Í dag er sunnudagur 29. ágúst og rétt vika síðan síðasta tölublað Rafritsins kom út. Samt sem áður er nú komið að því að fylgja næsta tölublaði úr hlaði. Efnisöflunin hefur gengið mjög vel og engin ástæða er til að bíða með úgáfuna.Blaði Alþýðubandalagsins sem nefnt er Vikublaðið var rétt fyrir þessa helgi dreift ókeypis víða um land. Þannig barst mér þetta blað og undir eins vakti athygli mína grein um Íslenska Menntanetið eftir Tryggva Rúnar Jónsson (jú, það er rétt hann skrifaði mikið í síðasta tbl. Rafritsins). Þar segir m.a.:
"Svo má geta þess að ég ásamt nokkrum öðrum notendum ÍM hafa tekið sig saman og gefa út RAFRIT (tilraun til rafrænnar blaðaútgáfu). Hefur þetta mælst vel fyrir hjá notendum ÍM. Fyrir þá sem ekki hafa aðgang að Íslenska Menntanetinu sjálfu þá er hægt að sækja þetta rit á BBS (bulletin board system) Stöðvar Tvö í Reykjavík, en þessu riti var upphaflega dreift á ráðstefnu sem eingöngu berst notendum ÍM. Vegna þess að ritstjóri blaðsins er stjórnandi BBS-ins þá var mjög auðvelt að fá að setja það á BBS-ið. Síminn þar er: 91-673251." (Tilvitnun lokið)
Þetta er í fyrsta sinn sem Rafritsins er getið í öðrum fjölmiðlum og ég þakka Tryggva fyrir að hafa sagt frá því þarna. Smávægilega ónákvæmni í frásögninni læt ég mér í léttu rúmi ligga, en vona að Tryggvi eigi eftir að skrifa mikið fyrir Rafritið í framtíðinni. Reyndar kom til greina að birta grein hans úr Vikublaðinu í heild hér í blaðinu, en frá því var horfið í bili a.m.k. því ekki stóð til í upphafi að safna saman efni úr öðrum miðlum í þetta blað. Ef lesendur blaðsins óska eftir að svo sé gert, má að sjálfsögðu endurskoða þessa ákvörðun. Í Vikublaðinu er einnig grein um tölvufræðslu í skólum eftir Atla Harðarson kennara á Akranesi og formann félags tölvufræðikennara í framhaldsskólum og ég hef ástæðu til að ætla að hægt væri að fá þá grein einnig til birtingar í Rafritinu ef áhugi er fyrir því meðal lesanda blaðsins.
Um daginn lét Tryggvi Rúnar Jónsson þess getið á ráðstefnu á Íslenska Menntanetinu að sér þættu tölvusamskipti oft nokkuð ópersónuleg og þess vegna hefði hann komið fyrir á kerfinu mynd af sér í tölvuskrá og útskýrði hvernig fara ætti að því að ná henni til sín.
Ég man ekki hvort þessi skrá var í tiff, gif, pcx eða einhverju slíku formati en efalaust er hún nokkuð fyrirferðarmikil.
Þetta er alveg rétt athugað hjá Tryggva en á meðan lesendur Rafritsins hafa ekki náð sér í þessa mynd þá geta þeir virt Tryggva fyrir sér eins og ég held að hann líti út, en það er hægt að sjá hér fyrir neðan. :-)
til baka í efnisyfirlit. Sæmundur Bjarnason
////////
| ~ ~ |
( @ @ )
| '` |
| `--' |
\____/
| |
Tryggvi :-)
BÆN TÖLVARANS
Til baka í efnisyfirlit
Á morgni upplýsingaaldar:
Faðir vor,
þú sem ert í tölvunni,
helgist þitt stýrikerfi,
til komi þitt netkerfi.
Verði þinn vilji,
svo á skjá
sem í prentara.Leið oss ei í kerfisvillu
en frelsa oss frá löngum biðtíma.Gef oss í dag vora daglegu útskrift
og fyrirgef oss villur í innslætti
þótt við fyrirgefum engum villur í forriti.valdið og fólkið,
að eilífu.ENTER
POLGAR vs DEEP BLUE
Það vekur alltaf mikla athygli þegar þekktir skákmeistarar tapa í skák fyrir tölvum. Nýlega tefldi Judit Polgar við sterkustu skáktölvu í heimi sem nefnd er Deep Blue og tapaði. Tefldar voru 2 hálftíma skákir og tölvan vann þá fyrri en sú síðari endaði með jafntefli.
Enginn hefur orðið stórmeistari í skák jafn ung(ur) og Judit Polgar. Ekki einu sinni Bobby Fischer þó ekki muni nema nokkrum mánuðum þar. Henni tókst þó ekki það sem Fischer tókst á sínum tíma, nefnilega að komast í áskorendakeppnina um svipað leyti og stórmeistaratitlinum var náð.
Judit Polgar, sem er 17 ára núna kom hingað til lands í vetur og tók þátt í atskákmóti í sjónvarpssal ásamt þremur af sterkustu skákmeisturum Íslands eins og margir muna eflaust. Þar sigraði Helgi Ólafsson en Judit náði öðru sæti.
Fyrir nokkrum dögum lauk heimsókn þeirra Polgar systra til Bandaríkjanna en þar tóku þær þátt í skákmótum og ýmsum uppákomum. Judit sigraði þar skákmeistara Bandaríkjanna Patrick Wolff í hraðskákeinvígi og hún er núna nr. 20 á stigalista Alþjóða skáksambandsins.
Einvígi Polgar við Deep Blue vakti talsverða athygli og þegar hún mætti á rannsóknarstofu hjá IBM fyrirtækinu til þess að tefla við tölvuna voru þar á milli 20 og 30 áhorfendur, skákmeistarar, tölvufræðingar og nokkrir boðsgestir.
Fyrir einvígið lét Polgar þess getið að skák væri 30 - 40 % sálfræði. Hana er hins vegar ekki hægt að nota á móti tölvum. "Það er engin leið að rugla þær í ríminu", sagði hún.
Niðurstaða einvígisins var greinilega nokkurt áfall fyrir Judit en hún sagði samt: "Ég þarf bara að æfa mig dálítið, svo skal ég jafna um hana."
Sigurinn gegn Judit Polgar er einhver mesti sigur Deep Blue, en menn hafa þó lengi vitað að þessi tölva væri geysilega öflug í skák. Líklega efast engir skákmeistarar um það lengur að tölvur muni verða miklu betri í skák en mannfólkið áður en langur tími líður.
Hönnuðir Deep Blue vonast til þess að verða komnir með nýja og ennþá öflugri útgáfu af þessari supertölvu á næsta ári. Þá mun afl hennar jafnast á við 1000 "venjulegar" supertölvur og hún verður þá fær um að rannsaka 1 milljarð (þúsund milljónir) af taflstöðum á sekúndu.
Þeir (hönnuðirnir) láta sig dreyma um að þá verði Deep Blue orðinn verðugur keppinautur Kasparovs heimsmeistara og enginn vafi er á að reynt verður að koma á einvígi þeirra á milli. Varla er þó líklegt að Kasparov setjist að tafli á móti Deep Blue fyrir einhvern smápening og heldur ekki mun hann leggja heimsmeistaratignina að veði. Ekki hefur verið greint frá því hvað Judit Polgar hafi fengið greitt fyrir að tefla við þessa stórmeistaratölvu en það hefur áreiðanlega verið dágóð upphæð.
Fyrir einvígið hlustaði Judit á lýsingu á getu tölvunnar og áætlanirnar um nýju tölvuna. "Þeir geta ekkert hrætt mig", sagði hún og bætti við: "Þegar tölvan verður orðin miklu betri en maðurinn í skák, þá verður enginn áhugi á keppni milli þeirra. Núna er þetta áhugavert, því munurinn er svo lítill."
Staðfest hefur verið að samningur sé kominn á milli Juditar Polgar og Bobbys Fishers um skákeinvígi þeirra á milli, en ekki hefur ennþá tekist að finna kostunaraðila því Fischer hefur sett fram kröfur um einhverjar milljónir dollara fyrir sinn snúð.
Sjötta september næstkomandi hefst í Hollandi einvígi þeirra Karpovs og Timmans um heimsmeistaratilinn í skák á vegum FIDE. Daginn eftir hefst síðan í London annað einvígi sem einnig er sagt vera um heimsmeistaratitilinn í skák á milli þeirra Kasparovs núverandi heimsmeistara og Shorts frá Englandi. Það einvígi fer fram á vegum PCA, sem er nýstofanð samband atvinnuskákmanna og þeir Kasparov og Short standa einkum að.
Fróðlegt verður fyrir skákunnendur að fylgjast með þessum viðureignum en þó þykjast flestir sjá úrslit þeirra beggja nokkuð fyrir. Þ.e. að Kasparov vinni auðveldan sigur á Short og Karpov vinni Timman einnig fyrirhafnarlítið.
Til baka í efnisyfirlit. Sæmundur Bjarnason
Kong Christian stod ved hójen mast
Það hefur lengi verið útbreiddur misskilningur meðal íslenskra textafræðinga, málvísindamanna og sagnfræðinga að textinn við lag D. L. Rogerts um Kristján konung byrji svona:
Kong Christian stod ved hójen mast
og holdt sig fast.
Þetta er auðvitað ekki rétt. Nefndur texti er eftir danska ljóðskáldið Johannes Ewald og fyrsta erindið er svona:Kristján konungur hélt sér sem sagt ekki í mastrið eins og íslenskir textafræðingar, málvísindamenn og sagnfræðingar hafa talið.
Kong Christian stod ved hójen mast
í róg og damp.
Hans værge hamrede saa fast,
at Gotens hjælm og hjerne brast.
Saa sank hvert fjendligt spejl og mast
i róg og damp.
Fly, skreg de, fly, hvad flygte kan.
Hvo staar for Danmarks Christian
i kamp.
Til baka í efnisyfirlit. Atli Harðarson
atli@ismennt.is
USENET FRÉTTIR
Um veiðar í Smugunni.
Það hefur gengið talsvert á að undanförnu á soc.culture.nordic útaf veiðum Íslendinga í smugunni svonefndu. Aðallega eru það Norðmenn sem skrifa um þetta en þó koma fleiri við sögu. Mestum deilum hefur eftirfarandi setning frá stigs@stud.cs.uit.no valdið:
Norway should nuke Iceland. Þótt furðulegt sé þá hafa sumir tekið þetta alvarlega og skammað viðkomandi blóðugum skömmum og sakað hann um heimsku og ofstæki. Sjálfur hefur hann reynt að malda í móinn og sagst hafa verið að gera að gamni sínu eins og mér finnst reyndar augljóst.steinly@topaz.ucsc.edu (Steinn Sigurdsson) sendi síðan eftirfarandi áskorun inn á ráðstefnuna:
Now, I propose a new posting rule for soc.culture.nordic, all flames have to be in traditional Norse four line stanzas, fully alliterative and rhyming (you can choose your own metre). Finns can choose their own traditional form, so as not to feel discriminated against.
Og eftir það streymdu vísur inn á soc.culture.nordic.
Fáein sýnishorn:
Cold-hearted are Cousins
Cod's in contention
Nasty Norwegians have
Nuclear Pretentions
Innocent Icelanders
Ignorance claim
"Loopholes" said our lawyers;
Legal is the game.Stout-hearted the Swedes
Spring to the rescue
"Shoot them down with these!"
"They're yellow'n'blue!"So suddenly vanishes
Civilization.
For just a few fishes
Fighting 'mong nations.Now the end of the Net?
Newsposters in heav'n?
Fiery Flames are set
Film's at 11.
Steinn Sigurdsson
Lick Observatory
More. Give me more of
(you couldn't imagine how long time it took me to put that one together :-)
that. Even if my own
Poetry, if it can be
so called, wants it
to continue.
and here is a good place to
put a end to this sentence.
einari@rhi.hi.is
Og tor@netcom.com (Tor Slettnes) skrifar langt og skemmtilegt bréf og mér finnst ég verða að láta flestar tilvitnanir hans halda sér.
>And who gives a shit what you think is typical Tromsoe >expression!
>You're a southerner right? If you are, it will explain >everything
>> What IS a "proper" answer to "Norway should nuke Iceland"??
Sauring erur eigi eg!
Eg bur lengre nord enn deg! (*)
Kartet ditt må vere opp og ned;
Skallen din må fylgja med!(*) Nesten.. :)
>The point is that you are the second person who has mis-
>interpreted my first post! Really, are you such a dull
>person that you couldnt understand my attempt to sprinkle
>this cod-war debate with just a little, tiny bit of humour?
>Where are mankind to go if persons, justified or not,
>overreact to a sentence meant to offence no one?
Om du Íslandur nukur skulle,
>And who gives a damn what Newsnet or what the hell it is
veit eg jo du pröver tulle.
Hahaha, slik ein humor,
Eg får nesten brain tumor.
>called is pronounced.
Ohohoh, pass deg no for Tale! (*)
>SOME Norwegians do not think of Norway as more important
Han kan verta ganske gale!
Om han slik ein arroganse augner,
Skal vi se du fort baugner!
(*) David C Lawrence
>than Iceland. Some of us don't even think of any country as
>more important than any other. (Well, commie-traitor scum,
>what else did we expect? :-) )
Akta deg no, min gutt,
>Christ! You DO lack a sense of humour. You must be the most
Ellers må du seie slutt!
Eg sender på deg Mao Zedung,
Så blir du heilt ka-bung!
>grumpy, sour-ass person I've had the unfortune to write to
>here on the net!
Jau, avisa dei står i kö,
>Dont you get my point? It was a observation, you idiot, a
for å ha meg til teater å trö.
Di oppvisning var så seig,
ho smakte mest av råtten deig! :-]
>neutral observation made on behalf of facts I'd witnessed
>during the years! READ MY WORDS: OBSERVATION, NOT A
>PERSONAL OPINION! In case you are fuming with rage and
>confusion, I'd repeat it: ITS NOT A PERSONAL OPINION!
Du er den fyrste eg har sett
>Incase you are pressing the icon for 'followup' : if you
Som tykkjer Island er ett fett,
"Norway grossly more important" seier du,
Eigi har nokon sagt det, kom i hu!
>want a flame war, you got it baby!
Morsomt var dette jo nesten,
[Ok, so it was not old norse, not even in rhyming rules... Ohwell..]
men om du vil fortsetta festen,
må me vel gå til alt.flame,
kor slikt noko har sin heim.
-tor
Og stigs@stud.cs.uit.no svarar um hæl:
Ein gut uten humor
(feeble ok, but...)
Ja det er eg ikkje
Men dog eit kvadr
Kan eg fikse
Eg ikkje Island nuke
Det er du som toever
Kansje eg skal ruke*
Ein gong til for kloever
* ruke (anc. islandic word for flaming)
Skal eg passe meg for Tale?
Og gunnar.davidsson@nt.norut.no (Gunnar Davidsson) skrifar:
Eg gjer dog ganske greit faen!
Arrogant eg ikkje er nei!
Det er nok deg hei!
Mao er dau
Lenin au
Men ikkje torsken
og heller ikke norsken
Eg rukar naar eg vil
Ikkje eingong uten tvil
Men med tjollahopp og sang
saa at alle dalane klang
Eg tykkjer faen ikkje Island er ett fett
Er du mykkje teit i hauet du din kjepp?
Eg sier det igjen
Eg meinte det som ein gjeip!
Jauda eg kan kansje rime eg og
Hiv deg paa og bli med eit tog
Der rukinga er ein fest
og ein mannstest!
Smugu drapa:
Nu er allur fiskur farinn
finnst ei mer a Islands grunn
eidimoerk er eins og halinn
engan fisk ad fa i munnSegja okkur strakar spakir
skodad hafa skyldleikann
Sami stofn i austri vakir
og her heima fordum fann
Farinn er vor fini thorskur
fluinn austur, synti i kaf
A sama hatt og sildin norskur
sestur ad i Barents haf
Please somebody, continue......
Gunnar Davidsson
Og ætli nojararnir séu ekki bara alveg mát núna, því varla skilja þeir íslensku.
Til baka í efnisyfirlit Sæmundur Bjarnason
HLJÓÐKORT
Það verður stöðugt vinsælla og vinsælla að setja sérstakan "hljóðbúnað" í einkatölvur. Kannski er þarna á ferðinni "fyrsta skrefið" til margmiðlunar (MultiMedia).
Ég sjálfur er með hljóðkort í vélinni minni. SoundBlaster 2.0 PRO. SoundBlaster (SB) er með stærri stöðlum í þessum heimi í dag. Svo er SB samhæft við Adlib. Kannski ég fari aðeins út í hvað þetta þýðir og skoðum aðeins hvert kort fyrir sig.
* SoundBlaster * Mjög útbreytt hljóðkort og er hægt að nota við "flest alla" leiki sem eru ekki orðnir "allt of gamlir" :-) Til eru nokkrar gerður af SoundBlaster hljóðkortinu. Útgáfa 1 og 2 og síðan PRO I og PRO II. Hvað þýðir þetta nú?? SB 1 er 12 rása (mono) FM hljóðkort með einni "effectarás". 2 er 24 rása MONO hljóðkort með einni effectarás". PRO I og II eru 24 rása STEREO FM-rása hljóðkort (með effectarás) en II er að miklum hluta gert úr svokölluðum SMD-kubbur. (surface mounted device) Sagt er að hann bili minna og einnig er hann minni um sig í tölvunni (mjög gott fyrir hinar nýju "slim-line" vélar). Með SoundBlaster pro II fylgir diskur með hugbúnaði til að spila bæði FM og MIDI hljóð. Breyta, klippa, búa til "presentation" og auk þess Windows hugbúnaður (mixer og MIDI-spilari).Og svo sá allra nýjasti. SB 16 sem er MJÖG gott kort. Til að bera saman þá er SB I, II, pro I og pro II ekki nema 8 bita en SB 16 er jú 16 bita [vantar meiri upplýsingar um SB 16]
* Adlib * Er eins og SB I og II (ekki PRO) nema að allir "effectar" eru gerðir með tónum. T.d. tal og annað þvíumlíkt.
* Roland MT32 * Það er eiginlega alveg sér á parti. Þar eru ekki notaðar FM rásir til að herma eftir hljóðfærum heldur er einhvern vegin búið að forrita kortið með upptökum af ekta hljóðfærum. Það er dálítið dýrara en áðurnefnd kort. Það er mikið notað af "atvinnumönnnum" í tónlist. Þó þekki ég nokkra sem nota þetta í leiki. En það er svona svipað og að slátra mýflugu með stórskotaliðsriffli. :-) Samt er búinn að vera sá möguleiki að blanda saman SB og Roland því að Roland getur ekki framkallað neina effecta, því er mjög gott að blanda því besta úr báðum heimum.Mörg önnur kort eru til en þessi eru einna útbreiddust hér á landi. Kannski er best að líta á nokkra eiginlega mismunandi korta og hvað er hægt að gera með þau annað en að "juða" í leikjum. :-)
Til að gera eitthvað virkilega sniðugt er nauðsynlegt að hafa einhvern hugbúnað til að breyta og blanda hljóð. Þetta fylgir sumum kortum en einnig er hægt að kaupa slíkan hugbúnað sér. Það er nefnilega svo að Recorder í Win31 er bara ekki nógu góður til að gera flotta hluti... Góður eiginleiki er að hafa þjöppun á, því að hljóð sem er í CD hljómgæðum tekur gríðarlega mikið pláss.
Texti í tal. Að geta látið kortið lesa upp úr texta-skrá eða einhverju öðru er ágætt. Slík hljóð er gerð með "hljóðgerfli" og eru því "vélræn". Með SoundBlaster fylgir slíkur hugbúnaður.
Raddþekking. Að tala við tölvuna sína var í eina tíð talið að eingöngu hinir stórskrýtnu eða þeir sem eru einmana geri. En nú er þetta að verða sjálfsagður hlutur. T.d. er Apple að senda frá sér vél (Quadra 840 AV (AV = Audio/Vision)) sem er með innbyggðum hljóðnema og hátölurum.
MIDI tengi. Er "tungumál" hljóðfæra. Getur tengt saman hljómborð og tölvu og "tekið" upp (eða skrifað á skjáinn sem nótur) það sem spilað er á hljómborðið. Hægt er að nota SB í þessum tilgangi. En það þarf að kaupa sérstakt tengi sem er svona ja .... "extra" ...
Það er hægt að gera ótrúlega margt með hljóðkorti og hef ég eingöngu minnst á nokkur atriði og nokkur kort.
Til baka í efnisyfirlit Tryggvi R. Jónsson
trigger@ismennt.is
VISKÍ - TEGUNDIR
The Whiskey story
An
Til baka í efnisyfirlit
Old Smuggler told
Sir William that he saw
Paul Jones take
Lord Calverts daughter
Queen Anne out riding on his
White horse down to
Royal Castle near
House of Lords and for a
Silver dollar he laid her on the
Green Carpet with her
Bottom up and tickled her
Old drum with
Three feathers and took out his
Johnny Walker which was hard as a
Canadian Club and put it in her
Red Hackle and gave her a slut of
Cream of Kentucky which started
Wilkins family.
INNRI GERÐ TÖLVA
HVERNIG VINNUR PC-TÖLVAN ÞÍN? Hvernig túlkar PC-tölvan þín fyrirskipanirnar sem þú gefur henni og hvernig geymir hún upplýsingar. Í þessari grein er útskýrt hvað gerist inni í tölvunni.
Við notum öll PC-tölvur á einn eða annan hátt, en hve mörg okkar vita hvernig þær vinna? Þetta er dálítið líkt því að keyra bíl - þú þarft ekki að þekkja í sundur rafeindakveikju og yfirliggjandi knastás til að geta keyrt í vinnuna, en þegar eitthvað bilar þarftu að hringja á næsta verkstæði.
Það er svipað að nota PC-tölvu, þó þær séu venjulega svolítið hreinni að innan. Væri ekki fróðlegt að vita hvað gerist undir lokinu og hversvegna. Þetta er fyrsta greinin í flokki sem á að kynna grundvallaratriði tölvuhönnunar og útskýra ýmis sértæk tölvuorð. Ekki stendur til að reyna að gera lesendur að rafeindaverkfræðingum - aðeins að útskýra hvað þessir undarlegu kubbar og tengingar gera í raun og veru.
Fyrst komum við að móðurborðinu - stundum kallað PCB (Printed Circuit Board) þar sem allir meginhlutar PC- tölvunnar eru. Tölva er vél til þess að vinna úr upplýsingum og við viljum vita hvaða hlutverki hver hlutur i tölvunni gegnir í þessari vinnu.
MÓÐURBORÐIÐ Eitt vandamál kemur jafnan upp þegar lýsa á því sem gerist inni í tölvum, en það er að það eru til svo margvíslegar samsetnigar. Tilhneiging er til þess nú til dags að setja eins mikið af rafrásum tölvunnar og hægt er á móðurborðið og auka með því öryggið og lækka framleiðslukostnaðinn.
MIÐVERKIÐ Heili hverrar tölvu er miðverkið, CPU (Central Processing Unit) Eins og felst í nafninu er þetta sá hluti kerfisins sem vinnur alla erfiðustu vinnuna; framkvæmir fyrirskipanir tölvuforritsins.Skipanirnar sem tölvan vinnur með á þessu stigi mundu vera venjulegum notanda með öllu óskiljanlegar því þær eru bara runa af tvíundartölum. Á þann hátt geymir tölvan allar sínar upplýsingar og grundvallar mælieiningin er biti eða "bit" á ensku sem er stytting á "BInary digitT" Hver biti getur aðeins haft gildið núll eða einn og eftir þessu er hægt að finna eina aðferð til að mæla afl miðverksins - fjöldi bita sem hægt er að meðhöndla samtímis.
Elstu viðskiptatölvurnar og margar heimilistölvur nota 8 bita örgjörva, en PC-tölvur byggjast á 16 bita eða 32 bita örgjörvum. Þeir geta meðhöndlað tvisvar til fjórum sinnum stærri einingar og hafa þannig meiri vinnslugetu og meiri hraða. Hraði miðverks er mældur í megahertzum (MHz) og eins og með hraða í kílómetrum pr. klukkustund er það þeim mun betra sem sú tala er hærri.
Örgjörvar sem notaðir eru í IBM samhæfðar PC-tölvur eru allir úr sömu fjölskyldunni og koma upphaflega frá fyrirtækinu Intel. 8088 og 80286 (sem venjulega er aðeins kallaður 286) eru 16 bita hönnun, nýjustu örgjörvarnir 80386 (386) og 486 eru 32 bita og keyra auk þess á meiri hraða.
TENGIBRAUTIN (The Bus) Þó miðverkið (CPU) sé mikilvægasti hluti tölvunnar þarf það að hafa samskipti við aðra hluta tölvunnar til þess að koma einhverju í verk. Þau samskipti fara fram um tengibrautina (The Bus), net slóða sem tengja hina ýmsu hluta tölvunnar á móðurborðinu og um stækkunarraufarnar við tæki utan þess.Þessi vinna líkist því sem símakerfi gerir, þ.e. að beina rafboðum til rétts ákvörðunarstaðar. Því stærri sem tengibrautin er (í bitum talið) því meiri hraði næst. Þessi breidd þarf að vera í samræmi við breidd miðverksins, en hérna byrja hlutirnir að verða dálítið flóknir því sum miðverk hafa eina tengibrautarbreidd innra með sér en tengjast veröldinni með annarri (minni) breidd. Þetta er venjulega gert í sparnaðarskyni og af markaðslegum ástæðum, fremur en af tæknilegum ástæðum og þýðir að tölvan verður svolítið ódýrari, en býr ekki yfir sama afli.
Flestar PC-tölvur hafa röð stækkunarraufa þar sem hægt er að tengja ýmsa aukahluti og jaðartæki og hér kemur tengibrautarbreidd tölvunnar best í ljós og um er að ræða margar mismunandi gerðir. Hin upphaflega IBM PC-tölva hafði átta bita raufar og slíkar raufar eru á öllum tölvum sem nota 8088/8086 gjörva og átta bita ytri tengibraut. (Databus eða gagnabraut)
Þegar IBM PC/AT tölvurnar (oftast nefndar einungis AT- tölvur) komu á markaðinn með sín 16 bita 286 miðverk var hún með 16 bita stækkunarraufar með 8 bita innstungum á. Þetta þýddi að í hverja stækkunarrauf mátti setja hvort heldur sem var 8 bita eða 16 bita kort allt eftir því sem þurfti og þetta vinsæla fyrirkomulag var nefnt ISA (Industry Standard Architecture)
Með tilkomu 386 tölvanna hafa orðið til tveir ósamhæfðir 32 bita staðlar; EISA (Extended Industry Standard Architecture) sem er samhæfður gömlu ISA kortunum og MCA (Micro Channel Architecture) frá IBM sem er ekki samhæfður. Flestar 386/486 PC-tölvur halda sig við ISA 16 bita staðlaðar raufar, en eru gjarnan með eina 32 bita stækkunarrauf (venjulega óstaðlaða eigin hönnun) sem notuð er til minnisstækkunar.
MINNIÐ Tengibrautin flytur upplýsingar til innan tölvunnnar og miðverkið bíður eftir að meðhöndla þær en hvaðan koma upplýsingarnar? Ef litið er til skamms tíma koma þær frá RAM-minni tölvunnar eða ritminni. (Random Access Memory) skammtíma geymslusvæði fyrir forrit (sem eru langir listar af fyrirskipunum til miðverksins) og meðfylgjandi gögn.Stærð þessa svæðis hefur áhrif á getu tölvunnar og er mælt í bætum (bytes). Hvert bæti er röð af 8 bitum og í því kemst fyrir nægilegt magn upplýsinga til að tákna einn bókstaf. Stórar einingar minnis eru mældar í kílóbætum (u.þ.b. eitt þúsund bæti) og megabætum (u.þ.b. milljón bæti), og því stærra sem minnið er þeim mun betra.
Hinsvegar er það svo að af tæknilegum og að nokkru leyti sögulegum ástæðum getur verið erfitt að nota minni fyrir ofan 640 K (kílóbæti) og verður komið nánar að því síðar. Ritminnið hefur einn stóran ókost og hann er sá að þegar slökkt er á tölvunni þá glatast allar upplýsingar sem þar eru, þannig að við getum kallað það tímabundna geymslu. Hægt er að geyma upplýsingarnar á varanlegri hátt með því að flytja þær á harðdiska eða disklinga.
DISKAR Algengast er að geyma tölvuforrit og gögn á diskum, en af þeim eru tvær aðalgerðir.Í fyrsta lagi eru sveigir diskar eða disklingar (floppy disk, diskette) sem eru útskiptanlegir og hægt er að taka úr tölvunni hvenær sem er og setja aðra í staðinn. Geymslupláss þeirra er takmarkað (360 K til 1,4 Mb (megabæt) eða u.þ.b. 180 til 720 blaðsíður af texta), en þú getur notað eins marga og þú vilt.
Í öðru lagi eru harðdiskar (hard disk, fixed disk). Þeir eru venjulega innbyggðir í tölvuna og stærð þeirra er gjarnan á bilinu 20 til 200 Mb. Þar er hægt að geyma mikið af upplýsingum og fjölda forrita á einum diski. Þetta er miklu þægilegra og hraðvirkara en að nota marga disklinga.
Báðar þessar diskategundir geyma upplýsingarnar með segulmögnun á svipaðan hátt og venjuleg segulbönd fyrir hljóðupptökur, en þó með meiri nákvæmni. Síðar verður fjallað nánar um það. Fyrir allar gerðir diska þarf rafeindastýringu sem kalla mætti diskstjóra (disc controller). Hann er oft á móðurborði tölvunnar en getur líka verið á korti sem sett er í stækkunarrauf.
SKJÁSTJÓRI Þegar er búið að minnast á flesta hluta tölvunnar, en við þurfum þó að geta fylgst með því hvað gerist og þá kemur skjárinn (monitor) til. Skjástjóri (Display Adaptor, Video Controller) sendir merki til skjásins sem þar verður að mynd. Mismunandi gerðir skjáa og skjástjóra eru til með mismunandi möguleikum en nokkur atriði eru sameiginleg öllum.Mestu máli skiptir að upplýsingar sem sendar eru til skjásins geta verið með tvennu gjörólíku móti. Gamla hefðbundna aðferðin var að senda textatákn, sem gátu verið bókstafir, tölustafir og ýmis önnur tákn, á svipaðan hátt og gert er með ritvél. Fjöldi tákna er með þessu móti takmarkaður við þau tákn sem eru innbyggð í skjástjórann (venjulega er um að ræða 255 tákn alls). Þannig gátu sum tungumál skapað verulega erfiðleika og útilokað var að birta nákvæm gröf eða myndir.
Hin aðferðin er að nota myndræna eða grafíska framsetningu (All Points Adressable) en þá teiknar tölvan bókstaflega hvern punkt á skjánum sérstaklega. Þessi aðferð er mjög fjölhæf og hægt er að búa til hvers kyns myndir og tákn en vegna þeirra útreikninga sem þetta útheimtir er þessi aðferð hægvirkari en textaháttur.
Mörg mismunandi afbrigði eru til af myndrænu eða grafísku aðferðinni og bestu og nýjustu gerðirnar geta sýnt fíngerðari myndir og í fleiri litum en þær eldri. Nánar verður fjallað um þetta efni síðar.
ÍLAGS OG FRÁLAGS INNSTUNGUR (I/O PORT) Þegar hefur verið minnst á innbyggðu stækkunarraufarnar en sum jaðartæki eru yfirleitt ekki höfð inni í tölvunni, eins og til dæmis prentarar. Þessvegna hafa allar tölvur a.m.k. eina innstungu til að flytja gögn að og frá.Aftur er aðallega um tvær gerðir að ræða.
Samhliðatengið (parallel eða centronics port) er aðallega notað fyrir prentara og getur flutt gögn með miklum hraða, en yfirleitt aðeins í aðra áttina. Raðtengið (RS- 232 eða serial port) er gert til þess að geta flutt gögn í báðar áttir og er þess vegna oft notað til þess að tengjast mótaldi (modem) til samskipta gegnum símakerfið.
Algengt er núorðið að tölvur hafi tvö raðtengi og er þá hægt að nota það síðara fyrir mús. Vegna þess að raðtengin flytja aðeins einn bita í einu eru þau venjulega hægvirkari en samhliðatengin og þurfa oft sérstaka stillingu á endunum og þannig verður flóknara að tengja þau. Samhliðatengin flytja eitt bæti af gögnum í einu og vegna nær algjörrar stöðlunar virka þau oftast um leið og þau eru sett í samband.
VÆNTANLEGT Í þessari stuttu grein um undirstöðuuppbyggingu PC- tölvunnar höfum við athugað nokkra grundvallarhluta hennar og hvað þeir gera. Það eru engir galdrar fólgnir í þessu - bara dálítið af hátækni sem reynt er að gera okkur lífið svolítið auðveldara með. Síðar verður væntanlga tækifæri til að athuga sumt af þessu nánar og einnig ýmsa aðra hluta tölvunnar.Lauslega þýtt og endursagt úr ensku af
(Grein þessi birtist áður í Fréttabréfi PC-tölvuklúbbsins.) Sæmundi Bjarnasyni
LÍTIL DÆMISAGA
það var einu sinni lítill spörfugl, sem ákvað að fljúga ekki suður á bóginn þegar haustaði. En það kólnaði í veðri og litla fuglinum varð kalt. Svo hann flaug af stað. En á leiðinnni lenti hann í éli og hlóðst snjór á vængina svo fuglinnn féll til jarðar og hafnaði í húsagarði á bóndabæ. Þar lá hann í snjónum og var alveg að krókna þegar belja gekk framhjá og skeit á hann. Fuglinn hélt að nú væri öllu lokið. En skíturinn yljaði honum og brátt varð hann svo kátur að hann fór að syngja. Þá kom köttur sem heyrði til hans, skóf af honum skítinn og át hann.
Þessi saga kennir okkur að:
1. Sá sem skítur á þig er ekki endilega óvinur þinn.
2. Sá sem kemur þér úr skítnum er ekki endilega vinur þinn.
3. Ef þér líður vel í skítahrúgunni, hafðu þá vit á því að halda kjafti.
ÍSLENSKI HESTURINN
Eftirfarandi tilkynning birtist á soc.culture.nordic í dag, sunnudag 29. ágúst 1993. (Er ekki kominn tími til að fara að fylgjast með þessum Usenet ráðstefnum?)
Icelandic Horse enthusiasts are in for a real treat!
The October, 1993 issue of HORSE & RIDER (a U.S. magazine) is devoted to the Icelandic Horse.
Check the newsstands if you don't subscribe!
--
Lars Perner perner@scf.usc.edu
Department of Marketing, MC 1421
University of Southern California
Los Angeles, CA 90089-1421, U.S.A.
--Ef einhverjir lesendur skyldu ekki vera alveg klárir á enskunni þá hljóðar þetta svona í lauslegri þýðingu.
Áhugafólk um íslenska hestinn á sannarlega von á góðu!
Októberheftið 1993 af HORSE & RIDER (sem er bandarískt tímarit) er helgað Íslenska hestinum.
Ef þú ert ekki áskrifandi skaltu fylgjast með í bókabúðum.
--
Ég minnist þess að Lars þessi Perner hefur áður sent á soc.culture.nordic ýmislegt um íslenska hestinn og er greinilega mikill áhugamaður um hann.
Til baka í efnisyfirlit Sæmundur Bjarnason
TIL LESENDAVinsamlega sendið mér línu um hvernig ykkur líkar blaðið. Reyndar væri mjög gott líka að fá bréf þó ekki stæði í þeim nema: Las Rafritið. Með því móti væri hægt að fá svolitla hugmynd um dreifingu blaðsins.
Þeir sem sækja blaðið á Stöð 2 BBS þurfa þó ekki að láta vita af því, vegna þess að þar get ég fengið nákvæmar upplýsingar um hve margir dánlóda það, en vitanlega væri ekki síður gaman að vita hvernig þeim líkar blaðið.
Rafpóstfang mitt er saemund@ismennt.is en þeir sem tengdir eru Íslenska Menntanetinu þurfa að athuga að einungis á að stíla bréf til mín á "saemund" en sleppa @ismennt.is
Sæmundur Bjarnason