4. tbl. 21. mars 1994 2. árg.

EFNISYFIRLIT

  1. Frá ritstjóra

  2. Einn dauður hermaður í Bandaríkjahreppi - Um útþenslustefnu Bandaríkjamanna á 19. öld Baldur Pálsson

  3. Ógöngur fanganna. Atli Harðarson

  4. Hvað á ég að lesa? - Að finna bækur á Interneti Sæmundur Bjarnason

  5. Ísrael Jónas Gunnlaugsson

  6. Nýjar ráðstefnur Sæmundur Bjarnason

  7. Eitt gjaldsvæði er ekkert mál - Um lækkun símakostnaðar landsmanna Björn Davíðsson

  8. Nýtt úr Netheimi - Þrjár fréttir úr Morgunblaðinu Sæmundur Bjarnason

  9. Faxmodem í stað faxtækis. Lárus Rafn Halldórsson

  10. Gáfaða húsið. Sæmundur Bjarnason

  11. Bréf til blaðsins - Athugasemdir við grein um EARN Maríus Ólafsson

  12. Tölvubrandarar. Sæmundur Bjarnason


FRÁ RITSTJÓRA

Eins og í febrúar þá mistókst mér sú ætlun mín að koma út tveimur blöðum í mars. Ég ætla þó ekki að breyta hausnum strax og vona að mér takist að koma út tveimur tölublöðum í apríl.

Óvenju margir nýir höfundar eiga efni í þessu blaði og er ég mjög ánægður með það. Ég vona að mönnum fari bráðum að þykja sjálfsagt að skrifa í Rafritið um hugðarefni sín. Það er engin nauðsyn að efnið tengist beint tölvusamskiptum, en ég vona að þeim sem hafa áhuga á slíku finnist það kostur að geta þegar þeir skrifa í blaðið gengið út frá því að lesendur viti sitthvað um tölvur og gagnaflutninga.

Eftirtaldir hafa gerst áskrifendur að Rafritinu síðan síðast:

hjalti@ismennt.is Hannes Gilbert
paul@simi.is Paul R. Smith
thorir@sunna.lmi.is Þórir Már Einarsson
pgv@rhi.hi.is Pétur Gauti Valgeirsson
thorstb@ismennt.is Þorsteinn Björnsson
thosand@ismennt.is Þórir Sandholt
dv3ingar@ida.his.se Ingólfur Gauti Arnarson
dv3heigu@ida.his.se Heimir Fannar Gunnlaugsson
ase@ismennt.is Árni Snorri Eggertsson
gylfi@ismennt.is Gylfi Gunnarsson
sigrids@khi.is Sigríður Schram
kristof@ismennt.is Kristófer Þórir Kjartansson

Um daginn kom frásögn í fréttum af því að forsætisráðherrar Norðurlandanna hefðu verið að leika sér að nettengdum tölvum. Vissulega er margt fréttnæmt að gerast í sambandi við tölvu- samskipti sem þrímiðillinn (nýyrði fyrir útvarp, sjónvarp og dagblöð sbr. fjórflokkurinn) sér ekki. En það lýsir vel andleysi gömlu fjölmiðlanna að í þeirra augum skuli það vera frétt að nokkrir miðaldra kallar fari að fikta í tölvum en að þeim skuli ekki hugkvæmast að það sé eitthvað fréttnæmt sem þeir eru að gera. Við skulum bara vona að forsætis- ráðherrarnir hafi botnað örlítið í því sjálfir hvað þeir voru að gera.

Í þessu blaði er birt grein eftir Björn Davíðsson á Ísafirði sem hann skrifaði í DV fyrir nokkru. Í greininni færir Björn rök fyrir því að rétt sé að láta sömu afnotagjöld síma gilda fyrir allt landið. Það væri fróðlegt að fá meiri umræður um þetta mál. Eftir því sem fólk tekur meiri þátt í því sem gerist í Netheimum því meira máli skiptir verðlagið á símaþjónustunni. Og úti á landi þarf ekki tölvutengingar til, því þar getur símakostnaður rokið upp úr öllu valdi við það eitt að þurfa að reka erindi við opinbera aðila í Reykjavík. Ef til vill óttast Reykvíkingar að símgjöld þeirra hækki í sama hlutfalli og gjöld landsbyggðarfólks lækka ef sú breyting sem Björn mælir með verður tekin upp. En, endilega, þið símfróðu menn látið í ykkur heyra.

Sæmundur Bjarnason

Til baka í efnisyfirlit.


EINN DAUÐUR HERMAÐUR Í BANDARÍKJAHREPPI

Um útþenslu Bandaríkjamanna á 19. öld

Þessi umræða er af island-list. Mig minnir að einhver hafi byrjað á því að furða sig á því hve mikið væri af spænskum nöfnum í Kaliforníu.

Það er Baldur Pálsson sem heldur á penna hér, en hann vitnar fyrst í annan:

Kari skrifar:

> Mér skilst, að Bandaríkjamenn hafi lagt undir sig land á
> vestur ströndinni sem tilheyrði Mexikó og/eða hafði verið
> numið af Spánverjum á sínum tíma. Þess vegna finnist
> spænskumælandi fólki á þessum slóðum engin siðferðisleg
> skylda á þeirra herðum að leggja niður sitt tungumál og
> taka upp enskuna.

> Mér hafði fundist skrítið, að á meðan flestir innflytjendur
> til Bandaríkjanna gátu sætt sig við að tala ensku skyldu
> spænskumælandi fyrir vestan ekki geta gert hið sama. Er
> þessi skýring sem ég heyrði sennileg?

Það er mikið rétt að vesturströnd Bandaríkjanna var numin af Spánverjum á sínum tíma. Þeir komu upp trúboðsstöðvum í Kaliforníu á 18. öld og leituðu mikið að gulli og grænum skógum, aðallega þó gulli en fundu lítið.

Snemma á 19. öld kom fram í Bandaríkjunum hugtakið "expansionism", en með því var átt við þá hugmynd að leggja undir Bandaríkin allt meginland Ameríku, norðurálfuna og suðurálfuna. Sumir vildu nú ekki ganga svo langt, en settu fram þá kenningu að það væri "manifest destiny" Bandaríkjamanna að ráða yfir að minnsta kosti Norður-Ameríku frá Atlantshafi til Kyrrahafs. Með "manifest destiny" meintu menn einhvers konar forlög eður ásetning æðri máttarvalda. Bretar gerðu kröfu til Oregon og Mexikanar réðu Kaliforníu, þannig að góð ráð voru dýr.

Á þessum tíma gerðist það, að margir bandarískir landnemar settust að í Texas, sem þá var hluti af Mexikó. Þeir stunduðu þar baðmullarrækt með dyggri aðstoð þræla sinna. Þeir undu því illa að vera undir mexikóskri stjórn, bæði vegna þess að þeir komu frá Bandaríkunum og einnig vegna þess að þrælahald var bannað í Mexikó. Árið 1836 sögðu þeir sig úr lögum við Mexíkó. Bandaríkjastjórn falaðist eftir þessu landi, en Mexikanar höfnuðu öllum tilboðum.

Eftir að James Polk var kosinn forseti árið 1844 urðu Bandaríkjamenn leiðir á þófinu. Þeir fluttu her til Rio Grande, sem bandaríska þingið hafði ákveðið að væru hin einu réttu landamæri, en Mexíkanar samþykktu ekki. Herinn stundaði lítils háttar ögranir með því að fara í lautarferðir yfir landamærin, en þegar bandarískur hermaður fannst dauður á víðavangi var komin ástæða til að fara í alvöru stríð.

Þrír leiðangrar voru gerðir út: Einn yfir landamærin við Texas, annar á sjó yfir Mexíkóflóann til Mexíkó og Mexíkóborgar og sá þriðji gegnum það sem nú er New Mexico, Arizona og Kalifornía. Það kom til bardaga í öllu þessu útstáelsi og höfðu Bandaríkjamenn jafnan sigur, þrátt fyrir það að vera mun liðfærri. Í febrúar 1848 játuðu Mexíkanar sig sigraða og friðarsamningar voru undirritaðir í Mexíkóborg. Í þeim fólst að landamærin við Texas voru staðfest og Bandaríkin keyptu ca. 1.200.000 ferkílómetra af landi (u.þ.b. tólf sinnum stærra landssvæði en Ísland) af Mexíkönum fyrir 15 milljónir dala. Þetta land er nú New Mexico, Arizona, Utah, Kalifornía, Texas, Nevada og hluti af Wyoming og Colorado.

Það var svo kaldhæðni örlaganna að hér um bil um leið og Mexíkanar afsöluðu sér Kaliforníu fannst þar náttúrlega gull í miklu magni.

Margir Bandaríkjamenn litu á mexíkóska stríðið sem óréttmæta landvinninga, þeirra á meðal Abe karlinn Lincoln sem þá var nýkominn á þing.

Mannfjölgun varð gífurleg í Kaliforníu eftir að út spurðust gullfundir þar og á tuttugu árum hurfu nánast öll ummerki um veru spænskumælandi manna.

Þegar Spánverjar höfðu komið til Kaliforníu á sínum tíma þótti þeim heldur lítið til innfæddra koma. Þeim þótti Indíánarnir barnalegir, illa upplýstir, latir, ábyrgðarlausir, sviksamir, auðginntir, hjátrúarfullir, eyðslusamir, skapillir, skítugir, hálfgerðar skepnur, þjófóttir, grimmir, metnaðarlausir, fíknir í fjárhættuspil og hættulegir (þessi upptalning minnir nú reyndar dáldið á fræðsluþætti Ríkissjónvarpsins um bændamenningu, eins og manni skilst þeir séu).

Þegar Bandaríkjamenn byrjuðu að flytjast til Kaliforníu upp úr 1820, höfðu þeir svipaðar skoðanir á Spánverjunum og Spánverjarnir höfðu lengi haft á Indíánunum. Amríkanar nefndu Spánverjana "greasers" eða "greaseballs". Þeir víluðu lítt fyrir sér að stugga við þeim, burt af landspildum, sem voru eftirsóknarverðar fyrir einhverra hluta sakir. Það er nú einhvern veginn þannig, að það er auðveldara að réttlæta ýmislegt í viðskiptum við fólk sem er ekki eins stálheiðarlegt, stórgáfað og harðduglegt og maður er sjálfur.

Þótt Mexíkanar hyrfu af sjónarsviðinu a.m.k. sem ráðamenn í Kaliforníu þá hurfu ekki nöfnin, sem þeir höfðu gefið hinum ýmsu auðkennum í landslaginu. Það má því treysta því, að þótt einhver súperrasi komi og yfirtaki Ísland þá mun Esjan halda áfram að heita Esja um aldur og æfi. Er það vel.

(Það er eins og mig minni að ég hafi lesið einhvers staðar að Jón Ólafsson, ritstjóri, hafi seint á 19. öld farið á fund Bandaríkjaforseta (Grant?) og beðið um land handa Íslendingum og fengið úthlutað eyju einhvers staðar við strönd Alaska. Þar vildi hann koma upp íslenskri nýlendu. Ég held hann hafi reiknað út að væru menn duglegir að fjölga sér yrði töluð íslenska um gervalla Ameríku innan 300 ára. (Talk about expansionism!) Vita menn eitthvað meira um þetta?)

Ég vil svo biðja menn velvirðingar á þessari ritræpu, en ég ákvað að láta hana fljóta út yfir ritvöllinn vegna þess að þetta efni fór nú einhvern veginn fram hjá mér í skóla og ég hélt að kannski væri svo um fleiri, en mér þótti þetta áhugavert þegar ég fór að lesa mér til í bókinni "Don't know much about History" eftir Kenneth Davis, en bókin sú er sagnfræði handa alþýðunni hér í Bandaríkjahreppi og fann ég hana í bókabúðinni. Einnig fann ég fróðleik í bókinni "California's Spanish Place-Names" eftir Barböru og Rudy Marinacci.

Bestu kvedjur,

Baldur Pálsson

Og Steingrímur Jónsson slær svo botninn í þennan pistil með svari til Baldurs Pálssonar:

> Baldur Palsson skrifar m.a.:

> (Það er eins og mig minni að ég hafi lesið einhvers staðar
> að Jón Ólafsson, ritstjóri, hafi seint á 19. öld farid á
> fund Bandaríkjaforseta (Grant?) og beðið um land handa
> Íslendingum og fengið úthlutað eyju einhvers staðar við
> strönd Alaska. Þar vildi hann koma upp íslenskri nýlendu.
> Ég held hann hafi reiknað út að væru menn duglegir að
> fjölga sér yrði töluð íslenska um gervalla Ameríku innan
> 300 ára. (Talk about expansionism!) Vita menn eitthvað
> meira um þetta?)

Hugmynd Jóns Ólafssonar var að Íslendingar flyttust allir vestur um haf til eyjarinnar Kodiak við Alaska og skildu Ísland eftir mannlaust, danskinum til háðungar. Um þetta má lesa m.a. í bók Hjartar Pálssonar, Alaskaför Jóns Ólafssonar 1874, sem út kom hjá forlagi Menningarsjóðs í Reykjavík 1975 í ritröðinni Sagnfræðirannsóknir - Studia historica, 4. Jón Ólafsson var þá landflótta eftir að hafa ort níðkvæði um nýbakaðan landshöfðingja, Hilmar Finsen, ("... þeir fólar sem frelsi vort svíkja ... ") sem syngja mætti með lagi franska þjóðsöngsins.

Ég bið Steingrím og Kára (Kari) afsökunar á að hafa hnuplað þeirra framlagi til þessarar greinar en ég fékk sérstakt leyfi hjá Baldri til að birta hans hlut að þessu.

Sæmundur Bjarnason

Til baka í efnisyfirlit


ÓGÖNGUR FANGANNA

Tveir bófar þeir Robbi og Bubbi eru staðnir að ráni og settir í steininn. Þeir eru líka grunaðir um morð sem þeir frömdu daginn áður en löggan getur ekki sannað það á þá. Þeir eru yfirheyrðir hvor í sínu lagi og löggan gerir Robba tilboð sem er einhvern veginn svona: Ef þú játar og segir allt af létta um morðið en Bubbi ekki þá skulum við sleppa þér. Hann fær hins vegar 20 ára fangelsi; Ef Bubbi hins vegar játar og þú ekki þá sleppur hann og þú færð 20 ár; Ef þið játið báðir þá fáið þið báðir 10 ára fangelsi; Ef hvorugur játar þá fáið þið báðir eins árs fangelsi fyrir rán.

Robbi vill fyrir alla muni sleppa sem fyrst úr fangelsi en honum er alveg sama hvað Bubbi þarf að sitja lengi inni. Hvernig á hann að bregðast við tilboði lögreglunnar? Hann skrifar möguleikana í töflu svona:


                          | Bubbi játar | Bubbi neitar

            --------------+-------------+---------------

               Ég játa    | Ég fæ 10 ár | Ég slepp strax

            --------------+-------------+---------------

               Ég neita   | Ég fæ 20 ár | Ég fæ 1 ár

            --------------+-------------+---------------

Eftir að Robbi hefur glöggvað sig á möguleikunum þarf hann ekki mikla yfirlegu til að sjá að það borgar sig fyrir hann að játa. Hann rökstyður niðurstöðuna svona fyrir sjálfum sér: Ef Bubbi játar þá borgar sig fyrir mig að gera það líka því annars fæ ég 20 ár í stað 10; Ef Bubbi hins vegar neitar þá borgar sig fyrir mig að játa því þá fæ ég 0 ár í staðinn fyrir 1; Það er sem sagt sama hvort Bubbi játar eða neitar ég er í báðum tilvikum betur settur ef ég játa.

Þessi rökfærsla Robba ræningja er algerlega pottþétt. Það er sama hvernig málinu er velt á alla enda og kanta niðurstaðan verður alltaf sú sama: Hvað sem Bubbi gerir borgar sig fyrir hann að játa.

Við getum gert ráð fyrir að Bubbi fái sama tilboð og sé jafn skynsamur og Robbi. Niðurstaðan er þá sú að báðir játa og báðir þurfa að sitja inni í 10 ár. Þótt þeir hafi báðir pottþétt rök fyrir því að það borgi sig að játa þá eru þeir mun betur settir ef báðir neita. Eiga þeir þá að neita? Hvernig gæti Robbi réttlætt það fyrir sjálfum sér?

Hann gæti kannski hugsað sem svo: Bubbi hlýtur að sjá það jafn vel og ég að við erum best settir ef báðir neita, svo mér er óhætt að gera ráð fyrir að hann neiti. Nú ef hann neitar þá borgar sig fyrir mig að játa því þá slepp ég strax. Ég gæti auðvitað fórnað einu ári af lífi mínu til að hlífa Bubba við að sitja inni í 20 ár en ég sé núna að ég get engan veginn gert ráð fyrir að Bubbi neiti því hann hlýtur að hugsa eins og ég og vera í vafa um hvort hann eigi að fórna einu ári af lífi sínu til að hlífa mér við 20 ára dómi.

Robbi getur ekki með nokkru móti réttlætt það fyrir sjálfum sér að neita. Bubbi er undir sömu sök seldur. Ef þeir eru skynsamir og vilja sleppa með sem stystan dóm en er sama (eða nokkurn veginn sama) hvaða dóm hinn fær þá er óhjákvæmilegt fyrir þá báða að játa. Löggan hefur leitt þá í ógöngur. Þeir eru knúðir til þess af pottþéttum rökum að taka ákvarðanir sem eru þeim báðum í óhag.

Ógöngur af þessu tagi kallast á ensku "prisoner's dilemma" sem þýðir ógöngur fanganna. Þær voru fyrst ræddar með fræðilegum hætti í ritgerð eftir Merrill M. Flood sem ber nafnið "Some Experimental Games" og birtist árið 1952.

Um þetta leyti vann Flood hjá The RAND Corporation en það fyrirtæki vann ýmsar rannsóknir fyrir bandaríska flugherinn. Á árum kalda stríðsins sátu þar innan veggja margir af færustu vísindamönnum aldarinnar og pældu í vetnissprengjum, ógnarjafnvægi, ragnarökum, geimferðum, sálarlífi Rússa, sjóskíðum og öllu þar á milli.

Það er trúlega ekki nein tilviljun að fyrsta fræðilega umfjöllunin um ógöngur fanganna kom út á árum kalda stríðsins á vegum stofnunar sem þjónaði bandaríska hernum. Ýmsum áföngum í vígbúnaðarkapphlaupinu má lýsa sem ógöngum af einmitt þessu tagi.

Í byrjun 6. áratugarins var orðin til næg tækniþekking til að smíða vetnissprengjur og í Rússlandi og í Bandaríkjunum spurðu ráðamenn sjálfa sig: Eigum við að búa til svona sprengjur? Kannski hafa þeir hugsað dæmið á þessa leið:

Ef við búum til vetnissprengjur og þeir ekki þá hafa þeir ekki roð við okkur og við þurfum ekki að óttast ofbeldi og yfirgang af þeirra hálfu. Við gefum þessum möguleika einkunnina 10;

Ef þeir búa til vetnissprengjur og við ekki þá geta þeir þvingað okkur með hótunum til að gera næstum hvað sem er. Þetta er hræðilegur möguleiki svo við gefum honum einkunnina -100;

Ef við byggjum vetnissprengjur og þeir líka þá breytist valdajafnvægið lítið eða ekkert en báðir eyða hellingi af peningum til einskis og hættan á geislamengun og kjarnorkuslysum eykst dálítið. Þessi möguleiki er því heldur lakari en núverandi ástand svo hann fær einkunnina -5.

Ef hvorugur byggir vetnissprengju þá breytist ástandið ekkert. Þessi möguleiki fær því einkunnina 0.

Nú er hægt að setja möguleikana upp í töflu eins og Robbi ræningi gerði.


                        | Þeir byggja     | Þeir byggja ekki

                        | vetnissprengju  | vetnissprengju

      ------------------+-----------------+-------------------

       Við byggjum      |       -5        |        10

       vetnissprengju   |                 |

      ------------------+-----------------+-------------------

       Við byggjum ekki |     -100        |         0

       vetnissprengju   |                 |
------------------+-----------------+--------------------

Rökin hér eru jafnpottþétt og í dæminu af Robba og Bubba. Ef þeir byggja vetnissprengju þá borgar sig fyrir okkur að gera það líka því þá fáum við bara 5 mínusstig í stað 100. Ef þeir byggja ekki vetnissprengju þá borgar sig samt fyrir okkur að gera það, því þá fáum við 10 stig en ekki 0. Það er semsagt sama hvað þeir gera það borgar sig fyrir okkur að búa til sprengju. Hér mætti prjóna aftan við alveg sams konar bollaleggingar og aftan við söguna af Robba og Bubba. Niðurstaðan er óhjákvæmileg, ef báðir eru skynsamir þá hljóta báðir að byggja vetnissprengjur með þeim afleiðingum að báðir eru verr settir en þeir voru fyrir.

Nú dregur kannski einhver þá ályktun af þessu að það borgi sig ekki að vera skynsamur. Þetta er þó dálítið hæpin ályktun því það borgar sig enn síður að vera 'óskynsamur' nema hægt sé að treysta því að hinn sé það líka og í þeim dæmum sem hér hafa verið rædd er það ekki hægt.

Atli Harðarson

atli@ismennt.is

Til baka í efnisyfirlit.


HVAÐ Á ÉG AÐ LESA?

Möguleikar Internets eru ótæmandi. Ef þig vantar eitthvað að lesa og þú nennir ekki á bókasafnið er lítill vandi að sækja sér eitthvað spennandi á netið.

Auðvitað er svolítið þreytandi að lesa til lengdar af skjá og vissulega vantar lítið og handhægt tæki til að lesa tölvuskrár. Þetta tæki þyrfti að vera svo meðfærilegt og þægilegt í notkun að vel væri hægt að fara með það hvert sem er, jafnvel í rúmið. Svona tæki kemur án efa á markað fljótlega og ef það verður ekki alltof dýrt þá er ég viss um að ég fæ mér eitt.

Ég gæti trúað að ég lesi nú orðið næstum jafnmikið af skjátexta og prentuðum texta og prentið er áreiðanlega á undanhaldi. Eflaust er ég ekki dæmigerður að þessu leyti en mér þykir líklegt að þróun í þessa átt eigi sér stað hjá mörgum lesendum Rafritsins.

Ef þú ætlar að sækja þér bók á Internet þá skaltu byrja á því að fara í skel og skrifa þar: gopher wiretap.spies.com 70 .

Þegar inn á Gopherinn er komið er liður 3. valinn en hann nefnist: Electronic Books at Wiretap og birtist þá listi í líkingu við þann sem fer hér á eftir.

Electronic books: the classics

1. ! README.
2. ! CATALOG.
3. A.T. Schofield: Another World; or, The Fourth Dimension.
4. Aesop: Fables, Paperless Edition.
5. Aesop: Fables, Townsend Translation
. 6. Aladdin and the Magic Lamp.
7. Ambrose Bierce: Can Such Things Be.
8. Ambrose Bierce: The Devil's Dictionary.
9. Andrew Dickson White: Warfare of Science with Theology.
10. Anthony Hope: The Prisoner of Zenda.
11. Anthony Trollope: Ayala's Angel.
12. Artephius: The Secret Book (Alchemy).
13. Baroness Orczy: The Scarlet Pimpernel.
14. Beowulf (F.B. Gummere Translation).
15. Booker T Washington: Up From Slavery.
16. Bram Stoker: Dracula.
17. Bram Stoker: Dracula's Guest.
18. CIA: Psychological Operations in Guerilla Warfare.
19. CIA: World Fact Book 1990.
20. CIA: World Fact Book 1991.
21. CIA: World Fact Book 1992.
22. Carl Sandburg: Chicago Poems.
23. Charles Darwin: The Voyage of the Beagle.
24. Charles Dickens: A Christmas Carol.
25. Charles Dickens: A Tale of Two Cities.
26. Charles Dickens: The Chimes.
27. Charles Dickens: The Cricket on the Hearth.
28. Charles G Roberts: The Forge in the Forest.
29. Charlotte Gilman: Herland.
30. Christopher Morley: Parnassus on Wheels.
31. Commentaries on the Classics/
32. Dale A Grote: Study Guide to Wheelock Latin.
33. Daniel Young: Scientific Secrets, 1861.
34. David Graham Phillips: Susan Lenox: Her Rise and Fall.
35. David Hume: An Enquiry Concerning Human Understanding.
36. Decartes: Discourse on Reason.
37. Doyle: His Last Bow.
38. Doyle: Hound of the Baskervilles.
39. Doyle: Sign of Four.
40. Doyle: Study in Scarlet.
41. Doyle: The Adventures of Sherlock Holmes.
42. Doyle: The Casebook of Sherlock Holmes.
43. Doyle: The Memoirs of Sherlock Holmes.
44. Doyle: The Poison Belt.
45. Doyle: The Return of Sherlock Holmes.
46. Doyle: Through the Magic Door.
47. Doyle: Valley of Fear.
48. Edgar Allan Poe: The Cask of Amontillado.
49. Edgar Allan Poe: The Pit and the Pendulum.
50. Edgar Allan Poe: The Tell-Tale Heart.
51. Edgar Rice Burroughs: A Princess of Mars.
52. Edgar Rice Burroughs: Tarzan and the Jewels of Opar.
53. Edgar Rice Burroughs: Tarzan of the Apes.
54. Edgar Rice Burroughs: The Beasts of Tarzan.
55. Edgar Rice Burroughs: The Gods of Mars.
56. Edgar Rice Burroughs: The Monster Men.
57. Edgar Rice Burroughs: The Return of Tarzan.
58. Edgar Rice Burroughs: The Son of Tarzan.
59. Edgar Rice Burroughs: Thuvia, Maid of Mars.
60. Edgar Rice Burroughs: Warlord of Mars.
61. Edwin Abbott: Flatland.
62. Eleanor H. Porter: Just David.
63. Ellen G White: Steps to Christ.
64. Emily Bronte: Wuthering Heights.
65. Federalist Papers.
66. Francis Bacon: The New Atlantis.
67. Frank Norris: The Pit-- A Story of Chicago.
68. Frederick Douglass: Narrative.
69. Gene Stratton-Porter: At the Foot of the Rainbow.
70. Gene Stratton-Porter: Freckles.
71. Gene Stratton-Porter: The Song of the Cardinal.
72. Geoffrey Chaucer: Canterbury Tales.
73. George Mac Donald: At the Back of the North Wind.
74. H Ryder Haggard: King Solomon's Mines.
75. HG Wells: The Invisible Man.
76. HG Wells: The Time Machine.
77. HG Wells: The War of the Worlds.
78. Harold Bell Wright: The Uncrowned King.
79. Henry Longfellow: The Song of Hiawatha.
80. Herman Melville: Moby Dick.
81. Hippocrates: Hippocratic Oath and Law.
82. Horatio Alger Jr: Cast Upon the Breakers.
83. Horatio Alger Jr: Ragged Dick.
84. Horatio Alger Jr: Struggling Upward.
85. JBS Haldane: Daedalus, or Science of the Future.
86. JM Barrie: Peter Pan.
87. Jack London: The Call of the Wild.
88. Jack London: To Build a Fire.
89. James Allen: As a Man Thinketh.
90. Jargon File v2.9.10, July 1992.
91. John Buchan: The Thirty-Nine Steps.
92. John Bunyan: Pilgrim's Progress.
93. John Cleland: Fanny Hill.
94. John Gay: The Beggar's Opera.
95. John Goodwin: E-Mail 101.
96. John Goodwin: Elements of E-Text Style.
97. John Milton: Paradise Lost.
98. John Milton: Paradise Regained.
99. John Stuart Mill: On Liberty.
100. John Stuart Mill: The Subjection of Women.
101. Joseph Conrad: Heart of Darkness.
102. Joseph Conrad: Lord Jim.
103. Joseph Conrad: Secret Sharer.
104. Jules Verne: Around the World in 80 Days.
105. Jules Verne: Round the Moon.
106. Julse Verne: From the Earth to the Moon.
107. Kate Stephens: American Thumb-Prints.
108. L Frank Baum: The Marvelous Land of Oz.
109. L Frank Baum: The Wonderful Wizard of Oz.
110. Latin Texts/
111. Lewis Carroll: Alice's Adventures in Wonderland.
112. Lewis Carroll: Jabberwocky.
113. Lewis Carroll: The Hunting of the Snark.
114. Lewis Carroll: Through the Looking Glass.
115. Louisa May Alcott: Little Women.
116. Lucy Montgomery: Anne of Avonlea.
117. Lucy Montgomery: Anne of Green Gables.
118. Lucy Montgomery: Anne of the Island.
119. Lysander Spooner: No Treason.
120. Mark Twain: A Connecticut Yankee in King Arthur's Court.
121. Mark Twain: A Ghost Story.
122. Mark Twain: A New Crime.
123. Mark Twain: Extracts from Adam's Diary.
124. Mark Twain: My Watch.
125. Mark Twain: Niagara.
126. Mark Twain: Political Economy.
127. Mark Twain: The Adventures of Huckleberry Finn.
128. Mark Twain: The Adventures of Tom Sawyer.
129. Mark Twain: The Great Revolution in Pitcairn.
130. Mark Twain: The Tragedy of Pudd'nhead Wilson.
131. Mark Twain: Tom Sawyer Abroad.
132. Mark Twain: Tom Sawyer, Detective.
133. Mark Twain: What is Man?.
134. Marx & Engels: Communist Manifesto.
135. Mary Roberts Rinehart: Bab: A Sub-Deb.
136. Mary W Shelley: Frankenstein.
137. Mary Wollstonecraft: A Vindication of the Rights of Woman.
138. Nathaniel Hawthorne: The House of the Seven Gables.
139. Nathaniel Hawthorne: The Scarlet Letter.
140. Norman Coombs: The Black Experience in America.
141. Norman F Joly: The Dawn of Amateur Radio in the UK and Greece.
142. O Henry: The Gift of the Magi.
143. Odd de Presno: The Online World.
144. Omar Khayyam: Rubaiyat.
145. Plato: Crito (Jowett Translation).
146. Plato: The Republic (Jowett Translation).
147. Poetry/
148. Principia Discordia.
149. Rabindranath Tagore: Gitanjali (Song Offerings).
150. Ralph Parlette: The University of Hard Knocks.
151. Robert Louis Stevenson: Kidnapped.
152. Robert Louis Stevenson: New Arabian Nights.
153. Robert Louis Stevenson: The Wrecker.
154. Robert W Service: The Spell of the Yukon and Other Verses.
155. Roget: Thesaurus of 1911.
156. Rudyard Kipling: The Jungle Book.
157. Saki: Reginald.
158. Saki: Reginald in Russia.
159. Saki: The Chronicles of Clovis.
160. Shakespeare/
161. Sinclair Lewis: Our Mr. Wrenn.
162. Sir Thomas More: Utopia.
163. Sophocles: Oedipus Trilogy.
164. Steven Crane: The Red Badge of Courage.
165. Stevenson: Dr Jekyll and Mr Hyde.
166. Tales by Edgar Allan Poe/
167. Thomas Hardy: Far from the Madding Crowd.
168. Thoreau: Civil Disobedience.
169. Tommaso Campanella: The City of the Sun.
170. Vatasyayana: Love Teachings of Kama Sutra.
171. Vergil/
172. Virgil: Aeneid (Dryden Translation).
173. W. Somerset Maugham: Of Human Bondage.
174. Walter Scott: Chronicles of the Canongate.
175. Walter Scott: Ivanhoe.
176. Walter Scott: The Keepsake Stories.
177. Washington Irving: Legend of Sleepy Hollow.
178. Wasserman: Killing Our Own.
179. Willa Cather: Alexander's Bridge.
180. Willa Cather: O Pioneers!.

Þeir sem vanir eru Gopher vita að þar sem merkið / kemur fyrir í þessari upptalningu er um undirsöfn að ræða. Með því að setja bendilinn á þá bók sem þú hefur áhuga á kemur sú bók á skjáinn eftir dálitla stund. Ef þú vilt taka bókina heim á þína eigin tölvu til að spara í símakostnaði og gefa öðrum tækifæri til að komast að á Ísmennt þá ýtirðu fyrst á q til að hætta og síðan á s til að vista og gefur skránni nafn. Hún fer þá á þitt heimasvæði og þú tekur hana síðan til þín með þinni uppáhaldsaðferð. Ef þú velur hægfara flutningstaðal og ert t.d. aðeins með 2400 bps mótald og bókin stór þá getur þessi flutningur tekið talsverðan tíma en þetta er samt alls ekki dýr leið til þess að kynnast helstu perlum heimsbókmenntanna.

Þó ég hafi hér nefnt Wiretap Gopherinn þá eru auðvitað til fjölmörg önnur söfn í Cyberspace sem auðvelt er að nálgast og bókaúrvalið er nánast óþrjótandi. Samt er þó auðvitað ekki hægt að nálgast nýlegar skáldsögur þarna.

Sæmundur Bjarnason

Til baka í efnisyfirlit


ÍSRAEL

(íbúar 1979, 3.654.000.)

Í upphafi var orðið, orðið var guð. Hugmyndin varð efni.

Barnið er fullt af trúnaðartrausti, horfir upp til föður og móður, og reynir að framkvæma eftir fyrirmyndinni.

Síðar fara Adam og Eva að velta vöngum, ættum við að gera þetta eða hitt, hvort er rétt. Þau átu af skilningstré góðs og ills, og voru rekin út úr aldingarðinum Eden. Þau höfðu sjálfstæðan vilja og leituðu leiða. Þróun, stökkbreyting, stjórnun, aðleitun eða þrá.? Lífveran fer úr hreiðrinu þegar hún hefur aldur til.

Í náttúrunni virðast þeir sem hafa nautna og sykurslefu í skilningarvitunum, síður varast umhverfi sitt. Yfir fengitíman varast dýrin síður rándýrið. Sá sem er með sykurslefu finnur ekki annað bragð svo vel sé.

Í Nóaflóðinu, náttúruhamförum, og öðru slíku, varast menn betur ef öll skilningarvit eru í lagi. Ef hávaðinn er mikill heyrist viðvörunarflautið ekki. Nói hafði eyra að heyra, og bjargaðist á Örkinni.

Babelsturnin var reistur, fólkið gat gert mikla hluti, og oftast tókst einum að reyra sína skoðun á alla. En fjarlægðin og samskiptaleysið varð þess valdandi, að tungumálin tóku að þróast sitt í hverja áttina, og þá urðu til margskonar menningarheildir, sem kepptu hver við aðra, og flýttu þróun.

Abraham kom nokkru eftir 4000 fyrir Krist, frá Úr í Kaldeu (Irak?) til Kanan, nú Israel. (Nat.Geographic kort,des.1989)

Hann eignaðist soninn Ismaiel með Hagar Egypskri konu. Af Ismaiel eru Arabar komnir.

14 árum síðar eignaðist Abraham soninn Isak, með konu sinni Söru. Af Ísak eru Gyðingar komnir.

Arabar og Gyðingar kalla Abraham ættföður sinn.

Landið sem nú er Israel var fyrir Krist undir yfirráðum Egypta, 1450, Davíðs/Salomons 950, Assyríu 650, Babiloníu 550, Persíu 500, Alexanders 323, Ptolemies 300, Seleucids 198, Rom 63,. Eftir Krist, Byzantine (Kristið) 450, Umanyads (Múhamedstrú) 740, Abbasids 850, Krossfarariddarar (Kristnir) 1140, Mamluks (Múhamedstrú) 1450, Ottomans 1550, Bretar 1920.

Eftir fyrra stríð 1918, voru Gyðingar í Palestinu, og dreifðir um mörg lönd.

Þegar mjög var þrengt að þeim, og þeir myrtir í hinum ýmsu löndum, fóru þeir að reyna að fá sitt eigið sjálfstjórnarsvæði.

Þegar þeir flýðu undan nasistum, var þeim oftast vísað frá flestum löndum, og aftur inn í gasofna nazista. Þeir voru drepnir í miljónatali.

Arið 1946 slepptu Bretar Palestinu, og fengu Múhamedstrúarmenn Jórdaníu, landið austan við ána Jórdan, en landið vestan við ána Jórdan átti að vera sameiginlegur bústaður Gyðinga, (Kristinna) og Múhamedstrúarmanna.

Einræðisherrar Arabaþjóðanna í nálægum löndum, sem reyndar höfðu mörg hundruð miljóna íbúa, sögðust ætla að reka Gyðinga i hafið, og báðu alla Múhamedstrúarmenn að flýja út úr Israel á meðan.

Gyðingar hröktust frá eignum sínum í mörgum Araba löndum og reyndu að koma sér til Israel.

Egyptar náðu Gasasvæðinu, og Jórdaníumenn vesturbakkanum, vestan Jórdanár, en þar stýrði Jórdanska hernum, sem var byggður upp af Bretum, Glubb phjassa eða Gordon, breskur hershöfðingi, sem hafði gift dóttur sína Hússein Jórdaníu kóngi.

Þarna höfðu Palestinumenn hrakist til Jórdaníu og Egyptalands og Gyðingar til Israel.

Palestinumenn sem farið höfðu til Jórdaníu, reyndu að steypa Hussein Jórdaníu kóngi, en hann hrakti þá út úr landinu, og Líbanon þá friðsamt land, 56% Kristið og 44% Múhameðstrúar, (St.Nord.Konv.Leks.1920), tók við Palestinumönnum.

Áður en langt um leið kröfðust Múhameðstrúarmenn meiri valda í Líbanon, nú væru þeir örugglega orðnir meirihluti íbúana. Síðan hefur verið stanslaus styrjöld í Líbanon.

Eftir nokkrar styrjaldir á milli Araba og Israelsmanna, hafa herir Araba dregið sig út úr Ísrael.

Ísraelar sem áður voru drepnir í miljónatali í gasofnum, reyna að styrkja stöðu sína, því þeir geta ekkert farið, og eru hræddir um að verða leiksoppur annara.

Ef litið er á ástandið í löndunum umhverfis Ísrael, þekkist það að Kúrdar, sem þó eru Múhameðsrtrúar, séu drepnir í þúsundatali á eiturgasi, en þeir búa þar í nokkrum löndum. Bahajar og ýmsir trúarhópar þola miklar ógnir, stundum brenndir lifandi.

Í Ísrael er staðan mjög erfið og miklar ógnir á milli Múhamedstrúarmanna og Gyðinga og fátt til ráða.

Nú hafa þjóðir jarðarinnar færst saman, vegna tækniframfara í samgöngum og fjarskiftun, öfugt við það sem var á dögum Babelsturnsins.

Allt bendir til að tungumálin þróist saman, einkum andlega, og stórar menningarheildir nái að myndast.

Nú ríður á að kynna allt það besta frá hverri menningarheild fortíðarinnar, til sköpunar á framtíðinni.

Helst væri að hugmyndagreina trúarhugmyndirnar:

Allah = Jave = God = Guð = ,.

Kærleiksboðskapurinn = það besta í Múhameðstrú = það besta í Gyðingdómi = ,.

Já á Hebresku = yo = já á Arabisku = já = yes = nai = amen =.

Ekki búa til kássu, en já sé já, nei sé nei, Guð sé Guð, amen.

Hann skyldi þó aldrei vera þarna, karlinn með skeggið, Hinn Alvaldi, Himnafaðirinn, Hinn Eilífi, sá andskoti sem oft er á vörum þínum, þegar þú gerir verstu verkin þín.

Guð minn, hjálpaðu mér, vertu mér syndugum líknsamur. Hvar eru gömlu (réttu) göturnar, leið þú mig.

Heldur þú þig geta fundið mig, með speki þinni, hugsun og klækjum.

Leita þú, knúðu á, fyrir þér mun upplokið verða.

Fóturinn í gifsinu stirðnar og rýrnar. Þegar hann getur æft sig aftur liðkast hann og styrkist. áÍáþróttamaðurinn liðkast og styrkist, verður stærri og sterkari, fær það sem hann sækist eftir.

Sá sem ekki æfir, ekki leitast við að bæta sig, notar ekki það sem honum var gefið, tapar því. Jafnvel það sem hann hefur verður frá honum tekið, hann rýrnar.

Leita þú, knúðu á, fyrir þér mun upplokið verða.

Æfðu ástúðina og umhyggjuna og settu eitthvað mýkjandi á hatrið.

Jónas Gunnlaugsson Egilsstöðum

jonasg@ismennt.is

til baka í efnisyfirlit.


NÝJAR RÁÐSTEFNUR

Búið er að stofna nýjar ráðstefnugrúppur á ISnet. Stjórnendur netkerfa þurfa að gera þær virkar hjá sér og þá geta allir þeir sem aðgang hafa að Internet tengdum tölvum á Íslandi notað þær.

Vonandi verður hægt að fjalla nánar um þetta í næsta blaði en hér fyrir neðan er bréf frá Maríusi Ólafssyni þar sem hann skýrir frá því að hann ætli að stofna nefndar ráðstefnur. Bréfið er skrifað 14. mars og mér er kunnugt um að búið er að stofna ráðstefnurnar núna og ef ekki er hægt að komast inn á þær hlýtur það að stafa af því að stjórnendur viðkomandi nets hafa ekki gert þær virkar.

-------------

Maríus skrifar:

Þar sem menn virðast ekki hafa fleiri tillögur í bili um nýjar grúppur á ISnet mun ég setja upp eftirfarandi: is.ymislegt Ýmiss mál sem ekki falla undir aðrar grúppur
is.tolvur Um tölvur og tölvutengd efni
is.tolvur.pc PC, vélbunaður, hugbúnaður og stýrikefi
is.tolvur.mac Macintosh, vélbúnaður, hugbúnaður og stýrikerfi
is.tolvur.unix Unix
is.tolvur.vms VMS
is.stjornmal Stjórnmálaumræða
is.auglysingar Smáauglýsingar
is.auglysingar.atvinna Atvinnuauglýsingar
is.auglysingar.tilsolu Söluauglýsingar
is.skemmtun.ymislegt Menning og skemmtanir
is.skemmtun.kvikmyndir Kvikmyndir
is.skemmtun.sport Íþrottir
is.skemmtun.tonlist Tónlist
is.skemmtun.bokmenntir Bókmenntaumræða
is.isnet ISnet - Internet á Íslandi
is.matur Um mat og vín
is.matur.uppskriftir Uppskriftir
is.vedur Umræða um veðrið

Þetta verður sent út með "distribution" icenet og innan tíðar verður gömlu icenet grúppunum eytt:

icenet icenet.general icenet.followup icenet.isl8 icenet.archive icenet.makkarefir

INN stjórnendur geta sett eftirfarandi inn í control.ctl ef þeir vilja að þetta komi inn sjálfvirkt:

## ISnet newsgroups newgroup:news@isgate.is:is.*:doit=newgroup

------------

Sæmundur Bjarnason
Til baka í efnisyfirlit

EITT GJALDSVÆÐI ER EKKERT MÁL

Um lækkun símakostnaðar landsmanna.

Björn Davíðsson, setjari, Ísafirði skrifar: (Áður birt í DV)

Miðvikudaginn 24. nóvember skrifar Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Vestfirðinga kjallaragrein í DV. Greinin á augljóslega að vekja athygli á því framtaki hans og nokkurra annarra sjálfstæðismanna af landsbyggðinni að álykta á Alþingi um græn númer.

Nú kveður við nýjan tón. Núna skulu opinber erindi vera á innanbæjartaxta en frekari jöfnun er úr sögunni. Ef hringt skal út á land þá kostar það tæplega áttfalt símtalagjald miðað við innanbæjarsímtal. Það er fleipur hjá þingmanninum að tala um að þetta hlutfall sé einn á móti fjórum. Tuttugu mínútna símtal á dagtaxta með virðisaukaskatti kostar 20 krónur innanbæjar en 159 krónur milli landshluta. Það er líka fleipur að P&S hafi boðið græn númer í allmörg ár. Símaskráin í ár er sú fyrsta þar sem minnst er á græn númer.

EITT GJALDSVÆÐI ER EKKERT MÁL

Þessum hugsunarhætti þarf að breyta. Er ekki sjálfsagt að símakostnaður sé jafn alls staðar á landinu, fyrir alla, svona eins og bensínið? Eða innlend orka ætti að vera en er ekki?

Lengi vel voru það rök Pósts og síma að nauðsynlegt væri að langlínusímtöl væru töluvert dýrari en innanbæjarsímtöl. Ef svo væri ekki myndi álagið á þær fáu línur sem væru á milli stöðvarsvæða verða slíkt að ekki væri við unað. Þess vegna þyrfti að verðleggja langlínusímtöl þannig að fólk flýtti sér í símanum. Þetta virkaði lengi vel. En núna, á tímum ljósleiðaralagna sem yfirmenn Pósts og síma hafa talað fjálglega um að gætu annað þúsundum símtala er þetta úr sögunni.

Það er ekkert meira mál fyrir Póst og síma að koma á símasambandi á milli notanda á landsbyggðinni og símnotanda á höfuðborgarsvæðinu en að koma slíku sambandi á innanbæjar. Nema hér fyrir vestan. Póstur og sími er nefnilega ekki enn búinn að koma á tengingu ljósleiðarans hingað þó að lagningu hans sé lokið. Vonandi verður sú tenging komin í gagnið um áramót.

Það er réttlætismál að landið verði gert að einu gjaldsvæði. Símamál eru samgöngumál. Samgöngumál eiga að kosta alla landsmenn það sama, sérstaklega ef það þykir sýnt og sannað að kostnaðurinn við þjónustuna er hinn sami.

Varðandi það efni kjallaragreinar Einars um af hverju ekki hafa fleiri rétthafar símanúmera en 73 fengið sér grænt númer. Ég tel að ástæðan sé sú að þessi ,,þjónusta" kostar viðkomandi rétthafa 55.203 krónur á ári auk stofngjalds upp á 34.505 krónur. Í harðæri er líklegt að menn hugsi sig um tvisvar áður en lagt er í slík útgjöld. Fyrir hvað tekur P&S 55.203 krónur? Mér er spurn. Hvernig er þessi tala fengin? Verðlagið er einfaldlega út í hött!

ÞINGMENN TAKI FRUMKVÆÐIÐ

Eftir stendur að Vestfirðingar og aðrir landsbyggðarmenn þurfa dugmeiri þingmenn en Einar K. Guðfinnsson til að gera úrbætur í símamálum landsmanna. Skora ég hér með á Alþingi að álykta: ,,Póst- og símamálastofnun skal fella niður gjald- flokk 3 strax um næstu áramót og öll þau stöðvarsvæði sem hafa verið á þeim gjaldflokk verði framvegis í gjaldflokki 2. Póst og símamálastofnun miði síðan að því að landið verði gert að einu gjaldsvæði ekki síðar en þegar boðaðar síma- númerabreytingar á miðju næsta ári ganga í gildi."

Það á ekki að þurfa meiriháttar þjóðarsáttarkreppu til að slík réttlætismál verði gerð að ,,samningsatriði í ráðstöfunum í efnahagsmálum" eins og svo gjarna er tekið til orða nú til dags.

Björn Davíðsson.

snerpa@ismennt.is

Til baka í efnisyfirlit.


NÝTT ÚR NETHEIMI

Í öðru tölublaði Rafritsins á þessu ári var grein eftir mig um að stefna ætti að því að sem flestar íslenskar bækur yrðu gerðar almenningi aðgengilegar á rafrænu formi og á sem ódýrastan hátt. Ræddi ég meðal annars um Íslendingasögurnar og fleiri fornrit í þessu sambandi. M.a. varpaði ég fram þeirri hugmynd að menn bindust samtökum um að vinna að þessu. Til greina kæmi að slá þessu inn í einhverjum mæli eða reyna að skanna það eftir því sem hægt væri.

Auk þess sem ég birti þessa grein í Rafritinu póstaði ég hana á ráðstefnuna ismennt.bokmennt og skoraði á fólk að láta frá sér heyra um þetta mál.

Umræður urðu ekki miklar og var fremur dregið úr en hitt. Flestir virtust helst vilja bíða og sjá til hvort þetta kæmi ekki af sjálfu sér. Ef til vill tek ég síðar eitthvað úr þessum umræðum og birti hérna og hver veit nema ég reyni að vekja þessa umræðu aftur á ismennt.bokmennt eða kannski einhverri af nýju is. ráðstefnunum þegar þær koma í gagnið, því áhugi minn á þessu máli hefur ekkert minnkað.

---------------------------

Fyrir þá sem ekki lesa Moggann sinn nógu vel en vilja samt fylgjast með í þessum málum birti ég hér afrit af tveimur greinum úr Morgunblaðinu.

Morgunblaðið 25. janúar 1994

Dómar og lagasafn á tölvudisk

Lögfræðingar stofna hlutafélag um útgáfuna

Í undirbúningi er útgáfa á dómasafni Hæstaréttar og laga- safninu á tölvudiskum til sölu á almennum markaði og er stefnt að því að útgáfan geti hafist á þessu ári. Hafa sex lögfræðistofur og nokkrir lögfræðingar staðið að stofnun sérstaks hlutafélags um þetta verkefni og hefur félagið fengið samþykki dómsmálaráðuneytisins til að safna efninu á tölvudisk.

Gísli Gíslason hdl. er einn þeirra sem standa að þessu verkefni en hann segist hafa unnið að því í mörg ár að finna leiðir til að koma hæstaréttadómum og lagasafni á tölvutækt form. Ógerningur sé að ætla að rita alla dóma inn á tölvur og bendir hann m.a. á að dómasafn Hæstaréttar frá upphafi sé um 64 þúsund blaðsíður að stærð. Síðastliðið haust fannst hins vegar aðferð til að láta tölvur lesa efnið eða skanna það inn á disk en með þeirri aðferð hefur tekist að færa inn um 1000 blaðsíður á viku. Sagði Gísli að að því loknu væri stefnt að því að færa efnið yfir á geisladisk til almennra nota í einkatölvum og er gert ráð fyrir að á fyrsta disknum sem kemur á markað verði 13 nýjustu dómabindi Hæstaréttar. Í framtíðinni er stefnt að því að allir hæstaréttardómar ásamt lagasafni og fræðiritum verði tiltækir á tölvudiski en einnig er í undirbúningi að gefnir verði út diskar á þriggja mánaða fresti með nýjustu dómum og lagabreytingum. Gísli sagði að notendur ættu að geta haft margvísleg not af disknum þar sem gefist kostur á að kalla m.a. upp einstakar lagagreinar ásamt viðkomandi hæstaréttardómum eða einstök lögfræðihugtök og atriðisorð. Líkti hann gagnasafninu við byltingu fyrir lög- fræðinga því mikil og tímafrek vinna færi oft í að fletta upp dómum í dómasafni Hæstaréttar en að sögn Gísla á tölvu- diskurinn einnig að koma laganemum til góða og almenningi ekki síður.

Þriggja manna ritstjórn

Hinn 12. desember var stofnað hlutafélagið Íslex hf. um þetta verkefni. Í stjórn félagsins sitja Örn Höskuldsson hrl., Gísli Gíslason hdl. og Tryggvi Gunnarsson hrl. Þá hefur einnig verið skipuð sérstök ritstjórn sem hefur yfirumsjón með verkinu en í henni sitja Sigurður Líndal lagaprófessor, Ragnar Aðalsteinsson, formaður Lögmannafélags Íslands, og Sigurður T. Magnússon, skrifstofustjóri Héraðsdóms Reykja- víkur.

Morgunblaðið 16. febrúar 1994

Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkurborgar

Nýtt lagasafnskerfi verður tekið í notkun

Nýtt lagasafnskerfi verður tekið í notkun hjá Skýrsluvélum ríkisins og Reykjavíkurborgar, Skýrr, næstkomandi mánudag, og að sögn Lilju Ólafsdóttur aðstoðarmanns forstjóra Skýrr, eru þegar skráðir tæplega 600 notendur að lagasafninu, en öllum sem hug hafa á er mögulegt að tengjast því. Skýrr hefur verið með eldra lagasafnskerfi frá árinu 1984, en frá síðastliðnu hausti hefur verið unnið að því að taka í notkun nýtt textaleitarkerfi. Jafnframt hafa öll lög til dagsins í dag verið sett inn í kerfið, en í eldra lagasafnskerfinu voru aðeins lög til ársins 1990.

Að sögn Lilju Ólafsdóttur var það að frumkvæði Sigurðar Líndal lagaprófessors sem ráðist var í að tölvutaka lagasafnið sem gefið var út á bók árið 1983, og 1984 hófst samstarf Skýrr og stjórnar lagasafnsútgáfu að koma safninu í textaleitarkerfi. Árið 1986 var komið í gagnið viðunandi textaleitarkerfi en jafnframt var unnið að því að uppfæra texta safnsins þannig að hann væri sem nýjastur hverju sinni. Það tókst árið 1989, en síðan var nýtt lagasafn gefið út á bók árið 1990. Lilja sagði að dómsmálaráðuneytið hefði þá ákveðið að hafa annan hátt á uppfærslu lagatextans, og þá hefði þetta verkefni lagst af, og fram til þessa hefði því ekki verið til uppfærður texti lagasafns lengra heldur en til ársins 1990.

"Í haust hófumst við hjá Skýrr handa við að gera nýtt textaleitarkerfi sem er miklu betra og þjálla í allri umgengni heldur en það eldra var, en í því er miklu auðveldarra að leita og hægt er að flytja úr því texta. Jafnframt var hafist handa við að setja inn öll lög úr Stjórnartíðindum frá 1990 til dagsins í dag. Við erum því núna með splunkunýtt leitarkerfi og allan texta íslenskra laga til dagsins í dag," sagði Lilja.

Meðalkostnaður 3 - 4.000 krónur

Notendur lagasafnsins verða til að byrja með tæplega 600 talsins, og er þar um að ræða stofnanir, fyrirtæki, lögmannsstofur og einstaklinga, en öllum sem hafa mótald á tölvum sínum eða eru fastlínutengdir Skýrr er mögulegt að gerast notendur lagasafnsins. Að sögn Ástu er greitt fyrir mælda notkun safnsins, og sagði hún meðalnotkunina sem verið hefði í gegnum tíðina vera 3.000 til 4.000 krónur. Laganemum við Háskóla Íslands mun hins vegar bjóðast ókeypis aðgangur að lagasafninu um skjáver Háskóla Íslands.

----------------------

Svo mörg voru þau orð. Nú veit ég ekki hvort þessi verkefni tengjast á einhvern hátt eða hvort hugsanlega er um að ræða tvíverknað að einhverju leyti, en gaman væri að fá af þessu nánari fréttir ef einhver lesandi blaðsins þekkir til mála.

Ég veit heldur ekki hvort tilgreindar 3 - 4.000 krónur miðast við viku eða áratug eða eitthvað þar á milli og heldur ekki af hverju Lilja heitir allt í einu Ásta í lok seinni greinarinnar.

Eins og lesendur Rafritsins eflaust vita er nú farið að bjóða fyrirtækjum og einstaklingum uppá að nálgast efni Morgun- blaðsins gegnum mótald og kostar sú tenging 6000 krónur á mánuði ef ég man rétt. Ekki býst ég við að mjög margir nýti sér þá þjónustu meðan verðið er svona hátt en það er enginn vafi á því að hinn íslenski Netheimur (Cyberspace) stækkar óðfluga um þessar mundir.

-------------------------

Og í lokin er svo ein smáklausa enn úr Mogganum um þá sem feta í fótsport Rafritsins :-)

Telegraph fer út í útgáfu rafeindablaðs

Útgáfufyrirtæki breska blaðsins The Daily Telegraph hyggst gera tilraunir með rafeindablöð i næstu framtíð að því er fram kom þegar ársreikningar fyrirtækisins voru kynntir nýlega.

Að sögn Joe Cookes framkvæmdastjóra er líklegt að fylgiblaðið Weekly Telegraph verði fljótlega tengt tölvukerfinu Internet, sem er talið mjög aðgengilegt. Fylgiblaðið, sem er í litlu broti og kemur út vikulega með úrvali af efni aðalblaðsins, er einkum ætlað Bretum búsettum erlendis.

Cooke sagði að blöðum væri nauðsynlegt að huga að möguleikum sínum í framtíðinni. "Prentað mál verður ekki leyst af hólmi," sagði hann, "en áður en langt um líður munu blöð í rafrænu formi verða notuð í miklu ríkara mæli en hingað til."

Telegraph-blaðaútgáfan hyggst einnig gefa út blað sitt fyrir unga lesendur, Young Telegraph, á diskum. Hins vegar hefur fyrirtækið hætt við fyrirætlanir um að færa út kvíarnar með sjónvarpsrekstri.

Sæmundur Bjarnason

Til baka í efnisyfirlit.


FAXMÓDEM Í STAÐ FAXTÆKIS

Þar sem mikill skortur er á efni í RAFRITIÐ datt mér í hug að mæla með einu forriti sem ég keypti nýlega. Þetta forrit heitir BITFAX for WINDOWS og er frá hugbúnaðarfyrirtæki sem heitir BIT Software, Inc. en eins og nafnið gefur til kynna er hér um faxforrit að ræða.

Að vísu fylgir sumum hringjöldum (gott orð yfir modem, finnst ykkur ekki? :-), :-) ) terminal forrit og faxforrit ef þau eru keypt ný en vantar oft þegar um notuð tæki er að ræða, en þannig var það hjá mér :-(. Jæja, ég fór allavega að leita mér að forriti og rakst á eitt faxforrit á Stöð Tvö BBS (þetta reyndist vera beta, já BETA útgáfa af umræddu forriti). Mér leist vel á þetta forrit og fór að spyrjast fyrir um hvort (og hvar þá) væri hægt að nálgast það. Ég þurfti ekki að leita langt yfir skammt, bara "alla" leið til Garðabæjar, en þar er lítið fyrirtæki, sem heitir Tæknibær, rekið í Eskiholti 16 (þeir sem leita að Eskiholti í símaskránni gætu þó lent í vandræðum, því að í henni er aðeins að finna Fskiholt (ég las þetta sem Fiskiholt fyrst þegar ég leitaði) en þetta á auðvitað að vera Eskiholt).

Ég ráðlegg fólki sem á fax-hringjald, að athuga þennan möguleika því ef vinir og/eða vandamenn eiga faxtæki (eða forrit og hringjald) þá má spara nokkrar krónur eða vera lengur online á Menntanetinu :-).

Án gríns, ég ráðlegg fólki eindregið að athuga þennan möguleika vel, og jafnvel kaupa modem og svona forrit í staðinn fyrir faxtæki því þetta er ódýrara og sparar pappír og virkar alveg jafn vel. Annar kostur við þetta forrit er að það er MJÖG ódýrt, eða u.þ.b. 1550 krónur (bæklingur og auðvitað diskur með forritinu)

Símanúmerið í Tæknibæ er: 65 81 33 (og að sjálfsögðu 91 á undan fyrir fólk utan af landi)

Ég vona að þessar upplýsingar verði einhverjum til gagns.

Lárus Rafn Halldórsson

Til baka í efnisyfirlit


GÁFAÐA HÚSIÐ

28 nóvember 1995.

Loksins fluttum við inn. Nú eigum við heima í "gáfaðasta" húsinu í hverfinu. Allt er nettengt. Kapalsjónvarpið er tengt við símann, sem er tengdur við tölvuna mína, sem er tengd við rafkerfið, öll heimilistækin og öryggiskerfið. Öllu er stjórnað með einni allsherjar fjarstýringu með því vingjarn- legasta notandaviðmóti sem ég hef séð. Forritunin er ekkert mál. Ég er núna, ef svo má segja, algjörlega "stjórnvæddur".

30. nóvember.

Frábært. Stillti myndbandið frá skrifstofunni, hækkaði hitann og kveikti ljósinn með bílasímanum og stillti bakarofninn þannig að hann yrði mátulegur fyrir pizzuna mína. Allt var kósi og flott þegar ég kom heim. Kannski ég ætti að láta græða fjarstýringuna í mig.

3. desember.

Eldhúsið hrundi í gær. Algjör óheppni. Um leið og ég opnaði hurðina á ísskápnum sprakk peran þar. Um leið slökknaði á öllu sem var tengt rafmagninu. Ljósin, örbylgjuofninn, kaffivélin -- allt saman. Varlega tók ég öll tækin úr sambandi og setti þau svo í samband aftur. Ekkert skeði. Hringdi í kapalfyrirtækið (en ekki úr símanum í eldhúsinu) Þeir vísuðu mér á Rafveituna. Rafveitan sagði að þetta væri áreiðanlega hugbúnaðarvandamál. Hugbúnaðarfyrirtækið gerði nokkrar símprófanir með örgjörva hússins.

Kerfis-sérfræðingurinn þar heldur því fram að þetta sé Rafveitunni að kenna. Mér er alveg sama, ég vil bara fá eldhúsið í lag. Fleiri símtöl, fleiri símprófanir.

Kom í ljós að vandamálið var "óvæntur bilanahamur" -- netkerfið þekkti ekki ástandið "sprungin pera í ísskáp og hurð opin" svo ályktunar-greindarkerfið túlkaði bilunina sem spennutopp og slökkti á öllu eldhúsinu. En af því að skynjaraminnið staðfesti ekki að um raunverulegan spennutopp hefði verið að ræða urðu rökrásirnar í eldhúsinu svo ruglaðar að þær gátu ekki farið í eðlilega endurræsingu.

Maðurinn frá Rafveitunni sór og sárt við lagði að svona lagað hefði aldrei gerst áður. Endurræsingin á eldhúsinu tók meira en klukkutíma.

7. desember.

Lögreglan er óánægð. Húsið okkar er sífellt að hringja til þeirra og biðja um hjálp. Við uppgötvuðum að ef hávaðinn frá sjónvarpinu eða hljómflutningsgræjunum fór yfir 25 desibel þá urðu til einhverjar míkró-bylgjur sem mögnuðust þegar þær lentu á gluggarúðunum og ásamt með vindhviðunum sem skullu á glugganum urðu þær til þess að skynjararnir í öryggiskerfinu fóru af stað og tölvan á lögreglustöðinni áleit að verið væri að brjótast inn.

Annar smágalli: Alltaf þegar kjallarinn er í eftirlitsham þá leyfir kerfið mér ekki að skipta um rásir á sjónvarpinu með fjarstýringunni. Svo ég verð standa upp úr sófanum og skipta um rásir handvirkt. Hugbúnaðarfyrirtækið segir að þessi galli verði leiðréttur í næstu uppfærslu. -- Gáfuhúsið 2.1, en það er ekki tilbúið ennþá.

12. desember.

Þetta er algjör martröð. Það er vírus í húsinu. Tölvan mín smitaðist þegar ég var að skoða mig um á Almenningsnetinu. Þegar ég kom heim var stofan eins og sána-bað, gluggarnir í svefnherberginu ísilagðir, allt þiðnað í ísskápnum, flóð úr þvottvélinni, bílskúrshurðin opnaðist og lokaðist í sífellu og sjónvarpið var stillt á umræður á Alþingi. Um allt húsið blikkuðu ljósin eins og stróbóskóp þangað til perurnar sprungu. Glerbrot voru út um allt og auðvitað tóku skynjararnir í öryggiskerfinu ekki eftir neinu.

Þegar ég leit á tölvuna sá ég að þar stóð skrifað stórum stöfum:

"Velkomin til Húsamölvarans!!!, nú byrjar ballið... (enginn vírus jafnast á við Húsamölvarann.....)" Ég flýtti mér út út húsinu.

18. desember.

Þeir halda að stafrænu sótthreinsuninni sé lokið núna, en það er allt á öðrum endanum ennþá. Það sprungu rör og við erum ekki algjörlega vissir um að hafa náð vírusnum sem réðist á klósettin. Samt sem áður segja "Særingamennirnir" eins og þeir í vírusvarnarflokknum vilja gjarnan kalla sig, að þeir séu vissir um að það versta sé afstaðið. "Húsamölvarinn er ansi slæmur," segir einn þeirra við mig, "en þú getur hrósað happi yfir að hafa ekki fengið Skarkárann. Hann er alveg ferlegur".

19. desember.

Það lítur út fyrir að húsið hafi ekki verið tryggt fyrir vírusum. "Eldsvoðar og aurskriður, já það er í lagi," segir skoðunarmaðurinn, "en vírusar, nei."

Í samningi mínum við Gáfuhúsið er tekið skýrt og greinilega fram að allar kröfur á hendur þeim séu úr gildi fallnar ef einhver tæki eða tölvur á heimilinu eru tengd með einhverjum hætti við beinlínukerfi sem ekki eru viðurkennd af opinberum aðilum. Þeim þykir þetta afar leiðinlegt, en segja að það sé ekki hægt að ætlast til þess að þeir sjái fyrir og reikni með áhrifum allra vírusa sem kunni að verða gerðir.

Við hringjum í lögfræðinginn okkar. Hann hlær.

21. desember.

Sölumaður frá Gáfuhúsinu hringdi í mig. Sem sérstakt jólatilboð ætla þeir að bjóða mér að verða prófunarmaður fyrir nýju Gáfuhús 2.1 uppfærsluna. Hann segir að ég muni fá tækifæri til að hitta forritarann persónulega. "Þú segir ekki"......

island-list - Óli Jósefsson

þýðandi: Sæmundur Bjarnason

Til baka í efnisyfirlit.

BRÉF TIL BLAÐSINS

Sæmundur,

Mér áskotnaðist nýlega eintak af Rafritinu, 3. tbl 1994, og langar að koma á framfæri neðangreindum athugasemdum við grein sem birtist í þessu annars ágæta riti. Ég hef svolitlar efasemdir um birtingu þessa, þar sem ég vil ekki verða til að draga úr áhuga manna á að skrifa í ritið hjá þér - en á móti kemur að það er slæmt að láta frá sér upplýsingar sem beinlínis eru rangar um uppbyggingu netmála, hér á landi og annars staðar.

Þetta er þá bara spurnig um ritstjórnarstefnu hjá þér hvort þú vilt birta þetta eða ekki.

--

Maríus Ólafsson

SURIS/ISnet

Nokkurar athugasemdir við grein Alberts Svan Sigurðssonar um EARN sem birtist í 3.tbl Rafritsins (21. febrúar 1994)

Albert byrjar:

"Ég hef hér í höndum tvo bæklinga sem fjalla um EARN og þjónustu þess. Mér datt í hug að þýða það helsta úr þessum bæklingum, en ég sleppi þó að mestu öllu tæknilegu blaðri. Þeir sem kunna að nota Internet sjá ekki margt nýtt í þessari grein, þar sem EARN og Internet virka á sama hátt og engin leið er að greina á milli þeirra. Það má þó segja að þegar maður tengist tölvum sem staðsettar eru í Evrópu, þá er maður tengdur EARN og þegar maður er tengdur Amerískum tölvum er maður á Internet."

Þetta er ekki rétt. Internet er fyrir löngu orðið alþjóðlegt net sem í dag spannar yfir 2.5 milljón tölva í yfir 60 þjóðlöndum og öllum heimsálfum. EARN er allt annað fyrirbrigði, þó svo að flestir skólar sem tengdir eru EARN séu einnig Internet-tengdir nú á tímum. EARN er Evrópski hluti BITNET sem er net IBM stórtölva sem hafa samskipti sín á milli með svk NJE samskiptaaðferðum. Hér á Íslandi er enginn EARN tenging, þó svo að SURIS sé meðlimur, fyrir hönd íslendinga í EARN samtökunum.

Skilgreining á Internet er að vonum svolítið á reiki nú á tímum en þó er almennt viðurkennt að gera greinarmun á Internet (með stóru I) og internet (með litlu i). Internet (með stóru) kallast hið eiginlega samtengda net véla sem nota TCP/IP samskiptaðferðir og geta haft beint samband við vél sem heitir 'ds.internic.net'. Þ.e. þú ert tengdur Internet ef þú getur sagt 'telnet ds.internic.net' og fengið svar þaðan. "Heimsnetið" eða samasafnið af öllum mismunadi netunum sem tengd eru saman um gáttir hverskonar (EARN, BITNET, UUCP netið osfrv.) er síðan oft kallað internet eða bara Netið.

"Til að ná yfir öll samtengdu netin í heiminum hafa menn notað orðið Cyberspace eða Cybernet sem við Íslendingar (sem af gömlum vana þurfum að finna Íslensk orð yfir allt mögulegt) getum kallað 'Sýndarheim', 'Heimsnet' eða eitthvað slíkt. EARN og Internet eru bara hlutar af 'Heimsnetinu'. Á svipaðan hátt er Íslenska Menntanetið og Ísnet hluti af Nordunet, sem síðan er hluti af EARN."

Íslenska Menntanetið er hluti af ISnet, sem aftur er hluti NORDUnet sem er hluti af Internet - en ekki hluti EARN.

"EARN er stærsta tölvunet Evrópu, ætlað háskólum og rannsókna- stofnunum um alla Evrópu, Afríku og Mið-Austurlönd. EARN er samansett af yfir 600 stofnunum þ.a.m. háskólum, rannsóknar- stofnunum einstakra landa og öðrum Evrópskum stofnunum. EARN er náskylt öðrum eldri netkerfum eins og BITNET og NetNorth, og er byggt á sömu tækni."

Ef stærsta tölvunet Evrópu næði til aðeins 600 stofnana/fyrirtækja væru netmál í Evrópu heldur skammt á veg kominn. Það er rétt að EARN nær til um 600 stofnana og skóla í Evrópu og ef eftirfarandi tafla yfir fjöldatölur á hinum Evrópska hluta Internet er höfð í huga sést hversu pínulítið EARN er miðað við Internet í Evrópu.

Land Skráðar
vélar
==============
at 12587
be 7544
bg 22
ch 38991
cs 2561
cy 33
cz 4932
de 120034
dk 8703
ee 400
eg 50
es 15155
fi 35705
fr 56675
gr 1935
hr 747
hu 3324
ie 2330
is 1983
it 18027
il 6818
li 17
lu 308
lv 79
nl 44917
no 32031
pl 4971
pt 3382
ro 62
se 42251
si 655
sk 616
su 1532
tn 12
tr 465
ua 186
uk 117076
yu 2
==============
587118
Sá misskilningur sem fram kemur í þessari grein (þ.e. að kalla Internet í Evrópu EARN er sambærilegur við að við kölluðum Internet á Íslandi "Gagnanetið" og segðum það rekið af Pósti og Síma :-)

Með von um að höfundur fyrtist ekki við þessar leiðréttingar en hugtakabrenglun sem þessi getur verið hættuleg frekari framþróun Internet á Íslandi ef þau komast inn hjá þeim sem peningavöldin hafa. Það kostaði töluverða baráttu á sínum tíma að koma í veg fyrir að við íslendingar byggðum okkar tölvunetstengingar á EARN sambandi og tengjast heldur UUCP netinu sem síðan þróaðist yfir í Internet tengingu. Hefði EARN orðið ofaná, væri t.d. Íslenska Menntanetið tæplega til í núverandi mynd. (Nema að Pétri hefði tekist að setja upp svo sem eina IBM 4341 stórtölvu inn í stofu hjá sér :-).

Maríus Ólafsson

marius@rhi.hi.is

Til baka í efnisyfirlit

TÖLVUBRANDARAR

Hér eru fáeinir tölvubrandarar af island-list.

(Og fyrir þá sem langar að gerast áskrifendur að island-list en vita ekki hvernig á að fara að því þá held ég að best sé að skrifa bara beint til Guðbjarts Kristóferssonar (gk@ismennt.is) og biðja um að vera settur á listann)

------------------------

Tölvunotandi hringdi í Dell tölvufyrirtækið í Austin í Texas og kvartaði undan því að hann gæti ekki kveikt á tölvunni sem hann hefði verið að kaupa. Tæknimaðurinn hjá Dell spurði hvort tölvan væri örugglega í sambandi og hvað gerðist þegar ýtt væri á takkann til að kveikja á tölvunni.

"Ég er búinn að stíga hvað eftir annað á pedalann og það gerist hreint ekki neitt", sagði viðskiptavinurinn. "Hvaða pedala?" spurði tæknimaðurinn alveg dolfallinn. "Nú, þennan litla hvíta pedala með tökkunum tveimur", var svarið. Það kom svo í ljós að um var að ræða músina sem fylgdi tölvunni.

--------------------

Tæknimaður hjá Compaq fyrirtækinu bandaríska var að ræða við viðskiptavin sem kvartaði undan því að disklingar væru alltaf að skemmast hjá sér. Eftir að hafa farið yfir það með viðskiptavininum hvort verið gæti að disklingarnir yrðu fyrir áhrifum af segulmagni eða of miklum hita spurði tæknimaðurinn hvað fleira hann gerði við disklingina.

"Nú, ég set þá í ritvélina til að skrifa á merkimiðann....."

-----------------------

Og hjá AST var viðskiptavinur beðinn að senda afrit af disklingi til fyrirtækisins og hann sendi ljósrit af honum...

----------------------

Tæknimaður hjá tölvufyrirtæki var að reyna að hjálpa viðskiptavini sem sagði að hann gæti ómögulega látið tölvuna sína senda fax. Eftir að þeir höfðu reynt að leysa þetta erfiða vandamál í 40 mínútur komst tæknimaðurinn loks að því að maðurinn var að reyna að senda faxið með því að halda blaði fyrir framan skjáinn og ýta á "senditakkann".

----------------------

Í morgun barst mér spurn af "Optical Scanner" sem er í notkun hér í húsinu. Hann var keyptur til að lesa inn starfsumsóknir og þess háttar. Nema hvað einhver ritarinn hafði hengt upp dreifibréf frá tölvudeildinni ofan við skannann og undirstrikað með sjálflýsandi penna þessa setningu:

"BE SURE TO SCAN ALL DISKETTES, OBTAINED FROM OUTSIDE, FOR VIRUSES, BEFORE USING THEM ON YOUR NETWORKED PC"

edwald@un.org

-------------------------

Ég var einu sinni að aðstoða manneskju símleiðis við að hlaða forriti inn á PC-tölvu. Ég bað hana að vélrita "DIR" til að fá yfirlit yfir skrár á diskinum, en hún tilkynnti að vélin hefði svarað: "BAD COMMAND OR FILENAME." Ég sagði að það gæti ekki verið, þessi skipun væri alltaf til í DOS, og vildi hún gera svo vel að reyna aftur. Allt kom fyrir ekki. Þegar ég bað hana að stafa hvað hún hefði skrifað, svaraði hún "DIR". Við áttum lengi í þessu, og gekk seint, því hún kunni ekki ensku og stafaði þessvegna "BAD COMMAND..." með erfiðismunum í hvert skipti.

Mistökin komu í ljós þegar ég bað hana að segja mér hvað stæði á skerminum. Hún svaraði: "Fyrst kemur löng runa af D, svo kemur löng runa af I og síðast löng runa af R." Hún hafði haldið tökkunum svo lengi niðri að þeir fóru að "repeat-a", og hafði ekki haft rænu á að gá hvernig vélritunin skilaði sér upp á skjáinn.

(Allt gekk vel að lokum, og hún sendi mér frosnar fiskblokkir í þakkarskyni.)

kari@isscad.com ----------------------

Sæmundur Bjarnason

til baka í efnisyfirlit