Þá er komið að öðru tölublaði Rafritsins. Viðtökurnar sem fyrsta tölublaðið fékk voru mjög góðar. Þónokkrir hafa haft samband við mig og þakkað mér framtakið og mér hefur gengið vel að fá greinar og loforð um greinar seinna meir.Til baka í efnisyfirlit16 aðilar hafa "dánlódað" skrána með Rafritinu af Stöð 2 BBS þegar þetta er ritað 19. ágúst, en ég veit ekki til að nein leið sé til þess að sjá hve margir hafa tekið texta blaðsins niður af Ísmennt, en mér finnst ástæða til að ætla að þeir hafi ekki verið færri.
Sérstök ástæða er til að þakka Tryggva Rúnari Jónssyni á Akureyri fyrir dugnað við greinaskrif í þetta blað og ég veit að fleiri eiga eftir að bætast í hóp skrifara við blaðið á næstunni.
Sá galli var á síðasta blaði sem var á Ísmennt að grafísk tákn sem ég notaði í grandaleysi úr ASCII kóðanum urðu flest að spurningarmerki. Ég er búinn að lagfæra þetta hjá mér núna, en hef ekki látið blaðið aftur á ráðstefnuna Ismennt.almenn. Þeir sem vilja fá blaðið annaðhvort með grafísku táknunum eða með strikum í staðinn fyrir spurningarmerkin geta haft samband við mig og ég mun senda þeim það.
Ef blaðið er "dánlódað" af Stöð 2 BBS þá eiga grafísku táknin að vera í lagi.
Liðinn er rúmur mánuður síðan fyrsta tölublaðið kom út og mun verða reynt að gefa blaðið þéttar út á næstunni. Tíðnin ræðst þó alfarið af því hvernig gengur að safna efni í ritið og eru allar ábendingar og tillögur um slíkt frá lesendum vel þegnar.
Hingað til hefur ekki þurft að kvarta undan efnisskorti og þetta blað er mun stærra en það síðasta.
Sæmundur Bjarnason
LISTIN AÐ IRCA
IRC-tækniskýrsla. 17. July, 1993.
Þessi "tækniskýrsla" um IRC (internet relay chat) er unnin í júlí 1993 af Tryggva R. Jónssyni fyrir Íslenska menntanetið. Henni er skipt í þrjá hluta:
Fyrst ætti ég kannski að segja svolítið frá reynslu minni og fyrstu kynnum af IRC. Fyrst fór ég inn á IRC í tengslum við Kidlink festival 1993 í byrjun maí. Björn Þór Jónsson og Lára Stefánsdóttir komu mér af stað og kenndu mér grunntækni irksins. Síðan eftir að vera búinn að fara á þetta tvisvar (eða þrisvar) þá varð ég að gjöra svo vel að kenna "Huppuhóp" Gagnfræðaskóla Akureyrar á kerfið til að þau gætu nýtt sér kerfið á "festivalinu". Gekk það ágætlega þrátt fyrir "smá" erfiðleika, sem tengdust þó ekki kerfinu á nokkurn hátt, heldur voru það mennirnir sem biluðu pínulítið.
- Hvað er IRC?
- Grunnskipanir
- "Advanced" skipanir
Nú í fyrsta kaflann.
FYRSTI KAFLI: Hvað er IRC? Góð spurning. Irkið (svona upp á íslenskuna) er marg-notenda, marg- "rása" kerfi. Sem þýðir að fjöldi manna (oftast einhversstaðar á milli 1000 og 1400 í einu) geta verið að "spjalla" saman á mörgun rásum (oftast um 400 til 500 í einu). Hvað er rás? Rás er eins og herbergi í húsi. Irk-kerfi heimsins má kannski líkja við stórt hús. Hver rás er herbergi í húsinu. Sum herbergi eru læst, sum eru falin og enn önnur eru fyrir "starfsmenn". Inni í herberginu/rásinni eru notendur að "spjalla" um allt milli himins og jarðar.Rás hefur bæði nafn og "topic". Nafnið segir stundum mjög lítið um hvað er að gerast á rásinni. Betra er að fara eftir "topic-inu". Stundum má sjá rás en ekki er hægt að komast á hana. Kemur þá eftirfarandi:
*** Sorry, cannot join channel
Þetta getur stafað af því að:
það sé búið að "bannfæra" þig af viðkomandi rás,
rásin sé læst á einhvern hátt,
eða að hámarks fjölda hafi þegar verið náð.
Annað sem getur komið fyrir að rás sé ekki á /list-anum en samt komi *** Sorry.... þá er rásin falin eða leynirás. Meira um bannfæringar og "rásar-ham" í kafla þrjú.
ANNAR KAFLI: Grunnskipanir Hér verður farið yfir það sem myndi kallast alger nauðsyn til að komast inn, út og á milli staða á Irkinu. Fyrst er auðvitað að vita hvaða rásir eru í boði.Til að njóta irksins til fulls er nauðsyn að hafa íslenska stafi. Þetta er ekki "default" í kerfinu (eins og gefur að skilja), þetta er gert með skipuninni: /set translation latin_1 en til að fá þetta varanlegt þarf að setja þetta inn í skrána .ircrc sem á að vera í skráasafninu "ykkar" á "unix-hóstinum" sem þið notið. Það er gert með því að ræsa em úr skel með em .ircrc og slá inn línuna, slá á Esc og Z til að vista og hætta. Nú er hægt að fara inn í Irkið og nota íslensku stafina án þess að breyta nokkru. Hægt er að fá lista yfir rásir með skipuninni /list. VARÚÐ, þetta er oft gríðarlega langur listi sem er alveg ógurlega lengi að renna eftir skjánum. Á þessum lista má sjá nafnið á rásinni, fjölda þeirra sem eru inni, og "topic" rásarinnar.
T.d.: #Iceland 5 Icelandic people talking (Icelandic ONLY)
eða eitthvað í þá áttina. Auðvitað myndu koma fleiri rásir þegar /list skipunin er gefin. Til að hafa einhvern hemil á /list-inu þá er hægt að nota "wild cards" (? og *). Til dæmis ef ég vildi sjá allar rásir sem hétu
land þá myndi ég slá inn: /list *land* (* getur þýtt hvaða staf sem er og hvað marga sem er, ? þýðir hinsvegar hvaða staf sem er en bara einn staf. Síðan ef þig langar nú að "jóna" einhverja rás sem er þegar til staðar þá er einfaldlega slegið inn: /join . Þá á að koma á "stöðulínuna" (sem er neðarlega á skjánum hjá mér) nafnið á rásinni sem þú fórst á. Ef þig langar til að búa til nýja rás er það ekkert vandamál það gildir bara það sama og um rásir sem til eru fyrir, þú einfaldlega "jónar" þær með /join . Þegar þú ert búin(n) að "jóna" einhverja rás (hvort sem er nýja eða gamla) þá kemur tilkynning um hvaða "topic" sé gildandi á rásinni og hvaða notendur séu fyrir á henni. Ef þetta er ný rás þá kemur bara "nick-nafnið" þitt og @ fyrir framan (ég útskýri hvað @ er í þriðja kafla). Segjum sem svo að þú hafir farið inn á rás þar sem einhverjir eru fyrir á þá kemur innan tíðar að því að einhver á rásinni segir eitthvað. Segjum sem svo að þú hafir komið inn á rás þar sem einhver notar "nick-nafnið" Johann. Þá kæmi á skjáinn hjá þér (rétt fyrir ofan stöðulínuna:
Velkomin á þessa rás eða eitthvað sem hann vildi segja um leið og þú kemur á rásina. þetta gæti líka verið eitthvað þér óviðkomandi (hann gæti verið að tala við einhvern annan)
Takið eftir að það er inndráttur á því sem ekki kemst í fyrstu línu og þegar þið eruð að slá inn skiptir kerfið sjálfkrafa milli lína þó það komi hjá ykkur í einni langri röð. Nú er auðvitað að svara eða segja eitthvað. Þá þarf eingöngu að slá inn viðeigandi texta og slá á vendihnapp til að "senda" boðin út, boðin sem þið voruð að slá inn. Það ætti að birtast á ykkar skjá sí svona:
> Komið þið sæl öll sem eruð á þessari rás
Þó að eingöngu komi > fyrir framan á ykkar skjá kom "nick-nafnið" sem þið eruð með í notkun fyrir framan hjá öllum hinum. Gott er þegar margir eru á rás að hafa þann háttinn á að skrifa "nick-nafn" þess sem talað er við á undan textanum og : á milli (eða eitthvað í þeim dúr) þá myndi þetta líta svona út hjá viðtakanda (og öllum hinum nema þér)
sásemþúertaðtalavið: eins og ég var að segja.... Þetta er mjög þægilegt og auðveldar svolítið samskiptin. "Nick-nafn" er það sama og "verknúmer" þitt á netinu er (userid). Þessu er hægt að breyta með skipuninni: /nick
þá kemur á skjáinn: ***
is now known as Þessi sending fer á alla sem eru á rásinni. Hingað til hafa allar sendingar frá ykkur farið yfir allan hópinn sem er á rásinni og verið umluktar af < og >. Nú langar þig kannski til að senda einhverjum einkasendingu (message). Til þess er notuð skipunin /msg
, einnig eru til nokkur afbrigði skipunarinnar og er þá aðallega um að ræða aliasa (styttingar, en gera það sama). Þá lítur skeytið svona út hjá þeim sem það er stílað á: * þittnick * það sem enginn annar má sjá....
Hjá þér lítur þetta svona út:
-> * þittnick * það sem enginn annar má sjá....
Til aðgreiningar frá þeim skeytum sem þú færð. Síðan svarar sá sem þú sendir skeytið og þig langar til að svara því auðvitað á sama hátt, þá er hægt að spara sér slögin með því að segja: /msg ,
. , stendur fyrir nafn þess sem síðast sendi þér einkaskeyti. Þetta getur verið svolítið varasamt ef einhver annar sendir þér einkaskeyti rétt áður en þú styður á vendihnapp. :) Nú er þetta einkasamtal kannski gengið svo langt að þig langar til að spara þér enn fleiri slög. Þá er hægt að fara alfarið í einkasamtal með skipuninni: /query
þá "festist inni" /msg nickið. Þá fer allt sem þú slærð inn til þess sem þú tókst fram í query skipuninni. Á skjáinn hjá þér ætti að koma: *** Starting conversation with
Þess má kannski geta að allt sem kemur sem tilkynnning frá kerfinu er með *** /þrem margföldunarmerkjum, stjörnum, fyrir framan. Á þessu er þó ein undantekning sem er í rauninni af ráðnum hug... skipunin /me
setur þetta á skjáinn hjá öllum: *** Acion:
Þetta er ætlað til að t.d. segja ef þú hlærð, dettur niður hlæjandi, geispar eða eitthvað sem ekki er talið til tals. Sennilega á þetta að vera eins og kerfið sjái hvað þú ert að gera og segi öllum frá því, :) ég skil þetta svo allavega.
Svo getur þú breytt/sett "topic" rásarinnar með skipuninni:
/topic
. Skipunin /motd stendur fyrir Message of the day en það eru skilaboð sem umsjónarmaður serversins sem þú notar setur inn. Þetta birtist sjálfkrafa þegar þú ferð inn á Irkið. Á isgate.is er þetta oftast EKKERT. Skipunin /admin sýnir hver er umsjónarmaður á servernum sem er að nota. Ef ekkert nafn er þá koma upplýsingarnar um þig. Þetta er mjög nytsamlegt þegar einhver er með einhver leiðindi þá er hægt að tala við umsjónarmann hans og láta meina honum aðgang að ircinu ef um ALVARLEGT mál er að ræða. Skipunin /server
er til að skipta um server. :) Þetta er mjög nytsamlegt ef t.d. isgate.is er ekki í lagi, einnig ef hann verður sambandslaus við umheiminn. Listi yfir nokkra góða servera er í viðauka 1.
Skipunin /invite
sendir boðin: *** You have been invited to channel
by <þittnafn> Til að "jóna" rásina sem þér var boðið á er nóg að slá inn: /join - Þá ferð þú sjálfkrafa inn á rásina sem þér var boðið á.
Nú tel ég að þú getir skammlaust komið þér áfram í Irk-heiminum. Í næsta kafla verður farið í skipanir sem eru miklu flóknari og þarf ekki að nota í "hversdags irki".
ÞRIÐJI KAFLI: "Advanced" skipanir Jæja, first þú ert komin(n) svona langt verður maður víst að fara að segja eitthvað spennandi. :)Á Irkinu eru nokkrar "gerðir" af notendum, alls fimm:
"Novistar": þetta eru bara þeir sem eru að koma inn á irkið. Sem sagt óbreyttir notendur.
"Ekki novistar": þeir sem eru búnir að setja "novice off" hjá sér. Þeir hafa aðgang að 40% fleiri skipunum en novistar.
"channel-operatorar": (rásarstjórar) Þeir hafa leyfi til að breyta "mode" á þeirri rás sem þeir eru rásarstjórar á (meira um mode síðar í kaflanum) og sparka af rásinni.
Hægt er að sjá hverjir hafa channel-operator réttindi með því að gefa skipunina /who * og þá kemur @ í status-línuna.
"IRC-operatorar": þeira hafa leyfi til að mynda og slíta tengsl á milli servera og taka notendur "úr sambandi" (kill). Hægt er að sjá hverjir hafa irc-operator réttindi með því að gefa skipunina /who * og þá kemur * í status-línuna.
"IRC-Admin": þeir veita IRC-operatorum réttindi sín og hafa einhver frekari réttindi sem ég veit ekki hver eru. Ég hef persónulega aldrei rekist á slíkan :)
Eiginlega það fyrsta sem þú þarft að gera til að geta gert allt sem sagt er frá í þessum kafla er að gefa skipunina:
/set novice off. Þá koma fleiri skipanir í ljós ef þú ferð inn í /help. Prófaðu! Nú fyrsta skipunin sem verður minnst á er nú reyndar ekki í þeim flokki sem "novistar" geta ekki notað. Til að nota /mode skipunina þarftu að vera rásar-stjóri. /mode er sú skipun sem breytir rásinni sem þú ert stjóri á. "Syntaxið" er eitthvað á þessa leið:
/mode #
-/+ Mode-stafur getur verið einn af eftirfarandi:
m - moderated bara rásarstjórar geta sent á rásina.
n - ekki er hægt að senda /msg á rásina (þ.e.a.s. ekki /msg #
samt er hægt að senda á einstaklinga á rásinni. l - limited á eftir verður að vera tala. Þetta segir til um hámarks fjölda notenda á rásinni.
o - gefur rásar-stjóraréttindi. Á eftir verður að vera nafn einhvers á rásinni.
p - Private notendur sjást ekki (held ég)
s - Secret felur rásina svo að hún birtist ekki á /list
i - invite only, einungis þeim sem hefur verið boðið geta komið inn á rásina.
b - gerir einhverjum ókleift að "jóna" rásina. Formið er þetta: nick-nafn!userid@server. Til að rás sé algerlega ósýnilega er notað saman p, s, i og n. (PSIN)
Annað sem hægt er að gera með /mode er að breyta þínum mode. Þá er skipunin notuð svona: /mode
-/+ þar sem mode stafur getur verið: i - ósýnilegur, þú sést ekki :)
w - þú færð öll skilaboð frá kerfinu um tengingar og "kill".
- og + er notað á undan stöfunum til að segja hvort á að setja
mode-ið af eða á. Skipunin /kick
er notuð til að sparka notanda af rásinni sem þú ert rásarstjóri á. Það er samt ekkert sem segir að hann geti ekki "jónað" rásina aftur :) Skipunin /kill er ekki tiltæk nema þú sért Irc-operator.
Skipunin DCC er mjög sniðug að mörgu leyti. Það gerir notendum kleift að senda skrár á milli sín. T.d. ef ég vil senda skrána trig-bot2.0 sem er í skráasafninu mínu á huppu til notanda sem heitir MR-T þá gef ég skipunina:
/dcc send MR-T trigbot2.0
Svo birtast boð á skjánum hjá honum um að ég vilji senda honum skrána (hann sér frá hverjum og hvaða skráin heitir. Þá þarf viðtakandi að gefa skipunina:
/dcc get trigger trig-bot2.0
Þar sem nafn sendanda kemur í staðinn fyrir trigger og nafn skráar í staðinn fyrir trig-bot2.0 Það er einnig hægt að gera meira með DCC skipuninni en ég bendi bara á hjálpina í IRC til að vita meira um hana.
Ef einhver hefur áhuga á nánari útlistun um einhverja sérstaka skipun er alltaf hægt að sækja aðstoð í hjálpina á IRC. einnig er ég tilbúinn til að veita þá aðstoð sem ég get.
Viðauki 1. Tryggvi R. Jónsson
trigger@ismennt.is
==========
Hér á eftir er listi yfir nokkra irc-servera ef isgate.is skildi nú taka upp á því hætta að virka!
Server.................... land
papegoje.ised.auc.dk...... Danmörk
nic.funet.fi.............. Finnland
kvart.ifi.uio.no.......... Noregur
disuns2.epfl.ch........... Sviss
irc.lysator.liu.se........ Svíþjóð
irc.mit.edu............... MIT, USA
centl1.lancs.ac.uk........ England
FLEYGAR SETNINGAR
ÚR TJÓNASKÝRSLUM TRYGGINGAFÉLAGS
Ég rakst á kyrrstæðan vörubíl, sem var að koma úr hinni áttinni.
Ég hélt að bílglugginn væri opinn, þangað til ég hafði stungið höfðinu út um hann.
Ég sagði lögreglunni að ég væri ómeiddur, en þegar ég tók ofan hattinn komst ég að því að ég var höfuðkúpubrotinn.
Það kom bara ósýnilegur bíll, rakst á mig og hvarf.
Ég sá að gamli maðurinn mundi aldrei hafa það yfir götuna og keyrði því á hann.
Ég var búinn að keyra í 40 ár, þegar ég sofnaði við stýrið og lenti í slysinu.
Sá fótgangandi stóð og vissi ekkert í hvora áttina hann átti að fara svo ég keyrði yfir hann.
Ég var á leiðinni til læknisins, þegar púströrið datt aftur úr mér.
Ég var að reyna að drepa flugu og keyrði þarna á símastaurinn.
Hinn bíllinn keyrði beint á mig, án þess að gefa neitt merki um hvað hann ætlaði að gera.
Það bakkaði trukkur í gegnum rúðuna á mér og beint í andlitið á konunni.
Maðurinn var alls staðar á veginum, ég varð að taka heilmargar beygjur áður en ég rakst á hann.
Ég beygði frá vegbrúninni, rétt leit á tengdamömmu og hentist út af veginum hinum megin.
Mörgum finnst Íslenska Menntanetið vera dálítið "user-unfriendly". Enda er það mjög skiljanlegt. Það kom svona nokkurn vegin eins og köld vatnsgusa á mann þó að ég hafi nú verið DOS maður. :-) Ég er að reyna að gera mér í hugarlund hvað makka-mönnum finnst. Gaman væri að heyra það. Það eru MIKLU meiri viðbrigði að fara úr Finder í Unix en úr DOS í Unix. Þó að það sé kannski ekki alveg hægt að segja að notendur ismennt séu bara skildir eftir í "hráum" Unix. Það er líflína í þessum hafsjó sem heitir "lush" og er valmyndakerfið sem allir elska og dá ... ÞANKAGANGUR UM ÍSLENSKA MENNTANETIÐ
****************** Kannski EKKI allir. ****************** Það [valmyndakerfið] hefur að vísu marga galla, það er nokkuð ljóst. Einkum er það galli að það gefur ekki aðgang nema að brotabroti af möguleikum menntanetsins. T.d. er hvergi talk, irc, ftp, telnet og svo maður tali ekki um X og Y modem sendingar ...Það væri gaman að fá aðsend ýmis vandamál bæði leyst og óleyst sem þið hafið lent í á ferð ykkar um þennan hafsjó sem Íslenska Menntanetið er. T.d. einn vinur minn góður sagði að hann færi voðalega lítið inn á ismennt því að þar væri ekkert nema gott póstkerfi. SVO KALLAR MAÐUR SVONA fólk vini sína (varla að þetta geti kallast fyrrv. kunningjar). :-) Nei það er víst eðlilegt að fólk sjái ekki margt þegar það lítur fyrst á ismennt. Aðalvalmyndina jú, en þar er ekki margt. En það er kannski eins og sagt er: Að ekki skuli dæma bókina á kápunni og oft er flagð undir fögru skinni. :-) Eða eitthvað svoleiðis.
Íslenska menntanetið hefur allt að því óendanlega möguleika að mér virðist og á "Internet" er fjölmargt sem ekki er hægt að koma auga á við fyrstu sýn. T.d. hugbúnaður til að tengja tvo notendur saman og gera þeim kleift að nota samskiptamöguleika leikja til að tengjast öðrum notanda og spila leik t.d. Falcon 3.0 yfir Internet.
Svona smáhluti er maður alltaf að rekast á. Og enginn einn maður hefur kannski yfirsýn yfir allt það sem er á internet (þó sumir fari nærri). Þar er alveg gríðarlegt magn upplýsinga, forrita, notenda og ekki síst margþætt þjónusta.
Ég tel að ef enginn kvartar, þá verði ekkert endurbætt !
Látið í ykkur heyra.
Tryggvi R. Jónsson
trigger@ismennt.is
LEIKIR
DAY OF THE TENTACLE Þetta er lausn á leiknum "Day of The Tentacle" frá LucasArts. Þó að hann sé frekar auðveldur, þá er hann samt sem áður með allra- skemmtilegustu leikjum sem ég hef spilað. Og hann hefur eitt framyfir marga ævintýraleiki en það er að allar þrautirnar eru þess eðlis að lausnin er lógísk. (Eins og að nota Spaghetti fyrir hár á múmíu í fegurðarsamkeppni). Ég var reyndar búninn að klára leikinn og var að byrja á að skrifa lausnina niður þegar ég rakst á þessa lausn á Usenet, og þar sem hún er nokkuð góð þá ákvað ég að nota hana.
1.1 Secret Lab.
Þú finnur hana með því að láta Bernard opna klukkuna.
1.2 Battery Plans.
Teikningarnar fyrir batteríið eru á tilkynningatöflunni í rannsóknarstofu Freds.
2. Hvernig á að ná Laverne niður úr trénu?
(Hoagie)
Nær í rauðu málninguna sem er uppá háalofti. Hann notar hana á Kunquatc tréð sem er við hliðina á kömrunum. Talar síðan við George Washington og fær hann til að höggva niður kirsu- berjatréð, þannig að í framtíðinni er ekkert tré sem Laverne festist í.3. Finna dulargerfi fyrir Laverne.
(Laverne)
Segðu verðinum að þér líði illa og hann fer með þig til læknis. Taktu myndina af Tentacle (tentacle chart) sem er á veggnum og farðu aftur í fangelsið. Segðu síðan verðinum að þú þurfir að fara á klósettið, sturtaðu síðan myndinni til Hoagie.(Hoagie)
Farðu með kortið til Betsy Ross og láttu það ofan á teikningar af fána. Þá verður fáninn í framtíðinni eins og Tentacle.(Bernard)
Farðu upp á þak og taktu sveifina af fánastönginni og láttu Laverne hafa hana.(Laverne)
Farðu aftur í fangelsið og segðu verðinum að þér líði illa. Síðan klifrarðu upp reykháfinn og notar sveifina til að ná flagginu sem þú síðan notar sem dulargerfi.4. Hvernig á að ná í Batterí fyrir Hoagie?
(Hoagie)
Fyrst verðurðu að láta Red Edison hafa teikningarnar af því, Red er í kjallaranum, hann segir hvað þarf í batteríið.4.1. Olía.
(Hoagie)
Olían er í skáp í eldhúsinu.4.2. Edikið. (Vinegar)
(Hoagie)
Náðu í vínflöskuna sem er í herbergi Ben Franklins. Talaðu við Jefferson og stingdu upp á því að hann noti hana í tíma- hylki sínu. Láttu síðan Laverne hafa dósaopnarann.(Laverne)
Fer í herbergin sem eru safn á annari hæð og notar dósaopnarann á tíma-hylkið. Tekur síðan edikið (vínflöskuna) og lætur Hoagie fá það.4.3. Gull.
(Hoagie)
Náðu í bréfið sem er í póstkassanum fyrir utan húsið og láttu Bernard fá það.(Bernard)
Láttu Dwayne fá bréfið, hann er þessi þunglyndi. Taktu byssuna úr herberginu og farðu niður í salinn og skiptu á þeirri byssu og þeirri sem er kveikjari. Talaðu síðan við sölumanninn og láttu hann gefa þér vindil. Láttu síðan Hoagie fá vindilinn og kveikjarann. Opnaðu síðan ristina sem er í gólfinu og reyndu síðan að ná tönnunum sem eru á borðinu, þær hoppa niður á gólf. Þú verður að reyna að ná þeim þangað til þær festast í ristinni, þá er hægt að ná þeim. Láttu Hoagie fá tennurnar.(Hoagie)
Láttu Washington fá vindilinn. Eftir að hann hefur sprungið þá skaltu láta hann fá tennurnar. Jefferson kveikir upp í arninum, þá geturðu náð í teppið. Farðu upp á þak og breiddu teppið yfir reykháfinn. Þá fer brunaboðinn í gang og allir stökkva út. Nú kemstu niður og getur náð gull-fjaðurpennanum. Farðu með hann, edikið og olíuna niður til Red Edison og láttu hann fá þetta allt. Taktu batteríið af borðinu þegar hann er búinn að búa það til.4.4. Batteríið hlaðið.
(Bernard)
Náðu í skiltið þar sem óskað er eftir aðstoðarmanni og láttu Hoagie fá það.(Hoagie)
Farðu og náðu í fötuna í þvottahúsinu, og í skápnum er bursti, taktu hann líka. Í eldhúsinu er vatnsdæla. Fylltu fötuna af vatni. Farðu upp í herbergi George Washington og ýttu á rúmið hans, togaðu síðan í bjöllustrenginn. Þegar þjónustustúlkan er kominn skaltu fara fram og taka sápuna sem er á vagninum fyrir framan dyrnar. Settu sápuna í vatnsfötuna og farðu útfyrir að þvo hestakerruna. Ben Franklin kemur þá inn og fer með flugdrekann upp í herbergi. Farðu með skiltið sem þú fékkst frá Bernard til Red Edison og láttu hann fá það, hann lætur þig fá vinnu. Nú geturðu tekið sloppinn. Láttu Franklin fá sloppinn, hann býr til flugdreka úr honum. Settu síðan batteríið í flugdrekann og ýttu honum á loft. Núna er batteríið hlaðið.5. Hvernig á að fá demant fyrir tímavélina?
Þú verður að kaupa demantinn. Spjallaðu aðeins við Fred, og hann segir þér frá martröðum sínum og afhverju hann er blankur.
5.1. Hvernig á að ná í samninginn?
(Bernard)
Þú verður að ná í vídeospóluna sem er í herbergi Green Tentacle. Síðan ferðu niður í eldhús og nærð í kaffið (báðar könnurnar). Náðu í bankabókina í skrifborðinu á skrifstofunni. Farðu niður til Fred og gefðu honum koffein- laust kaffi.5.1.1 Hvernig á að losna við Ednu?
Þú ýtir henni út úr herberginu, en hún nær taki á styttunni og kemst aftur inn svo...
(Hoagie)
Náðu í vinstri-handar hamarinn niðri í rannsóknarstofu. Farðu síðan í herbergi Ned og Jed og skiptu á vinstri-handar hamrinum og þeim hægri-handar. Þá breytist styttan.
Nú geturðu ýtt Ednu út.(en aftur að samningnum)
(Bernard)
Settu videóspóluna í videótækið og horfðu á skjáinn þar sem Fred er. Ýttu á REC takkann til að taka upp þegar Fred opnar skápinn. Stilltu síðan videóið á EP, spólaðu til baka, og horfðu á það aftur. Bernard leggur tölurnar á minnið og getur nú opnað peningaskápinn. Taktu samninginn.5.2. Hvernig á að fá samninginn undirritaðan?
(Bernard)
Farðu upp á þak í gegnum skorsteininn, síðan inn um gluggann og taktu reipið af Fred. Farðu síðan út á þak og settu reipið í talíuna. Farðu síðan niður og hnýttu því við Ted (múmían). Farðu aftur upp á þak og togaðu í reipið.(Hoagie)
Láttu Bernard fá rauðu málninguna.(Bernard)
Málaðu múmíuna og skiptu síðan á henni og Fred. Þegar allt er í lagi hnýtirðu reipið í Fred. Farðu síðan út á þak og togaðu í reipið. Bernard fer með Fred niður í rannsóknarstofu. Farðu upp í þvottahús og náðu í trektina úr skápnum. Farðu til baka og notaðu hana á Fred. Helltu síðan venjulegu kaffi í trektina. Þegar Fred er vaknaður fáðu hann þá til að skrifa undir samninginn með því að segja að þú munir sjálfur sjá um Purple tentacle.5.3. Hvernig á að fá frímerki?
(Bernard)
Taktu blekið úr herbergi Dwayns. Farðu til Weird Ed og helltu því á frímerkjaalbúmið hans. Eftir að hann er búinn að henda þér út taktu þá frímerkið og albúmið. Láttu hann fá albúmið aftur.5.4. Hvernig á að fá peninga? (Það er stóra spurningin).
(Bernard)
Frímerktu samninginn og láttu Hoagie fá hann.(Hoagie)
Settu samninginn í póstkassann, pósturinn kemur og nær í hann.5.5. Hvernig á að ná í demantinn?
(Bernard)
Horfðu á sjónvarpið í einhverju herberginu og hringdu síðan og pantaðu demantinn. Láttu síðan Fred fá hann.6. Hvernig á að vinna í keppninni?
6.1. Ná í keppanda.
(Laverne)
Farðu í herbergið þar sem múmían er og notaðu hjólaskautana á hana. Ýttu henni síðan út. Talaðu síðan við bláa Tentacle til að fá nafnspjald fyrir múmíuna. Settu það síðan á múmíuna.6.2. Losna við Harold.
(Bernard)
Farðu til græna Tentacle, og kveiktu á græjunum, þá losnar gerfigubbið. Til að losa það alveg verðurðu að ýta á hátalarann. Slökktu á græjunum. Taktu gerfigubbið og láttu Laverne fá það.(Laverne)
Notaðu gerfigubbið á Harold.6.3. Vinna hláturskeppnina.
(Laverne)
Láttu Bernard fá hnífinn.(Bernard)
Notaðu hnífinn á trúðinn. Taktu síðan hláturspokann og láttu Laverne fá hann.(Laverne)
Notaðu hláturspokann á múmíuna, og láttu síðan dómarana dæma um besta hláturinn.6.4. Vinna broskeppnina.
(Bernard)
Láttu Hoagie fá bókina.(Hoagie)
Lestu fyrir hestinn, sem sofnar. Taktu tennurnar hans og láttu Lavern fá þær.(Laverne)
Notaðu tennurnar á múmíuna, og láttu síðan dómarana dæma um besta brosið.6.5. Vinna hárgreiðslukeppnina.
(Hoagie)
Náðu í spaghettíið úr eldhúsinu og láttu Laverne fá það.(Bernard)
Náðu í gaffalinn úr eldhúsinu og láttu Laverne fá hann.(Laverne)
Notaðu blauta spaghettíið á múmíuna og greiddu henni síðan með gafflinum. Láttu síðan dómarana dæma.7. Hvernig á að losa Edisons úr fangelsi?
7.1. Losna við vörðinn.
(Laverne)
Láttu hann hafa verðlaunakvöldverðinn.7.2. Fæla Edisons fjölskylduna út.
(Bernard)
Taktu TipEx (BooBoo-B-Gone) úr skrifborðinu á skrifstofunni og láttu Laverne fá það.(Laverne)
Notaðu TipExið á girðinguna til að fá rönd á köttinn.7.2.1 Ná röndótta kettinum.
(Hoagie)
Farðu upp á háaloft og notaðu rúmið hans Neds. Notaðu síðan ískrandi dýnuna á rúmið hans Jeds. Notaðu síðan rúmið hans Jeds, þá kemur kötturinn að skoða, þá geturðu tekið músina. Láttu Laverne fá hana.(Laverne)
Notaðu músina til að ná kettinum. Farðu aftur í fangelsið, slökktu á rimlunum, og notaðu köttinn. Þá flýja allir og mannafangarinn fer á eftir þeim.8. Fá rafmagn fyrir tímavélina hjá Laverne.
(Laverne)
Náðu í framlengingarsnúruna sem er í sama herbergi og múmían. notaðu hana síðan til að framlengja snúruna úr tímavélini. Taktu síðan endann og settu hann inn um kjallaragluggann. Farðu niður í rannsóknarstofuna og settu snúruna í samband.8.1 Ná í Hamstur.
(Bernard)
Farðu í herbergi Eds og taktu hamsturinn. Þú getur ekki sturtað honum niður svo þú setur hann í ís. Láttu hann í Ísvélina.(Laverne)
Farðu og náðu í hamsturinn í ísvélinni. Settu hann síðan í örbylgjuofninn til að þíða hann.8.2 Þurrka Hamsturinn.
8.2.1. Ná í peysuna sem maðurinn sefur á.
(Bernard)
Þú þarft tvo peninga til þess að gera þetta, einn er í tíkallasímanum. En til að ná hinum þarftu fyrst að ná í lyklana sem eru í dyrnunum á herberginu þar sem maðurinn er sofandi. Lokaðu dyrnum og taktu lyklana. Farðu síðan út á bílastæði og láttu manninn sem er með kúbeinið fá þá, hann lætur þig fá kúbeinið. Notaðu það til að ná tyggjóinu sem er fast á gólfinu. Tyggðu tyggjóið til að ná peningnum. Farðu upp þar sem maðurinn sefur, notaðu peningana til að hrista rúmið (Ficklefingers coin slot). Taktu síðan peysuna.8.2.2 Þurrka peysuna.
(Bernard)
Þú þarft meiri pening til að geta þetta. Notaðu kúbeinið á sælgætisjálfsalann til að fá nokkrar krónur. Settu peysuna í þurrkarann í þvottahúsinu og notaðu peningana til að setja hann af stað.(Laverne)
Farðu inn í þvottahúsið og taktu peysuna úr þurrkaranum, og klæddu hamsturinn í hana. Farðu síðan niður í rannsóknarstofuna og láttu hamsturinn í rafalinn.8.3 Hvernig á að ná hamstrinum aftur?
(Bernard)
Taktu auglýsingapésann sem er niðrí anddyri og láttu Hoagie fá hann.(Hoagie)
Láttu pésann í tillögukassann.(Laverne)
Notaðu ryksuguna til að ná hamstrinum úr músarholunni. Opnaðu hana síðan og taktu rykkúluna út.9. Þá er það komið!!!
Það er bara eftir að láta Hoagie tengja batteríið við tímavélina.
10. Klára leikinn.
Meirihlutinn sem er eftir er animation. Þegar þú færð aftur stjórn á fólkinu, farðu þá í herbergi Dwaynes. Á leiðinni mun Purple Tentacle skjóta ykkur og minnka. Farið í gegnum músarholuna. Þegar þið stækkið aftur, takið þá bowling kúluna og farið niður í rannsóknarstofuna og notið kúluna á tentacle. Til að klára leikinn þarf að stinga upp á því við Purple að hann skjóti Fred svona til tilbreytingar.
Þá er það búið. Reyndar svolítill galli hvað hann er stuttur.
STUTTAR FRÉTTIR
Það hlaut að koma að því. Nú er að koma út tölvuleikur sem byggir á JURASSIC PARK. Og hverjir aðrir en OCEAN gefa hann út? Þeir gerðu hinn hrikalega TERMINATOR. Fyrir þá sem ekki vita hvaða leikur það er, þá hefur hann fengið svona 10-15% í öllum tölvublöðum og margoft verið valinn versti leikur sem gerður hefur verið. Menn verða bara að vona að JURASSIC PARK verði betri. Reyndar hef ég séð nokkrar myndir úr honum, og virðist hann vera svipaður og DOOM að sjá. Talandi um DOOM, þá hafa þeir hjá ID-Software viðurkennt að hafa "lekið" demóinu út. Þetta demó er t.d. uppá STÖÐ 2 BBS og líklega á fleiri stöðum, en áður en þið farið að ná í það, athugið þá að það þarf 6MB innra minni til að geta runnað því.
MicroProse er búið að gefa út Railroad Tycoon Deluxe. Þessi útgáfa er með miklu betri grafík og hljóðum, einnig eru ellefu nýjar lestir til að leika sér að, og tvö ný "scenario", sem eru Suður-Ameríka og Afríka. En að öðru leyti er hann nákvæmlega eins, sama svindl og allt. Einnig bíður maður bara eftir Subwar 2050 frá MicroProse, sem á að koma út í haust, nánar tiltekið í október. Þ.e.a.s. ef þeir fara ekki á hausinn áður. Subwar á að vera framtíðarhermir þar sem þú átt að ná yfirráðum yfir heiminum - nema hvað, og gerist að mestu neðansjávar, þar sem þú berst líkt og í flughermum.
Microsoft er að koma með langþráðar endurbætur á gamla flugherminum sínum. Þessi útgáfa verður númer fimm. Ég hef séð beta útgáfuna og er grafíkin miklu betri, sérstaklega á mælum í mælaborði. Og landslagið er með "Texture mapping", svona eins og er í Wing Commander. Og loksins er komið almennilegt hljóð. Þessi útgáfa sem ég sá var ekki með byggingar, en þær verða örugglega í endanlegu útgáfunni. Eini gallinn var sá að á minni tölvu hökti hann talsvert, en hún er nú bara 386sx 16mhz þannig að þetta er nú allt í lagi.
Fullt af öðrum leikjum er einnig á leiðinni einsog IndyCar Racing sem lítur alveg meiriháttar vel út. Líka Simon the Sorcerer, sem notar SCUMM systemið. Tornado og fleiri og fleiri, þannig að það er fullt að gerast núna, og leikjafíklar einsog ég þurfa ekki að kvarta.
BAC (Benedikt Sæmundsson)
Eftirfarandi grein var upphaflega samin fyrir 2. tölublað Tölvublaðsins sem koma átti út síðastliðið haust en hefur ekki komið út ennþá. UM STÖÐ TVÖ BBS
Tölulegar upplýsingar eru færðar til þess sem er í dag, 19.ágúst '93, en að öðru leyti hefur greininni ekki verið breytt.
Fyrir nokkru komu upp raddir um það meðal þýðenda á Stöð 2 að þeim yrði gert kleyft að senda inn þýðingar sínar með síma. Með því móti gætu þeir sparað sér talsverðan kostnað við ferðir. Ákveðið var að verða við þessum óskum og á vegum dagskrárdeildar var mér falið að sjá um framkvæmd málsins. Eftir nokkra athugun datt mér í hug að setja upp BBS-kerfi sem þýðendurnir gætu hringt í.
Símanúmerið 673251 var hægt að taka undir þetta og gömul AT tölva með tveimur hörðum diskum var án brýnna verkefna.
Með tilliti til þessa ákvð ég í samráði við mína yfirmenn að þessi leið yrði farin og að BBS-kerfið yrði opið öllum sem vildu nýta sér það. Sonur minn sett síðan upp RemoteAccess BBS-kerfi og gekk það vel þó hann hefði aldrei sett upp BBS-kerfi áður.
Kerfið tók síðan til starfa í lok maí 1992.
Þetta BBS er eins og áður segir opið öllum, en þýðendur Stöðvar 2 hafa meiri réttindi en aðrir og sérstök svæði sem aðrir sjá ekki.
Engin áskriftargjöld af neinu tagi eru innheimt.
Auk þess sem talsvert er af ýmiss konar forritum á kerfinu, sem notendur þess geta sótt (dánlódað), er boðið upp á þann möguleika að panta forrit úr stóru safni deiliforrita og hafa nokkrir aðilar notfært sér það.
Talsvert fjör hefur verið í bréfaskriftum á kerfinu.
Þegar þetta er skrifað í ágúst 1993 er BBS-ið búið að starfa í um 15 mánuði. Á þeim tíma hefur það verið bilað í tæpan mánuð en bréf sem skrifuð hafa verið eru hátt á þrettánda hundraðið.
Þegar notendur kerfisins skrifa bréf inná það, sem getur hvort sem er farið þannig fram að bréfið er skrifað meðan notandinn er tengdur kerfinu eða að fyrirframskrifuð skrá er send inn. Þá eru þeir í upphafi spurðir hvort bréfið eigi að vera "prívat" eða ekki. Ef bréfið er "prívat" geta ekki aðrir lesið það en viðtakandi, sendandi og kerfisstjóri. Sé bréfið ekki "prívat" má líta á það sem framlag til einskonar ráðstefnu og allir sem kerfinu tengjast geta lesið það.
Fram til þessa hafa umræður með þessu ráðstefnusniði verið fremur litlar á íslenskum BBS-um en það er von mín að það eigi eftir að breytast og hef ég reynt að stuðla að sem mestum umræðum á BBS-kerfi Stöðvar 2.
Nýjum aðilum sem kynnu að vilja ná sambandi við kerfið en eiga kannski í erfiðleikum með eitthvað í sambandi við það, er bent á að hægt er að ná í mig í vinnusíma 91-633574 eða heimasíma 91-78002.
Sæmundur Bjarnason
Vél sem prófuð var er: Silicon Valley, i486DX 33Mhrz, 4MB innra minni, 121MB IDE Conner harður diskur 16ms, 1024 kb Trident skjákort, 14" skjár, Windows 3.1, Staðlaður VGA-rekill (fylgir, ekki frá Trident), 70ns SIMMs, 31MB laust diskpláss. HRAÐAPRÓF OG ALLT ÞAÐ.
Undanfarið hef ég verið að skoða niðurstöður úr Windows User Benchmark (sem fylgdi með Windows User tímaritinu fyrir nokkru). Þetta hafa verið mjög skemmtilegar "pælingar" og er ég a.m.k. búinn að senda út eina grein á ismennt.vandamal um þetta efni.
Nú tel ég mig vera búinn að kryfja málið nokkurn vegin til hlítar. Allavega er vélin mín búin að taka miklum framförum. Tökum nú tölur frá því að fyrst ég lét hana þreyta þetta "bencmark" og núna síðast:
21.7.1993.......... 19.05.1993 Örgjörvi:......10.4........... 10.4 Minni:.........9.1............ 9.1 Skjár:.........7.4............ 3.6 H.diskur.......7.9............ 4.7 "vinnsla"......9.2............ 3.7 Lokaniðurstaða.8.7............ 5.7 Ég keyrði þetta próf á 486DX2 66Mhrz-a vél einnig frá Silcon Valley, með sama búnaði nema 170MB disk, og annan örgjörva... Örgjörvi:.........19.1 Minni:............15.8 Skjár:............9.9 H.diskur..........14.4 "vinnsla".........11.3 Lokaniðurstaða....13.7"vinnsla" er bara birtist á "dialog-kössum", skipting milli forrita, birting DOS-forrita í glugga og á heilum skjá. Þetta er svona það sem kalla mætti "raunhæfasta" mynd af vinnslu tölvunnar.
Þessar tölur voru mér til mikilla vonbrigða svo ekki sé meira sagt! Mér fannst sem að þessi vél ætti að vera dálítið mikið hraðvirkari en 33Mhrz-a vélin mín. En það er nú enginn svakamunur. En kannski er hægt að bætta hana um 35% eins og ég gerði við mína. Það munar ekki nema um 30% sem mér finnst lítið miðað við að þetta á að vera dálítið kraftmikið tæki :-) Samt var það "vinnslan" sem kom mér mest á óvart í þessu eða þessar 9.2 og 11.3. Þetta er kannski það sem mestu máli skiptir (þetta er nú einu sinni herming á því sem þú gerir í Windows). Það er samt merkilegt að þessi vél skuli ekki vinna betur miðað við skjá og diskvinnslu.
Ef við skoðum hvernig mismunandi vélar koma út úr hverjum lið fyrir sig:
Örgjörvi (móðurborð) 286, 12Mhrz 1.5 386, 25Mhrz SX 3.3 486, 33Mhrz DX 10.0 486, 50Mhrz DX 15.4 VÉL TRIGGERS 10.4 Minni 286, 12Mhrz 3.2 386, 25Mhrz SX 4.5 486, 33Mhrz DX 10.0 486, 50Hhrz DX 17.0 VÉL TRIGGERS 9.1 Skjár/skjákort SVGA 1k 2.9 SVGA 8x6 4.9 VGA 7.0 24-bita colour 10.7 VÉL TRIGGERS 7,4 Diskur/diskstýring 286, 12Mhrz 28ms 4.1 386, 33Mhrz DX 16m 4.9 486, 33Mhrz DX 16m 10.0 486, 50Hhrz DX 9ms 15.2 VÉL TRIGGERS 7.9 "vinnsla" 386, 33Mhrz DX 3.7 486, 33Mhrz DX 6.4 486, 33Hh DX 24-bit11.0 VÉL TRIGGERS 9.2 Margt er skrítið í þessum niðurstöðum, en þó sérstaklega sá munur sem hægt er að fá útúr einni vél með því að: - þjappa EKKI harða diska - skipuleggja vel minni - keyra smartdrv - vera ekki með meiri liti/upplausn en ÞÖRF er - vera EKKI með mikið af leturgerðum inni. vera bara með þá fonta sem maður notar mest. Hægt er að fara inn í fonts og taka þá út en eyða þeim EKKI úr windows-skráasafninu. Svo að þeir séu til staðar þegar á þarf að halda. Svipar til Suitcase í Finder. Það sem ég breytti í grófum dráttum: - tók doublespace (DOS 6.0) diskþjöppuna af. - keyrði smartdrv ver 4.x - fór í gegnum: (breytti og eyddi því sem var ónauðsynlegt) - autoexec.bat - config.sys - system.ini - win.ini - skipti úr 600x800 256 lita og sömu upplausn 16 lita. NB. þó ég hafi tekið doublespace út er ég enn með DOS 6.0 að öðru leyti.Eftir allar þessar breytingar (m.a. að forsníða harða diskinn) þá er ég að verða nokkuð ánægður með vélina. Það er meira að segja "sjónarmunur" á því hvort þú ert með Smartdrv hlaðið eða EKKI. Síðan skiptir miklu að vera með skjáinn ekki stilltan á OF mikla upplausn, í OF mikilli litadýrð (nema vinna eigi með myndir). Ef unnið er mikið við myndvinnslu þá mæli ég með skjáhraðli.
Þ.e. annað skjákort annað hvort: - Local bus, þar sem það er hægt - S3 Windows hraðlakort - eða einhver "high-performance" skjákort T.d. Paradise, Fahrenheit VA, Reinsa Green, Sprinter 2 o.s.frv. Ef farið er út í hvaða kort "vinna" best vitna ég í PC PLUS tbl. 78 1993. Þar eru borin saman eftirtalin skjákort í upplausninni 600x800x34.000litir: KORT Wintach RPM Verð (pund) í mars 1993 Fahrenheit VA 7.8 199 Paradise 8.8 90 Diamond Stealth 4.5 199 Surtech Sprinter 4.7 195Ég mæli með Paradise. Upplausnin 600x800 er mjög þægileg (mitt á milli VGA og XVGA) og 34.000 litir er MJÖG gott.
Kortin voru reynd í hinum ýmsustu upplausnum/litafj./win/dos og Paradise og Fahrenheit VA skiptust á að vera hraðvirkust eftir því sem við átti. Diamond Stealth stingur sér að vísu á milli þeirra í hámarksuplausn (hvers korts). Svo ef á heildina er litið (reklar/uppsetning/upplausn/hraði/ábyrgð) þá er röðin þessi (besta fyrst): Fahrenheit VA, Paradise, Diamond Stealth, Sprinter, Tseng, Reinsa Green.
Þrátt fyrir lágt verð er Paradise talið mjög gott kort. Ég þekki einn mann sem er með svoleiðis og hann er mikið í myndvinnslu og hann segir að þetta sé mjög gott kort miðað við að MIKLU dýrari kort séu ekki jafngóð. Ég hef heyrt útundan mér að Paradise sé til sölu hér á landi fyrir 16-18 þúsund (óstaðfest). Ég hef séð vél sem er með Paradise- korti í 800x600x34.000 (upplausn/litir) það var eitthvað um 24 í þessu sama prófi !! En það sem er virkilega sniðugt er að setja þetta kort í VGA (16 liti) þá á það að vera +40 (óstaðfest, eigandi sagði mér þetta bara, Ég sá þetta ekki svo að það verður að taka þetta með fyrirvara). Þó að þessi kort séu aðallega hönnuð fyrir windows-umhverfið er einnig mikil bót í þeim í gamla góða DOSinu. T.d. eru leikir og CAD (computer aided design) hugbúnaður allt annað mál þegar svona kort eru til staðar en ekki þau kort sem fylgja með vélunum frá söluaðila. Þetta er ein leið (alls ekki sú dýrasta og ALLS ekki sú vitlausasta) til að auka hraða vélarinnar.
Nokkrar aðrar leiðir til auka "lífið" í vélinni þinni: - bæta við reikniörgjörva (fyrir úteikninga gott í CAD) - bæta við innra minni (Simmar c.a. 6-8 þús MB) - skipta um skjákort (hraðlar og fl.) - skipta um harðan disk/stýringu (diska með lægri ms-tölu eða þá SCSI-stýringar) - OVERDRIVE (breyta 486 25 í 50, 33 í 66 ...) - flýtiminni (t.d. kort með 32MB !!!) Ef ég ætti að setja upp vél sem ætti að vera háhraða windowsvinnustöð þá myndi ég hafa hana eitthvað í þessa átt: *** Miðast við að ná sem mestu út úr WINDOWS *** - 486DX 66Mhrz - 20-32MB innnra minni 60 eða 70 ns SIMMA - Local Bus skjákort og þá local bus móðurborð - SCSI eða SCSI-2 diskstýring - 500MB til 1GB >9ms SCSI eða SCSI-2 harður diskur - 21" XGA skjár 1200*1024 - TrueColour - 256kb flýti minni í örgjörva - SCSI-1/2 tengi (fyrir t.d. Tape-BackUP, Myndlesi, harða diska, geisladrif (CD-ROM) til að ná hámarks hraða út úr jaðarbúnaðiÞarna værum við komin með vél sem myndi sprengja t.d. LandMark 2.00 Áætlað er að þessi vél skili um 250 Mhrz miðað við 286 12Mhrz. Sem sagt 21 sinnum hraðvirkari (u.þ.b.).
Hvað gerist svo þegar keppnin stendur á milli Quadra 800 og vélar af þessari gráðu. Prófanir hafa verið gerðar á því...
Vél (rauntímavinnsla við PS/1) Pentium machines 49.6 PowerPC 601 native code 49.6 Pentium {32-bit upgrade} 24.8 Quadra 800 13.9 486DX2-66 12.4Þarna er að vísu eitt sem er ekki alveg að marka... Quadra 800 er með SCSI-harðan disk en það er 486 ekki með í þessu prófi. Hann er bara með IDE disk sem er ekkert svo hraðvirkur. Ég setti þessar tölur með PowerPC og Pentium með svona til gamans. Þessar vélar eru væntanlegar (PPC) janúar 1994 og (Pentium) í haust (heyrði ég einhversstaðar á netinu !!ÓSTAÐFEST!!). Notendur hafa verið að koma með tölur um að hin ýmsu forrit gangi HÆGAR undir Windows NT en Windows 3.1. Þetta er mjög eðlilegt. Til að keyra NT þarf gríðarlega öfluga vél, Pentium er mjög verðugur í þetta verkefni.
Gaman verður að sjá NT á 64-bita Pentium !!!
Tryggvi R. Jónsson
trigger@ismennt.is
Jú jú, þið vitið sennilega öll um hvað ég er að tala. Það er þessi margumrædda mac-pc deila. Ég les alltaf skjástefnur sem heita comp.sys.ibm.pc.*, þar eru m.a. leikja- hug- og vélbúnaðargrúppur. Á c.s.i.p.hardware hefur undanfarið allt verið að yfirfyllast af endalausum flamberingum á milli makka- og pésamanna. Þó ég sé persónulega meira fyrir PC þá verð ég að viðurkenna að þetta er að verða svolítið BARNALEGT! Eins og þegar tveir litlir strákar eru að rífast um pabbi hvors sé sterkari. Til allrar hamingju hefur þetta ekki komið inn á ismennt-skjástefnur *púff*. HIÐ EILÍFA STRÍÐ.
Mér finnst annað vera með þegar litið er á málið og staðreyndir eru skoðaðar í hlutlausu ljósi. t.d. kom fram margt mjög skemmtilegt varðandi ISA-EISA-VL-BUS, NuBus og SCSI-1/2 tengi. Þar sem makkar eru með sem staðalbúnað scsi-tengi (stór kostur, prik fyrir makka). Svo er það nú "frammistaðan". Þetta stríð á comp.sys.ibm.pc.hardware byrjaði með því að einhver spurði í sakleysi sínu hvor vélin virkaði meira Quadra 950 eða i486Dx66Mhrz. Síðan voru sendar tölur frá Computer shopper sem eru orðnar að miklu deiluefni. Þar er þetta m.a.:
COMPETITORS ----------- Maximus............ Macintosh........Gateway 2000 486DX2/66..........Quadra 950........486DX/33 $2200 .............$6174(street).....$2965 80486DX2/66........68040/33..........80486DX/33 8mb RAM............8mb RAM...........8mb RAM 240mb LB IDE.......400mb SCSI........500mb SCSI 4 ISA, 2LB.........6 NuBus, 1 LB.....6 ISA, 2LB 2serial/1parallel..2serial,SCSI......2serial/1parallel,SCSI Ethernet,sound BENCHMARKS ---------- ..........................Maximus........Quadra 950........Gateway 2000 FileMaker ..Pro Sort................28.69...........48.02.............39.51 Excel ..Recalculation............6.72...........13.87.............11.02 MS Word Global ..Replace..................4.20............6.75..............6.68 Adobe Photoshop ..Rotate Image............24.37...........31.11.............28.34 Jú jú, þarna sést að 33Mhrz m/ SCSI virkar "meira" en Quadra 950. EN það er ekki allt sem sýnist ... Quadra 800 er í raun miklu hraðvirkari. Ég þori ekki að fara með tölur fyrir hana því að þær eru svolítið umdeildar.Ég hef notað bæði Makka og PC. Mér finnst þægilegt að nota makka með 21" skjá 1Gb harðan disk (SCSI-2), 20MB innra minni (eða meira). Það var nokkuð "ljúft" en mér fannst samt að ég væri alltaf að rekast á veggi í stýrikerfinu. Það er eitthvað við c:\> sem er alveg voðalega heillandi. :-)
Ég vil samt ekki sverja af mér það að hafa aldrei talað illa um makka! Jú, jú, ég hef skotið á makka og það ALLFAST! Samt er eitt sem er verra en makkarnir en það eru notendurnir! Það er merkilegt að fólk sem er að nota MAC PLUS með 40MB disk, 2MB innra minni og 9" s/h skjá geti hugsað sér að segja makkinn MINN er betri en pc-inn ÞINN! Þetta er hreint út sagt ótrúlegt!!! Þó vélin MÍN sé ekki nein svaka- rella þá tel ég að hún geti nú sýnt skemmtilegra "andlit" en MAC PLUS
Ég heyrði nýtt hugtak í þessu "rifrildi" á comp.sys.ibm.pc.hardware en það er "power-user". Sagt var að það yrði ekki "þungavigtar-notendur" sem ákvæðu hvort væri betra... heldur hinn almenni notandi.
Vil ég ekkert segja nema það að kannski er þetta rétti tíminn til að skipta um stýrikerfi.. Ég sé fyrir mér...
OS/2 2.1
Windows NT
já eða jafnvel Linux !
!! HVER VEIT !!
Tryggvi R. Jónsson
trigger@ismennt.is
Hér fyrir neðan er gerð tilraun til þess að gera grein fyrir öllum almennum BBS-kerfum sem starfað hafa á Íslandi. Ekki er gerð tilraun til að segja frá BBS-kerfum sem einstök fyrirtæki hafa komið upp fyrir viðskiptavini sína eingöngu. BBS Á ÍSLANDI.
Sjálfsagt er ýmislegt rangt í þessu yfirliti og ýmsar upplýsingar vantar. Einnig vantar án efa að segja frá einhverjum kerfum og eru lesendur beðnir að koma leiðréttingum og viðbótum á framfæri við undirritaðan.
1. Stöð 2 BBS. Reykjavík.
Opið allan sólarhringinn.
Sysopar: Sæmundur Bjarnason og Benedikt Sæmundsson.
Símanúmer: 91-673251.
Ein lína.
Modem 2400 bps.
Forrit: RemoteAccess.
Tók til starfa í maí 1992
Opið.2. Villa BBS. Reykjavík.
Opið allan sólarhringinn.
Sysopar: Ari Þór Jóhannesson og Vilborg Jónsdóttir.
Símanúmer: 99-5151, 91-677999, 91-670990.
Línur ??
Modem ??
Forrit: Major.
Hefur starfað lengi. Með allra elstu BBS-kerfum á landinu.
Opið.3. Snerpa BBS. Ísafirði.
Opið allan sólarhringinn.
Sysop: Björn Davíðsson.
Símanúmer: 94-4417
Ein lína.
Modem 14400 bps.
Forrit: SuperBBS.
Tók til starfa ??
Opið.4. Net-BBS. Reykjavík.
Rekið af nemendum Tölvuháskóla Verslunarskóla Íslands.
Opið allan sólarhringinn.
Sysopar: Áki og Vilhjálmur. (Áður Alfreð Styrkársson og Þórður Halldórsson).
Símanúmer: 91-678126.
Ein lína.
Modem 2400 bps.
Forrit: RemoteAccess.
Hefur starfað lengi. Með fyrstu BBS-um á landinu.
Hóf líklega starfsemi 1989.
Opið.5. Torgið. Reykjavík.
Opið allan sólarhringinn.
Sysopar: Jóhann Sigurðsson, Bergþór Jónsson og Hilmar Thors.
Símanúmer: 91-627846, 91-627847 og 99-5055.
Línur ??
Modem ??
Forrit: RemoteAccess.
Tók til starfa ??
Opið.6. The Mad Duke. Reykjavík.
Opið allan sólarhringinn.
Sysop: Steingrímur Leifsson.
Símanúmer: 91-643906.
Ein lína.
Modem: 14400 bps.
Forrit: Spitfire.
Tók til starfa í ágúst 1993.
Opið.7. Móri BBS. Reykjavík.
Opið allan sólarhringinn.
Sysop: Árni Snorri Eggertsson.
Símanúmer: 677020.
Ein lína.
Modem ??
Forrit ??
Tók til starfa ??
Opið.8. Þór h/f BBS. Reykjavík.
Opið allan sólarhringinn.
Sysop: ??
Símanúmer: 91-681571.
Ein lína.
Modem ??
Forrit ??
Tók til starfa ??
Opið.9. Arc-BBS. Ísafirði. Einkum fyrir Archimedes tölvur.
Opið frá 22 til 09 alla daga.
Sysop: Hólmgeir Baldursson.
Símanúmer: 94-3776.
Ein lína.
Modem ??
Forrit ??
Tók til starfa ??
Opið.10. Vision BBS. Keflavík.
Opið allan sólarhringinn.
Sysop: Jón Fannar Karlsson.
Símanúmer: 92-14626.
Ein lína.
Modem ??
Forrit: MBBS.
Tók til starfa ??
Opið.11. Unicorn's Playground BBS. Keflavíkurflugvelli. (áður Unicorn)
Opið allan sólarhringinn.
Sysop: Scot Long.
Símanúmer: 92-54886,,,69 (kommurnar og 69 má ekki vanta).
Ein lína.
Modem ??
Forrit: Wildcat.
Tók til starfa ??
Opið.12. Oberon. Kópavogi.
Opið 23 - 12 alla daga.
Sysopar: Eva Ólafsdóttir og Ásgeir Kroyer Antonsson.
Símanúmer: 91-43960.
Ein lína.
Modem 14400 bps.
Forrit: RemoteAccess.
Tók til starfa í apríl 1993. Áður C++.
Opið.13. Iðnskólinn, tölvudeild BBS. Reykjavík.
Opið allan sólarhringinn.
Sysop: Marteinn Sverrisson.
Símanúmer: 91-620697.
Ein lína.
Modem ??
Forrit ??
Tók til starfa í ágúst 1993.
Opið.14. Delfi. Akureyri.
Opið allan sólarhringinn.
Sysop: Bjarki M. Karlsson.
Símanúmer: 96-11648.
Ein lína.
Modem ??
Forrit: RemoteAccess.
Tók til starfa ??
Lokað.15. Delfi. Reykjavík.
Opið allan sólarhringinn.
Sysop: Guðmundur Bjarnason (fékk kerfið tilbúið frá Bjarka)
Símanúmer: 91-683029.
Ein lína.
Modem 2400 bps.
Forrit: RemoteAccess.
Tók til starfa í maí 1992.
Lokað.16. Delfi. Reykjavík.
Opið allan sólarhringinn.
Sysop: Gunnlaugur Karlsson (fékk kerfið tilbúið frá Guðmundi)
Símanúmer: 91-623786.
Ein lína.
Modem 2400 bps.
Forrit: RemoteAccess.
Tók til starfa í september 1992.
Lokað.17. Tölvutengsl. Hveragerði. (Icenet)
Opið allan sólarhringinn.
Sysop: Einar B. Bragason.
Símanúmer: 99-5656, 98-34779, 98-34971, 98-34981, 98-34797.
Nokkrar línur (líklega flestar 5 í einu)
Modem (flest 2400 bps)
Forrit: RemoteAccess.
Tók til starfa um áramótin 1991-92 og hætti starfsemi í ágúst '92.
Fyrst íslenskra BBS-a til að auglýsa að staðaldri og líklega fyrst einnig með "on-line" geisladiska. Langstærsta BBS-ið á sínum tíma. Lokað.18. Alefli. Reykjavík.
Opið 18-10 á virkum dögum og allan sólarhringinn um helgar.
Sysop: Ólafur Ægisson.
Símanúmer: 91-678767.
Ein lína.
Modem 2400 bps.
Forrit: RemoteAccess.
Tók til starfa ??
Lokað.19. Galaxy BBS. Höfn Hornafirði.
Opið allan sólarhringinn.
Sysop: Ari Már Pálsson.
Símanúmer: 97-81828.
Ein lína.
Modem ??
Forrit: RemoteAccess.
Tók til starfa ??
Lokað.20. Geysir. Reykjavík.
Opið allan sólarhringinn.
Sysopar: Bergþór Jónsson og Jóhann Sigurðsson.
Símanúmer: 91-627846 og 91-627847.
Tvær línur.
Modem ??
Forrit: RemoteAccess.
Varð til við sameiningu Colosseum og Frobozz og undanfari Iceland BBS og Torgsins.
Lokað.21. Iceland BBS. Reykjavík.
Opið allan sólarhringinn.
Sysopar: Bergþór Jónsson og Jóhann Sigurðsson.
Símanúmer: 91-627846 og 91-627847.
Tvær línur.
Modem ??
Forrit: RemoteAccess.
Tók við af Geysi og var undanfari Torgsins.
Lokað.22. Arctic Bytes. Keflavíkurflugvelli.
Opið allan sólarhringinn.
Sysop: Cortney Michael.
Símanúmer: 92-57476.
Ein lína.
Modem ??
Forrit: Wildcat.
Tók til starfa ??
Lokað ??23. Frobozz. Reykjavík.
Opið ??
Sysop: Hilmar Thors.
Símanúmer: 91-627847.
Ein lína.
Modem ??
Forrit: RemoteAccess.
Eitt fyrsta íslenska BBS-ið.
Lokað.24. Fernland. Austurlandi. (Hvar ??)
Opið 20-12.
Sysop: Reynir Stefánsson.
Símanúmer: 97-41187.
Ein lína.
Modem ??
Forrit: RemoteAccess.
Tók til starfa ??
Lokað.25. Colosseum. Reykjavík.
Opið ??
Sysop: ??
Símanúmer ??
Ein lína.
Modem ??
Forrit: RemoteAccess.
Tók til starfa ??
Lokað.26. Sierra. Sauðárkróki.
Opið ??
Sysop: Halldór Friðvinsson.
Símanúmer: 95-36154.
Ein lína.
Modem 2400 bps.
Forrit: RemoteAccess.
Tók til starfa ??
Lokað.27. Pax Tharkas. Reykjavík.
Opið 22-15 virka daga og 22-11 um helgar.
Sysop: Sigurgeir Jónsson.
Símanúmer: 91-28378.
Ein lína.
Modem ??
Forrit: RemoteAccess.
Tók til starfa ??
Lokað.
Fyrsta og eina BBS á Íslandi með Internet tengingu.28. Madman. Reykjavík.
Opið 22-08 alla daga.
Sysop: ??
Símanúmer: 91-18789.
Ein lína.
Modem ??
Forrit: RemoteAccess.
Tók til starfa ??
Lokað.29. Tölvublaðið. Hvammstanga.
Opið allan sólarhringinnn.
Sysop: Steingrímur Leifsson.
Símanúmer: 95-12509.
Ein lína.
Modem 2400 bps.
Forrit: RemoteAccess fyrst, síðan Spitfire.
Tók til starfa ?? Undanfari The Mad Duke.
Lokað.30 C++. Kópavogi.
Opið 23-12.
Sysopar: Eva Ólafsdóttir og Ásgeir Kroyer Antonsson.
Símanúmer: 91-43960.
Ein lína.
Modem ??
Forrit: RemoteAccess.
Tók til starfa í október 1992. Undanfari Oberon.
Lokað.31. Basement. Reykjavík.
Opið 19-08.
Sysop: Jóhann Jökulsson.
Símanúmer: 91-677243.
Ein lína.
Modem ??
Forrit: RemoteAccess.
Starfaði frá desember 1991 til janúar 1992.
Lokað.32. Critical Mass. Keflavíkurflugvelli.
Opið ??
Sysop: Jeff Coolen.
Símanúmer: 92-54787.
Ein lína.
Modem ??
Forrit: ??
Hóf starfsemi ??
Lokað.33. Gazebo. Keflavíkurflugvelli.
Opið ??
Sysop: Michael Potter.
Símanúmer: 92-57182.
Ein lína.
Modem ??
Forrit: ??
Hóf starfsemi ??
Lokað. ??34. Rmug. Reykjavík (Macintosh efni)
Opið ??
Sysop: Sveinn Gunnarsson.
Símanúmer: 91-677277.
Ein lína.
Modem ??
Forrit ??
Hóf starfsemi ??
Lokað.35. Joe's Place. Keflavíkurflugvelli.
Opið ??
Sysop ??
Símanúmer ??
Ein lína.
Modem ??
Forrit ??
Hóf starfsemi ??
Lokað.36. Pirate Cove. Keflavíkurflugvelli.
Opið ??
Sysop ??
Símanúmer ??
Ein lína.
Modem ??
Forrit ??
Hóf starfsemi ??
Lokað.37. Asterik. Keflavíkurflugvelli.
Opið ??
Sysop ??
Símanúmer 92-52595
Ein lína.
Modem ??
Forrit ??
Hóf starfsemi ??
Lokað.38. Plastic Factory.
Opið ??
Sysop ??
Símanúmer ??
Ein lína.
Modem ??
Forrit ??
Hóf starfsemi ??
Lokað.
Sæmundur Bjarnason
Tunguseli 9
109 Reykjavík
Heimasími: 91-78002
Vinnusími: 91-633574
BBS-sími: 91-673251 (Sysop)
E-mail (rafpóstur) saemund@ismennt.isVinsamlega sendið mér allar leiðréttingar og viðbætur sem þið vitið um.
Að senda binary (forrit og annað þvíumlíkt) milli notenda hefur vafist fyrir mörgum (ég lenti í basli með þetta hér fyrir nokkru). Til eru (fann ég eftir smá eftirgrennslan) margar leiðir til að senda binary á milli notenda. Ég ætla að nefna nokkrar og segja hver þeirra mér finnst vera þægilegust. BINARY SENDINGAR
Í öllum aðferðunum þarf fyrst að setja skrána í heimasafnið og síðan upp í hvað sem vera vill og síðan senda hana niður úr skráasafninu þínu á heimavélina. Þetta er það sem tekur langsamlega lengstan tíma. Ástæðan fyrir því er einfaldlega að þegar flutt er milli "hosta" er farið í gegnum háhraðanet Pósts og Síma (64kb-a línur, oftast) en þegar verið er að sækja "heim" þá er notast við almenna símkerfið og mótöld sem hafa ekki flutningsgetu nema frá 1.200 bás (bæti á sekúndu) og upp í 14.400 bás.
* FTP-sendingar * Jú, jú, þetta er ein aðferð, að senda inn á ftp-server eitthvað og láta síðan hinn aðilann sækja það síðar.Ekki er víst að þeir sem sjá um ftp-serverinn séu neitt sérstaklega hrifnir af þessu (oft er kannski búið að eyða sendingunni þegar hinn ætlar að sækja hana). Eftir að vera búnir að lesa ágæta grein Sæmundar í síðasta tölublaði RAFRITS ættu allir að kunna að "ftp-a". Það er bara að finna einhvern server sem er óhætt að nota. En ef þið skilduð finna server sem er "óhætt" að nota er hægt að setja skrá inn á ftp-tölvuna með skipuninni: put
. Síðan er bara að bíða og vona ...
* Breyta aðgangi * Hægt að er að breyta um eiganda skrár í heimaskráarsafni sínu með unix- skipun. Þetta er víst svolítið mál og frekar óþjált í notkun (svo veit ég ekki hvort þetta virkar á milli véla (unu-huppu-urtu) hvað þá á milli t.d. ismennt.is og hafro.is !T.d. gæti ég auðveldlega afritað skrá úr mínu skráasafni ([akureyri]/sarpur/users/trigger) yfir í skráasafn Gísla Baldvinssonar ([akureyri]/sarpur/users/gislib) og síðan breytt aðgangi að skránni. En síðan hvað gerist ef ég vil t.d. senda orvari@rvik.ismennt.is (takið eftir RVIK) skrána?????
* Senda með elm. * Hægt er að senda binary með elm en fyrst þarf að breyta skránni með forritinu uuencode. Síðan þarf að setja hana inn í bréf. Þetta er svolítið mikið mál svo ekki sé meira sagt. Verra er það þó fyrir viðtakanda. Hann þarf að
1. "Save" bréfið í sérstakaskrá úr elm.
2. Fara út í skel og skrifa em
og klippa það framan af sem póstkerfið settur sjálfkrafa efst í öll bréf (þetta truflar uuencode forritið). Sum póst-notendakerfi gera þetta sjálfkrafa en það gerir ELM-ið okkar ekki ! 3. Aftur út í skel. Gefa skipunina uudecode skráin. Þá verður til skrá með e.t.v. öðru nafni.
Þetta er dálítið mál svo ekki sé meira sagt. Mæli ég ekki með þessu.
* DCC-sendingar * Þetta er sú aðferð sem mér hefur reynst einna best. DCC er í IRC. Þessa aðferð ætla ég að fara mjög vel út í og mæli eindregið með henni. Ég mun setja þetta fram í númeruðum atriðum til að auðvelda aðgerðina.
*1. fyrst er að koma sér inn á IRC (Internet Relay Chat). Farið út í skel úr Aðalvalmynd.
*2. Úr skel er slegið inn irc. Þá ertu kominn inn á irc og getur m.a. spjallað og gert allt það sem hægt er á irc (nánar lýst á öðrum stað í blaðinu).
*3. Finnur notandann sem þú ætlar að skiptast á skrám við. NB!! Það þarf að vera búið að ákveða þetta með fyrirvara til að báðir séu inni í einu.
*4. Ef þú ætlar að vera sendandinn þarftu að vera með skrána í heimaskráarsafninu þínu á huppu-unu-urtu.
*5. Ef þú ætlar að vera sendandinn þarftu að gefa skipunina:
/DCC SEND
Þar sem nick er nafn þess sem þú ætlar að senda skrána til. Og nafn er nafn á skránni sem þú ætlar að senda.
*6. Ef þú ætlar að vera viðtakandi þá er það eina sem þú þarft að gera að þegar tilkynning um að sendandi hafi sent skrá (** DCC
request from) er að gefa skipunina: /DCC GET
þar sem nick er nafn þess sem sendir skrána og nafn er skráin sem kom fram í tilkynningunni.
*7. Nú á skráin að vera í heimskráarsafni viðtakanda á unu-huppu-urtu ATH: ekki má fara af IRC fyrr en tilkynning berst um að "DCC connection completet" hefur borist. Þetta er mjög hraður flutningsmáti og þægilegur, nóg er að hafast að á irc meðan verið er að færa á milli, það er enginn bundinn við að gera ekkert, það má fara út um allt (auðvitað ekki þó af IRC :-)).
Njótið
Tryggvi R. Jónsson
trigger@ismennt.is