8. tbl. 20.desember 1993 1. árg.

EFNISYFIRLIT

  1. Frá ritstjóra.

  2. Internet og eðli þess Michael Strangelove

  3. Uppboð á seðlabúnti Atli Harðarson

  4. Svolítð um Unix - ferlar. Tryggvi R. Jónsson

  5. Flakkað um Internet Guðni Karl Harðarson

  6. Meira um Telix samskiptaforritið. Einar Karlsson

  7. Novell hugbúnaður á ftp. Tryggvi R. Jónsson

  8. Let it be - Write in C. Ljóð á ensku

  9. Um Doom Tryggvi Rúnar Jónsson


FRÁ RITSTJÓRA

Efnisöflun í þetta blað hefur ekki gengið alveg nógu vel og það kemur því miður út miklu seinna en æskilegast hefði verið.

Seinkunin stafar af ýmsum ástæðum sem óþarft er að fjölyrða um, en ég get ekki kennt neinum um hana nema sjálfum mér.

Mér finnst verst hvað þetta hlýtur að vera leiðinlegt fyrir þá sem hafa skrifað í blaðið og eru fyrir löngu búnir að senda mér sínar greinar. Þess vegna hef ég ákveðið að héðan í frá verði blaðið með fastan útgáfudag: fyrsta og þriðja mánudag hvers mánaðar. Næst kemur það því út mánudaginn 3. janúar. Ef það kemur oft fyrir að ekkert verður í blaðinu með þessu móti nema einhver vælugrein eins og þessi eftir mig þá mun ég að sjálfsögðu hætta að gefa blaðið út. (Eða taka ákvörðun um að breyta þessari ákvörðun minni) :-)

Áskrifendum hefur fjölgað nokkuð. Nýir áskrifendur síðan síðast eru:

hnoke@alf.uib.no Kristján Eiríksson
brh@rhi.hi.is Broddi Reyr Hansen
rikardur@rhi.hi.is Ríkharður Egilsson
galdur@ismennt.is Baldur Fjölnisson
blth@rhi.hi.is Björn Lúðvík Þórðarson
geirf@ismennt.is Geir Freysson
gos@ismennt.is Guðmundur Örn Sverrisson
freyrb@rhi.hi.is Freyr Bergsteinsson
joi@rala.is Jóhann Þórsson
mlm@rhi.hi.is Magnús Logi Magnússon
aemusa@ismennt.is Jón Bjarni Magnússon

Skipuleg söfnun áskrifenda hefur þó verið mjög lítil. Hinsvegar hef ég smám saman komist á þá skoðun að æskilegast væri að áskrifendur væru sem flestir. Þessvegna vil ég hér með skora á alla þá, sem þetta blað lesa og hafa rafpóstfang en eru ekki áskrifendur, að senda mér línu með rafpóstfanginu sínu svo ég geti framvegis sent þeim blaðið beint. Það ætti að koma öllum til góða nema Rúnari Júlíussyni starfsmanni Íslenska Menntanetsins en hann hefur góðfúslega tekið að sér að bæta á póstlistann "rafritid" fyrir mig eftir þörfum. (A.m.k. hingað til.)

Áskrifendur eru núna 32 og það er augljóst hversu miklu skemmtilegra það væri fyrir mig að geta sagt þegar ég er spurður hve margir áskrifendur séu að blaðinu að þeir séu hundrað og eitthvað, svo ég tali nú ekki um ef þeir yrðu tvö hundruð og eitthvað.

Ég vil líka benda mönnum á að ef þeir vilja skrifa öllum áskrifendum Rafritsins þá geta þeir skrifað á póstlistann "rafritid" alveg eins og ég get sent blaðið á hann. Þeir sem eru með aðgang að Íslenska Menntanetinu skrifa þá bara rafritid eins og þeir séu að senda póst til einhvers sem er með netnafnið rafritid. Aðrir stíla bréfin á: rafritid@ismennt.is.

Ef menn vilja vita hverjir eru á póstlistanum rafritid þá er hægt að skrifa í skel: praliases rafritid og sýnir tölvan þá netnöfn þeirra sem eru á listanum. Ég veit ekki hvort svo er hjá öllum en þegar ég geri þetta þá skrifar tölvan öll nöfnin á skjáinn en skiptir ekki um línur, þannig að ég sé bara fyrstu nöfnin. Ef ég fer hinsvegar inn á IRC-ið augnablik þá lagast þetta. Þangað er farið með því að gefa skipunina irc og /quit til að komast út aftur. Þetta á við með notendur menntanetsins en ég veit ekki hvernig aðrir áskrifendur eiga að fara að þessu eða hvort þeir geta það. Ef einhver lesandi blaðsins veit þetta væri upplagt fyrir hann að senda örstutta athugasemd um það á póstlistann rafritid.

Ég hef nokkrar áhyggjur af því að Rafritið sé að verða full sérfræðilegt. Þá á ég við það að of stór hluti blaðsins sé þannig að byrjendur í þessum fræðum (tölvusamskiptum og þ.h.) geti ekki fylgst með. Auðvitað er ekki hægt að vera að útskýra í hverju blaði hvað ftp þýðir en hugsanlega væri hægt að útskýra sumt betur sem minnst er á. Ég ætla mér ekki að fara að umskrifa þær greinar sem berast blaðinu en ég bið höfunda greina í því að hafa það í huga að æskilegt er að sem allra flestir hafi gagn af því að lesa það sem í blaðinu er. Best væri að ævinlega væri reynt að útskýra heldur meira en minna sé það hægt án mikilla málalenginga. Auðvitað getur þetta fælt þá frá sem lengra eru komnir og leiðist að vera alltaf að lesa um sjálfsagða hluti en mér finnst sú tilhugsun verri að einhverjir sem vilja lesa blaðið skilji lítið eða ekkert af því sem í því stendur. Gaman væri að fá álit fleiri á þessu máli.

Það hefur ekki verið minnst á það fyrr í blaðinu en að sjálfsögðu eru auglýsingar vel þegnar. Þær þurfa auðvitað helst að vera í ASCII texta en þó eru hugsanlega aðrar leiðir opnar ef vel er leitað. Þessu er hér með beint til forsvarsmanna félaga og fyrirtækja sem kynnu að leynast meðal lesanda blaðsins. Gjaldskráin er ósamin ennþá og verður bara samin jafnóðum eftir því sem þörf er á.

Að endingu vil ég svo bara skora á lesendur að vera duglega að skrifa greinar í Rafritið um jólin og minna alla sem ekki eru nú þegar áskrifendur á að láta skrá sig sem allra fyrst, það er alveg sársaukalaust og kostar ekki neitt.

Gleðileg jól.

Sæmundur Bjarnason.

Til baka í efnisyfirlit.


INTERNET OG EÐLI ÞESS.

Í eðli sínu snýst fyrirbærið Internet hvorki um tækni né terabæt, heldur um menningu. Internet ber ekki aðeins vott um nýstárlega tækni heldur nýja menningu, alheimsmenningu þar sem tími, rúm, landamæri og jafnvel persónuleiki hvers og eins er allt skilgreint alveg upp á nýtt. Í heimi sem er upptekinn af tískustraumum og kúgaður af ótta og firringu, er Internet afturhvarf til grunnþátta mannlegrar tilveru: samskipta og félagsskapar.

Það sem gerir Internet að þessari öflugu kveikju breytinga er hin hversdagslega, en engu að síður raunverulega staðreynd, að við lifum á Upplýsingaöld. Allir meginþættir vestrænnar siðmenningar hvíla á upplýsingum. Tilurð, réttmæti og útbreiðsla upplýsinga stjórnar nútíma tilveru: lýðræði, trúmál, atvinna okkar og persónuleiki, jafnvel kynlíf er háð upplýsingastreymi.

Upplýsingarnar upplýsa okkur og skapa á svipaðan hátt og DNA stjórnar uppbyggingu lífsins. Örlítil breyting í DNA keðjunni getur haft stórfelldar og ófyrirséðar afleiðingar. Eins er það með Internet. Með því að þoka okkur smátt og smátt frá þjóðfélagi sem byggir á pappír til þjóðfélags sem byggir á rafrænum texta og með fjöldaþátttöku í Internet breytist það hvernig upplýsingum er dreift og þær fengnar og þá mun "netið" hafa afgerandi áhrif á þann þjóðfélagsveruleika sem byggir á upplýsingum.

Það sem fólk gerir fyrst og fremst á Internet er að hafa samskipti við aðra. Það skiptist á rafpósti. Það talar við hvert annað. Það dansar ASCII dansinn. Afleiðing þessara samskipta er sú Internet-menning sem er að myndast: sérstakt þjóðfélagslegt fyrirbæri með ákveðnum þátttakendum, hetjum og skúrkum, reglum, líkingum, gildum, sameiginlegri sögu og vaxandi sérhópum.

Einn af mest áberandi sérhópunum er Cyberpunk hreyfingin -- andlegir arftakar kynslóðar blómabarnanna, sem glímir við nútímann á sínum eigin forsendum: rétti allra til aðgangs og notkunar á upplýsingum. Það er eftirtektarvert að unga fólkið á síðasta áratug aldarinnar skuli hafa tilnefnt upplýsingarnar sem lykilatriði og tölvukerfin sem orrustuvöll í baráttunni fyrir viðhaldi frelsis og lýðræðis.

Meðal þeirra hópa sem voru fyrstir og virkastir í notkun tölvunetkerfa eru frumbyggjar Ameríku. Fólk með sterka tilfinningu fyrir samfélagslegum þörfum, sem hefur verið ýtt til hliðar af þjóðfélaginu, hefur fundið að Internet er tæki fyrir það til að viðhalda sérkennum sínum og þroska samfélag sitt yfir órafjarlægðir. Þetta sýnir vel hvað Internet í raun og veru er: ekki hátækni eða öflugar vélar, heldur samskipti, samfélag og sérkenni.

Þar til fyrir um það bil þremur árum, lágu rætur Internetmenningarinnar einkum í vísindum, fræðum, hernaði og tækni Vesturlanda. En vöxtur Internets hefur verið langmestur síðustu tvö árin og afleiðingin er geysileg fjölbreytni notendahópa. Núna er viðskiptaheimurinn meira en helmingur Internets og sá hluti þess sem vex hraðast. Afgangurinn samanstendur af rannsóknarstarfsemi, opinberum aðilum og aðilum tengdum menntamálum og varnarmálum. Þetta þýðir að á meðan Internet er kveikjan að mikilvægum breytingum er það einnig að breytast mikið sjálft.

Það má með sanni segja að Internet sé bæði að verða mikilvægasta verkfæri "Stóra Bróður" og um leið helsta von þeirra eignalausu. Við getum verið viss um að á sama hátt og prentvélin verður Netið notað til að upplýsa lýðræðisleg öfl og vekja til stjórnmálavitundar sundraða og valdalausa þjóðfélagshópa. Það verður áreiðanlega líka notað til þess að ráðskast með neytendur og hjálpa risavöxnu og ómannlegu fyrirtækjaveldi og stjórnvöldum. Á sama hátt og við tilkomu sjónvarpsins og upphaf fjöldamenningar nútímans stöndum við skilningsvana frammmi fyrir óvissri framtíð þeirra ógnarafla sem nú eru að verki.

Aðeins fáeinum áratugum eftir að Gutenberg fann upp prentvélina voru til 50 milljón bækur í Evrópu. Afleiðing þessa, til góðs eða ills, var öld skynsemishyggjunnar og upphaf nútíma siðmenningar. Ólíkt kapalsjónvarpi þar sem einungis er um samspil milli veskisins okkar og 500 rása af drullu að ræða kynnir Internet okkur ekki aðeins nýja tíma skemmtunar heldur líka nýja tíma samskipta og sjálfstæðrar útgáfu. Tími rafrænna dreifirita er hljóðlega byrjaður.

Með tölvu, mótaldi og Internet tengingu, getur hver sem er orðið útgefandi, fjöldadreifandi þekkingar, upplýsinga og rugls, staðreynda, ímyndana og skáldskapar. Aldrei áður í sögunni hafa svo margir átt þess kost að hafa samskipti við svo marga. Möguleikarnir til þess að að hafa samband við fjöldann hafa hingað til verið sérréttindi hinna útvöldu -- núna er það á valdi mannsins á götunni.

Ekki er ljóst hvernig ríkisstjórnir og fjölþjóðafyrirtæki ætla sér að stjórna þessu nýja afli, en slíkt afl og frelsi mun áreiðanlega ekki lengi sleppa við athygli þeirra sem "stjórna". Ennþá að minnsta kosti er Internet stærsti óritskoðaði fjölmiðill sögunnar, og gæti raunar orðið síðasta vígi raunverulegs málfrelsis -- sem í sögulegu samhengi er sjaldgæft fyrirbæri.

Innan Internets á sér nú stað breyting sem veldur því að hrikta mun í undirstöðum valdapíramídans. Frí-Net, tölvumiðstöðvar sem munu veita íbúum borga ókeypis aðgang að rafpósti og upplýsingum frá stjórnvöldum breiðast nú út í Bandaríkjunum. Fyrir aldamót munu flestar borgir Norður Ameríku tengjast þéttriðnu alheims Frí-Net kerfi sem mun færa nýrri kynslóð möguleika á notkun rafpósts á Internet.

Á sama tíma er hvert ríkið á fætur öðru að bjóða skólanemum og kennurum ókeypis aðgang að Interneti. Skólabörn munu nú bæði læra og leika sér á Interneti. Það sem gerist þegar sá fjöldi sem kynnst hefur Frí-Netum verður að þroskuðum meðlimum Internet menningarheimsins verður áreiðanlega jafn áhrifamikið og afdrifaríkt og uppgötvun prentvélarinnar. Í upphafi næstu aldar munum við sjá raunverulega netvæddar þjóðir og þegna sem krefjast munu betri aðgangs að upplýsingum stjórnvalda, kjörnum fulltrúum og ráðamönnum fyrirtækja.

Með öflugra Interneti munum við endurskilgreina samfélagið og notkun okkar á upplýsingum, sjá sigur innihaldsins yfir umbúðunum, breyta að eilífu tilfinningu okkar fyrir okkur sjálfum, tímanum, rúminu og öðru fólki á svipaðan hátt og það að sjá jörðina utan úr geimnum hefur gjörbreytt hugmyndafræði nútímans.

Við erum bæði börn móður Jarðar og ljósmæður rafeinda-Gaiu. Börn okkar munu taka þátt í að móta nýja alheimsvitund um það að öll erum við þátttakendur í einu samfélagi á einni plánetu. Bak við tæknina, bakvið huldar hættur, bakvið morgundaginn er þetta -- þýðingarmikla Internet.

Byggt á grein eftir Michael Strangelove í Online Access okt. '93.

Þýðandi: Sæmundur Bjarnason.

Til baka í efnisyfirlit.


UPPBOÐ Á SEÐLABÚNTI.

Stundum er erfitt að átta sig á hvar draga skal mörk milli skynsemi og heimsku. Hugsaðu þér að þig bráðvanti 5.000 krónur. Þú ert kannski strandaglópur í framandi landi og vantar 5.000 krónur upp á að eiga fyrir farinu heim. Kannski vantar þig 5.000 krónur upp í skuld til að koma í veg fyrir að heimili þitt verði selt á uppboði. Hver sem ástæðan er bráðvantar þig 5.000 kall þegar þú rekst inn á uppboð þar sem í boði er heilt búnt af 5.000 köllum, hálf milljón hvorki meira né minna.

Það er auðvitað frekar óvenjulegt að hafa uppboð á seðlabúntum og ef þú vilt hafa söguna sennilega þá getur þú hugsað þér að það sé ekki seðlabúnt sem uppoðshaldarinn sýnir gestum heldur t.d. málverk sem er auðvelt að selja fyrir hálfa milljón.

Þú ákveður strax að freista gæfunnar og bjóða í seðlabúntið. Ef þú færð það fyrir 495.000 krónur eða minna þá eignast þú 5.000 kallinn sem þig vantar. En í þann mund sem þú ætlar að kalla "1.000 krónur" víkur einn uppboðsgesturinn sér að þér og segir: "Þetta er ekki venjulegt uppboð. Hæstbjóðandi fær að vísu seðlabúntið, en sá sem býður næst hæst verður líka að borga og hann fær ekki neitt." Þetta þýðir að ef þú býður 1.000 krónur og maðurinn við hliðina á þér býður 1001 krónu þá fær hann seðlabúntið og fer heim 498.999 krónum ríkari en þú ferð út 1.000 krónum fátækari. Þú gætir auðvitað hækkað boðið upp í 1.002, og hækkað svo enn upp í 1.004 ef hinn býður 1.003. Það renna á þig tvær grímur. Hvað ef þú ert kominn upp í 495.000 krónur og hinn býður 500.000? Þá tapar þú 495.000 krónum og hinn fer út jafnríkur og hann kom. Það borgar sig greinilega ekki að taka þátt í þessu uppboði.

Um leið og þú hefur áttað þig á því að uppoðshaldarinn hefur gesti sína að fífli verður þér litið á fólkið í kringum þig. Enginn virðist hafa nokkurn áhuga á seðlabúntinu. Líklega hafa allir áttað sig á því að það er verið að spila með þá. Skyldi þá enginn ætla að bjóða? Ef enginn annar býður þá getur þú fegnið seðlabúntið fyrir krónu, eða jafnvel fyrir fimmeyring. Það væri hrein klikkun að láta slíkt tækifæri ganga sér úr greipum. Já, það væri hrein klikkun svo þú kallar: "Þúsund kall".

Uppoðshaldarinn tekur undir: "Þúsund kall, býður nokkur betur? Fyrsta, annað og ..." hann er að fara að segja þriðja þegar einhver galar: "Tvö þúsund". Hvað átt þú nú að gera. Hætta? Ef þú hættir núna þá ferð þú út 1.000 krónum fátækari og þarft að redda 6.000 krónum til að bjarga þér. Ef þú heldur áfram þá hækkar boðið smám saman og þú hættir á að tapa tugum ef ekki hundruðum þúsunda. Það er ekkert vit í að halda áfram. En fyrst þú skilur að það er ekkert vit í að halda áfram þá er líklegt að hinn skilji það líka og hafi vit á að hætta ef þú býður 3.000. Þú heldur því áfram og kallar "Þrjú þúsund" ... og allt fer á versta veg, eftir hálftíma er hinn kominn upp í 495.000 og þú ert búinn að bjóða 490.000. Það er semsagt orðið vonlaust að græða 5.000 kallinn sem þig vantar og það sem verra er ef þú lætur staðar numið tapar þú 490.000 krónum.

Þú kallar "fimmhundruð þúsund" í þeirri von að hinn sjái að leikurinn er kominn út í hreina og klára endileysu, hætti og þú sleppir út jafnblankur og þú komst. En hinn er ekki svona grænn. Hann býður strax 505.000, enda er betra að fá seðlabúntið á 505.000 og tapa 5.000 kalli heldur en að fara út heilum 500.000 krónum fátækari. Úr þessu er engin leið að hætta. Í örvæntingarfullri viðleitni til að sleppa með sem minnst tap aukið þið tjón hvor annars sífellt meir og meir. Þið hagið ykkur báðir fáránlega. Þessi leikur er heimskulegur úr öllum máta.

En hvenær byrjaðir þú að haga þér heimskulega? Hvar eru mörkin? Var heimskulegt að bjóða 1.000 kall í upphafi? Var ekki einmitt mjög skynsamlegt að hætta 1.000 krónum til að græða næstum hálfa milljón? Ef svo var þá getur varla hafa talist neitt ógáfulegt að hækka boðið í 3.000. En hvað með 300.000 og hvað með 495.000? Hvenær fórstu yfir mörkin og byrjaðir að láta hafa þig að fífli?

Nú dettur kannski einhverjum í hug að það hefði nú verið vitið meira fyrir ykkur að semja um að bjóða saman 1.000 kall í seðlabúntið, borga 500 kall hvor og skipta hagnaðinum, 499.000 krónum jafnt á milli ykkar. Þetta er snjallræði. En hvað ef einhver annar hefði hreppt búntið fyrir 100 krónur meðan þið voruð að hafa hvor upp á öðrum og tala ykkur saman?

* Uppboð af þessu tagi voru fyrst rædd með fræðilegum hætti af bandaríkjamanninum Martin Shubik í grein sem hann kallaði "The Dollar Auction Game: A Paradox in Noncooperative Behaviour and Escalation" og birtist í Journal of Conflict Resolution árið 1971. Síðan hafa ýmsir spekingar fjallað um ógöngur af þessu tagi.

Ætli svona bjánalegir leikir komi fyrir í lífi raunverulegs fólks? Lætur fólk hafa sig að fífli með þessum hætti? Hvað með langt verkfall þar sem það er löngu orðið ljóst að verkfallsmenn fá aldrei nægilega launahækkun til að verkfallið borgi sig og atvinnurekendum tekst aldrei að pína kröfur þeirra nógu langt niður til að bæta sér tjónið af verkfallinu? Með hverjum degi sem líður auka þeir tjón hver annars en báðir eru búnir að fórna svo miklu að þeir geta ekki hætt án þess að fá það að einhverju leyti bætt.

Hvað með hjón sem byrja að rífast og láta þyngri og þyngri orð falla þar til hvorugt getur dregið í land án þess að missa andlitið?

Hvað með stríð eins og stríðið í Víetnam þar sem Bandaríkjamönnum var það fulljóst í nokkur ár að þeir gætu aldrei unnið neinn sigur sem bætti þeim manntjón og kostnað af styrjöldinni, en þeir voru búnir að fórna svo miklu að þeim fannst þeir verða að fá það að einhverju leyti bætt?

Ein af ræðum Saddams Husseins sem hann hélt í Persaflóastrínu lýsir því vel hvernig stríðsmenn leiðast út í svona 'uppboð'. Hann sagði: "Nú höfum við tapað svo miklu að við verðum að berjast uns yfir lýkur."

Atli Harðarson

atli@ismennt.is

Til baka í efnisyfirlit.


SVOLÍTIÐ UM UNIX

Þriðji hluti

Ferlar á UNIX-vélum

Það sem er mjög sérstakt við Unix-heiminn er að hvert eitt verk, hvert einasta forrit sem í gangi er, hver einasta aðgerð sem tölvan á að framkvæma, fær sérstakt númer. Er þetta mjög þægilegt t.d. ef eitthvað fer úr böndunum. T.d. þegar forrit frýs (þá á ég við forritið ekki tengingin) er hægt að fara út úr forritinu með CTRL-Z og fá númer "ferilsins" og "skjóta" hann niður, handvirkt.

Lítum á hvernig hægt er að fá lista yfir ferla sem í gangi eru. Eitt skal þó taka fram áður en lengra er haldið. *ÞÚ* getur bara skotið niður ferla sem *ÞÚ* átt (hefur sett á stað).

Að fá númer ferilsins

Til þess er notað Unix-tólið ps (ég held að það standi fyrir enska orðið process, eða feril). Ef skipunin er gefin án allra frekari "ummæla" þá kemur bara listi yfir þá ferla sem tilheyra þeirri skel sem þú ert í þegar skipunin er gefin. Þó ekki ferlar sem eru í bakgrunni (t.d. irc- botar). Þá kemur oft mjög suttur listi t.d.

[akureyri]/sarpur/users/trigger[31]> ps
PID TTY TIME COMMAND
12136 ttypd 0:00 ps
12132 ttypd 0:00 tcsh
eða

[akureyri]/sarpur/users/trigger[33]> ps
PID TTY TIME COMMAND
12137 ttypd 0:00 elm
12139 ttypd 0:00 ps
12132 ttypd 0:00 tcsh

í seinna dæminu er búið að setja af stað einn nýjan feril. Ef skipunin er notuð með -edalf (það eru til fleiri útgáfur af þessu en ég nota alltaf þessa) kemur listi yfir ALLA (já ALLA) ferla sem eru í gangi á vélinni þá stundina. Það er nokkuð langur listi. En hvernig er þá hægt að fá lista yfir alla ferla sem einn notandi er með. Þá þarf að tengja saman tvö Unix-tól með pípu (|). En það er semsagt ps og grep, en grep leitar í texta að einhverjum streng og birtir þær línur sem strengurinn kemur fyrir í (nokkurskonar sía).

Gefa má smá dæmi: ps -edalf | grep trigger
Mundi sýna mér alla ferla sem strengurinn "trigger" kemur fyrir í hvort sem það er ferill sem ég á eða þá talk eða rlogin sem einhver annar sett af stað og snertir mig á einhvern hátt.

Dæmi:

1 S trigger 12163 12132 2 154 20 58e9bc0 13 368420 13:41:40
ttypd 0:00 grep trigger
1 S trigger 12117 12098 0 168 20 5935c40 131 68fa8000 13:40:02
ttypa 0:00 bin/tcsh
1 S trigger 12123 12121 0 154 20 5935cc0 102 1e37d8 13:40:03
ttypa 0:00 realirc
1 R trigger 12162 12132 13 181 20 5900c80 17 13:41:40
ttypd 0:00 ps -edalf
21 T trigger 12137 12132 0 157 20 5900880 83 13:40:47
ttypd 0:00 elm
1 S trigger 12131 12127 0 156 20 58e6540 189 235320 13:40:16
ttypc 0:00 nn ismennt
1 S trigger 12121 12117 0 158 20 58cba80 51 396880 13:40:03
ttypa 0:00 bin/sh /usr/local/bin/irc
1 S trigger 12132 12098 0 168 20 5910440 131 68fa8000 13:40:35
ttypd 0:00 bin/tcsh
1 S trigger 12098 12079 0 168 20 5900740 27 68fa8000 13:39:56
ttys2 0:00 pcucp/pcucp
1 S trigger 12127 12098 0 168 20 59222c0 131 68fa8000 13:40:13
ttypc 0:00 bin/tcsh
1 S trigger 12079 12078 0 168 20 58e65c0 134 68fa8000 13:39:41
ttys2 0:00 tcsh

Þarna koma dálítið lengri línur en í ps. Þarna má sjá hver er eigandi ferilsins, hvað hann gerir, hvenær hann varð til o.fl. Síðan er eitt alveg stórsniðugt sem ég nota í staðinn fyrir ps -edalf en það er "hvad " en það gerir alveg það sama nema það eru síaðar úr upplýsingar sem skipta ekki máli (og það sem maður hefur ekki hugmynd um hvað er!)

Þetta er það sem "hvad trigger" kom með á sama tíma og
ps -edalf | grep trigger

[akureyri]/sarpur/users/trigger[34] hvad trigger
trigger 12401 12127 2 13:49:33 ttypc 0:00 /bin/sh
/usr/local/bin/hvad trigger
trigger 12117 12098 0 13:40:02 ttypa 0:00 /bin/tcsh
trigger 12123 12121 0 13:40:03 ttypa 0:00 realirc
trigger 12403 12402 12 13:49:33 ttypc 0:00 ps -edf
trigger 12121 12117 0 13:40:03 ttypa 0:00 /bin/sh/usr/local/bin/irc
trigger 12098 12079 0 13:39:56 ttys2 0:00 pcucp/pcucp
trigger 12127 12098 0 13:40:13 ttypc 0:00 /bin/tcsh
trigger 12079 12078 0 13:39:41 ttys2 0:00 -tcsh

Þetta er miklu læsilegra en gefur samt allar þær upplýsingar sem (a.m.k.) ég vil fá út úr skipuninni.

Hvað er svo allt þetta. Tökum það sem máli skiptir:

trigger 12123 12121 0 13:40:03 ttypa 0:00 realirc

Það síðasta er eiginlega það sem slegið var inn til að setja verkið í gang. Þetta sýnir t.d. hvaða rofar/ummæli (e. parameters) eru notaðir, t.d. ps -edf (eða -edalf). Svo er það þetta realirc sem verður til af ../local/bin/irc í raun kallar notandinn bara á irc en irc býr til realirc . Það eru tvö númer og það virðist vera sama hvort er notað. Jæja, þá vitum við nóg um það til að snúa okkur að hvernig á að losna við ferlana.

Að losna við ferla

Til þess er notað unix-tólið kill (drepa, slátra, stráfella ... :-) Hvernig notar maður svo kill?? Svona fer ég að þessu (en eins og alltaf eru til margar aðferðir til að gera hlutina í unix eins og annars staðar):
Fæ númer á ferli með ps (eða ps -edalf | grep strengur eða hvad strengur) Dæmi:
trigger 12137 12132 13:40:47 ttypd 0:00 nn

Segjum sem svo að ég vilji losna út úr þessum nn ferli. Ef t.d. eitthvað fór úrskeiðis eða allt fór úr böndunum. Þá geri ég einfaldlega:
kill -9 12137

Það er betra að hafa -9 á undan, en í guðanna bænum ekki spyrja af hverju, mér var bara sagt það sama og ég hef ekkert verið að spá í hvað þetta gerir :-) Það er gott að hafa mús í þessu og geta gert COPY og PASTE (afrita og skeyta) til að fá númerið örugglega rétt.

Það vill oft gerast þegar samband rofnar snögglega og ekki eftir réttum leiðum að það verða eftir nokkrir ferlar sem gera ekkert nema að taka minni og örgjörvatíma. Því er gott (eftir svoleiðis atvik) að athuga málið og athuga hvort það eru nokkrir ferlar sem eru -tcsh en það er "tóm" skel. Annars eru kerfisstjórar oft mjög snöggir að hreinsa svona til, og hafa til þess sérstakt forrit sem gerir þetta fyrir þá en það er samt gott að vita af því að þetta getur gerst.

Þetta verður mjög sennilega síðasta greinin um Unix sem ég ætla að skrifa í bili. Tel ég að þessi greinarflokkur hafi veitt þá undirstöðuþekkingu sem er nauðsynleg til þess að verða sér út um frekari þekkingu í Unix-heiminum. Aðalástæðan fyrir þessu er að það eru nú einu sinni að koma jól :-) og eftir það gengur próftíð í garð hjá mér og ætla ég aðeins að minnka við mig með því t.d. að skríða í skel og minnka skrif fyrir RR. Samt mun ég ekki hætta heldur er þetta eingöngu tímabundið ástand sem ég vonast til að muni ekki vara lengi.

Með bestu kveðjum

Tryggvi R. Jónsson

trigger@ismennt.is

Til baka í efnisyfirlit.


FLAKKAÐ UM INTERNETIÐ.

ÞRIÐJI HLUTI.

Jæja þá er komið að þriðja hluta þessa flakks míns um Internet. Ég hef haft dálítið gaman að flakka þetta um heiminn. Markmiðið er að koma inn á sem flestar aðferðir sem boðið er uppá ef hringt er út frá tölvu Menntanetsins.

Í tveimur fyrstu hlutum flakksins hef ég notað eftirfarandi aðferðir: a) Gopher b) leitað í Veronica c) leitað í archie server að forritum og skrám d) náð í forrit og skrár í ftp e) gerst áskrifandi að LISTSERV og f) telnet. Núna mun ég notast við a) Gopher b) Veronica c) ftp d) Freenet e) BBS ofl.

Þá er best að byrja:

1. Farið á Freenet stað:

Aðalvalmynd: > skel
$ telnet freenet.scri.fsu.edu

userid: visitor (þá er komið inn á TALLAHASSEE FREE-NET valmynd sem er með 15 valmöguleika að velja um. Ég valdi fyrst að gerast áskrifandi sem kostar ekkert og þarf þá að fara í gegnum nokkur innsetningar atriði, svo sem nafn og staður (ath. fyrir STATE má sleppa þeirri línu). Þegar að þetta er búið þá þarf að bíða í nokkra daga eftir að vera settur inn sem registered user og er þá hægt að gera ýmislegt fleira. Mér skilst að eftir þetta fái nýr registered user skriftar heimild á staðnum. Allavega má áskrifandi færa áhugavert efni á heimanet sitt (í okkar tilfelli t.d. ismennt.is) og skrifa umsagnir um greinar o.fl.

Sem visitor er samt hægt að skoða sig um og gera ýmislegt.

Upphafsvalmynd: TALLAHASSEE FREE-NET MAIN MENU

  1. All About Free-Net (Help, Overview & News)
  2. Mail Service for Registered Users
  3. Social Services and Organizations
  4. Business & Professional Services
  5. Medical & Health Services
  6. Agriculture Center
  7. Government Complex
  8. Education Complex
  9. Religion Center
  10. Science and Technology Center
  11. Home and Garden Center
  12. Library Complex
  13. Community Center
  14. Disabilities Information
  15. Additional Internet & Local Services
(x) Exit
MEDICAL & HEALTH SERVICES (Menu = medical)

Hér komu upp 14 valmöguleikar sem visitors geta aðeins skoðað sig um á, en notendur með account (free) geta gert mikið meira.
(m) main menu (p) previous menu (x) Exit
Your Choice:

Ég fór hér til baka. Þið ættuð að skoða ykkur um á þessum stað og vita hvort þið hefuð áhuga á að gerast að-gangandi :-)

Þessi Freenet staður býður upp á ýmsa möguleika ef maður hefur aðgang!

2. Annar Freenet staður
$ telnet yfn.ysu.edu
userid: visitor

Welcome To Youngstown Free-Net
Brought to you by St. Elizabeth Hospital Medical Center
Local Phone Number (216) 742-3072

<<< Main Menu >>>

  1. Administration
  2. Post Office
  3. The Public Square
  4. The Communications Center
  5. The Animal Hospital
  6. The Business & Industrial Park
  7. The Computer Center
  8. The Courthouse
  9. The Government Center
  10. The Hospital
  11. The House of Worship
  12. The Human Services Building
  13. The Teleport
  14. The USA/Today Headline News
  15. Youngstown State University
  16. Academy One
h=Help, x=Exit YFN, "go help"=extended help

Your Choice ==> 1

<<< Administration >>>

Hér gerðist ég líka að-gangandi og fyllti út upplýsingar um nafn og heimili. Munurinn á þessum stað og hinum er sá að þú verður að senda bréf í pósti til að fylgja eftir assigned user ID.

Your assign user ID is: ***** Remember this ID! You will need it when filling out the release form and when logging into the system. Don't forget to send your signed release form to:

The Youngstown Free-Net
ATTN: Lou Anschuetz
Youngstown State University
Youngstown OH 44555

3. Listi yfir nokkra Freenet staði:
Staður Internet telnet númer:
Big Sky Telegraph telnet 192.231.192.1
Dillon, Montana
Buffalo Free-Net telnet freenet.buffalo.edu
Buffalo, New York (Demo System)
The Cleveland Free-Net telnet freenet-in-a.cwru.edu
Cleveland, Ohio
Denver Free-Net telnet freenet.hsc.colarado.edu (140.226.1.8)
Denver, Colarado
The Heartland Free-Net telnet heartland.bradley.edu (136.176.5.114)
Peoria, Illinois
Lorain Country Free-Net telnet freenet.lorain.oberlin.edu (132.162.32.99)
Elyria, Ohio
National Capital Free-Net telnet freenet.carleton.ca (134.117.1.25)
Ottawa, Canada (ættuð að prufa þennan því þaðan er hægt að tengjast ýmsum stöðum)
Tallahassee Free-Net telnet freenet.fsu.edu (144.174.128.43)
Tallahassee Florida
Tristate Online telnet cbos.uc.edu
Cincinnati, Ohio
Victoria Free-Net telnet freenet.victoria.bc.ca (134.87.16.100)
Victoria, British Columbia
The Youngstown Free-Net telnet yfn.ysu.edu (192.55.234.27)
Youngstown, Ohio

Notendur geta venjulegast komist inn og notað User id: visitor

4. Ég fór næst í Gopher og valdi:

fyrst --> 10. Þjónusta á Internet/
svo --> 3. Ýmsir Gopher-þjónar (á ensku)/
svo --> 7. USDA/CYFER-NET resources/
svo --> 8. Other Gopher and Information Servers/
svo --> 5. Search titles in Gopherspace using veronica/
svo --> 8. Search gopherspace at NYSERNet

Search gopherspace at NYSERNet: ftpsites

Hér koma upp nokkrar skjásíður um ftp staði og ýmislegt tengdu þeim. tildæmis --> 13. ftpsites/
svo --> 3. ftp.list.
Ég valdi svo að skoða aðeins yfir þennan lista en valdi svo (s) fyrir save.

5. LISTSERV áskrifandi að:

Dancing (International)

Resource: LISTSERV
Address: dance-l@hearn
For everyone who appreciates or participates in international folk and traditional dancing. To subscribe, address a message in the following manner:
To: LISTSERV@hearn (dance-l@hearn)
From: (setja þitt netfang hér)
Subject: LISTSERV ignores this (hér þarf ekkert að vera) SUBSCRIBE dance-l (setja nafn þitt fyrir aftan SUBSCRIBE hér, dæmi: Gudni Hardarson)

5. YFIRLIT

Mér datt í hug að gera lauslegt yfirlit yfir það sem er boðið upp á í Gopher og í skel. Þetta yfirlit mun dreyfast yfir á enhverjar næstu flakk greinar.

a) VERONICA (stytting fyrir: Very Easy Rodent-Oriented Net-wide Index to Computerized Archives)

Veronica hjálpar við að leysa það vandamál að leita með lykil-orðum (keyword search) á flestum valmyndum sem dreifast um Gopherþjóna í flest öllum Gopherheimi. Veronica finnur fyrir okkur valmyndir í Gopher ef eitthvað er til um efnið sem leitað er að.

b) WHOIS whois er gopher utility sem getur þekkt nöfn, titla, eða heimilisföng og fært í deildir (return directory entry), eiginlega líkt nokkurskonar símaskrá. Notið whois með: whois [ -h c) WAIS wais er eitt af fyrstu forritum sem er byggt á Z39.50 standard. (Z39.50 er American National Standard Information Retrieval Service Defination and Protocol Specification for Library Applications standard). Wais er gagnasafn þar sem hægt er að leita að öllum mögulegum orðum sem tengd eru málefnum sem notandi þarfnast að vita um. Hægt er að nálgast wais á þrjá vegu: 1) með gopher 2) með því að hringja með: telnet quake.think.com og 3) með því að nota local client wais þjón ef hann er fyrir hendi á heimasvæði notanda.

What does WAIS do?

Users on different platforms can access personal, company, and published information from one interface. The information can be anything: text, pictures, voice, or formatted documents. Since a single computer-to-computer protocol is used, information can be stored anywhere on different types of machines. Anyone can use this system since it uses natural language questions to find relevant documents. Relevent documents can be fed back to a server to refine the search. This avoids complicated query languages and vendor specific systems.

Nokkrir WAIS þjónar ef notað er telnet skipun í skel ($) telnet nnsc.nsf.net User id: wais
telnet info.funet.fi info
telnet swais.cwis.uci.edu swais
telnet sunsite.unc.edu swais
telnet quake.think.com wais

6. Hér eru nokkrir möguleikar sem hægt er að prufa sem lykilorð þegar notað er telnet og farið inn á ýmsa staði.

info, new, newuser, hytelnet, gopher, bbs, wais, history, library, archie, visitor, public, www, swais, webster, dante, lawlib, pegasus, quake ofl.

Athugið að sumir staðir sem gert er tilraun til að ná sambandi við koma upp með Password: Ef þetta skeður þá er annað hvort að gerast registered (free) user á staðnum eða að reyna einhvern annan.

7. Nokkrir archie leitar þjónar:

Archie Server (þjónn) Address Owner Timezone
archie.rutgers.edu 128.6.18.15 Háskóli Rutgers í USA GMT -6
archie.sura.net 128.167.254.179 SURAnet Archie þjónn GMT -6
archie.unl.edu 129.93.1.14 U.of Nebraska í USA GMT -6
archie.ans.net 147.225.1.2 ANS Archie þjónn GMT -x
archie.au 139.130.4.6 Australskur þjónn GMT +9
archie.funet.fi 128.214.6.100 Evrópu þj.í Finnlandi GMT +1
archie.doc.ic.ac.uk 146.169.11.3 Breskur Evrópu þjónn GMT
archie.cs.huji.ac.il 132.65.6.15 Israelskur þjónn GMT +5
archie.wide.ad.jp 133.4.3.6 Japanskur þjónn GMT +8
archie.ncu.edu.tw 140.115.19.24 Taiwanskur þjónn GMT +7
archie.sogang.ac.kr 163.239.1.11 Kóreanskur þjónn GMT +6
archie.nz 130.195.9.4 Nýsjálenskur þjónn GMT -10
archie.kuis.kyoto-u.ac.jp 130.54.20.1 Japan GMT +8
archie.th-darmstadt.de 130.83.128.111 Þýskur þjónn GMT +2

Ætli að þetta verði ekki að duga núna. ENDIR

Guðni Karl Harðarson.
Til baka í efnisyfirlit.

MEIRA UM TELIX SAMSKIPTAFORRITIÐ.

Í síðasta Rafriti fjallaði ég um TELIX samskiptaforritið og sýndi möguleika sem það býður upp á með innbyggðu forritunarmáli. Nú langar mig til að halda áfram þessari umfjöllun og reyna að sýna betur hve öflugt þetta forritunarmál er.

Í þeim tölublöðum sem komið hafa út af Rafritinu hefur stundum verið minnst á vandamál sem tengjast því að mismunandi stafróf eru í gangi á Íslenska Menntanetinu (ISO stafróf) annarsvegar og í PC tölvum hinsvegar (Code Page 861). Reyndar er sama stafróf notað í Windows og er notað á Unix tölvum en í flestum tilfellum sér Windows um að túlka þessi stafróf rétt þannig að við verðum lítið vör við það.

Eftir að hafa lesið handbókina með Telix, og skoðað hvaða möguleikar felast í forritunarmálinu (sem er kallað SALT, þ.e. "Script Applica- tion Language for Telix") sá ég ekki betur en að skrifa mætti forrit sem gæti þýtt textaskrár beint í Telix. Ég settist því niður og dreif í að búa slíkt forrit til.

Þegar við notum Telix í samskiptum við Íslenska Menntanetið þá sér Telix um að þýða allt sem kemur á skjáinn okkar og einnig allt sem við sláum inn á lyklaborðið ef við höfum stafaþýðingu virka. (Sjá nánar greinina í síðasta tölublaði Rafritsins). Ef við hins vegar notum "TakaPóst" eða náum í skrár með Zmodem (SZ) þá þýðir Telix ekki textann, því hann er sendur á milli með "binary" flutningi. Eini skráarflutningsmöguleikinn sem þýðir er "ASCII" þar sem skráin er send í gegnum innbyggðu stafaþýðinguna. Þar með kemur það fyrir að þegar við notum "TakaPóst" eða "SendaPóst" að þá verðum við að þýða skrárnar í aðra hvora áttina eftir því sem við á.

Í stað þess að þurfa að fara út úr Telix og keyra eitthvað þýðingar- forrit á viðkomandi skrá væri náttúrlega þægilegast að keyra þýðingu beint úr Telix með því að ýta á Alt-G. Forritið kalla ég BREYTIR en menn geta valið sér hvað nafn sem er.

Flest svona þýðingarforrit vinna þannig að maður býr til aðra skrá sem inniheldur þýðinguna. Þar með vill hlaðast upp aragrúi af skrám þar sem allt er tvöfalt með sitt hvoru stafrófinu. Þess vegna hafði ég þetta þannig að BREYTIR býr til bráðabirgðaskrá fyrst, sem ávallt hefur sama nafn og afritar hana yfir í þýddu skrána sem hefur sama nafn og sú sem maður byrjaði með. Þar með er bara til eitt afrit, þ.e. af skránni sem maður þýddi síðast. Það væri samt auðvelt að breyta þessu þannig að alltaf verði til ný þýdd skrá ef einhver vill.

Forritið er birt hér neðar í textanum. Einfaldast er að nota ein- hvern ritþór eða ritvinnslu til að klippa þann hluta út úr Rafritinu og vista sem t.d. BREYTIR.SLT. Þegar því er lokið má þýða það með SALT þýðandanum, sem er á TELIX svæðinu þannig:

CS BREYTIR

og verður þá til forritið BREYTIR.SLC sem Telix getur keyrt.

Til að keyra þýðingarforritið upp (eftir að það hefur verið þýtt með CS BREYTIR) velur maður Alt-G og gefur nafnið: BREYTIR. Fyrst er spurt hvort þýða á IBM->ISO eða ISO->IBM. Sláið inn tölustafinn "1" fyrir þýðingu yfir í unix-stafróf en "2" ef þýða á úr ISO til IBM stafróf. Næst er spurt um nafn skráarinnar. Tilgreina má slóð eins og t.d. "c:\telix\dnload\rafrit7.txt" Ef menn eru með RAM disk í tölvunni mætti breyta forritinu hér að neðan þannig að drifstafur RAM disksins komi á undan nafni bráðabirgðaskráarinnar t.d. "D:\TMP__TMP.TMP" og ætti hraðinn að aukast við það.

Um leið og ýtt er á Enter að loknum innslætti skráarnafns hefst aðgerðin með afritun í bráðabirgðaskrá og að því loknu hefst sjálf þýðingin. Ég prófaði að taka tímann á að þýða 7. tbl. Rafritsins, sem er rúmlega 100 Kílóbæt og tók það c.a. 4 mín. í 486-66 MHz. Auðvitað er það óvenju stór skrá.

Hér kemur þá forritið: BREYTIR.SLT Höf: Einar Karlsson
Þýða með: CS BREYTIR.SLT Rökver hf
einark@ismennt.is
main()
{
int f1,f2;
int fj,telj,allsbyte;
int c,ret;
str sfj[5], skra[35], ii[3];
// _fore_color = 79; // Gera má tilraunir með litina.
clear_scr();
box(5,3,65,13,2,0,48);
gotoxy(7,5);
prints(" Þýðing úr IBM-PC yfir í ISO (Unix) stafróf eða öfugt. ");
gotoxy(7,7);
prints(" Þýða úr IBM->ISO (1) eða ISO->IBM (2). Veldu 1/2: ");
gotoxy(60,7);
gets(ii,1);
gotoxy(7,8);
prints(" Hvað heitir skráin: ");
gotoxy(29,8);
ret = gets(skra,35);

allsbyte = filesize(skra);
if (allsbyte > 0)
{

gotoxy(7,10);
printsc(" Bráðabirgðaskrá skrifuð: ");
gotoxy(7,11);
printsc(" Þýðing á íslenskum stöfum: ");

f1 = fopen(skra,"r");
f2 = fopen("TMP__TMP.TMP", "w");
fj = 0;
telj = 0;
gotoxy(51,10);
printsc("af");
gotoxy(56,10);
printn(allsbyte);

while (!feof(f1))
{
fj = fj + 1;
telj = telj + 1;
if ( telj == 100)
{
telj = 0;
gotoxy(44,10);
printn(fj);

}
c = fgetc(f1);
if (!feof(f1))
fputc(c,f2);
}
gotoxy(44,10);
printn(fj-1);
fclose(f1);
fclose(f2);

f1 = fopen("TMP__TMP.TMP", "r");
f2 = fopen(skra, "w");

allsbyte = filesize("TMP__TMP.TMP");
fj = 0;
gotoxy(51,11);
printsc("af");
gotoxy(56,11);
printn(allsbyte);

while (!feof(f1) )
{
c = fgetc(f1);
fj = fj + 1;

if ( c > 128 )
{
gotoxy(44,11);
printn(fj);
if (ii == "1") // þýða á IBM->ISO
{
if (c==140) c=240; // ð
else if (c==160) c=225; // á
else if (c==130) c=233; // é
else if (c==148) c=246; // ö
else if (c==149) c=254; // þ
else if (c==145) c=230; // æ
else if (c==152) c=253; // ý
else if (c==162) c=243; // ó
else if (c==163) c=250; // ú
else if (c==161) c=237; // í
else if (c==141) c=222; // Þ
else if (c==146) c=198; // Æ
else if (c==153) c=214; // Ö
else if (c==164) c=193; // Á
else if (c==144) c=201; // É
else if (c==151) c=221; // Ý
else if (c==167) c=218; // Ú
else if (c==165) c=205; // Í
else if (c==166) c=211; // Ó
else if (c==139) c=208; // Ð
}
else if (ii == "2") // Þýða á ISO->IBM
{
if (c==240) c=140; // ð
else if (c==225) c=160; // á
else if (c==233) c=130; // é
else if (c==246) c=148; // ö
else if (c==254) c=149; // þ
else if (c==230) c=145; // æ
else if (c==253) c=152; // ý
else if (c==243) c=162; // ó
else if (c==250) c=163; // ú
else if (c==237) c=161; // í
else if (c==222) c=141; // Þ
else if (c==198) c=146; // Æ
else if (c==214) c=153; // Ö
else if (c==193) c=164; // Á
else if (c==201) c=144; // É
else if (c==221) c=151; // Ý
else if (c==218) c=167; // Ú
else if (c==205) c=165; // Í
else if (c==211) c=166; // Ó
else if (c==208) c=139; // Ð
}
}
if (!feof(f1))
fputc( c, f2);
}
gotoxy(44,11);
printn(fj-1);
fclose(f1);
fclose(f2);
}
gotoxy(56,8);
printsc("Búið.");
gotoxy(1,15);
}

Hér endar forritið BREYTIR.SLT

Þær tilraunir sem ég hef gert hafa gengið vel en ég bið menn að gæta þess að ef skráin sem þeir ætla að vinna með inniheldur mikilvæg gögn að taka þá afrit af henni fyrst.

Gaman væri að heyra frá þeim sem ætla að prófa þetta. Ekki hika við að senda mér póst ef mér hefur ekki tekist nægilega vel upp í að skýra þetta.

Flýtilyklar í Telix

Einn af mörgum gagnlegum möguleikum í Telix, sem mörgum sést yfir, er að geta tengt texta við tiltekna lykla. Oft lendir maður í því að vera aftur og aftur að slá inn sömu setningarnar, nafnið sitt o.s.frv. En hvernig tengjum við texta við lykla?

Við förum inn í Telix og ýtum því næst á Alt-K. Þá opnast gluggi og við erum fyrst spurð hvort við viljum breyta texta fyrir "Regular" lyklaborðstöflu eða "Terminal" töflu. Við höldum okkur við "Regular" hér en hin er ætluð fyrir texta sem er sérstaklega ætlaður þeim skjáhermi sem er virkur hverju sinni. Næst kemur valmynd:

Load Save Clear Display displayKey Edit eXit

Eins og þarna kemur fram getum við geymt margar skrár allar með mis- munandi skilgreiningum fyrir lyklaborðið. Sjálfgefin skrá heitir TELIX.KEY og er henni hlaðið inn sjálfvirkt þegar við keyrum Telix. Með "Clear" hreinsum við allar skilgreiningar í viðkomandi töflu. "Display" sýnir okkur hvaða texti er hengdur á lykla. "Edit" gefur okkur kost á að tengja texta við tiltekinn lykil eða breyta texta sem áður hefur verið tengdur við lykil.

Og þá er bara að láta sér detta í hug staðlaða texta til að flýta fyrir sér og fækka eitthvað slögunum á lyklaborðið.

Einar Karlsson

einark@ismennt.is

Til baka í efnisyfirlit


NOVELL - hugbúnaður á FTP.

Á ferðum mínum um FTP víðsvegar um heiminn þá hef ég rekist á nokkur mjög góð (og skemmtileg) forrit sem gera manni lífið auðveldara á Novell. Þar má nefna svolítið sem ég hef ekki prófað en heitir: automan.zip AutoMan: Automatic network management program. Ég veit ekki alveg hvað það á að gera en nafnið er voðalega freistandi. :-) Það er á ftp.funet.fi: /pub/msdos/networks/lan

Ég hef tekið saman nokkur bestu forritin og hér á eftir kemur upptalning á þeim ásamt lýsingum og síðan listi yfir nokkra FTP-staði sem eru með mikið af Novell forritum.

Pegasus Windows Mail: Gott windows-bundið póstkerfi fyrir Novell netkerfi. Gefur kost á flottum tengingum við aðra server-a. Mjög auðvelt í noktun og plássgrannt. Einnig til í DOS-útfærslu.

Pegasus Macintosh Mail: Sama og P. Windows Mail, nema fyrir Macintoshtölvur sem eru á Novell-neti. Hefur sömu möguleika og Windows-forritið (tekur ekki *ennþá* íslenska stafi, allavega ekki frá PC).

PC Bridge: Ekki "bridds" forrit :-) heldur lítill og þægilegur hugbúnaður til að geta notað einn gamlan PC til að tengja saman tvö eða fleiri "ethernet" staðarnet. Eina sem þarf er einn gamall PC, tvö netkort, kaplar til að tengja vélina einhversstaðar inn á bæði netin og þessi hugbúnaður.

Net-talk: Til að tveir notendur á staðarneti geti "rætt" saman í rauntíma (on-line). Einfalt og þægilegt forrit sem tekur *ekkert* pláss (DOS).

Notice: Tilkynningatafla þar sem hægt er að setja skilaboð, bæði geta menn litið á það af sjálfsdáðum eða fengið það sjálfkrafa þegar inn á netið er komið.

Finger: Forrit sem er keyrt á server til að "búa" til skipunina finger sem gefur upplýsingar um notendur og tengitíma þeirra. Eftirherma af unix-tóli sem gerir það sama. Þetta er c-module sem er keyrt af server. Ég veit ekki hve öflugt þetta er ennþá.

Ég hef ekki persónulega sett upp öll þessi forrit en Pegasus hef ég sett upp og það virkar með ágætum. Aðalkostur þess er að ekki þarf að byggja upp notendur og póstsvæði heldur fer það í uppsetninguna á Novell-netinu og les það sem það þarf að vita (netheiti og fullt nafn) og notar síðan mail skráasafnið til að geyma póst. Skemmtilegt andlit og einfalt og gott í notkun.

Nokkrir Ftp-staðir sem eru með mikið af netforritum
ftp.funet.fi - pub/msdos/networks/novell
Einnig önnur skráasöfn undir networks þar sem er t.d. ip tengingar o.fl. Líka pub/networks risc.ua.edu - pub/network/pegasus
Þar er t.d. Pegasus Mail fyrir pc/mac/win og fleiri forrit sem eru skyld. Einnig önnur skráasöfn með öðrum forritum. ATH: þar er David's Readme Compiler sem breytir .txt skrá í .exe skrá. Hægt er að ráða litum og setja upp í "tré" þær upplýsingar sem þú vilt hafa t.d. með forritum. Smá útúrdúr sem ég vona að mér verði fyrirgefinn.

Einnig fann ég á ftp.funet.fi msdos/networks/lan forrit sem heitir Unet11.zip. Er það sniðugt forrit sem getur tengt saman tölvur í gegnum samhliðatengin og gert aðra að vinnustöð (workstation) og hina að miðlara (server) þannig að önnur tölvan getur notað disk miðlara sem sinn eigin og einnig ef tvö samhliðatengi eru á miðlara er hægt að nota hann frá hinni tölvunni.

Til eru allavega forrit sem eiga að gera kerfisstjórum lifið léttara, t.d. þessi automan sem ég nefndi áður.

Biðst ég velvirðingar á því að vitna í /pub/msdos/networks og tala aðallega um PC forrit en ég hef rétt litið á machintosh skráasafnið og þar er líka ýmislegt sem kemur sér mjög vel á Novell. Þó held ég að það sé ekki *mjög* algengt að Makkar séu á Novell þó það sé svo hjá Dagsprenti.

Nú hvet ég alla til að fara á þessi mið og veiða sér eitthvað gott í sarpinn :-)

Tryggvi R. Jónsson

trigger@ismennt.is

Til baka í efnisyfirlit.


LET IT BE

Sungið við lag bítlanna "Let it Be":

When I find my code in tons of trouble,
Friends and colleagues come to me,
Speaking words of wisdom:
"Write in C."

As the deadline fast approaches,
And bugs are all that I can see,
Somewhere, someone whispers:
"Write in C."

Write in C, write in C,
Write in C, oh, write in C.
LISP is dead and buried,
Write in C.

I used to write a lot of FORTRAN,
For science it worked flawlessly.
Try using it for graphics!
Write in C.

If you've just spent nearly 30 hours
Debugging some assembly,
Soon you will be glad to
Write in C.

Write in C, write in C,
Write in C, yeah, write in C.
Only wimps use BASIC.
Write in C.

Write in C, write in C
Write in C, oh, write in C.
Pascal won't quite cut it.
Write in C.

( Guitar Solo)

Write in C, write in C,
Write in C, yeah, write in C.
Don't even mention COBOL.
Write in C.

And when the screen is fuzzy,
And the editor is bugging me.
I'm sick of ones and zeros,
Write in C.

A thousand people swear that T.P.
Seven is the one for me.
I hate the word PROCEDURE,
Write in C.

Write in C, write in C,
Write in C, yeah, write in C.
PL1 is 80s,
Write in C.

Write in C, write in C,
Write in C, yeah, write in C.
The government loves ADA,
Write in C.

Ingimar Robertsson (ingimarr@ismennt.is) sendi Rafritinu þetta.

Til baka í efnisyfirlit.


DOOM

DOOM - leikurinn sem allur tölvuheimurinn stendur á öndinni yfir.

Hvað er DOOM?
Hvenær kemur hann út?
Hvað er svona sérstakt?
Hverjir búa hann til?

Svona spurningar koma alltaf fram þegar gefa á út nýjan leik. DOOM er sérstakur að mörgu leyti. Taugaspenningurinn í kringum hann er kannski með því meira sem ég hef séð. Svo virðist vera sem allir frá krökkum upp í forritara bíði með óþreyju eftir 10. desember. Því það er einmitt þá sem á að setja þennan leik á ftp! Já! hann er shareware (fyrsta borðið) og verður hægt að fá hann á ftp.uwp.edu í skráasafninu: /pub/msdos/games/id MUNIÐ ÞETTA VEL!! Einnig verður þessi leikur á 25 öðrum FTPum, listi verður gefinn út á næstunni, en hugsanlega eru það staðir eins og ftp.funet.fi, wuarchive.wustl.edu, ftp.uml.edu og fleiri slíkir. Veljið þann sem er næst ykkur!

DOOM er nýr leikur frá ID software sem komu t.d. með hinn frábæra leik Wolfenstein. DOOM verður að mörgu leyti MJÖG líkur Wolfenstein NEMA að nú á að gera hlutina RÉTT, að sögn starfsmanna ID Software. ATH: Apogee kemur hvergi nærri útgáfu DOOM. DOOM er þrívíddar, sýndarveruleikaleikur þar sem ÞÚ ert geimhermaður (jeah... right!) hvernig á annars að þýða "space marine"?? Þú vinnur á rannsóknarstöð á tungli einu þar sem vísindamenn eru að rannsaka óþekkt fyrirbrigði, en þeir finna miklu meira en þeir reiknuðu með... Skyndilega er ráðist á stöðina af "stökkbreyttum" skrímslum, púkum og fleiri skrímslum sem engan langar til að mæta í myrkri!! Innan skamms stendur þú einn eftir af starfsmönnum stöðvarinnar og verður að berjast fyrir lífi þínu og framtíð alheimsins. Gríptu skammbyssuna (eða eitthvert af hinum átta vopnum sem þú getur fengið) og búðu þig undir að mæta óvinunum, þú verður að komast út EÐA deyja! Hljóð og mynd verður með BESTA móti og ef til vill verður GUS 3D einnig inni í myndinni en það gæti orðið erfitt vegna þess hve plássfrekur kódinn fyrir GUS 3D er. "Ef það er hægt, verður það gert", segir Jay Wilbur (jay@idsoftware.com) hjá ID software. Annars mun leikurinn styðja: SoundBlaster, SoundBlaster pro, SoundBlaster 16, AdLib, Pro Audio Spectrum (native-mode), Roland Sound Caravans og MPU-401 uart og þar með öll "general Midi" tæki þar með talinn WaveBlaster frá Creative Labs. Það þarf lágmark 386sx með DOS, 4Meg innra minni og VGA skjá til að keyra þennan leik í lokaútgáfu. Stærðin er óljós... hugsanlega mun Shareware útgáfan fara upp fyrir 1.44Meg og það er þegar ljóst að "commercial" útgáfa verður um eða YFIR 10 MEG óþjöppuð!

Hvað verður það sem skilur á milli DOOM og Wolfenstein? Það er margt t.d. TEXTURE MAPPED umhverfi (íslenskt orð óskast!!), þ.e. aðferð til að taka raunverulegar ljósmyndir inn í tölvu og nota sem "veggfóður" eða eitthvað annað í leik sem þessum; Non-Orthogonal veggir, þ.e. veggirnir mætast ekki alltaf í 90 gráðu hornum og eru ekki alltaf af sömu þykkt; ljósi verður beitt til að fá fram skugga og "fela" skrímsli; Mismunandi loft- og lofthæð, t.d. verða mjög háir hellar og mishátt gólf sem mun hefta för leikandans; gervigreind skrímsla, þ.e. að skrímsli munu hafa meiri "gáfur" en t.d. verðirnir í Wolfenstein t.d. ef þú skýtur í gegnum vegg og þar eru skrímsli þá fara þessi skrímslu og LEITA þig uppi, og trúðu mér þau geta orðið reið! Eitt aðalatriði í viðbót: ÞAÐ MUNU MARGIR GETA SPILAÐ Í EINU!! Eða alls fjórir á staðarneti (Netware eða öðru IPX-kerfi) eða tveir í gegnum serialtengi eða MODEM, modemin verða a.m.k. að vera 9600bás og allt þar yfir er mögulegt. ATH: shareware útgáfan MUN hafa þennan eiginlega að það geti verið margir í leiknum í einu. Nú er bara að búa allar vélarnar á netinu hjá sér SoundBlaster!!!!!!!!!

Vopnabúr leiksins er mjög girnilegt og kemur listinn hér á eftir: (1) Handafl, hnefinn
(2) Vélsög (YYYEEESSSSS)
(3) Skammbyssa
(4) Haglabyssa
(5) Keðjubyssa (??)
(6) Eldflaugabyssa( nammmm...)
(7) Plasmabyggsa ( jamm..)
(8) BFG9000 (WAS IST DAS???)

Hvað mun verða hægt í margspilaraleik? T.d. horfa á aðra leikendur engjast af sársauka þegar þeir eru skotnir, skjóta aðra í síldarsalat!!, vinna saman (snúum bökum saman ... stöndum þétt saman ...) og mannaveiðar, þ.e. fyrst þegar komið er inn á borðið verður allt fullt af skrímslum, svo þegar búið er að hreinsa borðið þá snúast þeir gegn hvor öðrum, þegar leikmenn vinna saman verður hægt að sjá þá í "auto-map" og skipta yfir í þeirra sjónarhorn. Einnig verður innbyggt í leikinn samskiptaleið til að hægt sé að skiptast á skoðunum, þá koma strax upp setningar eins og þessar: "I'll clean my claws on your corps"
"Cover ME!!"
"You'll take this ONE and I'll take the OTHERS"
"Your a** is MINE!!"
"I'm your worst NIGHTMARE"
o.sv.frv... ímyndaraflið eru einu takmörkin. Smágalli á þessu er þó það að meðan skilaboð eru send stoppar leikurinn EKKI, en skilboð eru send þannig að fyrst er slegið á hnapp sem ræsir samskiptarás, síðan er slegið nafn viðtakanda og loks skilaboðin. Þá kemur sér vel að hafa þræl sem pikkar á lyklaborðið á meðan músin eða stýripinni verður aðalstjórntækið í leiknum sjálfum... verst að það búið að leggja af þrælahald!!! :-)
Þegar einn leikmaður deyr geta hinir ekki náð í vopn hans, vistir né "POWER-UP". En vopn sem einn tekur geta hinir ennþá tekið því það virðast vera mörg eintök af hverju ... "DEATHMATCH" leik minntist ég aðeins á áður en það er þegar allir eru á móti öllum. Fyrst eru skrímsli á borðinu og vopn út um allt, fyrst þarf að hreinsa borðið og síðan má fara að ráðast á hina mennsku leikmennina. Þá verður ekki hægt að sjá staðsetningu í "auto- map", né skipta yfir í sjónarhorn annarra né sjá ástand heilsu og vopna hinna. Svona til að hafa þetta sanngjarnt...

Spila DOOM yfir INTERNET?? Já það verður sennilega hægt ef þú hefur 1. aðgang að INTERNET 2. 56K bæta línu og það mega ekki vera margir routerar á milli. Hugsanlega verður settur upp DOOM-server sem mun geta tekið marga, marga leikmenn í einu. "Við munum vinna að þessu um leið og leikurinn kemur út =)", segir Saqib A. Qureshi. (qureshi@ug.cs.dal.ca).

Hægt er að fá "screenshots" eða myndir úr leiknum í gegnum FTP frá ftp.uwp.edu í /pub/msdos/games/id skráasafninu. Skrárnar heita: (1) doompix1.exe (sjálfsprengjandisafn) (2) doom01.zip
(3) doom02.zip
(4) doom03.zip
(5) doom04.zip
(6) doomscn5.zip

EINNIG er hægt að fá Windows kynningu á þessum leik, höfundur er Doug Marien og er einnig hægt að fá það á sama FTP í /pub/incoming/id, ef það er ekki þar þá er búið að flytja það í /pub/msdos/games/id, skráin heitir: mslug14.zip og inniheldur nokkkrar bestu myndirnar úr leiknum ásamt húmorískum hljóðum OG FAQ-listanum (v.2.0). Það er EKKI hægt að fá "a playable demo" spilanlega kynningu af leiknum. Takið eftir að það ER EKKI HÆGT. SAMT hef ég séð DEMO af leiknum þar sem eru þrjú borð og búið að setja inn allar þær myndir sem eiga að vera í leiknum. Var það alpha útgáfa og var hún frekar hæg á 486-33Mhrz með 4MEG á Novellneti. Þessi útgáfa kom einhversstaðar á FTP eða BBSi sem mér er ókunnugt um. En samkvæmt FAQinu um leikinn má sjá þetta: Ef þú hefur undir höndum ALPHA eða BETA útgáfu af þessum leik og ERT ekki BETA- prófari hjá ID þá vinsamlegast EYDDU eintaki þínu. Annars er hægt að dæma þig til fjársektar að upphæð 250.000 $ eða 5 ára fangelsisvistar, samkvæmt Amerískum alríkis höfunarréttarlögum. Tekið þetta eins og þið viljið!

Sala á leiknum verður með því móti að fyrsti þátturinn (8 borð + leyniborð) verður Shareware og strax eftir útgáfu þess verða tveir þættir til sölu frá ID í gegnum póst og verða í þeim m.a. ferðir til annarra vídda!!. Fleiri þættir eru væntanlegir einhvern tíma á árinu 1994. DOOM (þrír þættir í pósti) mun kosta um $40 í pósti + póstburðargjöld. Þess má geta að það eru engir tollar af hugbúnaði að ég best veit.

Það er hægt að ná sambandi við ID Software eftir mörgum leiðum. T.d. er hægt að senda RAFPÓST til help@idsoftware.com, Íslendingar geta EKKI hringt í 800-númerið hjá þeim vegna þess að enginn samningur er milli P&S og Bandaríkjanna um "toll-frjáls" númer. Hægt er að gerast áskrifandi að FAQ-póstlistannum með því að senda póst til: ap641@cleveland.freenet.edu og setja í "subject" línuna: "DOOM mailing list". Þá er nýjasta útgáfa af FAQ-inu send til ykkar um leið og hún er gefinn út. Einnig er mikil umræða um DOOM á eftirtöldum ráðstefnum: comp.sys.ibm.pc.games.action
comp.sys.ibm.pc.games.misc
Svo er FAQ sent á:
comp.sys.ibm.pc.games.announce
(það er ritstýrð ráðstefna).

Ég vona að ég hafi vakið áhuga lesenda á þessum stórkostlega leik með þessari smágrein þar sem rétt var minnst á nokkur atriði um DOOM. Hugsanlega þegar ég frétti eitthvað nýtt að ég setji það í framhaldsgrein... hvur veit...

Tryggvi R. Jónsson

trigger@ismennt.is

Við þetta er því að bæta að leikurinn Doom kom út 10. desember eins og boðað hafði verið og hefur hann farið eins og eldur í sinu um heiminn undanfarna daga. Hægt er að sækja hann til dæmis á Stöð 2 BBS, ftp-a á isgate.is eða einhverja aðra ftp-staði.

Umræður á ismennt ráðstefnunni ismennt.leikir um þennan leik hafa líka verið talsvert fjörugar og skemmtilegar.

Vert er að benda á að leikurinn er ofbeldisfullur og blóðugur og þessvegna ekki fyrir börn.

Ekki þýðir að reyna að keyra leikinn nema hafa 386 tölvu eða betri, VGA skjá og 4 Mb af innra minni. Skránar með leiknum eru samtals um 2.1 Mb en þegar búið er að þenja þær út taka þær rúmlega 7 Mb á disknum.

Sæmundur Bjarnason

Til baka í efnisyfirlit.