======================
Þegar Sæmundur lá banaleguna, þá lá kölski á fótum hans; það þótti Sæmundi leitt og vildi losast við hann áður hann dæi, því hann þóttist vita að hann ætlaði að vera viðbúinn að ná sálu sinni strax sem hún skildi við líkhamann.Þá sagði hann við kölska að hann hafi ætíð fylgt sér eins og fylgjuspakur hundur og gjört allt fyrir sig sem hann hafði sagt hönum; nú ætlaði hann að biðja hann í seinasta sinni þeirrar bónar sem sér riði mikið á að hann leysti vel af hendi. En hann beiddi hann að sækja fyrir sig einn blóðdropa af síðu Jesú Kristí.
Þá fór kölski, en kom ekki aftur.
(Þjóðsagnasafn Jóns Árnasonar)
Netútgáfan - júlí 2001