6. tbl. 22. október 1993 1. árg.

EFNISYFIRLIT

  1. Frá ritstjóra.

  2. Um efnisval í Rafritinu. Sæmundur Bjarnason

  3. Þverstæður.Atli Harðarson

  4. Flakkað um Internet.Guðni Karl Harðarson

  5. Svolítið um Unix.Tryggvi R. Jónsson

  6. IRC-fundir Sæmundur Bjarnason

  7. Um snafsa, mótöld og nýyrði. Óli Þór Atlason

  8. Séríslenskir stafir. Guðmundur Bjarnason

  9. soc.culture.nordic. Sæmundur Bjarnason

  10. Talk - Write Samskiptaleiðir milli notenda á Unix fjölnotendavélum. Tryggvi R. Jónsson

  11. Tvær limrur á ensku.

  12. Um bréfafætur og spakmæli. Sæmundur Bjarnason


FRÁ RITSTJÓRA.

Skömmu eftir að ég hafði sent 5. tölublað inn á Ísmennt uppgötvaði ég villu í blaðinu. Tölurnar aftan við greinaheitin í efnisyfirlitinu eru alveg út í bláinn. Þetta eru tölurnar sem voru í 3. tbl. Eðli málsins samkvæmt hlýtur það að vera það síðasta sem maður gerir eftir að öllum breytingum er lokið að telja út staðsetningu greinanna. Til að sjá hvernig uppsetning blaðsins væri lét ég gömlu tölurnar halda sér og gleymdi svo að skipta um. Einnig er í efnisyfirlitinu minnst á greinina "frá ritsjóra", sem á að sjálfsögðu að vera "frá ritstjóra".

Sömuleiðis fórst fyrir hjá mér að breyta niðurlagi greinarinnar sem heitir "Að skrifa á Usenet - framhald", en þar stendur að nú séu að hefjast umræður um Gruk og Piet Hein á soc.culture.nordic. Þetta var svosem rétt þegar greinin var skrifuð en ekki þegar blaðið kom út. Þarna hefði átt að standa að nú væri greinilegt að hvalaumræður væru að komast í algleyming að nýju en þær voru alger plága á þessari ráðstefnu í vor.

Viðbrögð manna við ákalli mínu í síðasta blaði um efni hafa verið allgóð eins og sjá má í þessu blaði. Nýir höfundar koma fram og flestir þeirra sem áður hafa átt efni í blaðinu eru einnig með efni núna.

Aðalástæða þess að samt hefur dregist nokkuð að blaðið kæmi út er sú að ég hef haft talsvert mikið að gera og ekki unnist tími til að ganga frá efninu. Skrif eftir mig eru líka sennilega minni í þessu blaði en oftast áður og er það vel.

Nýir áskrifendur sem eru komnir á póstlistann "rafritid" eru:

hordjo Hörður Jóhannsson
lars Lars H. Andersen
isak Ísak Jóhannsson

og eru þá samtals á honum 17 manns.

Í síðasta blaði hafði ég það eftir Pressunni að símaskráin í tölvutæku formi kostaði hálfa milljón króna. Björn Davíðsson á Ísafirði leiðrétti þetta í bréfi sem hann skrifaði á póstlistann "rafritid" og sagði frá því að hann hefði kynnt sér þetta og hún kostaði ekki nema 49.950 krónur og munar þar æði miklu. Það breytir þó engu um það að mínu áliti að hún er alltof dýr og ætti að sjálfsögðu að seljast á kostnaðarverði.

Annað sem tengist efni síðasta blaðs er það að ég var að kalla þar efir forriti til að hreinsa úr ASCII skrán line-feed merki. Ég fékk ráðleggingar um það frá Birni einnig en þau forrit sem hann benti mér á hentuðu mér ekki að öllu leyti. En Guðmundur Bjarnason benti mér á editor sem gerir ýmiss konar snið á ascii skrár s.s. spássíur og fleira og ég er búinn að prófa hann og hann reynist ágætlega. Hann heitir MPE (MsgProEd) Messages Professional Editor gæti ég haldið að þetta þýddi.

Til baka í efnisyfirlit.


UM EFNISVAL Í RAFRITINU.

Eftirfarandi klausa er úr bréfi sem ég fékk sent inn á Stöð 2 BBS:

>Þó að RR sé fínt tímarit finnst mér það vera aðeins of opið.
>Mér finnst td. umræður um smuguna koma mér ekkert við þar sem
>kanski 2-3 af þeim sem lesa blaðið hafa áhuga á þeirri deilu.
>Þar sem á annað borð 90% af þeim sem lesa RR eiga módem hljóta
>að eiga módem og tölvu hafa þeir örugglega meiri áhuga á að
>fylgjast með því sem er að gerast í tölvuheiminum heldur en að
>vita eitthvað um smuguna sem hvort eð er hangir yfir okkur í
>fréttum allan daginn.

>En ég þakka enn og aftur gott blað og vona að það haldi áfram
>af sama krafti!

Ég skil sjónarmið bréfritara ósköp vel. Ég veit líka að lesendur Rafritsins kunna best að meta þær greinar þess sem fjalla um tölvur og tölvusamskipti og að það stafar mest af því að fáir eða engir aðrir fjölmiðlar sinna slíku efni. Samt sem áður finnst mér vera allt í lagi að fjalla um eitt og annað þó það tengist ekki tölvum. Annars er dæmi bréfritara ekki vel valið að því leyti að ég tók umræðurnar um Smuguna (í 4. tbl.) sem dæmi um það hve athyglisverðar og skemmtilegar umræður gætu verið á soc.culture.nordic

Hins vegar eru oft greinar í Rafritinu sem tengjast tölvum eða tölvusamskiptum ekki á neinn hátt og ég biðst ekkert afsökunar á því. Mér finnst engin þörf á að einangra sig of mikið. Sumir lesendur blaðsins vildu kannski eingöngu sjá greinar um Íslenska Menntanetið og sumir jafnvel eingöngu um einhvern afmarkaðan hluta þess eins og t.d. IRC-ið, en það er ekkert á dagskránni að breyta blaðinu að þessu leyti.

Ég gæti skilið bréfritara betur ef um það væri að ræða að góðar tölvugreinar yrðu að þoka vegna smugu- og vísnagreina en svo er alls ekki. Framboðið af greinum um tölvur og tölvusamskipti er ekkert yfirþyrmandi. Ef ég hætti hinsvegar að hafa blaðið á íslensku þá gæti ég fundið óþrjótandi magn efnis en það er heldur ekki á dagskránni.

En semsagt, blaðið skapast langmest af því efni sem að berst. Skrifið og segið ykkar skoðanir á þessu máli eða hverju sem er öðru. Allt verður tekið til athugunar.

Sæmundur Bjarnason

Til baka í efnisyfirlit.


ÞVERSTÆÐUR.

Einu sinni var rakari sem rakaði alla karlmenn í þorpinu sem ekki rökuðu sig sjálfir en lét hina alveg eiga sig. Hver ætli hafi rakað þennan rakara? Ef hann rakaði sig ekki sjálfur þá tilheyrði hann hópi sinna eigin viðskiptavina. Ef hann hins vegar rakaði sig sjálfur þá lét hann það alveg eiga sig. Samkvæmt framansögðu getur hann því hvorki hafa rakað sig sjálfur né látið hjá líða að raka sig sjálfur.

Þetta er þverstæða, en sem betur fer meinlaus. Af henni drögum við þá einu ályktun að rakari sem rakar alla sem ekki raka sig sjálfir og enga aðra hafi ekki verið til og muni aldrei verða til. En ekki eru allar þverstæður svona meinlausar. Sumar hafa vafist fyrir rökfræðingum öldum saman án þess þeir fyndu neina leið framhjá þeim. Ein sem margir kannast við fjallar um Akkilles og skjaldbökuna og var fyrst rædd svo vitað sé af Zenó frá Elea í Grikklandi. En hann fæddist um 490 f.Kr.

Zenó setti þessa þverstæðu fram einhvern veginn svona: Þannig var að Akkilles og skjaldbakan þreyttu kapphlaup. Hlaupabrautin var þrjár mílur og skjaldbakan hafði mílu forskot í byrjun. Meðan Akkilles hljóp fyrstu míluna hljóp skjaldbakan hálfa svo enn vantaði Akkilles hálfa mílu upp á að ná henni. Meðan Akkilles hljóp þessa hálfu mílu hljóp skjaldbakan kvartmílu svo enn vantaði Akkilles kvartmílu á að ná henni. Akkilles hlóp kvartmíluna en á meðan komst skjaldbakan 1/8 úr mílu og það sér víst hver heilvita maður að með þessu áframhaldi náði Akkilles skjaldbökunni aldrei nokkurn tíma.

Þetta er almennileg þverstæða. Hún hefur það megin- einkenni þverstæðu að sýna fram á það með pottþéttum rökum að eitthvað sem hlýtur að vera geti samt alls ekki verið. Auðvitað hlýtur Akkilles að vinna kapphlaupið því hann hleypur helmingi hraðar en skjaldbakan en rök Zenós sýna að hann getur alls ekki náð henni.

Þessi þverstæða þvældist fyrir mönnum í margar aldir þar til stærðfræðingar áttuðu sig á því að þótt óendanlega margar tölur séu lagðar saman þá þarf útkoman ekki að vera óendan- leg. Hugsum okkur að Akkilles hlaupi á hraðanum ein míla á tímaeiningu. Til að ná skaldbökunni þarf hann að hlaupa í

1 + 1/2 + 1/4 + 1/8 + 1/16 + ... o.s.fr. tímaeiningar.

En þótt þessi runa sé framlengd í það óendanlega verður summan aldrei meira en 2 tímaeiningar svo þótt Akkilles þurfi að leggja að baki óendanlega mörg mílubrot til að ná skjald- bökunni þá tekst honum það á endanlega löngum tíma.

Þessi þverstæða um Akkilles og skjaldbökuna er semsagt þegar allt kemur til alls álíka meinlaus og sagan um rakar- ann. En það eru til þverstæður sem eru ekki svona meinlausar og enginn veit almennilega hvernig tekið skal á. Þessar þverstæður eru hið mesta alvörumál því ef það eru til pottþétt rök fyrir niðurstöðu sem getur alls ekki verið rétt þá bendir það til að ekki sé hægt að reiða sig á pottþétt rök.

Ein þverstæða sem hefur verið töluvert rædd á okkar öld og ekki hefur tekist að ráða fram úr er svona:

Kennari sagði við nemendur sína. "Það verður próf í næstu viku en ég ætla ekki að segja ykkur hvaða dag því prófið á að koma ykkur á óvart." Þá spurði einn nemandinn: "Hvernig þá á óvart?". Kennarinn svarði: "Prófið kemur ykkur á óvart því þegar þið komið í skólann á prófdeginum vitið þið ekki að prófið verður haldið þann dag." Þá sagði nemandinn: "Þú getur ekki komið okkur á óvart ef prófið verður á föstudeginum því ef kominn er föstudagur og prófið hefur enn ekki verið haldið og við vitum að það verður áður en vikan er liðin þá vitum við að það verður þann dag. Föstudagurinn er því útilokaður. Með sömu rökum má útiloka fimmtudaginn. Þar sem við vitum að þú getur ekki haft prófið á föstudag þá gefur augaleið að ef við höfum ekki enn tekið próf þegar við förum heim úr skólanum seinnipart miðvikudags þá vitum við að það hlýtur að vera á fimmtudag. Próf á fimmtudag getur því ekki komið okkur á óvart. Fimmtudagur og föstudagur eru semsagt útilokaðir og með sömu rökum má útiloka miðvikudag ..." Svona hélt nemandinn áfram þar til hann var búinn að útiloka alla daga vikunnar.

Það sem kennarinn ætlaði að gera hlýtur að vera hægt en nemandinn kom samt með "pottþétt" rök fyrir því að það sé ekki hægt. Hér höfum við semsagt almennilega þverstæðu og verðum að gera eitt af þrennu:

1. Fallast á þá fjarstæðu að ekki sé hægt að koma nemendunum á óvart, þ.e. fallast á niðurstöðu nemandans;

2. Segja að pottþétt rök séu ekkert að marka og ganga þannig þvert gegn heilbrigðri skynsemi;

3. Leita að glufu eða galla í rökum nemandans.

Flestir velja líklega fjórða kostinn sem er að brosa að þessu vandamáli og leiða það svo hjá sér. Þannig brugðust flestir við sögu Zenós um Akkilles og skjaldbökuna. Af þessu fólki fer litlum sögum. Það nennti ekki að hugsa og var því ekki með í leiknum. Nokkrir brugðust við með því að fallast á niðurstöðu Zenós og segja að Akkilles geti ekki náð skjald- bökunni. Þeir gengu raunar lengra og sögðu að enginn hlutur geti nokkurn tíma farið fram úr öðrum og drógu af því þá ályktun að enginn hlutur geti í raun og veru hreyfst spönn frá rassi og öll sú hreyfing sem við skynjum sé blekking. Af þessum bollaleggingum leiddi merkilegar stefnur í heimspeki.

Nokkrir sem hugleiddu rök Zenós gerðust efahyggumenn og sögðu að mannleg skynsemi megi sín lítils og það sem mönnum virðist augljóst geti sem best verið rangt. Efahyggjan varð frjó hugsunarhefð sem hafði margvísleg góð áhrif.

Enn eru ótaldir þeir sem leituðu í 2000 ár að glufu í rökum Zenós. Þeir eiga hrós skilið fyrir þolinmæðina og allar þær framfarir í stærðfræði og rökfræði sem iðja þeirra hefur skilað.

Atli Harðarson

(atli@ismennt.is)

Til baka í efnisyfirlit.


FLAKKAÐ UM INTERNETIÐ.

Inngangur:

Ég hef boðist til að taka að mér fastar greinar í Rafritið þar sem fjallað verður um Internet. Verða þessar greinar bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Í þessum greinum skrifa ég um það sem gerist þegar að ég flækist um Internet. Ég skoða mig um með: Gopher, Telnet, eða Ftp o.fl. Síðan skrifa ég greinar hér í Rafritið um eitthvað áhugavert er ég kem auga á. Getur þetta verið um ýmislegt efni eða forrit o.fl.

Þegar að ég tók þetta að mér óraði mig ekki fyrir hve tímafrekt þetta getur verið og þá sérstaklega með aðeins 1200 baud módemi. Síðar mun vera ætlunin að nota hraðvirkara módem við leitina.

Hér er það sem kom út úr fyrsta flakki mínu:

1.
Ég byrjaði á að fara í Gopher og leita þar. Til að byrja með fann ég þetta:

(fyrir þá sem ætla að skoða sjálfir: veljið tölu með ör og ýta á enter. Dæmi: -->10 (enter)-->3 (enter) osfrv.)

fyrst 10. Þjónusta á Internet/ (enter)
svo 3. Ýmsir Gopher-Þjónar (á ensku)/ (enter)
svo 1. AskERIC Free Library/ (enter)
svo 5. Networks Guides and Directories/ (enter)
svo 2. InterNIC: Internet Network Information Center/ (enter)
svo 2. InterNIC Information Services (General Atomics)/ (enter)
svo 11. Beyond InterNIC: Virtual Treasures of the Internet/ (enter)
svo 9. Virtual Reference Desk (University of California, Irvine)/(ent.) (hér eru ýmiss orðasöfn að leita í ofl.)
svo 9. CIA World Factbook, 1992/ (enter)
svo 1. Countries/ (flest öll lönd) (enter)
og svo 108. iceland.
(þessi skrá er 251 lína á lengd og 9940 bytes), að lokum færði ég þessa skrá á Mail deild mína (með save þegar að ég hafði skoðað yfir fyrstu blaðsíðu og náði svo í hana heim úr þeirri deild eftir að hafa skipt um deild í Kerfi fyrst (Mail).((Ath. að með þessu losna ég við að ná í öll bréf í einni skrá sem hefur komið í pósthólfið mitt og get ég því náð í eina skrá í einu heim)).

2.
Næst fór ég í skel ($) og skrifaði ftp ftp.eff.org og kom ég þá inn á stóran FTP stað. Ég skoðaði mig aðeins þar um en síðan skipti ég um directory með: cd journals og kom þá upp directory með ýmsum journals, síðan cd quanta (ath. fyrir þá byrjendur sem ekki vita þá er allt það sem byrjar á -dr- lengst til vinstri einhver directory og með nafninu á henni lengst til hægri). Síðan gaf ég skipunina: get quanta-apr1993.asii og kom hún þá á heimadeild mína á nokkrum sekúndum. Eftir það náði ég svo í hana heim á mína tölvu.

3.
Á sama stað skipti ég svo næst um directory og fór fyrst til baka með cd .. svo næst cd cude og svo cd phun. Hér er fullt af skrám og náði ég í eina af þeim heim. Svo hætti ég með bye skipuninni.

4. Svo fór ég í Gopher aftur og valdi:

fyrst 10. Þjónusta á Internet/ (enter)
svo 1. Upplýsinga þjónusta SURIS.../ (enter)
svo 6. ISnet Software & Information Archive/ (enter)
svo 23. Msdos/ (hér er ýmislegt) (enter)
svo 43. World maps/ (þetta eru .arc skrár) (enter)
Síðan náði ég með save á sama hátt og áður nokkrar skrár:
1. world.arc 2. asia.arc 3. australia.arc ofl.
Eftir það náði ég svo í world.arc heim en skyldi hinar eftir til betri tíma.

5.
Hér eru svo að lokum líklegt áhugavert efni sem er óskoðað af mér og veit ég ekki hvernig þetta er.

a. Ná í áskrifendalista (skrifað hér á ensku og íslensku)
SKÁK:
Resource: LISTSERV
Address: chess-l@grearn
This list is devoted to international chess. Strategies, analysis, tournament information, and position ladder are available. To subscribe, address a message in the following manner:
To: LISTSERV@grearn
From: (setja E-mail nafn þitt hér)
Subject: LISTSERV ingores this efni í bréfi aðeins þessi eina lína: SUBSCRIBE chess-l (firstname) (lastname)

ROLE-PLAYING GAMES:
Resourse: LISTSERV
Address: gmast-l@utcvm
This is for everyone who is or wants to be a role-playing gamemaster. To subscribe, address a message in the following manner: To: LISTSERV@utcvm
From: (setja E-mail nafn þitt hér)
Subject: LISTSERV ignores this
SUBSCRIBE gmast-l (firstname) (lastname)

MULTIPLE SCLEROSIS:
Resource: LISTSERV
Address: mslist-l@technion.technion.ac.il
This list focuses on multiple sclerosis discussion and support. To subscribe, address a message in the following manner: To: LISTSERV@technion.technion.ac.il
From: (setja E-mail nafn þytt hér)
Subject: LISTSERV ignores this
SUBSCRIBE mslist-l (firstname) (lastname)

b. FTP staðir

MATAR UPPSKRIFTIR:
Rescourse FTP
Address mthvax.cs.miami.edu
Directory: pub/recipes

SOFTWARE FILE-COMPRESSION:
Resource: FTP
Address: ftp.cs.uiuc.edu
Compression/decompression programs for many different operating systems.

c. TELNET staðir

BACKGAMMON
Resource: telnet
Address: ouzo.rog.rwth-aachen.de 8765
Watch or participate in online backgammon games.

USENET SEARCH

Resource: telnet
Address: mudhoney.micro.umn.edu

UTILITES

Resource: telnet
Address: wugate.wustl.edu
Userid: services

Meira kemur um LISTSERV, FTP og Telnet staði í næstu grein. Síðar mun ég líka koma með einvherjar áhugaverðar skrár innsettar í greinar.

Guðni Karl Harðarson.

Til baka í efnisyfirlit.


SVOLÍTIÐ UM UNIX.

Grunn unix-skipanir í meðhöndlun skráa

Það er nauðsynlegt að kunna nokkrar grunnskipanir í unix til að geta haldið utan um sitt heimasvæði (sérstaklega þar sem nú þarf að fara að hugsa um hve mikið pláss hver og einn notar ...).

Hér koma nokkrar:

ll, ls og l - eru tilbrigði við DOS skipunina dir. Til útskýringar er ll (long list) til að sýna skráarnöfn með skrár o.fl, ls sýnir skráalista (án upplýsinga) hlið við hlið (í 3-4 dálkum), l sýnir í einum dálki án allra upplýsinga. Rofinn -a sýnir faldar skrár og * og ? eru eins og alltaf hvað sem er :-) cp - samsvara copy í DOS. Afritar skrár milli skráasafna. Það má nota ? og * (wildcards) í nöfnum skráa. T.d. cp *.sh isnet-notendahandbok Afritar allar skrár sem enda á .sh í undirskráasafnið isnet- notendahandbok (það er að segja ef það er til).

mv - samsvarar move (í DOS 6.0) og ren. Færir skrár milli skráasafna, endurskírir og breytir nöfnum undirskráasafna. Það sem þessi skipun hefur framyfir ren í dos er að hún getur skipt um nafn á undirskráasafni án þessa að það þurfi að afrita í nýtt.

rm - samsvarar del í DOS. Eyðir skrám. Eins og allar hinar þá má hér nota * og ?.

mkdir og rmdir - býr til og eyðir undirskráasöfnum. T.d. býr þessi skipun til skráasafnið games: mkdir games
en þessi skipun eyðir skráarsafninu games:
rmdir games

cat - sýnir innihald skráa. Gott er að nota skipunina svona:
cat | more
til að fá -- more -- neðst á skjáinn þegar hann er orðinn fullur til að missa ekkert ólesið framhjá sér.

cd - breytir cwd (current working directory). T.d. ef búið er að búa til skráasafnið vinna undir notendasvæði þá er hægt að skoða/breyta/skrifa í það skráasafn eftir:
cd vinna
chmod - breyir verndun skráa. Þessi skipun er kannski sú sem myndi verða minnst notuð af þeim sem ég hef talið upp. Réttindi sem hægt er að gefa eru r(read), w(rite) og (e)x(ecutable). T.d. veitir skipunin:
chmod ugo +rw
öllu lestrar og skrifréttindi á skrá. Þar sem u ert þú, g er sá hópur sem þú tilheyir and o eru allir notendur.

man - er ein mest notaða skipunin (allavega hjá mér :-)) en hún sýnir upplýsingar um einhverja aðra skipun. T.d. gefur 'man elm' upplýsingar um elm, einnig er hægt að leyta að orði t.d. copy með því að gefa skipunina: 'man -k copy' og man -k l sýnir lista yfir allar þær skipanir sem eru í man (þær eru nokkuð margar).

grep - Leitar á texta í skrá(m). Það er hægt að gera sí svona:
grep skrá
en oftast er grep notuð með öðrum skipunum. Eða ef um flókinn streng er að ræða þá er notuð skipunin 'egrep' þar sem hægt er að nota hluti eins og $ fyrir enda línu og fl. Sjá nánar 'man egrep' og 'man grep'.

sort - raðar innihaldi skrár í stafrófsröð einnig er hægt að nota rofann -n til að láta sort raða í númeraröð. T.d.
sort -n < tölur
sort < orð
Gagnaflæði.
hægt er að beina gögnum til og frá skipun með < og > t.d. er hægt að ná þessum lista sem ég talaði um í man í skrána skipanir með því að segja: man -k l > skipanir. Einnig eru til skipanir eins og sort sem þurfa að fá skrá til að vinna. Þá er hægt að gera 'sort < skrá_sem_á_að_raða' Síðan væri hægt að setja röðuðuútgáfuna í enn eina skrá með því að bæta við skipunina:
sort < file > sorted_file
Svona er hægt að spila saman á þessar skipanir og tengja þær saman. Þriðja "flæði-skipunin" er | (pípa) en hún er t.d. notuð svona:
cat skrá | grep leitarstengur
Sem sendir skrána í gegnum skipunina grep sem leitar að leitarstreng og sýnir á skjá allar línur þar sem orðið kemur fyrir. Pípur eru svolítið flókin fyrirbrigði og þyrfti meiri umfjöllun.

Gagnaþjöppun.
Til eru nokkur forrit í unix til að þjappa gögnum. Tvö þau sem mest eru notuð eru:
compress og tar
compress bætir .Z aftan við skráarnafnið en tar bætir bara .tar við. Compress tekur eina skrá og þjappar henni verulega en tar getur tekið margar skrár og búið til 'safnskrá' (archive). Oft eru þau notuð saman fyrst tar og síðan compress sem gefur skrána skrá.tar.Z fyrst þarf að uncompress (taka eftir það þarf að byrja á því sem er aftast í nafninu til að fá eitthvert vit í þetta):
uncompress skrá.tar.Z
þá verður til skráin skrá.tar
Síðan er hún "sprengd" sem tar:
tar -xf skrá.tar
Þá geta orðið til margar skrár eða ein, jafnvel skráasöfn. Aðalmálið er að kunna að "sprengja" skrár en minna máli skitpir að þjappa þeim. Eigum við bara að segja að það verði í grein númer 2? Til eru dos útgáfur af þessum unix-tólum t.d. á ftp telva.ccu.uniovi.es Einnig er til endingin .gz sem er nokkurs konar unix-zip (sbr. pkzip) og er hægt að "sprengja" svoleiðis skrár með 'gz '
.

*** Almenn atriði um allar þessar skipanir: ***
alls staðar þarf að gefa skipunina úr skel (það er að segja fara úr valmyndakerfinu). Alls staðar má nota * og ? til að tákna hvað sem er (* þýðir hvað sem er í hvaða fjölda sem er en ? er hvað sem er en fjöldinn er alltaf einn stafur). Unix líkist að mörgu leyti DOS. Unix er í raun fyrirmynd DOS. Munurinn er aðallega sá að í unix eru mörg hundruð skipanir til að meðhöndla texta en í dos eru bara örfáar. Allsstaðar er hægt að fá nánari upplýsingar um skipanir með 'man '.

Njótið vel

Tryggvi R. Jónsson

trigger@ismennt.is

Til baka í efnisyfirlit.


IRC - FUNDIR.

Allt síðan í sumar hafa verið haldnir reglulegir IRC-fundir á föstudögum kl 23.

Oftast er ágætlega mætt á þessa fundi og stundum heilmikið fjör.

Einhvern tíma fyrir nokkru datt okkur í hug að fara á aðrar rásir og gera at. Við fórum fyrst á rás sem kölluð er England og venjulega eru talsvert margir á. Þegar við vorum komnir inn fórum við að spjalla saman á íslensku af miklu kappi og kjöftuðum samhengislaust hver upp í annan. Ekki leið á löngu þangað til okkur var einfaldlega sparkað út. Síðan fórum við á eina sem kallaðist Hotsex og gerðum það sama og ekki leið heldur á löngu áður en okkur var sparkað.

Lærdómurinn sem draga má af þessu er sá að á merkilegum rásum, eins og Iceland auðvitað er, þá er nauðsynlegt að einhver kunni að sparka. Ég kann það ekki en er viss um að oftast eru einhverjir þar sem kunna slíkar listir.

Á einn fundinn kom Pétur Þorsteinsson og svaraði ýmsum fyrirspurnum og margir hafa litið inn á þessa fundi án þess að stoppa lengi. Upplagt er fyrir þá sem eru í vandræðum með eitthvað að koma þarna og spyrja "snillingana" sem þarna eru um ráð. Ég er viss um að þeim þætti gaman að leysa einhver smávandamál. Reyndar held ég að það kunni að vera svolítið yfirþyrmandi að koma þarna fyrst, sérstaklega ef viðkomandi er seinn að vélrita, því spurningunum rignir vanalega yfir nýkomna og þegar menn eru hálfnaðir með að svara einvherju þá er svarið gjarnan orðið úrelt. En það er líka vel hægt að segja bara hæ þegar inn er komið og svara beinum spurningum með jái eða neii og fylgjast svo bara með.

Á föstudaginn 15. október var fundur í fullum gangi og menn að koma inn þegar kerfið fór allt í einu í klessu. Þetta var svolítið fyndið því ég man að ég var að spyrja atli@ismennt.is sem var nýkominn inn að einhverju en fékk engin svör. Þegar ég var búinn að skrifa margar línur og hvorki heyrðist stuna né hósti frá neinum öðrum fór mig að gruna að ekki væri allt með felldu og gaf einhverja irc-skipun /who * minnir mig en fékk þá engin viðbrögð frá kerfinu. Þá fór ég út af irc-inu og ætlaði síðan inn á það aftur en komst það ekki og allt fraus. Þegar slíkt kemur fyrir er oftast best að bíða rólegur smástund því venjulega sendir kerfið mann til baka ef ekki tekst að framkvæma það sem beðið er um.

Þetta var sama daginn og símkerfið í Reykjavík datt út mestallan daginn og ef til vill hefur þetta staðið í einhverju sambandi við það.

IRC-ið komst ekki í lag meira þetta kvöld og eftir dálitlar tilraunir með talk sem trufluðust þó alltaf öðru hverju þegar of margir komu saman ákváðum við að reyna aftur á laugardagskvöldið.

Irc-fundurinn á laugardaginn var svo haldinn og tókst ágætlega og var talsvert stuð á mönnum við að finna út skammstafanir úr nöfnum þátttakenda og fleira í þeim dúr. Þær umræður spunnust útaf því að rifjaðar voru upp þekktar og vinsælar enskar skammstafanir, svo sem:

RTFM Read The Fucking Manual.
ASAP As Soon As Possible.
ROFL Rolling On Floor Laughing.
IMHO In My Humble Opinion.
FUBAR Fucked Up Beyond All Recognition.
WOMBAT Waste Of Money Brains And Time.
NTSC Never The Same Color.
NASA Need Another Seven Astronauts.
BASIC Blunderers And Simpletons Implement Code.

Hægt er að taka log af öllu sem gerist á IRC-i. Eftir að inn á IRC-ið er komið er þá gefin skipunin /window log on og verður þá til skrá á heimasvæði viðkomandi sem heitir IrcLog.#iceland (ef verið er á rásinni iceland).

Sæmundur Bjarnason

Til baka í efnisyfirlit.


UM SNAFSA, MÓTÖLD OG NÝYRÐI.

Hefur þú einhvern tíma hugsað um orðið "mótald"? Það má auðvitað hver hafa sínar skoðanir á þessu nýyrði, en hver maður sér að þarna er á ferðinni bein íslenskun (eða hljóðstöðlun, eins og ég vill kalla það) á enska orðinu Modem. Þetta er reyndar Íslendingum til háborinnar skammar, að koma með svona orð fyrir jafn nauðsynlegt áhald og "mótaldið" er.

Það varð fljótt ljóst að úr þessu þyrfti að bæta, og þar byrja pælingarnar. Modem á ensku er skammstöfun fyrir Modulator/Demodulator, eða tæki til að "sníða" serial merki, svoleiðis að símalína getur flutt merkin; einfaldast var þá að þýða þetta ágætis orðasamband yfir á íslenskuna, og kemur þá út Sníðari/Afsníðari! - Nú þarf aðeins að skammstafa orðið aftur, á sama veg og frændur okkar, kanarnir gerðu, og kemur þá út þetta líka ágætis orð "Snafs"!

Þetta orð er líka gott á þann veginn, að það má misskilja það á ýmsa vegu en þar sem íslenskt samskiptafólk er almennt frekar húmorískt, er þarna líka kominn ágætis kostur, ekki verður farið nánar í aðferðir til að misskilja nýyrðið, enda er þar komið efni í nýja grein fyrir "RafRitið"... Þetta nýyrði kynnti ég fyrst á IRC-fundinum, föstudaginn 7. október, og varð það strax vinsælt, svo ljóst er að þetta orð verður mikið notað. Því ráðlegg ég öllum sem þetta lesa að temja sér þetta orð nú þegar. :-)

- Óli Þór Atlason gudhre@ismennt.is

Til baka í efnisyfirlit.


SÉRÍSLENSKIR STAFIR.

Eftirfarandi bréf birtist nýlega á Stöð 2 BBS-inu og ég er að hugsa um að taka mér það bessaleyfi að birta það hér.

Ritstj.

Bréf #1364 - Almenn skilaboð
Dags:21-10-93 00:56
Frá:Guðmundur Bjarnason
Til:All
Varðandi: Íslensku
Sælir allir lesendur þessa bréfs. Tilefnið? Jú kunningi minn varpaði fram þeirri hugmynd að tími væri til að endurskoða allt íslenskt ritmál. "Hvað þá," spurði ég. "Jú sjáðu til hvað erum við að gera með alla þessa séríslensku stafi, þeir eru meira og minna til vandræða, sjáðu til dæmis tölvusamskipti." Ég maldaði í móinn en hann hélt áfram og sagði m.a. að hann gæti sýnt mér svart á hvítu hvernig íslenskt ritmál ætti að vera. Meginmálið hjá honum var að útrýma öllum séríslenskum stöfum úr stafrófinu (þ.e. öllum broddstöfum, þorninu, æinu, öinu, osfv. nema hvað hann vildi líka hætta að nota 'y' í íslenskum texta). þetta átti að auðvelda börnum (og öðrum) að læra málfræði. Ég læt hér fljóta með brot af þeim texta sem hann læddi að mér, og geta menn séð þar um hvað er að ræða. Ekki frekari útskýringar, en umræður þegnar.

Firstu tolvurnar voru an stirikerfis. Oll samskifti notandans vid velina voru i raun a velamali. Torfin firir eittkvad hjalp- artaiki var tvi brin. Longu seinna kom dosinn eins og vid tekkjum hann i dag, illu heilli, tvi eins og allir aittu ad vita er hann ad verda ureltur i dag, en hugbunadarframleid- ednur eru mattvana i ad brua bilid, og tolvu- framleidendur eru bara sattir vid astandid. Nuna med dos-6 er komid ad endalokum dossins, tvi ekki er grundvollur til ad uppfaira hann meira. En hvad tekur ta vid. Tad er ju til os/2 og windows NT, en hvad er langt tar til tau verda almenn.

þetta er aðeins brot úr löngum texta sem ég fékk hjá kuningja mínum, eins og fyrr sagði. Nú er það spurningin, kemur íslenskan til með að þróast í þessa átt og er það forsvaranlegt???

Kveðja, G.B.

Til baka í efnisyfirlit.


SOC.CULTURE.NORDIC.

Eftirfarandi klausur eru af ráðstefnunni soc.culture.nordic en þar hafa að undanförnu verið talsvert fjörugar umræður um Leif heppna og landafundi norrænna manna á söguöld.

| mean that the icelanders became norwegian nor did it make them danish to come under danish control, no more than it made the norwegians danish. It can be debated if Eirikr hinn Raudi (not a typo) was norwegian but Leifr (heppni) Eiriksson, Thorfinnr Karlsefni and all the others that had connection to America were icelandic. It is possible that the early settlers in Iceland saw themselfs as norwegians in exile but forming a Parliament pretty much shows that they soon made up their minds to become independent. Iceland became independent from Denmark in 1918 and a republic in 1944.

. Iceland became autonomous, not independent in 1918, we declared independence in 1944 and established a constitutional Republic.

Steinn Sigurðsson

steinly@lick.ucsc.edu.

Fyrsta klausan er tilvitnun Steins í bréf frá Norðmanni sem mig minnir að heiti Tor Slettnes, en hann er sískrifandi á soc.culture.nordic. Klausa nr. 2 er fullyrðing Steins að við höfum bara haft heimastjórn á tímabilinu 1918 - 1944 (eða þannig skil ég enskuna) og þriðja klausan er bréfafótur Steins. (bara til fróðleiks).

Mér finnst sú fullyrðing mannsins að við Íslendingar höfum ekki hlotið sjálfstæði árið 1918 eins og hingað til hefur verið kennt í skólum (eftir því sem ég best veit) vera alveg furðuleg. Er þetta almenn skoðun menntamanna í dag? Fyrir skömmu var þessu haldið fram á opinberum vettvangi hérlendis og verðlaun veitt fyrir að svara því að Ísland hefði orðið sjálfstætt ríki árið 1944, en ég hélt að þessi bábilja hefði verið kveðin í kútinn. Eru einhverjir lesendur Rafritsins sem treysta sér til að rökstyðja þessa skoðun.

Sæmundur Bjarnason
Til baka í efnisyfirlit.

TALK - WRITE

Samskiptaleiðir milli notenda á unix - fjölnotakerfum.

Til eru tvær "innbyggðar" leiðir fyrir tvo notendur unix fjölnotendavéla til að hafa samskipti (on-line, rauntíma) sín á milli. Er hér verið að tala um write og talk. Auðvitað er það skilyrði að báðir notendur séu tengdir á sama tíma. Það er hægt að athuga með því að gefa skipunina: 'fingur'.

Fyrst nokkur orð um write:
WRITE er "vanþróaðra" en talk. Til að ná sambandi við einhvern með write er farið út í skel (s úr aðalvalmynd) og skrifað:
'write netnafn@vél.kerfi.land '
Þá er notandinn sem sló inn undanfarandi línu byrjaður að skrifa beint á "terminalinn"/skjáinn" hjá hinum (tilgreinda) notandanum. Til að þetta sé ekki einstefnusamtal þarf hinn notandinn að fara líka út í skel og skrifa:
'write netnafn@vél.kerfi.land '
Þá er komið á tveggja átta samband. GALLAR við þetta annars ágæta forrit er t.d. það að þegar skrifað er er skjárinn ein heild og þegar þú ert að slá inn þá kemur allt í belg og biðu, stundum er erfitt fyrir hinn aðilann að vita hvenær hann má byrja að skrifa. Til að vinna framhjá þessu þá er hægt að venja sig á eftirfarandi: skrifa o (e. over) þegar "línan" eða setningin sem þú ert að skrifa er búin og þegar samtalinu lýkur að skrifa þá oo (e. over and out). Til að koma skilaboðum til hins notandans (t.d. einni setningu) þá er þetta betra en talk en ef það á að segja eitthvað fleira þá mæli ég með talk. Ef þú vilt ALLS ekki að write skilaboð birtist á skjánum hjá þér þá er hægt að gefa skipunina (úr skel) 'mesg -n' og 'mesg -y' til að opna fyrir skilboð á ný. Til að hætta skal nota CTRL-D. Sjá nánar (úr skel) man write.

Síðan örlítið um talk:
TALK er mjög svipað í eðli sínu og write nema að til að koma einhverju til skila til hins notandans þarf hann að svara. Þegar notandi A vill tala/talk-a við notenda B þá gerir hann (ég þarf ekki að segja að þetta sé úr skel er það nokkuð ??? :-)):
'talk netnafn@vél.kerfi.land'
Þá koma skilboð á skjáinn hjá notenda B um að notandi A hafi reynt að hafa sambandi og allar upplýsingar koma þar á eftir t.d. með hvaða skilun má svara og er gefið upp fullt netnafn og dagsetning og tíma. Þegar notandi B er búinn að svara notenda A á réttan hátt kemur upp skjár sem er skipt í tvennt með striki (láréttu) á miðjum skjá. Allt sem notandi A skrifar kemur á annan helming skjásins en allt sem notandi B skrifar kemur á hinn helminginn. Þetta er það sem gerir talk betra (þó write sé gott til síns brúks) en write. Til að hætta þarf að halda niðri CTRL og slá á c. Það er auðvitað að gott að nota o og oo í talk líka þar sem það er staf-fyrir-staf kerfi en ekki eins og irc þar sem að ekkert er sent fyrir en stutt er á enter/return. Sjá nánar í 'man write'

Ef fleiri en tveir notendur vilja tala saman eru bæði þessi forrit gagnslaus. Þá þarf að grípa til t.d. irc.

ATH: Þegar netnöfn eru gefinn upp með talk og write þarf að gefa upp fullheiti sem getur verið meira en venjulegt rafpóstsfang. T.d. er ég með "fullt" fang sem: trigger@akureyri.ismennt.is og Sæmundur er með saemund@rvik.ismennt.is. Ef notandi er á sömu vél t.d. báðir frá Reykjavík þá er nóg að gefa upp netnafn og ekkert meir (ekkert @ né neitt slíkt). Allt sem er innan ' ' er skipun sem gefin er úr skel.

Njótið vel

Tryggvi R. Jónsson

trigger@ismennt.is

Til baka í efnisyfirlit.

TVÆR LIMRUR Á ENSKU.

Allt mögulegt er hægt að finna á Internet ef vel er leitað.

Hér eru t.d. tvær afbragðsgóðar limrur á ensku.

There was a young man from Kent,
whose dick was exceedingly bent.
To save himself trouble,
he bent the thing double,
so instead of coming, he went.

There was a young girl from Peru,
who had nothing whatever to do.
So she sat on the stairs
and counted cunt hairs.
Four thousand three hundred and two.

Sæmundur Bjarnason

Til baka í efnisyfirlit.


UM BRÉFAFÆTUR OG SPAKMÆLI.

Eins og margir hafa eflaust séð er það talsvert tíðkað að hafa spakmæli í bréfafótum (ég kalla það bréfafót þegar menn eru með fyrirframgerða skrá til að setja í lokin á bréfum, ráðstefnugreinum og þess háttar).

Þessi spakmæli geta verið margs konar og einnig geta bréfafæturnir sjálfir verið hinir skrautlegustu og skemmtilegustu. Ef einhver á skemmtilegt safn bréfafóta væri upplagt að birta það í Rafritinu og er hér með skorað á þá sem kynnu að lúra á slíku að láta mig vita.

En hér fyrir neðan ætla ég að birta smásafn af mögulegum spakmælum og skora líka á lesendur að senda mér tillögur um góð spakmæli til að nota í bréfafætur.

Prentvilla?. Útilokað. Módemið mitt er með leiðréttingarútbúnaði.

Námskeið um tímaferðalög var haldið fyrir hálfum mánuði.

Munnlegur samningur er ekki virði pappírsins sem hann er skrifaður á.

Kemur stálull af stálkindum?

OS/2 = 0

Ég er ekkert búinn að tapa vitinu, það er backup hérna einhvers staðar.

Ef ég bjarga hvölunum, hvar á ég þá að láta þá?

Aldrei tilkynnir DOS "EXCELLENT command or file name".

Ef verkið heppnast ekki í fyrstu tilraun skaltu eyða öllum ummerkjum um að þú hafir reynt.

Farðu að mínum ráðum, ég þarf ekki á þeim að halda.

Hreint skrifborð er merki um troðfullar skrifborðsskúffur.

File not found. Ég sæki bara eitthvað sem *mér* finnst áhugavert.

Dauðir eru 30 sinnum fleiri en lifendur.

Sá sem brosir í erfiðleikum hefur fundið einhvern til að kenna um.

Hvert erum við að fara? Og af hverju erum við í þessari körfu?

ASCII a stupid question, get a stupid ANSI.

Drop your carrier ... we have you surrounded.

A feature is a bug with seniority!

Ef ekki væri til C værum við enn að nota BASI, PASAL og OBOL!

Ef þér mistekst allt í fyrsta skipti er fallhlífarstökk ekki fyrir þig.

Sæmundur Bjarnason

Til baka í efnisyfirlit