GALDRAMENN  -  SÆMUNDUR  FRÓÐI


======================




SKOLLALAUT



Þann vetur sem kölski var fjósamaður Sæmundar sendi Sæmundur hann einu sinni í skóg upp að Skarfanesi. Kölski dró drögur stórar suður að Odda og kom laut í jörðina eftir hann þar sem hann fór.

Sú laut liggur ofan frá Skarfanesi suður um Stóruvallabót og sést enn til hennar víða hvar suður að Odda. Hún heitir síðan Skollalaut.



(Þjóðsagnasafn Jóns Árnasonar)

Netútgáfan - júlí 2001