GALDRAMENN  -  EIRÍKUR  Í  VOGSÓSUM


======================




TAÐAN  ÞORSTLÁTA



Einu sinni komu vermenn er ötluðu til sjóróðra út í Grindavík, að Vogsósum. Þeir beiddust gistingar og var þeim veitt hún.

Hesta höfðu þeir meðferðis, en ekki gátu þeir um þá við prestinn því það vóru samantekin ráð þeirra að stela heyi handa þeim frá presti til næturinnar sér til útgjaldaléttirs, og framkvæmdu þeir þetta.

Næsta dag fóru þeir af stað; en þegar þeir komu út að ósnum sem var á leiðinni gátu þeir hvergi komið hestunum vegna þorsta og vóru þeir að drekka allan daginn þar til kveld var komið og skyggði að með kafaldi svo þeir urðu að snúa heim aftur að Vogsósum og voru þar næstu nótt.

Prestur spyr þá hverju það sætti og urðu þeir að segja hið sanna af þorsta hestanna nauðugir viljugir.

Þá segir prestur: "Það er sölt Vogsósataðan piltar. Og leikið ekki þetta oftar."

Þeir urðu sneyptir og báðu hann fyrirgefningar.



(Þjóðsagnasafn Jóns Árnasonar)

Netútgáfan - september 2001