóð vörðu þá sem við hann er kennd og kölluð Eiríksvarða; hún stendur fyrir ofan Hlíð á Hellisheiði. Sagði Eiríkur að ei mundi Selvogur verða rændur á meðan varða sú stæði óröskuð.

Hann hlóð og vörður margar á hæð þeirri sem heitir Vörðufell, og sýndist ránsmönnum þeim sem þá fóru um landið að þar væru herflokkar sem vörðurnar voru.

Vörður þessar standa í röðum og eru víst þrjátíu að tölu. Allar eru vörður þessar með klofi.



(Þjóðsagnasafn Jóns Árnasonar)

Netútgáfan - ágúst 2001