5. tbl. 9. júní 1994 2. árg.

EFNISYFIRLIT

  1. Frá ritstjóra.

  2. Samstaða og sjálfsbjargarviðleitni Atli Harðarson

  3. Tölvurnar tefla. Einar Karlsson

  4. Algengir nafnaukar í DOS. Sæmundur Bjarnason

  5. Nokkur orð um IRC 2.2.9 .Ingimar Róbertsson

  6. Kreppan 1930. Jónas Gunnlaugsson

  7. Stöð 2 BBS - In Memoriam. Sæmundur Bjarnason

  8. Algengar skammstafanir og styttingar. Sæmundur Bjarnason


FRÁ RITSTJÓRA

Nú hefur orðið ansi langt hlé á útkomu blaðsins og er ekki við aðra að sakast um það en mig.

Líklega er best að hafa þessa ritstjórnargrein fremur stutta svo einhverjir lesi hana.

Mér hefur virst að margir meti nokkurs þetta blað þó ekki hafi nema einn aðili farið eftir ábendingunni í haus blaðsins um að greiða nokkrar krónur á sparisjóðsreikninginn sem þar er minnst á.

Það er reyndar merkilegt að "blað" skuli njóta vinsælda í Netheimum því það er að sjálfsögðu engin þörf á að stæla á þann hátt þann veruleika sem enn er við lýði í gömlu "Mundaníu".

Menn geta auðveldlega, strax og þeir hafa lokið sinni grein, sent hana á viðeigandi ráðstefnur og þurfa ekkert að vera að bíða eftir duttlungafullum ritstjóra, sem gæti svo meira segja fundið upp á því að hafna greininni.

En kannski er breytingin yfir í nútímann í þessum efnum sársaukaminni og þægilegri ef það er eitthvað sem minnir á Mundaníu. Og þeir sem hafa áhuga á að láta til sín taka í Netheimum eru kannski svolítið hikandi við að skrifa á ráðstefnur í fyrstu.

Með því að skrifa frekar í Rafritið eru þeir þó búnir að tryggja sér fyrirfram að a.m.k. einum aðila (mér) finnst greinin einhvers virði.

Sama á sjálfsagt við um lesendurna, ég geri ráð fyrir að þeim finnist eins og þeir séu að lesa venjulegt blað og kannski prenta þeir Rafritið meira að segja út og lesa það þannig.

Og svo er dreifingin á Rafritinu ekki nákvæmlega sú sama og á ráðstefnum. Áskrifendur eru um eitt hundrað og svo set ég blaðið nú orðið bæði á ismennt.almenn og is.ymislegt, auk þess sem það fer ávallt fljólega á Ísmennt gopherinn. Þar að auki er ótrúlega mikil dreifing á blaðinu á BBS-um og þar er kannski komið að raunverulegu hlutverki blaðsins. Að brúa bilið milli þeirra sem hafa Internet aðgang og þeirra sem hafa hann ekki. Og reyndar líka að brúa bilið milli þeirra sem hafa Internet aðgang, en kunna ekki eða hirða ekki um að notfæra sér hann að neinu gagni, og hinna sem hafa áhuga á þessari nýju tækni og þeim tækifærum sem hún veitir.

Ég veit t.d. um fólk sem hefur vinnu sinnar vegna fullan Internet aðgang en notar ekkert nema póstinn. Frá mínum bæjardyrum séð er það svipað og að eiga Ferrari sportbíl og keyra hann aldrei nema aftur á bak.

En það er engin ástæða til að vera að bíða lengur með að setja þetta tölublað í dreifingu, nógu lengi hefur það dregist. Í framtíðinni ætla ég svo að sjá til hvort ég hætti alveg að gefa blaðið út eða læt efnisvalið bara ráðast meira og minna af tilviljunum, því það er alltof mikil vinna að vera að burðast við að gera þetta blað svipað úr garði og prentuð blöð.

Sæmundur Bjarnason

Til baka í efnisyfirlit.


SAMSTAÐA OG SJÁLFSBJARGARVIÐLEITNI

Í júni árið 1983 bauð tímaritið Scientific American lesendum sínum ókeypis happdrættismiða. Happdrættið var kynnt í föstum þætti í blaðinu sem Douglas nokkur Hofstadter skrifaði og hét "Metamagical Themas". Hver lesandi mátti panta eins marga miða og hann lysti: hann þurfti aðeins að senda blaðinu póstkort með nafni sínu, heimilisfangi og tölu sem segði hve marga miða hann vildi fá.

Vinningurinn í happdrættinu var:

1.000.000 dalir
--------------------
fjöldi 'seldra' miða

Þetta þýðir að ef 100 lesendur sendu blaðinu póstkort og báðu um 1 miða hver þá 'seldust' 100 miðar og vinningurinn varð:

1.000.000 dalir
----------------- = 10.000 dalir
100
Því færri miðar sem seldust því hærri var vinningurinn. Ef við hugsum okkur að 100 manns taki þátt í happdrætti af þessu tagi þá er heppilegast fyrir hópinn að taka sig saman um að panta einn miða. Það er þá öruggt að þessi eini miði vinnur 1.000.000 dali. Hópurinn getur svo skipt vinningnum á milli sín þannig að hver maður fái 10.000 dali.

En ef ég tek líka þátt í happdrættinu og á þess engan kost að ná sambandi við hina 100 þá borgar sig fyrir mig að taka slatta af miðum. Ég hugsa kannski með mér: Hinir taka sig örugglega saman um að panta fáa miða, einn hver, eða kannski einn saman, en ég er engu bættari þótt þeir fái háan vinning svo ég panta 100 miða. Ef þeir panta 1 hver þá seljast allt í allt 200 miðar. Vinningurinn verður þá 5.000 dalir og það eru helmings líkur á að ég fái hann.

Ef hinir 100 frétta nú að ég ætli líka að taka þátt í happdrættinu en sé ekki með í samkomulagi þeirra um að panta fáa miða þá sjá þeir strax að þetta samkomulag er einskis virði og hugsa með sér að það sé þá eins gott að panta slatta af miðum því betra sé að fá lágan vinning en láta alla peningana lenda hjá mér. Niðurstaðan verður þá sú að hópurinn biður um mörg þúsund miða og vinningurinn verður fáeinir dalir eða jafnvel ekki einu sinni það.

Ef samkomulag um að 'kaupa' fáa miða nær til allra sem spila í happdrættinu þá er það þeim öllum til hagsbóta. En ef einn stendur utan samkomulagsins þá er allt ónýtt og enginn græðir neitt.

Úrslitin í happdrætti Scientific American voru kynnt í septemberheftinu. Það seldust svo margir miðar að tala þeirra kæmist ekki á þessa blaðsíðu. Vinningurinn varð því ofurlítið brotabrot úr senti, eða minni en svo að hægt væri að greiða hann með þeirri mynt sem slegin er. Um 2.000 lesendur pöntuðu miða. Milli fimmtíu og hundrað keyptu milljón miða eða fleiri (allt upp í gúgólplex) sem getur varla talist skynsamlegt því ef meira en 1.000.000 miðar 'seljast' verður vinningurinn innan við 1 dalur.

En hvað var skynsamlegt fyrir þessa 2.000 lesendur að gera? Hvernig mundu 2.000 ofurgáfaðir og ósérplægnir lesendur bregðast við svona tilboði ef þeir gætu ekki haft samband sín á milli eða komist að einhvers konar samkomulagi? Væri kannski best fyrir þá að kasta upp krónu og kaupa 1 miða ef skjaldarmerkið kemur upp 10 sinnum í röð en engan ella. Ef 2000 manns gera þetta eru mestar líkur á að 1, 2 eða 3 kaupi miða og einn þeirra fái verulega háan vinning? Ef lesendur blaðsins væru algerlega lausir við heimsku og eigingirni hefðu þeir trúlega gert eitthvað þessu líkt. En ritstjórnin treysti því fullkomlega að þeir höguðu sér ekki svona viturlega, annars hefði hún ekki hætt 1.000.000 dölum.

* Skotinn Adam Smith, sem uppi var á árunum 1723 til 1790, er oftast talinn vera upphafsmaður nútímalegrar hagfræði. Í höfuðriti sínu Rannsókn á eðli og orsökum auðlegðar þjóðanna (An Inquiry into the Nature and Causes of the Wealth of Nations) segir Smith að menn þjóni best almannaheill með því að efla sinn eigin hag. Á frjálsum markaði efla menn eigin hag með því að selja öðrum vöru eða þjónustu og sá sem best þjónar þörfum fólks eða áhugamálum fær flesta viðskiptavini og græðir mest, svo þótt hver maður ætli sér aðeins að vinna í eigin þágu "er hann leiddur af ósýnilegri hönd sem lætur hann þjóna öðrum tilgangi en hann hugsaði sér."

Ekki skal ég efast um að sjálfsbjargarviðleitni einstak- linganna heldur hagkerfinu gangandi og er öllum til góðs. En við sumar aðstæður snýst hún í höndunum á fólki. Happdrættið sem hér var sagt frá er eitt dæmi um þetta. Ógöngur fanganna og uppboðið á seðlabúntinu eru kannski dæmi um það sama. Í þessum dæmum hagnast enginn á sjálfsbjargarviðleitni og samkeppni af því tagi sem Adam Smith fjallar um. Segja má að ósýnilegum fæti sé brugðið fyrir menn um leið og þeir reyna að efla eigin hag. Enginn hagnast nema allir sýni samstöðu og gæti þess að taka sjálfa sig ekki fram yfir náungann.

Atli Harðarson (atli@ismennt.is)

Til baka í efnisyfirlit.


TÖLURNAR TEFLA

Við hjá Rökver hf, hugbúnaðarþjónustu, erum miklir áhugamenn um bæði tölvur og skák. Þar af leiðir að við höfum auðvitað mikinn áhuga á skákforritum. Mikil framþróun hefur átt sér stað á því sviði, bæði hvað varðar skákleg gæði forritanna og einnig hefur vélbúnaður aukist mjög að afli á síðustu árum um leið og verðið hefur lækkað. Af þessu leiðir að skákforrit fyrir PC tölvur hafa orðið vinsælli heldur en eiginlegar skáktölvur.

Oft er það svo að seljendur skákforrita og / eða höfundar þeirra eru ósparir á lýsingarorðin og fullyrðingar um skákstyrkleika eru oft æði skrautlegar. Menn nefna háar ELO skákstigatölur og hafa oft úrslit jafnvel í hraðskákum til hliðsjónar. Rétt er að flest skákforrit eru mun öflugri en mennskir andstæðingar þeirra þegar tímamörk eru þrengri. Tölvuforritin vinna því oft létta sigra, jafnvel á stórmeisturum, í hraðskákum. En síðan minnkar munurinn þegar lengri tímamörk og kappskákir eru annars vegar.

Til að gera hlutlausa könnun á styrkleika helstu skákforitanna í kappskákum héldum við mót þar sem 6 helstu forritin tóku þátt. Öll forritin voru keyrð í nákvæmlega eins tölvum, 486 með 50 MHz örgjörva og 16 megabæt innra minni. Tímamörk voru 40 leikir á 2 klukkustundum og síðan 20 leikir á hverja klst. þar eftir.

Það skal strax tekið fram að hér er ekki um tæmandi niðurstöðu að ræða. Oft ræður miklu hvaða byrjun verður uppi á teningnum. Tilfinning okkar er samt sem áður sú að þau 3 forrit sem urðu jöfn í 1-3. sæti skeri sig nokkuð frá hinum hvað skákleg gæði varðar á þessum tímamörkum. Þar kemur til reynsla okkar af fleiri skákum en í þessu móti og fréttir af árangri þeirra erlendis. Hin forritin eru eitthvað veikari en þar munar ekki mjög miklu. Hér sjáum við úrslit mótsins í töflu:


    ---------------------------------------------------------

     TÖLVUMÓT 3                  1 2 3 4 5 6   VIN     SO-BE

    ---------------------------------------------------------

        1. ChessMaster 4000   |  * 1 1 0 0 1 |  3      7.00

        2. MChess Pro 3.5     |  0 * 1 0 1 1 |  3      6.50

        3. Chess Genius 2     |  0 0 * 1 1 1 |  3      6.00

        4. Fritz 2            |  1 1 0 * = 0 |  2.5    7.25

        5. Hiarcs 2.1         |  1 0 0 = * 1 |  2.5    5.25

        6. Zarkov 3           |  0 0 0 1 0 * |  1      2.50

    ---------------------------------------------------------

Fyrirfram héldum við að Chess Genius 2 myndi vinna þetta mót en sú varð ekki raunin. Reyndar var skákin milli Chess Genius 2 og MChess Pro 3.5 mjög óvenjuleg fyrir það að Genius var komið með gjörunnið tafl (3 peð yfir) en sýndi þá mikla óvarkárni í gæslu á kóng sínum og mátti þola ósigur. Sú skák fylgir hér á eftir en áhugasamir geta nálgast allar hinar skákirnar í texta- eða ChessBase formi á ftp servernum "chess.uoknor.edu". Einnig get ég sent mönnum skákirnar í rafpósti ef einhver vill.

Mjög er athyglisvert að ChessMaster 4000 pakkaði bæði Genius og MChess Pro 3.5 saman en tapaði fyrir Hiarcs 2.1 og Fritz 2.

Til að reyna að fá fram hrein úrslit létum við þrjú efstu forrit tefla saman í aukamóti. Þau fengu núna andstæðan lit við það sem hafði verið í aðalmótinu. Þannig fékk ChessMaster 4000 það hlut- skipti að tefla með svörtu gegn hinum og MChess Pro hafði hvítt gegn Genius 2.0. Kappskákartímamörk eins og áður.


    ---------------------------------------------------------

      TÖLVUMÓT 3 - AUKASKÁKIR    1  2  3     VIN   

    ---------------------------------------------------------

        1. ChessMaster 4000      *  1  =     1.5

        2. MChess Pro 3.5        0  *  1     1

        3. Genius 2              =  0  *     0.5

    ---------------------------------------------------------

Við gættum þess vel að stilla öll forritin eins sterk og mögu- legt var samkvæmt fyrirmælum í handbókum. Genius 2, MCHess Pro og Fritz 2 voru öll keyrð með /X rofa og nýttu sér þannig efra minni tölvunnar fyrir "hash" töflur. Zarkov 3.0 og Hiarcs 2.1 notfæra sér bara það minni sem er laust í DOS (640 K svæðið). Sá munur er á ChessMaster 4000 og hinum að það er Windows forrit og nýtir minni tölvunnar samkvæmt því.

Þegar við prófum nýtt skákforrit byrjum við yfirleitt á að láta það tefla með biskup, riddara og kóng gegn einum kóng. Þau sem ekki geta leyst þetta verk innan 50 leikja reglunnar eru sett aftur upp í hillu! Ekki þarf því að taka það fram að öll þessi forrit leysa þetta vel af hendi, svo og mörg önnur sambærileg próf.

Helgi Ólafsson, stórmeistari, var svo vinsamlegur að taka að sér að líta á skákirnar í þessu móti. Hann ætlar að reyna að meta gæði skákanna og mynda sér álit á "skákmönnunum". Gaman verður að sjá hans niðurstöður og kanski getum við birt eitthvað af þeim í næsta Rafriti.

Hér á eftir verður reynt að lýsa hverju forriti fyrir sig í fáum línum ef það mætti verða villuráfandi væntanlegum kaupendum, sem eru að hugsa málið, til gagns.

CHESS MASTER 4000

er eins og áður kom fram Windows forrit. Það er ekki afritunar- varið. Það kostar ekki nema um 50 dollar í USA og verður því að teljast mjög góð kaup. Grafíkin í því er mjög góð. Ókostur er helstur sá að það þýðir ekki að keyra það nema í öflugri tölvu með 256 lita skjástýringu, a.m.k. 8 megabæt innra minni og gott diskpláss þarf undir forritið og gögn þess, rúmlega 11 megabæt. Þeir sem hafa notað CM3000 munu súpa hveljur því breytingin er mikil. T.d. er skákvélin sjálf allt önnur og miklu sterkari. Með CM4000 fylgir sérstakt forrit til að skrá byrjanir og einnig er í kerfinu skákkennsla og hægt er að láta CM4000 mæla styrk þinn.

MCHESS PRO 3.5

hefur líklega stærstu og fjölbreyttustu byrjanabókina af öllum forritunum. Það er afritunarvarið og hægt er að setja það 2svar inn á harða diskinn. MChess getur nýtt allt að 10 megabæt af innra minni tölvunnar fyrir "hash" töflur. "Hash" töflur geta verið til mikils gagns fyrir skákforritin, sérstaklega í enda- töflum því forritið geymir stöður sem það er búið að reikna og við það eykst hraðinn við að meta næsta leik og forritið kemst dýpra í stöðuna fyrir bragðið.

CHESS GENIUS 2

er mitt uppáhaldsforrit. Það er alveg eiturgott í hraðskák og fer mörgum sögum af hrakförum stórmeistara sem etja kappi við Genius. Ég las nýlega grein eftir breska stórmeistarann Nunn í British Chess Magazine þar sem hann sagði:

"At the time of writing, I must admit that I am still being humiliated by Genius 2, with a score substantially under 50%"

John Nunn var með 2605 ELO stig 1. janúar, númer 50 á heimslist- anum, þannig að ljóst er að Genius 2 er harður andstæðingur en hann kostar u.þ.b. 85 pund í London (Tólf þúsund í Skákhúsinu). Genius nýtti efra minni tölvunnar best af forritum í þessu móti og hafði 15 megabæt til umráða. Grafíkin er mjög stílhrein og einföld. Öll orka forritarans hefur farið í að gera forritið sterkt en minna hugað að "flautum og bjöllum". Genius er mjög sterkur í endatöflum og áberandi bestur þar. Stundum hefur maður það á tilfinningunni að ef skákir Genius fara út í endatafl þá sé andstæðingurinn nánast kominn með tapað, jafnvel þó staðan sé í jafnvægi! Genius2 er afritunarvarinn á svipaðan hátt og MCPro.

FRITZ 2

kemur frá sömu aðilum og gerðu ChessBase gagnagrunnin og svipar mjög til ChessBase hvað grafíkina varðar. Fritz 2 getur teflt mjög vel eins og sést á úrslitum mótsins (vann MChess og CM4000) en á það til að vera svolítið gloppóttur. Tapaði t.d. mjög illa fyrir Genius og klaufalega fyrir Zarkov 3. Mér finnst mikill munur á Fritz 2 þegar maður keyrir hann með /X rofanum og leyfir honum þannig að hafa aðgang að öllu minni tölvunnar. Stærsti kosturinn við Fritz 2 er að hann hefur mjög gott kerfi á að geyma skákir og getur nýst vel sem einfaldur gagnagrunnur auk þess að vera nálægt toppnum hvað skákgetu varðar. Fyrir þá sem eiga ChessBase er einnig mjög gott að geta kallað í Fritz 2 frá ChessBase og láta hann rannsaka þá stöðu sem er á borðinu. Fritz er ekki afritunarvarinn.

HIARCS 2.1

sigraði á heimsmeistaramóti skákforrita og skákvéla á síðasta ári. Reyndar var það ekki sama forrit og selt er sem heims- meistari því sú útgáfa af Hiarcs sem vann mótið var keyrð á stórri SUN tölvu og PC útgáfan var smíðuð frá þeirri útgáfu. PC útgáfan er greinilega ekki eins sterk. T.d. er endataflstækni forritsins nokkuð ábótavant. Það teflir þó nokkuð vel ef það fær góðan tíma og mér finnst líklegt að það hafi sigrað heimsmeist- aramótið með því að það var keyrt í öflugri tölvu en þau forrit sem stóðu sig betur í þessu móti. Hiarcs er afritunarvarinn og eru tvær innsetningar á harðann disk leyfðar eins og algengt er.

ZARKOV 3

Við fengum Zarkov 3 frekar nýlega þannig að það hefur ekki mikið verið prófað. Heyrst hefur að ný útgáfa 3.1 sé um það bil að koma á markað og er sagt að það sé mun sterkara. Zarkov nýtir ekki efra minnið og virðist í heildina heldur veikara en hin forritin án þess þó að þar muni miklu. Zarkov 3 er afritunar- varið en engin takmörk eru á fjölda innsetninga á harðan disk.

[Event "Tölvumót 3"]
[Date "1994.03.??"]
[White "Genius2"]
[Black "MChessPro35"]
[Result "0-1"]

1.c4 e5 2.Rc3 Rf6 3.Rf3 Rc6 4.g3 Bb4 5.Bg2 O-O 6.O-O e4 7.Re1 Bxc3 8.
dxc3 h6 9.Rc2 He8 10.Re3 d6 11.Rd5 Bf5 12.Dc2 Ra5 13.b3 b6 14.Bb2 He5
15.Rxf6+ Dxf6 16.c5 Dg5 17.cxd6 cxd6 18.c4 He6 19.Had1 Rc6 20.Dd2 e3
21.Dc3 Hc8 22.fxe3 Re5 23.Hxd6 Hee8 24.Dd4 Bg6 25.Hd7 a6 26.Hd6 b5 27.
Bb7 Hb8 28.Bxa6 bxc4 29.Bxc4 Kh8 30.Kh1 f6 31.Be6 Bf7 32.Bxf7 Rxf7 33.
Hd7 Re5 34.Hd5 Dg6 35.Dd2 De4+ 36.Kg1 Rg4 37.Hd4 De6 38.e4 Ha8 39.Bc3
Db6 40.Kg2 Db7 41.Hf4 Re5 42.Hd5 Hac8 43.Bxe5 Hxe5 44.Hh4 He7 45.Dd1
Db6 46.a3 Hce8 47.Dd3 Ha7 48.a4 Dc7 49.Hf4 Hb7 50.a5 Db8 51.Hf3 Hbe7
52.Hd4 He5 53.Hf5 Hxf5 54.exf5 Da8+ 55.Hd5 He3 56.Dd1 Hxe2+ 57.Kf1 He8
58.Dd3 Kh7 59.a6 Dc6 60.Dc4 Db6 61.b4 De3 62.Kg2 De1 63.Df1 Dxb4 64.Kh3
He3 65.Db5 De1 66.Hd4 He2 67.Dd3 Df2 68.Hh4 Dxh2+ 69.Kg4 Dg2 70.a7 He7
71.a8=D Dxa8 72.Hh2 De8 73.Kf3 Dc6+ 74.Kg4 Hd7 75.Hc2 Db7 76.De3 He7
77.Dd3 Dh1 78.Kf4 He5 79.g4 h5 80.Kg3 Dg1+ 81.Hg2 He3+ 82.Kf4 Dxg2 83.
Kxe3 Dg3+ 84.Ke2 Dxd3+ 85.Kxd3 hxg4 86.Ke3 0-1

Einar Karlsson

einark@ismennt.is

Til baka í efnisyfirlit


Algengir nafnaukar (file name extensions) í DOS

.ADF Adapter Description File [IBM]
.ADN Add In Utility [Lotus 1-2-3] [LDC]
.AFM Adobe Font Metrics [Adobe Systems]
.APP Application [R:Base]
.ARC Archive
.ARJ Compressed File [Jung]
.ASC ASCII text
.ASM Assembler Source Language
.BAK Backup
.BAS Basic Language
.BAT Batch Processing
.BGI Borland Graphic Interface
.BIB Bibliography
.BIN Binary
.BK! Backup [WordPerfect]
.BLD BASIC Bload Graphics
.BMP Bitmap Picture
.BSC Boyan Script [Boyan Communications]
.C C source code [C]
.CAP Capture
.CAT Catalog
.CBL COBOL source code
.CDF Comma Delimited Format
.CDX Compound Index [Fox Pro]
.CFG Configuration
.CGM Computer Graphics Metafile + Graph [Lotus 1-2-3] [LDC]
.CHK CHKDSK
.CLP Clipboard [Windows]
.CMD Command
.CNF Configuration
.COB COBAL source code
.COD Code List
.COM Command
.CPI Code Page Information [MS-DOS]
.CRD Cardfile
.CUR Cursor
.DAT Data
.DBF Database
.DCT Dictionary
.DEF Definitions + Defaults
.DEM Demonstration
.DES Description
.DHP Dr. Halo PIC
.DIC Dictionary
.DOC Document + Documentation
.DRS Driver Resource [WordPerfect]
.DRV Device Driver (Also see .DVR)
.DRW Draw + Drawing
.DTA Data
.DV DESQview Script
.DVR Device Driver (Also see .DRV)
.DXB Drawing Interchange Binary [AutoCAD]
.EML Electronic Mail
.ENC Encoded
.EPS Encapsulated PostScript
.EXE Executable
.FAX Fax
.FON Font + Phone + Phone Directory
.FOR FORTRAN source code
.FRS WordPerfect Graphics Driver
.GIF Graphics Interchange Format
.GLY Glossary [Microsoft Word]
.GRF Graph
.GRP Group
.H Header [C]
.HLP Help
.HST History + Host
.HYP Hyphenation
.IDX Index
.JNK Junk
.LBR Library
.LET Letter
.LIB Library
.LRS Language Resource [WordPerfect]
.LST List
.MAC MacPaint + Macro
.MAI Mail
.MAP Linker Map
.MDF Menu Definition File
.ME Opening Information (As in READ.ME)
.MEN Menu
.MNU Menu
.MSG Program Message
.MSP Microsoft Paint [Microsoft]
.NDX Index
.NEW New Information
.OLD Old version
.OPT Options
.ORI Original
.OUT Outlines
.OVL Program Overlay
.OVR Program Overlay
.PAK Packed [NoGate Consulting]
.PAS PASCAL source code
.PAT Patch
.PCT Picture
.PCX Picture Image
.PDF Printer Description [Borlund,Lotus]
.PDX Paradox files [Borlund]
.PFM Printer Font Metrics [Windows]
.PGL Graphics [Hewlett-Packard]
.PGP ProGram Parameter [AutoCAD]
.PHO Phone List
.PLL Prelinked Library [Clipper]
.PRD Printer Driver [Word]
.PRF Preferences [Grammatik IV]
.PRG Program
.PRO Profile
.PRS Printer [WordPerfect]
.PS PostScript
.PUB Publication [Ventura]
.PX Primary Index [Paradox]
.QDI Dictionary [Quicken]
.QDT Data [Quicken]
.QIF Quicken Interchange Format
.QMT Memorized List [Quicken]
.QNX Indexes to Data [Quicken]
.REC Recorder
.REF Reference
.RES Resource
.SAV Saved
.SCR Script
.SDF Standard Data Format
.SEA Self Extracting Archive [Macintosh]
.SET Driver Set [Lotus 1-2-3] [LDC] + Image Settings [Paradox]
.SPL Spell Checker
.SRC Source
.STF Structured File [Lotus Agenda]
.STY Style [Ventura, Word, WordPerfect]
.SUP Supplemental Dictionary [WordPerfect]
.SWP Swap
.SYM Symbols
.SYN Synonym
.SYS System Configuration + System Device Driver
.TBK Toolbook
.TFM Tagged Font Metric
.THD Thread
.THS Thesaurus
.TIF Tagged Image File
.TLX Telex
.TRM Terminal
.TST Test
.TTF TrueType Font
.TUT Tutorial
.UC2 Compressed File [UltraCompressor]
.VAL Validity Checks [Paradox]
.VBX Visual Basic
.VRS WordPerfect Graphics Driver
.WAV Waveform Audio
.WKB Workbook [WordPerfect]
.WKE Worksheet [Lotus 1-2-3] [LDC]
.WKQ Spreadsheet [BORQU]
.WKS Worksheet [Lotus 1-2-3] [LDC]
.WKZ Compressed Spreadsheet [BORQU]
.WK1 Worksheet [Lotus 1-2-3] [LDC]
.WMF Windows Metafile Format [Microsoft]
.WPG Graphics [WordPerfect]
.WPK Keyboard [WordPerfect]
.WPM Macro [WordPerfect]
.WQ1 Spreadsheet [BORPQU]
.WQ! Compressed Spreadsheet [BORPQU]
.ZIP Compressed File [PKWare]
.ZOO Compressed File [Dhesi]
.$$$ Temporary File

Sæmundur Bjarnason

Til baka í efnisyfilrlit


NOKKUR ORÐ UM IRC 2.2.9

Jæja, loksins fengum við nýja irkið (IRC 2.2.9) hérna á Unu! Þetta hefur mjög marga kosti yfir það gamla, en ég ætla ekki að tala um það hérna (kannski seinna, hver veit ;-) Það sem ég tók helst eftir mér til mikillar óánægju voru tvö atriði sem breyttu útlitinu nokkuð frá því gamla (ætli ég sé bara ekki svona íhaldsamur..endilega látið það eftir mér ;-) Það fyrra var að 'action'-in (/me skipunin) voru breytt. Í staðinn fyrir það gamla góða:

*** Action: Einhver gerir eitthvað

Var komið:

* Einhver gerir eitthvað

Þetta fannst mér vera frekar óspennandi og líka það að þetta er ekki eins áberandi og það gamla.

Jæja, ég fór að líta á IRCII script málið og fann þar tvær skipanir sem ég setti svo inní .ircrc skránna til að laga actionin. Þessar skipanir voru /on action og /on send_action. Þær fara svona inní .ircrc skránna:

on ^action * echo *** Action: $0 $2-

on ^send_action * echo *** Action: $N $1-

Þessar línur skýra sig eiginlega sjálfar út, en sú fyrri breytir þeim 'actionum' sem aðrir gera og sú seinni þeim sem þú sendir sjálf(ur).

Seinna atriðið sem fór frekar í taugarnar á mér og fleirum sem ég talaði við á irkinu var að það kemur alltaf + þegar línur 'wrappa' sig (þ.e. þegar einhver skrifar setningu sem er lengri en skjábreiddin og textinn heldur áfram í næstu línu. Þessu er hægt að redda með einni skipun í .ircrc líka:

set continued_line

**ATH: á eftir continued_line þá koma þrjú bil og svo enter annars virkar það ekki!

Þeir sem ekki vilja hafa þetta endanlegt með því að setja skipanirnar í .ircrc geta náttúrulega skipað þær beint inní irkið á meðan þeir eru þar, eini munurinn er að það verður að setja / merki fremst ( /on... og /set...)

Fyrir þá sem ekki hafa ekki hugmynd um það hvernig maður setur þessar línur inní .ircrc þá skal ég reyna að útskýra það hérna:

Í skelinni þá er fyrst farið í editorinn (ritþórinn :-) em, með því að skipa "em .ircrc" (sleppið auðvitað gæsalöppunum) Þá eruð þið komin inní ósköp venjulegan ritþór (ekki mjög ólíkur edit í PC) þar sem þið getið hreyft bendilinn til með örvalyklunum. Þessi ritþór er reyndar sá sami og elm notar þegar maður skrifar bréf í því. Þið skrifið inn línurnar þrjár sem ég talaði um hérna fyrir ofan (það skiptir litlu máli hvar í skrána þið setið þær, líklega er best að setja þær bara neðst í hana) og ýtið svo á Escape (ESC) takkann og svo á Z (ekki báða í einu!) þegar þið eruð búin að skrifa inn línurnar, þá vistar em skrána og þið eruð aftur komin í skelina. Þá er bara að fara inná irkið og sýna sig og sKjá aðra :-)

Gangi ykkur vel!

Ingimar Róbertsson

ingimarr@ismennt.is

Til baka í efnisyfirlit.

KREPPAN 1930

Allar skemmur voru fullar af vörum, en þeir sem höfðu kaupgetu voru búnir að kaupa þær vörur sem þeir þurftu.

Þá var mörgum iðnaðar, landbúnaðar og skrifstofumönnum sagt upp, og þannig fjölgaði þeim sem ekki gátu keypt vörur, kaupgetan minnkaði og enn fleiri misstu vinnuna.

Þetta endaði með því að þúsundir fyrirtækja fóru á hausinn, og tugir miljóna manna gengu atvinnulausir, en vöruskemmurnar voru fullar af vörum.

Þetta leiddi til mikilla hörmunga, menn dóu úr skorti, með gnægð matar allt um kring.

Samkvæmt trúarjátningu peningamanna, eða mammonsdýrkenda, mátti ekki afhenda vörur til þeirra sem ekki áttu peninga.

Undanfarandi framleiðslu aukningar ár höfðu þeir ríku aukið tekjur sínar, og lifað í svalli og munaði, en það sem þeir gátu nýtt af landbúnaðarvörum og iðnaðarvörum var takmarkað.

Hinir fátæku höfðu enga peninga, og gátu því ekkert keypt.

Menn veltu vöngum í nokkur ár, um það hvað ætti að gera. Einn vildi láta peningana ráða, annar skynsemina með tilliti til peninga og markaðar, það er verkfæra og aðstæðna og þriðji tilfinningarnar, ástúðina og umhyggjuna.

Þá var það að strákurinn úr sögu H. C. Andersen, hann var svo ungur að hann hafði ekki lært í háskólanum hvað væri rétt og hvað væri rangt, og hvað væri hægt og hvað væri ekki hægt, sagði við föður sinn:

"Skrifaðu bara ávísun handa atvinnulausa fólkinu, þá fer það í búðina og kaupir vörur, kartöflur og potta, og búðin tæmist, búðarmaðurinn fer í vöruhúsið og kaupir af heildsalanum, og heildsalinn fer til bóndans og kaupir kartöflur, eða landbúnaðarvörur og í verksmiðjuna og kaupir potta, eða iðnaðarvörur.

Þá vantar bóndann menn til að taka upp kartöflurnar, og verksmiðjuna menn til að framleiða pottana. Þeir kalla á atvinnulausa fólkið í vinnu, sem fær þá aftur greidd laun og allt kemst í lag aftur."

"En þetta hefur aldrei verið hægt drengur minn. Hvað á ég þá að gera þegar allir hafa allt, og eru búnir að fylla öll búr heima hjá sér. þá verður öllum sagt upp aftur?" "Já, en faðir minn, þú gefur bara öllum frí í mánuð, eða þar til vörurnar eru búnar. þá byrjið þið aftur og fyllið vöruhúsin, og takið aftur frí."

"En fólkið í fátæku löndunum, hvað eigum við að gera því til hjálpar?"

"Við skrifum líka ávísun handa því, fyrir vinnuna við að grafa brunn, hreinsa götuna, hjúkra og byggja. þá geta þeir líka keypt vörur, og þá þarf menn í vinnu til að búa þær til, það verður alveg eins og hjá okkur."

"En, af hverju sáum við þetta ekki strax pabbi? Vorum við ef til vill kærulausir, og hugsunarlausir."

Ef við vorum ekki nógu skynsamir, hefði þá nægt að við værum góðir? Þá hefðum við látið þá fátæku fá peninga eins og við þurftum sjálfir, og allt hefði verið í lagi.

Þegar skynsemina þrýtur, þá er það skynsemi að leysa málið með ástúð og umhyggju að leiðarljósi. Ástúð og umhyggja er skynsemi.

Ávísunin var skrifuð að hluta, og ástandið batnaði, en,.

Stríðin komu, það var mikil misskipting og óánægja. Ég skrifaði stóra ávísun, tók alla í vinnu, og bjó til drápstól, framleiðslan stórjókst og við gátum drepið tugi miljóna manna.

Hefði ég getað skrifað stóra ávísun og byggt íbúðarhús og framleitt neysluvörur, og reynt að gera alla ánægða?

Stríðin komu, ég hafði eytt öllu í brauð og leiki, nei réttara sagt í vímu og girndir. Ég stórjók rannsóknir, ég varð að gera betur en hinir, annars gátu þeir eytt mér. Rannsóknirnar gerðu það að verkum, að ég gat framleitt miklu meira, allt handa öllum, ódýrt og á einfaldan hátt.

Hefði ég getað stóraukið rannsóknir og aukið þekkinguna þannig að hægt væri að framleiða allt handa öllum án stríðs.

Framleiða, framleiða, menga, menga, menga meira, er það nauðsyn?

MENGUN ER SÓÐASKAPUR, OG KOSTAR MUN MEIRA EN HREINN REKSTUR, ÞEGAR TIL LENGDAR LÆTUR.

Framleiðslufyrirtækin verða að sjálfsögðu að bæta þá mengun sem þau valda, og þá kemur í ljós að mengunarlaus rekstur er mun ódýrari.

Stilla þarf framleiðslukerfið þannig að allt efni gangi í hring, eða nýtist aftur og aftur.

Efnið á að nota með nýjustu byggingatækni, þannig að sem mestur styrkur fáist úr sem minnstu efni.

Þá kemur í ljós að við getum hætt námuvinnslu. Endurvinnsla efna annar allri þörf fyrir hráefni, þar sem allt sem byggt er verður mun léttara, og um leið sterkara en áður.

Efnin í gamla bílnum og gamla húsinu verða endurunnin og byggður nýr bíll og nýtt hús, mun sterkari og léttari, með byggingatækni frá flugvéla og geimiðnaði.

Egilsstöðum, 4.9.1988

Jónas Gunnlaugsson

Til baka í efnisyfirlit


STÖÐ 2 BBS Im Memoriam

Stöð 2 BBS hefur nú hætt starfsemi sinni. Kannski sakna þess einhverjir, en ég veit þó um einn sem sér ekki eftir því. Það er Ari Þór Jóhannesson sem á og rekur gagnabankann Villu, en hann hefur oft gagnrýnt þetta kerfi og talið það vera mjög til trafala allri þróun í BBS málum á Íslandi.

Ekki var það nú samt lagt niður til þess að geðjast honum, heldur var engin ástæða til þess að halda þessum rekstri áfram lengur. Vinsældirnar voru orðnar svo miklar að þýðendurnir áttu oft í erfiðleikum með að komast að og svo hefur BBS-um á Reyjavíkursvæðinu fjölgað svo mikið að undanförnu að ekki þarf að óttast að fólk finni þar ekki BBS við sitt hæfi.

Stöð 2 BBS tók til starfa 22. maí 1992 og starfsemin var lögð niður 11. mars s.l. Í nóvember 1992 varð alvarleg bilun í tölvu þeirri sem BBS-ið var á og þurfti að loka því í tæpar 3 vikur af þeim sökum. Aðrar bilanir á tímabilinu hafa verið minni háttar og varla hefur komið fyrir að heill dagur hafi fallið út.

Mér telst til að kerfið hafi starfað í samtals 637 daga. Á því tímabili var alls dánlódað 1.114.817.657 bætum (ellefuhundruð og fjórtán megabætum) eða samtals að meðaltali á dag 1.750.106 bætum. Þetta er þónokkuð mikið þegar tillit er tekið til þess að allan tímann var aðeins um eina línu að ræða og alltaf nema 3 síðustu mánuðina var kerfið tengt 2400 bps mótaldi.

Bréfaskriftir voru lengst af allmiklar á kerfinu enda lagði ég frá upphafi áherslu á að stuðla að því að þær gætu orðið sem mestar og fjörugastar.

Stöð 2 BBS eignaðist marga trygga viðskiptavini og greinilegt var að það var í talsverðu uppáhaldi hjá mörgum. Sjálfsagt hefur það einkum verið vegna þess að allt var ókeypis þar, en kannski hafa bréfaskriftirnar líka dregið einhverja að.

Á svipuðum tíma og starfsemi Stöðvar 2 BBS-ins var lögð niður setti sonur minn á fót BBS-ið BAC's PLACE. Ég reyndi að beina viðskiptunum þangað og í fyrstu gekk það ekkert illa. En þegar að því kom að ætlast var til að notendur greiddu gjald fyrir notkunina þá breyttist málið. Þetta gjald var miklu lægra en áður hafði tíðkast á BBS-um hérlendis og eftir sem áður var ókeypis aðgangur að sumum svæðum, en samt sem áður hafa á fyrsta mánuðinum aðeins 4 aðilar treyst sér til þess að sjá af 900 krónum gegn því að fá í staðinn heils árs aðgang að úrvals BBS-i og hringingar þangað eru nú mjög fáar. Við þessu er ekkert að gera en auðvitað verður BBS ekki rekið til langframa fyrir fjóra áskrifendur!!! Ef áhugi þinn skyldi vakna við lestur þessarar greinar þá er BAC's PLACE í síma 91-879009 (opið frá 11 á kvöldin til klukkan 6 e.h.)

Þýðendur Stöðvar 2 nota BBS-ið áfram þó almenningur hafi ekki lengur aðgang að því. Einnig er það svolítið notað sem leikja-BBS. Einn VGA-planets leikur með 11 þáttakendum er í gangi þar og þátttakendur senda þangað sínar .trn skrár og sækja þangað viðeigandi .rst skrár eftir að stjórnandinn hefur keyrt viðeigandi "host" forrrit. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í leikjum af þessu tagi geta haft samband við mig.

Sæmundur Bjarnason

Til baka í efnisyfilrilit.


Algengar skammstafanir og styttingar

(einkum úr tölvumáli)

AA Auto Answer
AAT Average Access Time
ABEND Abnormal End
AC Automatic Computer + Alternating Current
ACC Accumulator
ACE Advanced Computing Environment [SCO] +
Adverse Channel Enhancements [Microcom] +
Automatic Computing Engine
ACU Automatic Calling Unit
A/D Analog to Digital
ADA Automatic Data Acquisitions +
(Programming Language named after Autusta Ada Lovelace)
AI Analog Input + Artificial Intelligence
ALGOL Algorithmic Oriented Language (see IAL)
ANSI American National Standards Institute
AOL America Online
AOS Add Or Subtract
AP Adjunct Processor + Application Processor
A/P Accounts Payable
API Application Program Interface +
Application Programming Interface
APL A Programming Language (Mathematics)
A/R Accounts Receivable
ARCnet Attached Resource Computer Network
ARPA Advanced Research Projects Agency
ASAP As Soon As Possible +
Automatic Switching And Processing
ASCII American Standard Code for Information Interchange
ASP Association of Shareware Professionals
AST AST Research, Inc. (named from first initials of the
founders: Albert Wong, Safi Qureshey, Thomas Yuen)
ASYNC Asynchronous
AT Advanced Technology + Attention
ATA AT Bus Attachment
ATDP Attention Dial Pulse
ATDT Attention Dial Tone
ATH Attention Hang-Up
AT&T American Telephone and Telegraph
ATTN Attention
ATTRIB Attribute (also ATR)
AUDIT Automated Data Input Terminal
AUTO Automatic
AUX Auxiliary + (First Serial Port)
AVG Average
AWK (Unix language named after its authors...
Al Aho, Peter Weinberger and Brian Kernighan)
BAL Basic Assembly Language
BASIC Beginner's All-purpose Symbolic Instruction Code
BBS Bulletin Board System
BELLCORE Bell Communications Research
BIOS Basic Input/Output System
BIT Binary Digit
BITNET Because It's Time Network
BIX Byte Information Exchange (BBS)
BKSP Backspace
BOOTP Bootstrap Protocol [Internet]
BOT Beginning Of Table + Beginning of Tape
BPS Bits Per Second + Bytes Per Second
BSI British Standards Institute
B2X Binary To Hexadecimal [REXX]
BYTE Binary Element String
C C Programming Language
CAD Computer Aided Design
CADD Computer Aided Design and Drafting
CAE Common Applications Environment +
Computer Aided Engineering
CAL Calendar + Computer Aided Learning
CAPS Capitals (Upper Case Letters) +
Cassette Programming System
CCITT Consultative Committee for International
Telegraph and Telephone
CD Carrier Detect + Change Directory +
Collision Detection + Color Display + Compact Disk
C/D Control Data
C2D Character To Decimal [REXX]
CD-ROM Compact Disk - Read Only Memory
CERT Computer Emergency Response Team
CGA Color Graphics Adapter
CGI Computer Generated Images +
Computer Graphics Interface
CHAR Character
CHAT Conversational Hypertext Access Technology [Internet]
CHCK Channel Check
CHCP Change Code Page
CHDIR Change Directory
CHGRP Change Group
CHKDSK Check Disk
CHMOD Change Mode
CHOWN Change Owner
CHP Chapter
CHR Character
CICS/VS Customer Information Control System/
Virtual Storage [IBM]
CIM CompuServe Information Manager +
Computer Integrated Manufacturing
CIRC Circular Reference
CIS Card Information Structure +
CompuServe Information Service +
Computer Information Systems
CISC Complex Instruction Set Computing
CIX Commercial Internet Exchange +
Compulink Information Exchange
CLS Clear Screen
CM Centimeter + Control Mark + Corrective Maintenance
CMOS Complementary Metal-Oxide Semiconductor
CMP Compare + Computer
CMPS Compare word String
COBOL Common Business-oriented Language (See HLL)
CODEC Coder/Decoder + Compression/Decompression
COM1 First serial Port (asynchronous port)
COM2 Second serial Port
COM3 Third serial Port
COM4 Fourth serial Port
COMDEX Computer Dealers Exposition
COMP Compare + Communications
COMSAT Communications Satellite Corporation
CON Console (includes Keyboard and Screen)
CONFIG Configuration
CP Copy Protected
CPA Certified Public Accountant
CP/M Control Program for Microcomputers
CPS Characters Per Second + Cycles Per Second
CPU Central Processing Unit
CR Carriage Return
CRC Cyclic Redundancy Check
CR/LF Carriage Return/Line Feed
C/S Client/Server
CTI Computer-Telephone Integration
CTRL Control
CTS Clear To Send
CUI Character-Oriented User Interface +
Common User Interface [IBM]
CVGA Color Video Gaphics Array
C2X Character To Hexadecimal [REXX]
CYL Cylinder
D/A Digital to Analog
DAT Digital Audio Tape + Disk Array Technology
DATACOM Data Communications
dB Decibel
DB Data Base + Data Buffer
dBA Adjusted Decibel
DBCS Double-Byte Character Set
DBM Data Base Manager
D2C Decimal To Character [REXX]
DCC Digital Compact Cassette + Display Combination Code
DEC Decrement + Device Clear +
Digital Equipment Corporation
DEL Delete
DELSTR Delete String [REXX]
DEV Device
DFS Distributed File System
DIBOL DEC Business Oriented Language
DIN Deutsche Industrie Norm (German equivalent of EIA)
DIR Directory (file)
DIV Divide
DL Download
DMP Dot Matrix Printer
DMY Day Month Year
DN Down
DNC Direct Numerical Control
DNS Domain Naming System
DO Data Out
DOS Disk Operating System
DOSEM DOS Emulation
DOW Day Of Week
DP Data Processing
DPI Dots Per Inch
DR Data Received
D/R Direct or Reverse
DRAM Dynamic Random Access Memory
DRAW Direct Read After Write
DRV Drive
DSDD Double Sided, Double Density (diskette)
DSE Data Storage Equipment
DSHD Double Sided, High Density (diskette)
DSL Dynamic Simulation Language
DSQD Double Sided, Quad Density (diskette)
DTE Data Terminal Equipment + Dumb Terminal Emulator
DTL Diode-Transistor Logic
DTP Desktop Publishing
DTR Data Terminal Ready + Data Transfer Rate
DTV Desktop Video
DTVC Desktop Video Conferencing
DU Disk Usage
DUAT Direct User Access Terminal
DWG Drawing
D2X Decimal To Hexadecimal [REXX]
EARN European Academic Research Network
EATA Enhanced AT Bus Attachment
EBC EISA Bus Controller
EBCDIC Extended Binary Coded Decimal Interchange Code [IBM]
ECAL Enjoy Computing And Learn
ECC Error Check Code + Error Checking and Correction +
Error Correction Code
ECHO European Commission Host Organization [Internet]
EDI Electronic Data Interchange +
Electronic Document Interchange [DEC]
EDIFACT EDI for Administration Commerce and Transport
EDLIN Editor (Line Text)
EDOS Enhanced DOS for Windows
EDP Electronic Data Processing
EDPM Electronic Data Processing Machine
EDSI Enhanced Small Device Interface
EEM Extended Memory Management
EEMS Enhanced Expanded Memory Specification
EEPROM Electrically Erasable Programmable Read-Only Memory
EFF Electronic Frontier Foundation
EGA Enhanced Graphics Adapter
EIA Electronic Industries Association
EIS Executive Information System
EISA Extended Industry Standard Architecture
ELF Extremely Low Frequency
ELS Entry Level System
EM Electronic Mail + Expanded Memory
EMA Electronic Mail Association +
Enterprise Management Architecture
EMACS Editing Macros [Unix]
E-MAIL Electronic Mail
EMM Expanded Memory Manager
EMS Electronic Mail System + Electronic Message Service +
Expanded Memory Specification [LIM]
ENDS Ends Segment
ENIAC Electronic Numerical Integrator Analyzer and
Computer (First fully electronic digital computer)
ENQ Enquiry
ENSS Exterior Nodal Switching Subsystem [Internet]
EOA End of Address
EOB End of Block
EOC End of Conversion
EOF End of File
EOI End or Identify
EOJ End of Job
EOL End of Line + End of List
EOM End of Message
EOR Exclusive OR (Also XOR)
EOS End of String
EOT End Of Table + End of Tape (marker) + End of Text +
End of Transmission
EPL Effective Privilege Level
EPP Enhanced Parallel Port
EPROM Electrically Programmable Read Only Memory +
Erasable Programmable Read Only Memory
EPSF Encapsulated PostScript Files
ERIC Educational Resources Information Center [Internet]
EROM Erasable Read Only Memory
ERR Error
ES Extra Segment
ESA Enterprise Systems Architecture [IBM] +
European Space Agency
ESC Escape
ESC/P Epson Standard Code for Printers
ESDI Enhanced Small Device Interface
ESP Emulation Sensing Processor +
Enhanced Serial Port [Hayes]
ESS Electronic Switching System
ETX End of Text
EVGA Extended Video Graphics Array +
Extended Video Graphics Adapter
EXE2BIN Program used to convert an (.EXE) file to binary
format (.COM) file
EXP Exponent
EXT External
FAC File Access Code
FAP File Access Protocol
FAQ Frequently Asked Question
FAT File Allocation Table
FAX Facsimile
FCC Federal Communications Commission
FD Floppy Disk + Floppy Drive + Full Duplex
FDC Floppy Disk Controller
FDISK Fixed Disk
FDX Full Duplex
FF Flip-Flop + Form Feed
FLOPS Floating Point Operations Per Second
FNT Font
FORTH (Programming Language)(See HLL)
FORTRAN Formula Translator (Programming Language)(See HLL)
FOSSIL Fido/Opus/Seadog Standard Interface Layer
FPU Floating Point Unit
FTP File Transfer Protocol [Internet]
FYI For Your Information
GAAP Generally Accepted Accounting Principles
GAL Generic Array Logic
Gb Gigabit (1,000 megabits) +
(One Billion Bits of Information)
GB Gigabyte (1,000 megabytes) +
(One Billion Characters of Information
) GEM Graphics Environment Manager (DRI Program)
GENIE General Electric Network for
Information Exchange
GEOS Graphic Environment Operating System [Geoworks]
GET Get Execute Trigger
GHZ Gigahertz
GIX Global Internet Exchange [Internet]
GMT Greenwich Mean Time
GNU Gnu's Not Unix (operating system)
GOSIP Government Open Systems Interconnection Profile
GOV Government (organization Domain name) [Internet]
GP Gas Plasma + General Purpose
GPI Graphics Programming Interface
GPS Global Positioning System
GREP Global Regular Expression Print
GUI Graphical User Interface
GW-BASIC Gee Whiz BASIC
HD Hard Disk + High Density
HDTV High Definition Television
HDX Half Duplex
HEX Hexadecimal
HFS Hierarchical File System [Macintosh]
HGA Hercules Graphics Adapter
HGCP Hercules Graphics Card Plus
HH Hour
HIFD High-Density Floppy Disk
HIL Human Interface Link [HP]
HLL High Level Language
HLLAPI High Level Language Application Programming Interface
HMOS High Density Metal Oxide Semiconductor +
High Speed Metal Oxide Semiconductor
HOTT Hot Off The Tree (electronic newsletter)
HP Hewlett-Packard (Company)
HTML HyperText Markup Language
HTTP HyperText Transport Protocol
Hz Hertz
IAL International Algebraic Language
(ALGOL was first called IAL)
IAP Internet Access Provider [Internet]
IBM International Business Machines (Corporation)
ICCP Institute for the Certification of Computer Professionals
IDE Imbedded Drive Electronics +
Integrated Development Environment [Borlund] +
Integrated Drive Electronics +
Intelligent Drive Electronics +
Interactive Design and Engineerin Interface Design Enhancement
IEEE Institute of Electrical and Electronics Engineers
IEMSI Interactive Electronic Mail Standard
Identification
IFF Interchangeable File Format [Amiga]
INS Input String
INT Integer + Internal + Interrupt +
International (organization Domain name) [Internet]
InterNIC Internet Network Information Center [Internet]
I/O Input/Output
IPX Internetwork Packet Exchange [Novell]
IQL Interactive Query Language
IR Infrared
IRC Internet Relay Chat [Internet]
IRD Integrated Receiver/Descrambler
IRQ Interrupt Request
ISA Industry Standard Architecture
ISBN International Standard Book Number
ISDN Integrated Services Digital Network
ISH Information Super Highway
ISO/OSI International Standards Organization/Open Systems
Interconnection (model)
ISSN International Standard Serial Number
ISV Independent Software Vendor
JPEG Joint Photographic Experts Group
K-12 Kindergarten through 12th Grade [US Education System]
kHz Kilohertz
LAN Local Area Network
LED Light Emitting Diode
LEM Language Extension Module
LEX Lexicon
LF Line Feed
LISP List Processing (Language)(See HLL)
LOG Logarithm (Base 10)
LOGO (Programming Language)(See HLL)
LPT1 First Parallel Printer Port
LPT2 Second Parallel Printer Port
LPT3 Third Parallel Printer Port
LST List
mA Milliampere
MAC Media/Medium Access Control
MAN Manual + Metropolitan Area Network
MANPAGE Manual Page [Unix]
MAP Maintenance Analysis Procedures +
Manufacturing Automation Protocol +
Memory Allocation Map
MASM Macro Assembler [Microsoft]
MAX Maximum
MB Megabyte (1,000 kilobytes) +
Middle Button (of 3 button Mouse)
MBASIC Microsoft BASIC [Microsoft]
MBPS Megabytes Per Second
MBX Mailbox
MCA Micro Channel Architecture [IBM]
MCGA Multicolor Graphics Array
MD Make Directory + Monochrome Display
MDY Month Day Year
MEG Megabyte
MEM Memory
MFLOPS Million Floating Point Operations Per Second
MHz Megahertz
MIDI Musical Instrument Digital Interface
MIN Minimum
MIPS Million Instructions Per Second
MISC Miscellaneous
MKDIR Make Directory
ML Machine Language
MM Minutes + Month
MODEM Modulator Demodulator
MPEG Moving Picture Experts Group
MPU Microprocessor Unit
MR Modem Ready
MS-DOS Microsoft - Disk Operating System [Microsoft]
MSG Message
MUD Multi-User Domain [Internet] +
Multi-User Dungeon [Internet]
mV Millivolt
NAK Negative Acknowledgment
NASA National Aeronautics and Space Administration
NBS National Bureau of Standards
NCR National Cash Register (Company)
NEC Nippon Electric Company
NEG Negative + Negate
NET Network (organization Domain name) [Internet]
NetBIOS Network Basic Input/Output System [IBM]
NetBEUI NetBIOS Extended User Interface [IBM]
NIC Network Information Center [Internet] +
Network Interface Card +
Numeric Intensive Computing
NICAD Nickel Cadmium
NII National Information Infrastructure
NIPS Network I/Os Per Second
NL New Line
NLSFUNC National Language Support Function
NN No News [Internet]
NSF National Science Foundation
NSTC National Science and Technology Council
NTSC National Television Standards Committee
NUL Null + (dummy device) + (no device)
OAB One-to-All Broadcast
OBJ Object
OCR Optical Character Recognition
OPAC Online Public Access Catlog [Internet]
OPCODE Operational Code
OPM Operations Per Minute
OPUS Octal Program Updating System
ORACLE On-Line Inquiry and Report Generator (UNIX DB program)
ORG Organization (organization Domain name) [Internet]
OS Operating System
OS/2 Operating System/2 [IBM]
PAD Packet Assembler/Disassembler
PAL Paradox Applications Language [Borlund] +
Phase Alternate Line + Programmed Array Logic +
Programming Assembly Language
PASCAL (Programming Language named for Blaise Pascal)
PC Personal Computer + Printed Circuit + Program Counter
PC-DOS Personal Computer - Disk Operating System [IBM]
PD Public Domain
PDIAL Public Dialup Internet Access List [Internet]
PGDN Page Down
PGM Program
PGUP Page Up
PICT Picture
PIF Program Information File
PILOT Programmed Inquiry Learning Or Teaching
PilotACE Pilot Automatic Computing Engine
PIN Personal Identification Number +
Process Identification Number [Unix]
PINE Pine Is Not Elm [Unix]
PING Packet Internet Groper
PIXEL Picture Element
POL Problem Oriented Language
POSIX Portable Operating System Environment Standard [IEEE]
POST Power-On Self Test
POSTNET Postal Numeric Encoding Technique
POWER Performance Optimization with Enhanced RISC [IBM]
PROC Procedure
PROFS Professional Office System [IBM]
PROG Program + Programmer
PROLOG Programming In Logic (Programming Language)(See HLL)
PROM Programmable Read Only Memory
PRN Printer
PPP Point-to-Point Protocol
PRTSC Print Screen
PS Proportional Spacing
PS/2 Programming System 2 [IBM]
PUB Public (directory) [Internet] + Publish
PW Password
PWR Power
RAM Random Access Memory
RAND Random
RBBS Remote Bulletin Board System
RD Receive Data + Remove Directory
R&D Research and Development
RDA Remote Database Access
REG Register
REGAL Rigid Epoxy Glass Acrylic Laminate
REM Remark + Remote + Ring Error Monitor
REN Rename
REP Repeat
REQ Request
RES Remote Execution Service + Reset + Resolution
RET Resolution Enhancement Technology [HP] +
Return
REX Relocatable Executable
REXX Restructured Extended Executor (language) [IBM]
RF Radio Frequency
RGB Red-Green-Blue (color model)
RIP Raster Image Processor +
Remote Imaging Protocol +
Routing Information Protocol [Novell]
RISC Reduced Instruction Set Computer
RMDIR Remove Directory
RN Read News [Internet]
RND Random
R-O Read Only
ROL Rotate Left
ROM Read Only Memory
ROR Rotate Right
RPT Repeat
RSP Required Space Character
RST Reset + Restart
RTC Real-Time Clock
SB Sound Board
SCSI Small Computer Systems Interface
SD Send Data
SDS Sysops Distribution System
SEAC Name of first computer to use transistors, built
by Standard Eastern Automating Computing
SECAM Sequentiel Couleur Avec Memoire
(Sequential Color With Memory)
SEG Segment
SEL Select
SER Serial
SIG Special Interest Group
SIGCAT Special Interest Group on CD-ROM Applications
and Technology
SIM Simulator
SIMM Single In-line Memory Module
SIMULA Simulation (language)
SIO Serial Input/Output (communications driver)
S/N Signal-to-Noise (Ratio)
SNOBOL String Oriented Symbolic Language (Progamming Language)
SNR Signal-to-Noise Ratio
SOTA State Of The Art
SPA Software Publishers Association
SPARC Scalable Processor Architecture
SPOOL Simultaneous Peripheral Operations On Line
SPS Standby Power System
SPT Sectors Per Track
SQ Squeezed (files)
SQL/DS Structured Query Language/Data System [IBM]
SQRT Square Root
SR Shift Register
SRAM Shadow Random Access Memory +
Static Random Access Memory
SRQ Service Request
STRESS Structural Engineering System Solver (Programming
Language)
STRUDL Structural Design Language (Programming Language)
SUB Subroutine + Substitute + Subtract
SVGA Super Video Graphics Array
S-VHS Super VHS
SVR# System V Release Number [AT&T]
S/W Software
SYLK Symbolic Link
SYNC Synchronous
SYS System
SYSGEN System Generator
SYSLOG System Log
SYSMOD System Modification
SYSOP System Operator
SYSREQ System Request
TAD Telephone Answering Device
TAPCIS The Access Program for the CompuServe
Information Service
TB Terabyte (1,000 gigabytes)
T/B Top and Bottom
TBBS The Bread Board System (BBS)
TCP/IP Transmission Control Protocol/Internet Protocol
TD Transmit Data
TI Texas Instruments, Inc.
TID Target ID
TIFF Tagged Image File Format
TIGA Texas Instruments Graphics Architecture
TIGER Topologically Integrated Geographic Encoding
and Referencing
TIP Terminal Interface Processor
TM Trademark
TMP Temporary
TPI Tracks Per Inch
TRON The Real-Time Operating System Nucleus
TS Top Secret
TSR Terminate and Stay Resident
TXT Text
TXT2STF Text To Structured File [Lotus Agenda]
UAE Unrecoverable Application Error
UART Universal Asynchronous Receiver/Transmitter
UG User Group
UNIVAC Universal Automatic Computer
UNIX (AT&T Bell Laboratories Operating System)
USENET User's Network [Internet]
USERID User Identification
USQ Unsqueezed (files)
USR US Robotics (corporation)
UU Uuencode/Uudecode
UUCP Unix-To-Unix Copy Program
UUD UUDecoding [Unix]
UUE UUEncoding [Unix]
UUI User-To-User Information [AT&T]
VCR Video Cassette Recorder
VDE Video Display Editor
VDISK Virtual Disk
VEGA Video-7 Enhanced Graphics Adapter [Video-7, Inc.]
VERONICA Very Easy Rodent-Oriented Network Index to
Computer Archives [Internet]
VESA Video Electronics Standards Association
VGA Video Graphics Array
VHS Very High Speed + Virtual Host Storage
VOL Volume
VR Virtual Reality + Voltage Regulator
VRAM Video Random Access Memory
VROOMM Virtual Real-time Object Oriented
Memory Manager [Borlund]
VSYNC Vertical Sync
VUI Video User Interface
W/ With
W3 (see WWW)
W4 What-Works-With-What
WAIS Wide Area Information Server/Service
WAITS Wide Area Information Transfer System
WAN Wide Area Network
WATS Wide Area Telecommunications Service
WC Word Count
WELL Whole Earth 'Lectronic Link (BBS)
WFW Windows For Workgroups [Microsoft]
WINWORD Word For Windows [Microsoft]
W/O Without
WORM Write Once, Read Many
WP WordPerfect + Word Processing + Write Protected
WPM Words Per Minute
WWIS World Wide Information System [Internet]
WWW World-Wide Web [Internet]
WYSBYGI What You See Before You Get It
WYSIWYG What You See Is What You Get
XA Extended Architecture + Extended Attribute
XAPIA X.400 Application Program Interface Association
X2B Hexadecimal to Binary [REXX]
X2C Hexadecimal to Character [REXX]
XCOPY Extended Copy
X2D Hexadecimal to Decimal [REXX]
XDR Extended/External Data Representation
XFCN External Function
XGA Extended Graphics Array [IBM]
XOFF Transmitter Off
XON Transmitter On

Sæmundur Bjarnason

Til baka í efnisyfirlit.