======================
Um óskastundir höfðu menn miklar sögur og söknuðu fræði að vita hvonar hún var á tímanum þó þeir fullyrtu að ein þeirra væri í hvörjum sólarhring.En til vissu um tilveru hennar var fært að Sæmundur fróði hafi boðið þernum sínum að óska hvors þær vildu; hafi þá ein óskað sér að eiga sjö sonu við honum:
"Með þessari bæn óska ég mér alls góða að eiga sjö syni með Sæmundi fróða;" og átti þessi bæn að fullkomnast og þeir að verða prestar sem hefðu allir í einu brunnið inni í kirkju Skálholts og kirkjan líka.
En þá átti sú er ekki hreppti óskina að segja:
- "Mörgum þókti málug ég,"
 - mælti kerling skrýtileg;
 - "þagað gat ég þó með sann
 - þegar Skálholtskirkja brann
 - og sjö prestar inni þar."
(Þjóðsagnasafn Jóns Árnasonar)
Netútgáfan  -  júlí 2001