2. tbl. 17. janúar 1994 2. árg.

EFNISYFIRLIT

  1. Frá ritstjóra.

  2. Dæmisaga Poincaré. Atli Harðarson

  3. Alheimsþorpið er hér nú þegar. Sæmundur Bjarnason

  4. Rafritið er komið á Gopher. Sæmundur Bjarnason

  5. Bækur á Interneti. Sæmundur Bjarnason

  6. Hvað er BBS? Björn Davíðsson

  7. MPEG.Tryggvi R. Jónsson

  8. Internet á Íslandi. Sæmundur Bjarnason

  9. Sjónvarp - sími - tölvur. Sæmundur Bjarnason

  10. Bréf til blaðsins.

  11. Óopinbera broskalla-orðabókin.


FRÁ RITSTJÓRA

Jæja, ekki dugir að slá slöku við í boðun Internet-fagnaðar- erindisins. :-) Ég var búinn að lofa blaði 17. janúar og við það verð ég að standa. Ekki er því að neita að efnisöflun fyrir þetta blað hefur ekki gengið alveg að óskum en við því er ekkert að gera. Því miður er ekki hægt að birta þær greinar sem rætt var um í síðasta blaði að væntanlega yrðu í þessu, en áfram verður unnið að því að þær birtist á næstunni.

Eftirtaldir hafa gerst áskrifendur að Rafritinu síðan síðast:

olit@ismennt.is Óli Þór Atlason
smg@u.washington.edu Sigurður M. Garðarsson
tsigu@vsys0.hac.com Þorvaldur Egill Sigurðsson
jonasg@ismennt.is Jónas Gunnlaugsson
steingrimur.jonsson@ub1.lu.se Steingrímur Jónsson
markus@bibiana.eng.miami.edu Markús Guðmundsson
gsigu@vsys0.hac.com Guðmundur Sigurjónsson
hjorl@ismennt.is Hjörleifur Hjálmarsson
palmi@ismennt.is Pálmi B. Jakobsson
sigurb@ismennt.is Sigurbjörn Arngrímsson
steingri@chapman.edu Ragnar Steingrímsson
fridrik@ismennt.is Friðrik Guðnason
e2hilmar@etek.chalmers.se Hilmar Hauksson
johanna@assistant.beckman.uiuc.edu Jóhanna V. Gísladóttir
kristjg@rhi.is Kristján B. Guðmundsson

Það þykir kannski undarlegur siður hjá mér að birta alltaf í blaðinu nöfn þeirra sem gerst hafa áskrifendur síðan síðast og tilgangurinn með þessu er fremur óljós í mínum huga. Ég er nú samt að hugsa um að halda þessu áfram og vona að það dragi ekki úr mönnum að gerast áskrifendur. Auðvitað mundi ég þó sleppa einstökum nöfnum ef ég væri sérstaklega um það beðinn, því þetta er ekkert skilyrði fyrir því að fá að gerast áskrifandi.

Sæmundur Bjarnason.

Til baka í efnisyfirlit


DÆMISAGA POICARÉ

Á kringlóttri flatri plötu búa nokkrir flatir vísindamenn. Þeir eru ekki bara lágvaxnir heldur bókstaflega tvívíðir, svo marflatir sem mest getur verið. Þeirra helsta líf og yndi er að rannsaka heiminn sem þeir búa í og velta því fyrir sér hvernig hann varð til og hvaða náttúrulögmál ríkja yfir honum. Stjörnufræðingarnir meðal þeirra þykjast vissir um að heimurinn sé óendanlega stór: Rúmið teygi sig endalaust í allar áttir og sé sveigt þannig að gegnum punkt sé hægt að draga margar línur samsíða gefinni línu.

Þeir vita ekki að litla flata sólkerfið þeirra er á miðjum litlum flötum diski því diskurinn er með þeim ósköpum gerður að allir hlutir dragast saman þegar þeir fjarlægjast miðju hans þannig að þegar hlutur sem hefur stærðina m þegar hann er staddur á miðjum fletinum er kominn a/b hluta leiðarinnar frá miðju að jaðri er stærð hans aðeins (1-(a/b)2) * m.

Sé hlutur til dæmis kominn fjórðung leiðarinnar frá miðju að jaðri hefur stærð hans margfaldast með (1 - 0.252) sem er jafnt og 0,9375. Þegar hann hálfnaður að jaðri er stærðin (1 - 0.52) sinnum sú stærð sem hann hafði á miðju hringsins og þegar hlutur er kominn 99% leiðarinnar frá miðju að jaðri er hann kominn niður í (1 - 0.992) eða 1,99% af upphaflegri stærð. Sá sem reynir að ganga á heimsenda minnkar sem sagt stöðugt og tekur styttri og styttri skref og kemst aldrei á leiðarenda.

Það er ekki nóg með að stærð allra hluta breytist þegar þeir færast nær eða fjær miðju heimsins heldur er brotstuðull ljóss líka háður fjarlægðinni frá miðju þannig að sé maður kominn a/b hluta leiðarinnar frá miðju að jaðri er brotstuðull ljóss á þeim stað 1/(1 - (a/b)2). Öllum öðrum náttúrulögmálum er hnikað til á líkan hátt svo það er alveg sama hvaða athuganir flötu vísindamennirnir gera þeim virðist alltaf að rúmið sé sveigt og óendanlegt í allar áttir. Við sem erum þrívíð og vitum betur getum horft niður á diskinn þeirra og hlegið að vitleysunni í þeim en geta þeir nokkurn tíma vitað hve hlálega er komið fyrir þeim?

Þessi flatlendingasaga var fyrst sögð af franska stærð- fræðingnum og heimspekingnum Jules Henry Poincaré sem uppi var á árunum 1854 til 1912. Greinin um þennan flata heim birtist í frægustu bók Poincaré sem heitir La Science et l'hypothŠse og kom út árið 1902 eða þrem árum á undan hinni sértæku afstæðiskenningu Einsteins og 14 árum á undan almennu afstæðiskenningunni. En eins og ég hef áður minnst á felur almenna afstæðiskenningin í sér þá skoðun að rúmið sem inniheldur sólirnar og allt sem er sé sveigt eða bogið.

Flatlendingasaga Poincaré er reyndar ekki öll sögð. Hann bætir því við að einum vísindamanninum detti í hug að kannski sé rúmið flatt og endanlegt en virðist bara sveigt og óendanlegt vegna þess að stærð hluta breytist þegar þeir færast nær eða fjær miðju. Þessi vísindamaður reynir að sannfæra félaga sína en þeir sjá enga ástæðu til að taka kenningu hans alvarlega. Þeir viðurkenna að vísu að hún komi fullkomlega heim við allar athuganir og mælingar en geta bent á að viðtekin kenning um óendanlegt sveigt rúm geri það líka og sé auk þess miklu sennilegri. Þeim finnst hún auðvitað sennilegri því þeir eru vanir henni.

Hafa flötu vísindamennirnir einhverja möguleika á að komast að því að sérvitringurinn hefur rétt fyrir sér? Geta þeir með einhverju móti skorið úr um hvor kenningin er rétt. Poincaré segir "nei" og eins og hann setur dæmið upp virðist óhjákvæmilegt að taka undir með honum.

Poincaré sagði þessa sögu til að rökstyðja þá skoðun sína að menn geti aldrei komist að neinum sannleika um hvaða rúmfræði lýsir veruleikanum eins og hann er. Það er sama hvaða mælingar og athuganir menn gera, þær koma alltaf heim við margar mismunandi kenningar um gerð rúmsins. Ef menn ákveða að líta svo á að ljósgeislar ferðist alltaf eftir beinum línum í tómarúmi, stærð hluta breytist ekki þótt þeir séu færðir til og klukka gangi jafnhratt hvar sem hún er stödd o.s.fr. þá takmarkast að vísu mjög möguleikarnir á að velja rúmfræðikenningu. En hvers vegna skyldu menn gera ráð fyrir öllu þessu? Um leið og gert er ráð fyrir þeim möguleika að ljósið kunni að ferðast eftir sveigðum línum í tómarúminu, hlutir kunni að breyta um stærð við að vera færðir o.s.fr. þá opnast ótal möguleikar og það er engin leið að gera upp á milli þeirra með mælingum eða rannsóknum.

Af þessu dró Poincaré þá ályktun að vísindamenn hafi frjálst val um hvaða rúmfræði þeir nota og þeir muni alltaf velja hefðbundna evklíðska rúmfræði, sem gerir ráð fyrir að rúmið sé "flatt", og sníða eðlisfræði sína að henni vegna þess að hún er einföldust. Það liðu að vísu ekki mörg ár frá útkomu La Science et l'hypothŠse þar til eðlisfræðingar með Einstein í fararbroddi tóku að gæla við þá hugmynd að rúmið sé ekki evklíðskt, heldur sveigt. Síðan hefur komið á daginn að þótt það flæki málin svolítið að gera ráð fyrir sveigðu rúmi þá er sá skaði meir en bættur, því eðlisfræði sem gerir ráð fyrir sveigðu rúmi er mun einfaldari heldur en það kenningafargan, um sveigða ljósgeisla o.fl., sem menn þyrftu að burðast með ef þeir vildu halda í evklíðska rúmfræði.

En rök Poincarés hættu samt ekki að ásækja eðlisfræðinga og heimspekinga. Getur verið að við séum í svipaðri aðstöðu og flatlendingarnir? Búum við kannski í litlum kúlulaga heimi? Sitja kannski einhverjir guðir eða stíðnispúkar fyrir utan kúluna og hlæja að okkur?

Í sögu Poincaré hafði sérvitri vísindamaðurinn rétt fyrir sér og hinir rangt. En ef það er nú ekkert til utan þessa heims, ekki einu sinni ginnungagap, og sumir vísindamenn telja að rúmið sé endanlegt, aðrir að það sé óendanlegt, sumir að það sér sveigt, aðrir að það sé flatt, hafa þá sumir rétt fyrir sér og aðrir rangt eða er kannski enginn sannleikur um þetta efni?

Atli Harðarson

Til baka í efnisyfirlit.


ALHEIMSÞORPIÐ ER HÉR NÚ ÞEGAR

Alheimsþorpið (The Global Village) er hér nú þegar. Þú þarft ekki að fara lengra en að næstu tölvu. Ef hún er tengd mótaldi og símalínu þá þarftu ekkert annað að gera en að útvega þér aðgang að Interneti (T.d. með því að gerast áskrifandi að Íslenska Menntanetinu fyrir 1500 krónur + VSK á mánuði) og þá getur þú tekið fullan þátt í starfsemi Alheimsþorpsins.

Hvergi er þetta ljósara en á irc-inu. (Internet Relay Chat) Þar getur þú hitt fólk víðsvegar að úr veröldinni þúsundum saman og spjallað við það og t.d. skiptst á upplýsingum og forritum eða hvers kyns tölvuskrám. Þetta fólk situr við tölvuna sína heima hjá sér eða í skólanum eða á vinnustaðnum og er í beinu sambandi við alla aðra sem eru á irc-inu og vilja hafa samband við það. Og þetta kostar ekki neitt umfram fyrrnefnt áskriftargjald.

Irc-ið er bara forrit sem er á flestum tölvum sem tengdar eru Interneti. Það er hægt að gera ótal margt fleira. T.d. að leita að hvers kyns upplýsingum á tugum eða hundruðum þúsunda tölvugagnabanka út um allan heim. Tengjast öðrum tölvum hvar sem er í heiminum til að fara í leiki, tefla eða spila við einhverja sem hafa það sama í huga og þú. Nú eða sækja eitthvert út í heim nýjustu forritin á þínu áhugasviði. Eða taka þátt í alþjóðlegum ráðstefnum um næstum hvað sem finnanlegt er undir sólinni. Alþjóðlegu ráðstefnurnar eru a.m.k. 5 eða 6 þúsund.

Ef þú hefur aðgang að Interneti getur þú haft bein samskipti við fólk út um allan heim svo tugum milljóna skiptir. Sent því póst, mælt þér mót við það á irc-inu, sent því skrár eða forrit, farið í leiki við það eða eitthvað annað.

Sagt er að starfsemi Internets aukist um uppundir 10 prósent á mánuði um þessar mundir. Þetta eru e.t.v. ýkjur, en það má svo sannarlega merkja stóraukinn áhuga hérlendis á hvers kyns tölvusamskiptum og ekki bara eingöngu á Interneti. BBS-kerfum fjölgar nú sem aldrei fyrr, framboðið á íslensku efni á þeim fer einnig ört vaxandi og notendum fjölgar jafnt og þétt.

Já, Alheimsþorpið er í tölvunni þinni og það kostar alls ekki svo mikið að virkja það. Það er ekki fólgið í rándýrum farsímum, gerfihnattadiskum eða nýjustu græjunum, heldur í tölvunni þinni og mótaldinu. Tölvan þarf ekki að vera fullkomin, næstum því hvaða tölvuvesalingur sem er getur dugað og sama er að segja um mótaldið, það þarf alls ekki að vera dýrt til að koma að fullu gagni.

En það eru tveir gallar á þessu. Annar er sá að í Alheims- þorpinu er töluð enska og ef þú kannt hana ekki þá eru þér svo gott sem allar bjargir bannaðar. Hinn gallinn er sá að tæknin í kringum þetta allt saman er ennþá dálítið flókin og fráhrindandi.

Það er einmitt hérna sem Rafritinu er ætlað að koma að notum. Hugmyndin er sú að hér sé hægt að finna ýmiss konar leiðbeiningar og upplýsingar sem að gagni mega koma í baráttunni við að ná tökum á þessari nýju tækni. Blaðið er þó ekki einskorðað við þetta heldur birtist oft ýmiss konar annað efni í bland. En fyrst og fremst byggist velgengni blaðsins á því að hafa nógu gott samband við lesendur sína. Nýir höfundar efnis eru alltaf sérstaklega velkomnir og aldrei verður of brýnt fyrir fólki að láta ekki feimni eða óframfærni fæla sig frá því að hafa fullt gagn og gaman af þessum nýja heillandi heimi.

Sæmundur Bjarnason

Til baka í efnisyfirlit.


RAFRITIÐ ER KOMIÐ Á GOPHER

Rúnar Júlíusson sendi eftirfarandi bréf inn á póstlistann "rafritid" þann 6. janúar s.l. Ég birti bréfið hér líka því talsvert fleiri lesa blaðið en þeir sem fá það í áskrift á póstlistanum:

Sælir, áskrifendur Rafritsins...

Rafritið hefur núna verið sett undir Gopher-svæði Íslenska menntanetsins og verða öll ný tölublöð sett þar inn við fyrsta tækifæri í framtíðinni.

Rafritið er þar að finna í aðalvalmynd Gopher undir valkostinum "Greinar" og þar undir valkostinum "Rafritið".

Allir áskrifendur Menntanetsins komast inn á Gophersvæðið með því að velja Gagnasöfn/Gopher í Aðalvalmynd vinnuumhverfisins eða með því að skipa "gopher" úti í skel.

Áskrifendur utan Menntanetsins, jafn hérlendis sem erlendis sem hafa aðgang að gopher-server komast inn með því að skipa "gopher akureyri.ismennt.is" þar sem Menntanetið er þekkt, en "gopher 193.4.2.1" annars staðar.

Kveðja

Rúnar

Við þetta er engu að bæta en vonandi verður þetta til þess að auðvelda þeim að nálgast eldri tölublöð Rafritsins sem áhuga hafa á því. Einnig gæti þetta orðið til þess að fleiri "uppgötvi" blaðið.

Í lokin má svo geta þess að fyrir nokkru bauð ég þeim sem stjórnar Háskóla-Gophernum að setja Rafritið þar, en að undanförnu hefur verið unnið nokkuð að því þar að bæta Gopher-þjónustu háskólans t.d. með því að setja þar inn gengisskráningu, sjónvarpsdagskrá og upplýsingar um strætis- vagnaferðir o.fl. Þessu tilboði mínu var hafnað en eins og Rúnar lýsir í sínu bréfi er Ísmennt-Gopherinn ekki bara fyrir Ísmennt, heldur geta allir nálgast það sem þar er.

Sæmundur Bjarnason

Til baka í efnisyfirlit.


BÆKUR Á INTERNETI

Eitt af því fyrsta sem maður tekur eftir þegar maður fer að flækjast um á Interneti er að þar er að finna mikinn fjölda af bókum í tölvutæku formi. Mest eru þetta nokkuð gamlar og sígildar bækur og greinilegt að höfundarréttur á þeim er úr gildi fallinn. Dálítið er líka um nýrri bækur en þá er einkum um að ræða fræðibækur og upplýsingarit.

Ég hef mjög lítið gert af því að flytja heim slíkar bækur enda bara með gamalt og lélegt 2400 bps mótald og skrárnar að sjálfsögðu alltaf nokkuð stórar. Ég hef þó aðgang að 14400 bps mótaldi og um daginn datt mér í hug að prófa að taka niður með því eina nokkuð stóra bók. Það var bókin Ívar Hlújárn (Ivanhoe) eftir Sir Walter Scott sem varð fyrir valinu en þá bók (eða úrdrátt úr henni) las ég margoft þegar ég var barn og unglingur. Skráin var textaskrá milli 1,3 og 1,4 megabæt að stærð. Flutningurinn af Ismennt og á mína tölvu tók 6 mínútur sléttar og var ég mjög ánægður með þann hraða.

Annars var það ekki þetta sem ég ætlaði að ræða um í þessari grein, heldur hugmynd sem ég hef fengið, eða öllu heldur rænt frá syni mínum Benedikt. (Það var hann sem tók sér eitt sinn fyrir hendur þegar hann var atvinnulaus að æfa sig í vélritun með því að pikka inn á tölvu Bandamannasögu (Af hverju Bandamannasögu? Jú, hún var einfaldlega fremst í bókinni.))

Hugmyndin er semsagt sú að reyna að koma því í kring að einhver hópur manna bindist um það samtökum að vinna að því að setja á tölvutækt form Íslendingasögurnar allar og svo mikið af íslenskum úrvalsbókmenntum sem hægt er og gera aðgengilegt öllum sem áhuga hafa á, án nokkurs endurgjalds.

Það eru margir kostir við að vinna að slíku í hóp. Með því móti mætti skipta stórum verkum upp í kafla sem margir ynnu að í einu og þannig kláraðist verkið á styttri tíma. Prófarkalestur yrði í höndum annarra en þeirra sem vélrituðu. Gera mætti tilraunir með að skanna bækur og nota á þau OCR (Optical Caracter Recognition) forrit o.s.frv.

Sjálfum finnst mér að þetta væri menningarlegt framtak sem stjórnvöld eða aðrir aðilar ættu að styrkja en ég er samt þeirrar skoðunar að rétt sé að vinna að þessu a.m.k. í byrjun með sjálfboðaliðastarfi og hér með býð ég mig fram til að sinna slíku með öðrum sem kynnu að vera sama sinnis.

Ég er viss um að Íslenska Menntanetið mundi telja sér sóma að því að setja þessar bækur á Gopher og gera þær þar með í raun aðgengilegar öllum heiminum. Sjálfur mundi ég geta séð um að gera þær aðgengilegar þeim Íslendingum sem ekki hafa aðgang að Interneti.

Íslendingasögurnar eru efalaust allar til í tölvutæku formi þar sem stutt er síðan þær voru gefnar út á bók. Ástæðulaust er þó að ætlast til að þau gögn verði gerð almenningi aðgengileg því einhverjir þykjast þar áreiðanlega eiga verðmæta eign. Vel getur líka verið að einhverjum bóka- útgefendum eða prentsmiðjueigendum þyki þeir missa spón úr aski sínum með þessu framtaki en við því er ekkert að gera. Það er sjálfsagt að vinna að þessu og raunar einkennilegt að þetta verk skuli ekki nú þegar vera komið á góðan rekspöl.

Sæmundur Bjarnason
Til baka í efnisyfirlit.


HVAÐ ER BBS

Um næstu mánaðamót kemur út tölvublaðið "ET-blaðið".

Þar verður meðal efnis:
* Stór grein um CorelDRAW 4.0
* Fastur þáttur um forritun í Visual Basic eftir Gunnar Jacobsen hefur göngu sína. * Grein um Paradox-gagnagrunninn og uppbyggingu
gagnagrunna.
* Grein um Lotus-Notes og úttekt á Word 6.0
* Úttekt á prenturum og þeirri tækni sem þeir byggja á.
* Verðkönnun á prenturum og borðtölvum.
* og sitthvað fleira.

Blaðið stækkar einnig og verður 64 síður að þessu sinni í stað 48 áður.

Nokkuð efni tengt tölvusamskiptum verður í blaðinu og m.a. er þar grein eftir Björn Davíðsson en hann hefur áður lagt Rafritinu lið í efnisöflun. Í greininni verður kynnt fyrir lesendum þessi merkilegi heimur sem tölvusam- skipti eru og meðal annars verður fjallað lítilsháttar um Menntanetið og BBS-kerfi almennt og hefur Rafritið fengið góðfúslegt leyfi Björns og ET-blaðsins til að birta hér kafla úr grein Björns. Lesendur Rafritisins fá því hér smá forskot á sæluna.

Hvað er BBS?

Nafnið BBS er skammstöfun og stendur fyrir það tölvuforrit sem BBS-kerfin þróuðust upp úr, sem á ensku er kallað ,,Bulletin board system" eða korktöflukerfi. BBS er í raun nokkur forrit sem vinna saman og eru þau yfirleitt sett upp á PC-tölvum og ef kerfið er ekki umfangsmikið má vel notast við gamla 286-tölvu í verkefnið. Raunar hefur aðeins verið sett upp eitt BBS-kerfi á Íslandi á Macintoshtölvu en það er hætt starfsemi fyrir nokkru síðan. Eftir því sem meira er í BBS-ið lagt þarf öflugari vél og ef á að geta tekið við fleiri en einum notanda í einu þarf í fyrsta lagi forrit sem ráða við slíkt og einnig meira minni, "multitasking"-umhverfi eins og Desqview eða OS/2. Reglan er raunar sú að þess öflugari vél, þess betra. Windows gæti keyrt svona forrit í DOS-glugga en þarf til þess mjög öfluga vél og er það alls ekki heppilegt til þessara hluta reyndar.

Við tölvuna með BBS-inu eru eitt eða fleiri módem sem taka við hringingum frá öðrum tölvum. Módemið lætur BBS-forritið vita, þegar hringt er og forritið tekur þá við stjórninni og leiðir notandann inn í hinn spennandi heim tölvusamskipta.

Nær öll BBS sem upp eru sett eru rekin sem áhugamál eigandans en ekki í hagnaðarskyni. Hver sem er getur í sjálfu sér sett upp sitt eigið BBS og er til nokkuð úrval forrita til þess. Það að reka BBS kostar hinsvegar töluverðan pening eins og flest skemmtileg áhugamál, en ekki síst tíma. Sá sem sér um BBS-ið, umsjónarmaðurinn eða ,,SysOp"-inn, en þetta nafn er dregið af ensku orðunum ,,System Operator", þarf að fylgjast sérlega vel með öllu því sem er að gerast í tölvuheiminum, sjá notendum fyrir fréttum og nýjum útgáfum af ýmsum forritum sem dreift er með BBS-um. Einnig þarf hann að halda kerfinu við, taka burt úreltar skrár og endurnýja.

Til að ráða við peningahliðina fara umsjónarmenn út í það að fá notendur til að styrkja reksturinn fjárhagslega og fá þeir þá að launum rýmri tíma en aðrir og meiri aðgang. Öll BBS-forrit eiga það sammerkt að vera mjög sveigjanleg í notkun og krefst það því töluverðrar tölvukunnáttu og ekki síst áhuga að setja upp sitt eigið BBS. Greinarhöfundur rekur sjálfur BBS-borð sem tók hann um sex mánuði að setja upp og var þá orðið nokkurn veginn í rekstrarhæfu standi eftir að allar lausar tómstundir höfðu farið í smíði þess.

Þá er komið að hinni hliðinni á BBS-um, þ.e. hlið notandans. Hvaða gagn hefur hann af BBS-borði? Á borðinu má finna m.a. safn deiliforrita og skráa, og svo er þar það sem BBS-ið dregur nafn sitt af. Korktaflan eða skjástefnurnar. Þetta er safn ,,bréfa" sem notendur skrifa til að skiptast á skoðunum um tölvumál, koma með spurningar, auglýsa gamla prentarann sinn til sölu og margt fleira. Þetta safn bréfa er ,,opinbert", þ.e. allir sem tengjast borðinu geta lesið þau og svarað hver eftir sínu höfði. Til að auka á notagildið fara margir eigendur BBS-a út í það að skiptast á bréfum og getur þannig bréf sem skrifað er á einu borði dreifst á 7-9 önnur borð hérlendis en einnig eru til bréfasvæði eða skjástefnur sem dreifast erlendis og eru bréfin þá öll á ensku. Lesendur slíkra bréfa skipta þúsundum um allan heim. Skjástefnum er gjarna skipt eftir efnisflokkum og eru t.d. til sérstakar skjástefnur þar sem menn rífast hástöfum um það hvaða tölvutegund er best. Eða þá hvort tölvuleikir séu orðnir fullir af ofbeldi og hvernig beri að bregðast við því.

Langalgengasta aðferð við að dreifa deiliforritum er með því að notendur sækja þau um módem frá BBS-kerfi. Deiliforrit eru forrit af ýmsu tagi sem eru seld með dálítið sérstökum hætti. Höfundurinn hvetur hvern þann sem kemst yfir eintak af forritinu til að afrita það og gefa öðrum eintak. Síðan fylgir notkun forritsins venjulega það skilyrði að ef hinum nýja eiganda þess líkar við það og ákveður að notað það að liðnum ákveðnum prófunartíma, sem er yfirleitt einn mánuður, þá sendir hann greiðslu fyrir forritið beint til höfundar þess.

Til þess að svona söluaðferðir gangi upp er nauðsynlegt að treysta samvisku notandans og það skemmtilega er að það gengur upp í flestum tilfellum. Ánægðir notendur senda höfundum greiðslur í þeirri von að fleira gott efni komi frá þeim í framtíðinni. Sá sem útvegar forritið hinsvegar má ekki selja það, og má raunar einungis taka fyrir það þann kostnað sem felst í að útvega sér það og afrita yfir á annan diskling auk kostnaðarverðs disklingsins. Einmitt þessvegna hafa BBS-kerfi náð vinsældum að mjög auðvelt er að dreifa forritum á þennan hátt.

Það er þó ekkert sérstakt sem skuldbindur eigendur BBS-borða til að útvega slík forrit annað en metnaður þeirra. Úr mörgu er að velja og fer oft drjúgur tími hjá umsjónarmönnum BBS-borða í að vega og meta hvort ákveðin forrit henti notendum borðsins, því að yfirleitt er diskaplássið á borðinu of lítið, sama hversu stórt það er.

Ýmislegt fleira fæst með því að hringja með tölvunni sinni í BBS-borð en vegna skorts á plássi verður nánari umfjöllun að bíða næsta blaðs. Það skal þó tekið fram að til þess að nota BBS er yfirleitt nóg að vita símanúmerið þar og hvernig á að fá módemið til að velja það. Ef BBS-borðið þekkir þig ekki, þá býður það þér upp á að stofna til aðgangs og þú þarft ekkert að borga frekar en þú vilt.

Þó er vert að minnast þess að til þess að vera álitinn BBS-notandi sem á er mark takandi, borgar sig að fylgjast vel með skjástefnunum og helst taka í þeim virkan þátt.

Björn Davíðsson

Til baka í efnisyfirlit.


M - P - E - G

Hvað er MPEG?

MPEG er staðall sem notaður er til að geyma hreyfimyndir á tölvutæku formi. Til eru margir staðlar og misgóðir og mis-samhæfðir, t.d. RTV, PLV, Indeo, True Motion, Quicktime, Video for Windows, Captain Crunch og nokkur afbrigði af JPEG og MPEG. Tölvuheimurinn lítur á MPEG sem "bara einn af hinum", en þegar nánar er skoðað kemst maður að því að þar er kannski frekar á ferðinni "margir í einum".

MPEG er eini staðallinn sem er viðurkendur á alþjóðlegum grundvelli. MPEG var hannaður af "Moving Picture Expert Group" í samstarfi við yfir 50 sjónvarpsfyrirtæki, tölvuframleiðendur og fleiri skyld fyrirtæki. Fyrsta "uppkast" af MPEG varð til fyrir um tveimur árum síðan en fullbúin útgáfa kom fyrst fram í ár. Staðallinn ber heitið "Coded representation of picture, audio and multimedia / hypermedia information - ISO/IEC Draft International Standard CD 11172"; EÐA bara MPEG I.

Kapalsjónvarpsstöðvar og fleiri slík fyrirtæki ákváðu sig snögglega, þau ætla að nota MPEG. Meira en 53 milljónir kapalsjónvarpsnotenda þurfa að fá sér stafræn tengibox með MPEG þýðara innan skamms. Þessir notendur þurfa e.t.v. aðallega að hugsa um þýðingu, en tölvunotendur verða meira í því að þjappa og búa til eigin myndir.

Er þetta fáanlegt?

Já, til eru kort sem bæði búa til og þjappa myndir og þýða þær til nota í "venjulegum" tölvum. Hvað er það sem gerir MPEG svona góðan kost? Þjöppunin sem notuð er í MPEG-staðlinum er ótrúlega góð. Allt að 200:1 (meira en fimm sinnum meira en JPEG) án þess að tapa miklum myndgæðum. Miðað við þetta tekur "þónokkurn tíma" að þjappa slíkri mynd. Hlutfall þess er komið niður í 5:1 til 6:1 (tími sem tekur að þjappa á móti tíma sem tekin var upp) !!

Áður fyrr var ekki óalgengt að það væri 80 til 400 á móti einum. Til að fá einhverja hugmynd um hve langur tími þetta er þá skulum við taka dæmi. Eins klukkutíma myndskeið er tekið upp að mánudagsmorgni, byrjað er strax að þjappa með 100:1. *EF* allt gengur vel verður það búið seinnipart föstudags!

Hvað með myndgæði MPEG með þjöppunina 400:1 á tímanum 5- 6:1? MPEG I er á milli VHS og sjónvarpsútsendinga. Grunneiningin er kvart-skjár í upplausninni 352 X 240 og 30 rammar á sek, NTSC. (PAL (útsending frá sjónvarpi á Íslandi og víðar) er 352 X 240 og 25 rammar á sek.). Einnig eru til afbrigði af MPEG sem taka allan skjáinn en það er unnið út frá sömu gögnum og kvart-skjámyndin. Búnaðurinn sem er notaður er ekki fyrir "meðal jón" því kortin eru ALLdýr! En sem dæmi um það má taka "MPEG Video Lab" frá C-Cube sem er byggð á HP-VECTRA 486 með 670MG harðan disk og 2GB DAT-stöð og kostar um það bil: $35.000!!

Ég ætla ekki að eyða mörgum orðum í þessi dýru kort eða það hvernig staðallinn sjálfur vinnur en ætla hins vegar að segja aðeins frá því sem Xing og Philips eru að gera...

Xing og Philips eru að hanna MPEG kerfi sem þarf engan sérstakan vélbúnað bara hugbúnaðarrekla og notendaskil. Mun það kosta um $1950 og geta búið til kvart-skjámyndir sem hægt er að spila bæði með hugbúnaðarreklum og með hinum sérhæfðu og dýru vélbúnaðarkortum. En ekki er víst að það sem gert er í vélbúnaðar MPEG gangi í hugbúnaðarútgáfurnar. Þetta er afbrigði af MPEG! Þennan hugbúnað frá Xing hef ég sótt mér af FTP og sett upp hjá mér með ágætum árangri en rekið mig þó á það að þetta er ekki eins einfalt og það lítur út fyrir í fyrstu...

Uppsetning

Það sem ég er með er Windows hugbúnaður sem er nokkuð góður. En samt er eitt sem ég er ekki ánægður með og það er að þurfa að setja inn .DLL í /windows/system skráasafnið hjá mér :-(. Samt er það skárra en að eitthvert uppsetningarforrit geri það fyrir mann... Til að hafa nothæft eintak af MPEG f. Windows þarf að hafa nokkrar skrár:

MPEGEXE.ZIP og þar að auki viðeigandi .DLL fyrir skjákortið sem notað er. Listi yfir þær skrár og þau skjákort sem hægt er að nota kemur hér á eftir:

DLL skrá: upplausn litir Gerð skjákorts
--------- ------- ----
MDLLATI.ZIP 640x480 256 ATI VGA Wonder
MDLLCPQ.ZIP 640x480 256 Compaq Q-Vision
MDLLTRI.ZIP 640x480 256 (Trident 8900B/C)
MDLLTSG.ZIP 640x480 256 (Tseng ET4000 og Weitek 5186)
Orchid Prodesigner IIs
Everex Viewpoint
Diamond Speedstar
Cardinal VGA 700/732
Boca Super VGA
STB Powergraph/Powerview
MDLLV7.ZIP 640x480 256 (HT-209/D)Video7 VRAM II
(HT-216) Video7 Win-VGA
Video7 VGA 1024i
MDLLCIR.ZIP 640x480 256 (Cirrus GD542x)Boca SXVGAX5 Super VGA
MDLLCR8.ZIP 800x600 256 (Cirrus GD542x)Boca SXVGAX5 Super VGA
MDLLS3.ZIP 640x480 256 (S3 86C911/924) Actix GraphicsENGINE
Diamond Stealth VRAM
Genoa WindowsVGA Model 8800/8860
MDLLS3H.ZIP 640x480 64k (S3 86C801/805) Actix GraphicsENGINE 32
MDLLS38.ZIP 640x480 256 (S3 86C801/805) Actix GraphicsENGINE 32
MDLLWD.ZIP 640x480 256 (WD90Cxx) Compuadd Windows Accelerator
Diamond Speedstar 24X

Þegar MPEG er sett upp vill það fá ATI-dll án þess að það sé nokkuð sem hægt sé að gera við því. Leið framhjá þessu er að setja MFW.ini skrá (ef hún er ekki þegar í skráasafninu) sem lítur einhvern veginn svona út, fyrir TRIDENT-skrákort

[MPEG for Windows]
Copyright.=Copyright (C) Xing Technology Corp. 1991-1992. All rights reserved.
VersionID.=Version 2.0
FileSrcDir=n:\mpeg
BkgColor=4
BkgWidth=4
QBITS=2
QLevel=1
Sound_DLL=2
UseDIB=0
VidWidth=320
VDriver=2
WallPaper=

Það sem máli skiptir hér er VDriver=2 línan sem segir hvaða skjákort á að nota. Þetta væri ekki mikið mál nema vegna þess að þegar ekki er búið að segja forritinu annað biður það um VDriver=0 sem er ATI og til þess að spara sér að sækja MDLLATI.ZIP þá er hægt að komast framhjá þessu með þessum hætti. EF um annað skjákort en Trident er að ræða gildir eftirfarandi númer fyrir hverja gerð af skjákorti (sjá nánar hvern lið í listanum hér fyrir ofan:

0 = ATI VGA Vonder
1 = Compaq VGA
2 = Trident
3 = Tsend Lab ET4000
4 = Video Seven VGA
5 = Cirrus
6 = S3
7 = S3 64k litir
8 = S3 805 256 litir
9 = Western Digital
10 = Cirrus 800X600

Þetta var það eina sem ég rakst á við uppsetningu forritsins sem var ekki sagt nógu vel frá í .txt skrám sem fylgja.

Hægt er að nálgast skrárnar með FTP:

ftp.funet.fi
í skráasafninu: /pub/msdos/windows/graphics
skrár: mpegexe.zip 109560 bæti
þar auk viðeigandi zipaðar
.dll-skrár sem eru c.a. 35 til 37 K bæti

.DLL á að un-zipa og setja í /windows/system, sennilega er hægt að komast framhjá því með því að setja það í eitthvert skráasafn sem er í slóð (path) en ég gerði svona til tilbreytingar það sem tölvan bað mig um án þess að vera að nöldra... :-)

Hvar fæ ég svo skrár til að nota við þetta??

FTP t.d.
ftp wuarchive.wustl.edu:/pub/aminet/gfx/anim/
alien.mpg gfx/anim 358K 64+MPEG Animation of Alien Landscape
bigbend.mpg gfx/anim 352K 64+MPEG Animation of Big Bend Texas
canyon.mpg gfx/anim 1.6M 224 VistaPro MPEG anim
grand.mpg gfx/anim 289K 64+MPEG Animation of the Grand Canyon
jet.mpg gfx/anim 808K 224 VistaPro MPEG anim
mpeg_movies1.lha gfx/anim 257K 304+MPEG Movies Part 1
tuttif3d.lzh gfx/anim 405K 287+MPEG animation of topless dancers

Einnig var nokkurt magn á ftp ftp.funet.fi en það virðist hafa týnst... :-(

Framtíðin

Eins og málin standa í dag er MPEG ekki besti kosturinn fyrir alla. En það er verið að vinna að MPEG II Og MPEG IV.

MPEG II á að verða fyrir atvinnumennskuna (sjónvarps- útsendingar o.fl) og rann saman í eitt með MPEG III og þess vegna er ekkert MPEG III. Það er einnig ætlað á staðarnet (ethernet og Token Ring) þar sem pakkar eru sendir á milli.

MPEG IV er síðan ætlað að koma inn á tölvusamskipti með mótaldi og tilheyrandi þar sem flutningsgetan er u.þ.b. 14.400 bitar á sek. Sennilega eru ódýrari pakkar eins og Video for Windows betri kostur en MPEG í nútímanum en framtíðin ein getur sagt hvað verður á næstu árum.

Lokaorð

Ég hef ekki farið neitt í það hvernig MPEG er tækniklega séð. Hvernig þessi þjöppun næst né neitt svoleiðis. Þessari grein er ætlað það hlutverk eitt að kynna MPEG og að gefa sem flestum kost á að prófa hugbúnaðinn sem minnst er á.

Tryggvi R. Jónsson

trigger@ismennt.is

Til baka í efnisyfirlit.


INTERNET Á ÍSLANDI

Í síðasta blaði kom fram ósk um það að fá yfirlit yfir hvaða aðilar eru tengdir Internet á Íslandi.

Mér fannst alveg gráupplagt að leita að lista um slíkt á netinu sjálfu og viti menn, eitt það fyrsta sem blasir við þegar maður nálgast landið á Gopher er "Current Isnet Domain List" og fylgir hann hér á eftir en til að spara pláss hef ég fækkað upplýsingaatriðum um hvern aðila úr 9 í 2. Tölusetningunni hef ég einnig bætt við.

Mér kom á óvart hve langur þessi listi er og svo hugsa ég að verði um fleiri. En um þetta þarf ekki að hafa fleiri orð, hér kemur listinn:

Sæmundur Bjarnason

# u.isl.1; changes to: uucpmap@isgate.is
# Copyright 1989-1993 by EUnet. All rights reserved
# Permission to use and redistribute for routing purposes granted.
# Permission is granted for non-commercial use.
#
# Last modified: Sat Nov 6 14:36:58 GMT 1993

file {u.isl.1}

1. #N rhi.hi.is
#O University of Iceland, Computing Center (RHI)

2. #N hafro.is
#O Marine Research Institute, Reykjavik

3. #N falcon.is
#O Civil Aviation Administration

4. #N os.is
#O National Energy Authority of Iceland

5. #N hp.is
#O Hewlett Packard Iceland

6. #N hugbun.is
#O Hugbunadur hf, software house

7. #N ibm.is
#O IBM Iceland, Marketing dept.

8. #N ismal.hi.is
#O Icelandic Language Secretariat

9. #N kerfi.hi.is
#O Engineering Research Institute, Univ. of Iceland

10. #N ismennt.is
#O The Icelandic Education Network

11. #N lexis.hi.is
#O Institute of Lexicography, University of Iceland

12. #N norvol.hi.is
#O Nordic volcanological institute

13. #N rala.is
#O Agricutural research institute

14. #N raunvis.hi.is
#O Science Institute, University of Iceland

15. #N rsp.is
#O National Hospital of Iceland, Computer department.

16. #N strengur.is
#O Strengur Consulting Engineers

17. #N isbank.is
#O Islandsbanki, Computing center

18. #N islag.is
#O State Planning Office of Iceland

19. #N vel.hi.is
#O University of Iceland, Dep.of Mechanical Eng.

20. #N ejs.is
#O Einar J. Skulason h/f

21. #N tmh.is
#O Tolvumidlun hf.

22. #N simi.is
#O Postur og Simi

23. #N vedur.is
#O The Icelandic Meterological Office

24. #N marel.is
#O Marel hf, Iceland

25. #N althingi.is
#O Althingi (The Icelandic Parliament)

26. #N vks.is
#O Verk- og kerfisfraedistofan hf (VKS)

27. #N plusplus.is
#O Plusplus Inc.

28. #N afl.hi.is
#O Applied Mechanics Laboratory, University of Iceland

29. #N grun.is
#O G.Run Inc.

30. #N isal.is
#O Icelandic Aluminium, R&D Division

31. #N netverk.is
#O Netverk Inc. Network Consultants

32. #N complex.is
#O Frisk Software International

33. #N spar.is
#O Computer Service Center of the Icelandic Savings Banks

34. #N lin.is
#O The Icelandic Government Student Loan Fund

35. #N taekn.is
#O Technical College of Iceland

36. #N khi.is
#O University College of Education in Iceland

37. #N lif.hi.is
#O University of Iceland, Institute of Biology

38. #N lmi.is
#O Landmaelingar Islands

39. #N nams.is
#O Namsgagnastofnun

40. #N hag.hi.is
#O University of Iceland, Department of Economic

41. #N rfisk.is
#O Icelandic Fisheries Laboratories (Rf)

42. #N veda.is
#O Veda Systems

43. #N verk.hi.is
#O Department of Engineering, University of Iceland

44. #N skyrr.is
#O The State & Municipal Data Processing Center

45. #N oracle.is
#O Oracle Iceland

46. #N vegag.is
#O Public Roads Administration (VR)

47. #N nattfs.is
#O Icelandic Museum of Natural History

48. #N ott.is
#O OTT Ltd.

49. #N iti.is
#O Technological Institute of Iceland

50. #N rarik.is
#O The State Electric Power Works

51. #N rsf.is
#O Reiknistofa fiskmarkada hf

52. #N gss.is
#O General Systems and Software in Iceland Inc.

53. #N stjr.is
#O Government of Iceland

54. #N islmark.is
#O Icelandic Auction Markets Inc.

Til baka í efnisyfirlit.


SJÓNVARP - SÍMI - TÖLVUR

Árið 1993 var árið þegar það varð ljóst að sími og sjónvarp mundu verða að einum og sama hlutnum. Fæstir gerðu sér grein fyrir þessu. Þeir heyrðu talað um að hægt yrði að horfa eftir pöntun á kvikmyndir og spila vídeóleiki við mótherja á fjarlægum stöðum.

Forstjórar fyrirtækja og pólitíkusar röfluðu um "upplýsinga- þjóðvegi" án þess að útskýra hvað átt væri við. AT&T fyrirtækið spurði hvort menn hefðu sent fax-skeyti frá baðströndinni og svaraði því svo að það mundi verða hægt.

Það að sími og sjónvarp muni vinna á svipaðan hátt og hægt verði að flytja sjónvarpsefni og hvers kyns önnur gögn yfir símalínur er raunveruleiki. Með því að nýta sér sumt af hugbúnaði og geymslutækni einkatölva mun það verða hægt. Samleitni (convergence) kalla sumir þetta fyrirbrigði.

Þessi hugmynd fékk aukið vægi á síðasta ári vegna fyrirtækja- samruna. Símafyrirtæki keyptu hluti í kapalsjónvarpsfyrir- tækjum vegna þess að kaplarnir geta flutt meira af merkjum. Tvö kapalfyrirtæki buðu stjarnfræðilegar upphæðir í Paramount Communications Inc. áköf í að tryggja sér dagskrárefni til framtíðarinnar.

En lætin útaf þessum kaupum og tilboðum drógu athyglina frá þeim möguleikum sem framfarir í smíði tölvukubba, gerð hugbúnaðar og rafeindanetkerfa raunverulega skapa. Það er hægt að bæta mikið margar samskiptaaðferðir okkar og breyta þannig lífi okkar.

Talpósturinn á skrifstofunni og rafeindapósturinn (E-mail) gætu unnið saman og elt þig heim eða í bílinn ef þú vildir það. Foreldrar þínir í öðru landi gætu horft á vídeómyndina, sem þú tókst af skólaleikritinu sem dóttir þín lék í, sama kvöldið og þú tókst hana upp. Eða þú gætir gert öllum í bænum kleyft að horfa á hana á netkerfinu.

Lætin huldu líka nagandi óvissu margra tækni og fjölmiðlafyrirtækja um það hver staða þeirra yrði eftir fá ár. Michael Dell, stjórnarformaður Dell Computer Corp. varaði menn við því að tölvuframleiðendur væru illa undir það búnir að keppa um kaupendur í veröld þar sem sjónvörp og símar væru orðin eins flókin og fullkomin tæki og tölvur. "Við kunnum ekki að selja annað en hluti og parta," sagði hann á ráðstefnu í desember. "Við erum ekki að selja venjuleg nýtanleg tæknivædd tæki."

Seint á árinu kom upp efi á verðbréfamarkaðnum um að hagnaður kæmi eins fljótt og margir gerðu ráð fyrir. Hlutabréf í nokkrum þekktum fyrirtækjum í samleitnis-bransanum féllu í verði. Þar á meðal í 3DO Co., Tele-Communications Inc., American Telephone and Telegraph Inc. (AT&T) og Nextel Commmunications Inc.

Jafnvel ákafir talsmenn stafrænu tækninnar fóru að draga úr. "Ég held að við þurfum að líta svolítið á raunveruleikann," sagði John Scully í október eftir að hann hætti hjá Apple Computer Inc., þar sem hann studdi mjög samleitnis-hugmyndir og ýtti þróun handtölvunnar Newton áfram. Sú tölva er táknræn fyrir framtíðina, en gölluð í upphafi.

"Ég dreg ekki í efa að þetta muni allt gerast, en gerist það eins hratt og margir hafa vonað?" spurði Scully. "Sjálfur efast ég um það."

Samt sem áður varð mikil breyting á því árið 1993 hvernig menn hugsa sér að boðskipti muni þróast. Bandarískir neytendur fengu að vita það árið 1992 að bráðlega mundu kapalsjónvarpsstöðvar geta boðið upp á 500 rásir. Þessi hugsun féll í skuggann á síðasta ári og í staðinn kom sú hugmynd að fólk geti fengið og sent hvað sem því sýnist - fréttir, kvikmyndir, endursýnt sjónvarpsefni, hljómleika, myndir úr brúðkaupi frænda síns eða körfuboltakeppni í skólanum - hvar og hvenær sem það vill.

Slík gögn yrðu geymd í þúsundum tölvukerfa í nánast hverjum bæ og borg og fólk mundi geta nálgast þetta með tölvunni sinni, sjónvörpum með tölvukubbum, hljómflutningstækjum eða símum. Tæknin að baki slíku netkerfi er flókin, en örugg og raunhæf. Mörgum félagslegum og fjárhagslegum spurningum er þó ósvarað.

"Vandamálin sem við ræðum gjarnan í þessu sambandi eru ekki fyrst fremst tæknileg," segir Robert Lucky, stjórnandi hagnýtra rannsókna hjá Bellcore, sem sér um rannsóknir fyrir bandarísk símafyrirtæki. "Við erum sannfærðir um að við ráðum við tæknina. Það eru hlutir eins og höfundarréttur, eignarréttur hugverka og aðgangur fyrir alla, sem eru ekki auðleyst mál.

Clinton forseti taldi átak tækniiðnaðarins til að gera rafeindanetkerfi fullkomnari og aðgengilegri vera eitt af þremur undirstöðuatriðum efnahagsstefnuskrár sinnar. (Hin atriðin voru lok kalda stríðsins og aukin þátttaka í heimsviðskiptum.) En það tók hann næstum eitt ár að tilnefna nýjan formann Fjarskiptanefndar ríkisins (Federal Communications Commission) sem framfylgir lögum um síma, útvarp, sjónvarp og kapalkerfi. Og það var ekki fyrr en í nóvember síðastliðnum sem formenn tveggja áhrifamikilla þingnefnda á þessu sviði viðurkenndu að þörf væri á gagngerri endurskoðun á lögum um fjarskipti.

"Ef þetta er eitt af þremur grundvallarskilyrðum efnahags- legra framfara held ég að það væri ráð að reyna að skilja málin betur og hraða sér örlítið," segir Eli Noam, prófessor í viðskiptafræði og forstjóri Fjar-upplýsingastofnunar Colum- bia háskóla. Skref í áttina var stigið í vikunni fyrir jól þegar Al Gore varaforseti tilkynnti um væntanlega nýja löggjöf um þessi mál.

Á árinu 1994 verður fylgst vandlega með tilraunum sem nokkur fyrirtæki munu gera með að afgreiða kvikmyndasýningar eftir pöntun og heimakaup á vörum og annarri þjónustu, en til þessa þarf sjónvarpstæki með tvíátta tengingum.

Þetta er aðeins örlítill hluti af því sem stafræna öldin mun færa neytendum en hugsanlega þýðingarmikill hluti. Það mun taka nokkurn tíma fyrir staðla, samkeppnisreglur og stefnu opinberra aðila að breytast þannig að allir fái leyfi til að stunda þau boðskipti sem hugur þeirra stendur til, hvort sem um er að ræða hljóð, rafrænan texta eða myndir.

AP - Sæmundur Bjarnason

Til baka í efnisyfirlit.


BRÉF TIL BLAÐSINS

Saell Saemundur,

Eg heiti Ragnar Steingrimsson og er vid nam i litlum skola i sudur Kaliforniu.

Eg rakst a thetta blad thitt her a kvoldferdalagi i "Cyberspace," eda aetli "gopherspace" se ekki nakvaemara .... og las med mikilli athygli. Sjalfur er eg mikill addandi Internets (illa haldinn Internet-fykill ef satt skal segja) og tel her vera a ferd byltingu a staerd vid adrar storbyltingar i mannkynssogunni: en thad er nu onnur saga.

Eiginlega vildi eg bara skrifa ther og segja hversu vel mer likadi bladid. Eg tok eftir thvi ad thu varst a hottunum eftir askrifendum og mattu gjarnan setja mig a listann, tho einhver vandraedi seu vist med ad koma islenskum stofum i gegnum mail-programs (sjalft internet er 8-bit eins og thu vaentanlega veist), en i sidasta tolubladi sa eg grein um lausn a thessu sem vert vaeri ad kanna betur.

Eina athugasemdin er um spurningu thina vardandi einkennistafina CH fyrir Sviss, svarid er ad CH stendur fyrir "Cantons of Helvetia."

Kaer Kvedja

Ragnar Steingrimsson

email: steingri@chapman.edu

Ég þakka hrósið og tek undir með bréfritara varðandi þýðingu Internet-byltingarinnar.

Ég tók mér það bessaleyfi að birta þetta bréf og nota það sem inngang að smágrein um íslenska stafi í útlöndum. Ég breytti ekki þeim rithætti sem bréfritari neyddist til að nota til þess að undirstrika vandamálið.

Ég þakka Steingrími fyrir upplýsingarnar um Sviss en mig var farið að gruna að nafnið Helvetia blandaðist einhvern vegin í málið því ég safnaði frímerkjum þegar ég var unglingur og mundi vel að á frímerkjum þaðan stóð alltaf Helvetia.

Ég er nú svo lítill tölvusérfræðingur að ég þekki ekki almennilega muninn á 7-bita og 8-bita kerfi, en veit að það snertir mikið stafatöflur og möguleika manna á að nota íslenska stafi.

Ég skildi ekki alltof vel það sem rætt var um í síðasta blaði varðandi gk-formið svonefnda, en veit þó að það virkar. Ég hef ekki ennþá komið því í verk að koma upp öðrum póstlista fyrir gk-formið en nokkrir hafa beðið um að fá blaðið þannig. Þetta blað er ég að hugsa um að senda þeim beint eftir að ég hef breytt því í gk-form (sem ég vona að mér takist þó ég hafi aldrei gert það fyrr) og munu þeir því fá tvö eintök af því.

Síðan vonast ég til að einhverjir menn fróðir um stafatöflur og þessháttar meðal lesanda blaðsins hjálpi mér við að finna lausn á þessu vandamáli. Best væri held ég ef allir gætu verið á sama póstlistanum og ég held að auðvelt ætti að vera að útbúa smáforrit til þýðingar á milli stafagerða þó blöðin kæmu brengluð í fyrstu, svo framarlega sem íslensku stafirnir væru á einhvern hátt tiltækir á viðkomandi tölvu.

Sæmundur Bjarnason

Til baka í efnisyfirlit.


ÓOPINBERA BROSKALLA - ORÐABÓKIN

:-) Grunnbrosið. Þetta er notað til að gefa til kynna að ekki skuli taka það alltof alvarlega sem sagt var. Þýðir eiginlega: Ég er bara að grínast. Nauðsynlegt vegna þess að röddin heyrist ekki.
;-) Blikk bros. Deplar auganu um leið. Þýðir eiginlega: Þú veist. Ekki verða vond(ur).
:-( Brosgretta. Mér líka þetta ekki. Mér þykir þetta leiðinlegt.
:-I Óákveðið bros. Betra en brosgrettan en ekki eins gott og grunnbrosið.
:-> Þetta var kaldhæðin athugasemd. Verra en :-)
>:-> Þetta var verulega eitrað.
>;-> Ótugtarleg athugasemd.

Þetta voru grundvallarbrosin...Næst eru mun sjaldgæfari gerðir.

(-: Notandinn er örvhent(ur).
%-) Notandinn er búinna að glápa alltof lengi á skjáinn.
:*) Notandinn er drukkinn.
[:] Notandinn er vélmenni.
8-) Notandinn er með sólgleraugu.
B:-) Sólgleraugun eru upp á höfðinu
::-) Notandinn er með gleraugu.
B-) Notandinn er með hornspangargleraugu.
8:-) Notandinn er lítil stelpa.
:-)-8 Notandinn er stór stelpa.
:-{) Notandinn er með yfirskegg.
:-{} Notandinn er með varalit
{:-) Notandinn er með hárkollu.
}:-( Hárkollan er að fjúka.
:-[ Notandinn er Vampíra.
:-E Vampíra með vígtennur
:-F Vantar aðra vígtönnina
. :-7 Kalhæðnisleg athugasemd.
:-* Notandinn var að borða eitthvað súrt.
:-)~ Notandinn slefar.
:-~) Notandinn er kvefaður.
:'-( Notandinn er að gráta.
:'-) Notandinn grætur af gleði.
:-@ Notandinn öskrar.
:-# Notandinn er með spengur (járnbrautarteina).
:^) Notandinn er nefbrotinn.
:v) Nefbrotinn í hina áttina.
:_) Nefið er að detta af notandanum.
:-& Notandinn getur ekkert sagt.
=:-) Notandinn er burstaklipptur.
-:-) Notandinn er punkari.
-:-( (alvöru punkarar brosa ekki)
:=) Notandinn er með 2 nef.
+-:-) Notandinn er páfi, biskup eða e-ð þessháttar.
`:-) Notandinn rakaði af sér aðra augabrúnina í morgun.
,:-) Sama...hinum megin.
|-I Notandinn er sofandi.
|-O Notandinn er geispandi/hrjótandi.
:-Q Notandinn reykir
:-? Notandinn reykir pípu.
O-) Notandinn er kafari.
O :-) Notandinn er engill (a.m.k. innst inni)
:-P Nei, ég trúi þessu ekki.
:-S Notandinn var að rugla eitthvað.
:-D Notandinn er að hlægja (að þér).
:-X Notandinn segir ekki orð.
:-C Notandinn skammast sín hræðilega.
<|-) Notandinn er Kínverji.
<|-( Notandinn er Kínverji og kann ekki að meta svona skrítlur.
:-/ Notandinn er efablandinn.
C=:-) Notandinn er kokkur.
@= Notandinn er hlynntur kjarnorkustríði.
*<:-) Notandinn er með jólasveinahúfu.
:-o Ó, ó.
(8-o Þetta er herra Bill.
*:o) Og trúðurinn Bozo.
3:] Gæludýrabroskarl.
3:[ Vondur gæludýrabroskarl.
d8= gælubjórinn þinn með gleraugu og hjálm.
E-:-) Notandinn er radíóáhugamaður.
:-9 Notandinn er að sleikja út um.
%-6 Notandinn er heiladauður.
[:-) Notandinn er með vasadiskó.
(:I Notandinn er menningarviti.
<:-I Notandinn er bjáni.
@:-) Notandinn er með túrban.
:-0 Hljóð!
:-: Stökkbreytt afbrigði af broskarli.
Ósýnilega brosið (mikið notað).
.-) Notandinn er eineygður.
,-) Sama...en hann er að blikka.
X-( Notandinn dó.
8 :-) Notandinn er galdramaður.
C=}>;*{)) Risa-broskarl... Drukkinn, djöfullegur kokkur í roki með hárkollu, yfirskegg og undirhöku.

Athugið: Mörg þessara brosa má nota án nefs og gera þannig dvergabros.

:) Dvergabros.
:] Vingjarnlegur dvergur sem vill gjarnan vera vinur þinn.
=) Afbrigði...
:} - Hvað á að kalla þennan?
:) - Glaður.
:> - Hvað..?
:@ - Hvað..?
:D - Hlátur.
:I - Hmmm...
:( - Því miður.
:[ - Agalegt.
:< - Hvað..?
:{ - Hvað..?
:O - Hrópar.
:C - Hvað..?
:Q - Hvað..?
:,( - Grátandi.
[] - Faðmlög og
:* - kossar
|I - Sofandi.
|^o -Hrjótandi.
:- Karlkyns.
>- Kvenkyns.

%*} Blindfullur.
*:-( Timburmenn og höfðuverkur.
d:-) Hornaboltaleikari.

C|:-= Chaplin.
7:^] Reagan.
=:o] Clinton.

Til baka í efnisyfirlit.