Þó margir lesenda viti hvað það er að FTP-a eru það ekki allir og þar sem þetta er mjög þýðingarmikill hluti af notkun Internets verður þetta útskýrt í smáatriðum hér. Þeir sem eru fullnuma í þessu efni hlaupa bara yfir þennan kafla.
FTP
FTP skammstöfunin þýðir File Transfer Protocol og er staðall sem notaður er við flutning gagna milli tölva á Internetinu. Hann er notaður við afritun skráa frá einum stað til annars.
Með FTP getur þú sótt þér upplýsingar, "shareware" forrit og önnur deiliforrit, myndir og ýmislegt fleira. FTP gerir þér líka kleift að setja slíkt efni á staði þar sem annað fólk getur nálgast það.
Venjulega er hægt að taka FTP í notkun með því að skrifa ftp
á skipanalínunni. Á Íslenska Menntanetinu er skipunin gefin við kvaðninguna $ eftir að farið hefur verið út í skel. Til dæmis: $ ftp wuarchive.wustl.edu. Þessi skipun segir ftp-forritinu á heimavélinni að reyna að ná sambandi við tölvuna WUARCHIVE.WUSTL.EDU. Á þessu stigi getur ýmislegt gerst.
1. No Route To Host: Þetta þýðir að heimavélin veit ekki hvernig á að ná sambandi við tilgreinda tölvu.
2. Connection Refused: Þetta þýðir venjulega að ftp er ekki leyft á viðkomandi tölvu.
3. Connection timed out: Þetta getur þýtt ýmislegt. Venjulega þýðir það að bilun er einhvers staðar á leiðinni frá þinni tölvu að þeirri tölvu sem þú ætlar að tengjast. Eða að tölvan sem þú ætlar að tengjast er ekki í gangi. Best er að reyna aftur seinna.
4. Tengingin tókst. Venjlega koma einhverjar upplýsingar á skjáinn um leið. Lestu þær. Síðan færðu kvaðningu sem getur verið t.d. nafnið á vélinni sem þú tengist, eða $ eða ftp>.
Ef þú gerir innsláttarvillu í ftp skipun svarar tölvan gjarnan með: Unknown Host og þá er ekki um annað að gera en reyna aftur.
Á Íslenska menntanetinu kemur kvaðningin ftp> ef ftp skipun mistekst. Þessa kvaðningu er ekki hægt að nota á venjulegan hátt en til þess að fá $ kvaðninguna aftur er best að skipa annað hvort quit eða bye. Skipunin Open virkar nákvæmlega eins og ftp þarna og ef skrifað er help eða ? fæst langur listi af skipunum sem á að vera hægt að nota, en ef reynt er nota þær fæst svarið "not connected" við margar þeirra og jafnvel flestar.
Nú hefurðu tengst tölvunni en ekki loggað þig inn. Til að gera það verður tölvan að fá notandanafn og lykilorð. (Username og password) Mjög margar ftp-stöðvar leyfa að orðið "anonymous" sé notað sem notendanafn og þá er venjulega ætlast til að rafpóstfang viðkonandi sé notað sem lykilorð. Þegar lykilorðið er skrifað sjást stafirnir ekki á skjánum.
Helstu skipanir sem hægt er að gefa eftir að búið er að tengjast með ftp eru:
get
Með þessu geturðu náð í skrá af tölvunni sem þú ert ftp-tengdur og flutt á þitt heimasvæði.
put
Með þessu geturðu flutt skrá af þínu heimasvæði á ftp-tölvuna.
dir
sýnir þér þær skrár og undirskráarsöfn sem eru á því skráarsvæði sem verið er á eins og í MS-DOS. ll og ls eru hliðstæðar Unix skipanir. Lengst til vinstri er runa sem gæti litið einhvern vegin svona út: drwxrw-rw-. þarna er það fremsti stafurinn sem hefur langmesta þýðingu. Sé sá stafur d þá er um skráarsafn að ræða, ef hann er l þá er þetta listi en ef hann er - þá er þetta skrá. Hægt er að nota t.d fyrsta stafinn og * til þess tölvan sýni bara þær skrár sem byrja á þeim bókstaf.
type
til að skipta frá BINARY til ASCII og öfugt. Mikilvægt er að ef verið er að flytja forrit verður að nota binary staðalinn. ftp forritið tilkynnir venjulega að opnað hafi verið fyrir binary flutning þegar hann hefst.
cd
skipta um skráarsafn eða undirskráarsafn.
cdup eða cd ..
til að fara í næsta skráarsafn fyrir ofan. Orðabil á undan punktunum verður að vera.
exit eða quit
til að hætta ftp-i og fara á heimatölvuna aftur
Í flestum skráarsöfnum eru einhverjar skrár sem heita README, Index, 00Index eða eithvað þess háttar. Þarna er oftast um að ræða upplýsingar um efnið sem er í viðkomandi skráarsafni. Til að lesa þessar skrár án þess að flytja þær heim fyrst er best að skipa: get
|more og ætti þá tölvan að sýna innihald skrárinnar. | merkið er e.t.v. ekki gott að finna á öllum lyklaborðum en þá má kalla það fram með því að halda Alt-takkanum niðri og velja síðan 124 á tölustafaborðinu hægra megin á lyklaborðinu og sleppa svo Alt-takkanum. Eitt er það sem ruglar marga og það er að Unix tölvur gera strangan greinarmun á litlum og stórum bókstöfum. Þannig er t.d. skráin Readme allt önnur skrá en README og ReadMe er enn önnur skrá.
Það sem hér hefur verið skrifað miðast við PC-tölvur en margt og ef til vill flest má þó heimfæra á aðrar tölvur.
Sæmundur Bjarnason
Nokkrar blaðamannsstöður við tímaritið RAFRITIÐ eru lausar til umsóknar. AUGLÝSING
Engar sérstakar kröfur um kunnáttu eða menntun eru gerðar.
Allir umsækjendur verða ráðnir.
Laun eru lág en mikilla skrifa vænst.
Farið verður með allar umsóknir sem opinber leyndarmál.
Umsóknir er greini rafpóstfang sendist í rafpósthólf saemund@ismennt.is.
ÚR SJÚRNÖLUM
SJÚKRAHÚSS Í REYKJAVÍK
Sjúkl. er fertug, a.ö.l. ekkert athugavert.Við rectal exploratio finnst stækkaður skjaldkirtill.
Við skoðun á sjúkl. kemur fram áberandi kyndeyfð.
Sjúkl. hefur átt við gott heilsufar að stríða.
Sjúkl. á vanda til að fara austur í sveit um helgar. Þar datt undan henni hestur.
Saga fengin hjá uppgefnum ættingjum.
Hún hefur þroskast eðlilega framantil.
Nú er svo komið fyrir henni að hún getur að mestu leyti séð um sig sjálf.
Sjúkl. hefur formlegar hægðir.
Sjúkl. lærði söngnám.
Sjúkl. batnar ef lagst er ofan á hana.
Sjúkl. er svo hress að hann gæti gengið landleiðina til Akureyrar.
Sjúkl. fékk þá mjög langsótt kvef.
Sjúkl. hefur verið mædd síðastliðin 5 ár.
Móðir getur látið barnið sitja með því að láta fæturna í hring.
Misnotaði áfengi í óhófi áður fyrr.
Fékk vægan verk undir morgunsárið.
Þessi maður veit ekkert um skyldleika í ætt.
Sjúkl. tekur engin lyf en magnyl þess á milli.
Leitað er að náraherníu liggjandi og standandi.
Skoðun við komu leiðir í ljós unglingspilt.
Sjúkl. var í morgun að drekka te og borða maís þegar að bar mann sem heitir Kristmundur.
Sjúkl. hefur fremur óbærilega verki.
Sjúkl. borðar reglulegt mataræði.
Daginn fyrir innlögn borðaði hún kvöldmat á eðlilegan hátt með kjötbollum. Eftir það var hún í samkvæmi.
Við komu á spítalann var sjúkl. fljótlega skoðaður af undirrituðum og kemur þá í ljós að um er að ræða 46 ára karlmann sem er mjög þrekvaxinn og vöðvastæltur.
Við skoðun eru engar eitlastækkanir að gagni.
Það sem fyllti mælinn var þvagleki.
Sjúkl. lenti á parketgólfi og bar fyrir sig höndina með þeim árangri að hún brotnaði.
Sjúkl. hefur verið að þyngjast af asthmanum síðastliðinn sólarhring.
Eðlileg augnskoðun fyrir utan sérkennilegt andlitsfall.
Tekin var mynd af sjúkl. sem sýndi breytingar í Hafnarfirði.
Það vottar fyrir gyllinæð hægra megin á kálfa.
Sjúkl. hefur aldrei fundið fyrir þessum verkjum nema þegar hann vaskar upp í sumarbústað -- en er ráðlagt eftirlit ef verkirnir koma fram við önnur tækifæri.
Stafatöflur
Af því að það er svo oft verið að ræða um stafatöflur þá datt mér í hug að skrifa upp af blaði sem ég á hvernig hextölurnar eru fyrir íslensku stafina í hinum ýmsu stafatöflum. Íslenskir stafir í mismunandi töflum. |----------| |--------| Windows | |---------| AS/400 | Unix |-------------|---------| |------|---------|PC settið|IBM 3090| ANSI | Icelandic |PC settið| |Stafur|Macintosh| IBM 861 | EBCDIC |ISO 8859/1|multinational| IBM 850 | |------|---------|---------|--------|----------|-------------|---------| | Á | E7 | A4 | 65 | C1 | 64 | B5 | |------|---------|---------|--------|----------|-------------|---------| | Ð | DC | 8B | 7C | D0 | AC | D1 | |------|---------|---------|--------|----------|-------------|---------| | É | 83 | 90 | 5F | C9 | 71 | 90 | |------|---------|---------|--------|----------|-------------|---------| | Í | EA | A5 | 75 | CD | 75 | D6 | |------|---------|---------|--------|----------|-------------|---------| | Ó | EE | A6 | EE | D3 | EE | E0 | |------|---------|---------|--------|----------|-------------|---------| | Ú | F2 | A7 | FE | DA | FE | E9 | |------|---------|---------|--------|----------|-------------|---------| | Ý | A0 | 97 | AD | DD | AD | ED | |------|---------|---------|--------|----------|-------------|---------| | Þ | DE | 8D | C0 | DE | AE | E8 | |------|---------|---------|--------|----------|-------------|---------| | Æ | AE | 92 | 5A | C6 | 9E | 92 | |------|---------|---------|--------|----------|-------------|---------| | Ö | 85 | 99 | 5F | D6 | EC | 99 | |------|---------|---------|--------|----------|-------------|---------| | á | 87 | A0 | 45 | E1 | 45 | A0 | |------|---------|---------|--------|----------|-------------|---------| | ð | DD | 8C | 79 | F0 | 8C | D0 | |------|---------|---------|--------|----------|-------------|---------| | é | 8E | 82 | 51 | E9 | 51 | 82 | |------|---------|---------|--------|----------|-------------|---------| | í | 92 | A1 | 55 | ED | 55 | A1 | |------|---------|---------|--------|----------|-------------|---------| | ó | 97 | A2 | CE | F3 | CE | A2 | |------|---------|---------|--------|----------|-------------|---------| | ú | 9C | A3 | DE | FA | DE | A3 | |------|---------|---------|--------|----------|-------------|---------| | ý | E0 | 98 | E0 | FD | 8D | EC | |------|---------|---------|--------|----------|-------------|---------| | þ | DF | 95 | 4A | FE | 8E | E7 | |------|---------|---------|--------|----------|-------------|---------| | æ | BE | 91 | D0 | E6 | 9C | 91 | |------|---------|---------|--------|----------|-------------|---------| | ö | 9A | 94 | A1 | F6 | CC | 94 | |------|---------|---------|--------|----------|-------------|---------| ANSI = ECMA = Unix = ISO 8859/1 IBM Code Page 861 = Vanalega PC settið EBCDIC = AS/400 og IBM 3090 Icelandic multinational = Það sem sent er á "Icelandic 3197 Display Station" t.d. EimskipTil baka í efnisyfirlit
Á síðustu árum hefur leikjaforritum fyrir PC-tölvur fjölgað gífurlega og má segja að PC-tölvur séu að verða einhverjar bestu leikjatölvur sem hægt er að fá. Hljóðið hefur að vísu verið nokkurt vandamál en með SoundBlaster korti eða öðru sambærilegu er það orðið mjög gott.
LEIKIR
Samt sem áður er nánast undantekningarlaust megináherslan lögð á að PC-tölvur séu aðallega til viðskiptanota en þær sjaldan eða aldrei auglýstar eða kynntar sem þær úrvals leikjatölvur sem þær eru.
Ég mun fjalla um leiki í þessum dálkum mínum, og gagnrýna þá og gefa þeim einkunnir. En þess ber að geta að ég dæmi þá algerlega eftir mínum smekk og engu öðru.
Þá er að snúa sér að leikjunum sem fjallað verður um að þessu sinni:
LEATHER GODDESSES OF PHOBOS Gas pump girls meet the pulsating inconvenience from planet x.
Leðurklæddu gyðjurnar frá Phobos, er ævintýraleikur sem gerist í smábæ í Bandaríkjunum árið 1956 þar sem geimskip lendir í útjaðri bæjarins og undarleg geimvera fer að hrella bæjarbúa. Þar kemur þú til sögunnar sem Zeke eða Lydia og átt að hjálpa geimverunni til að gera við geimskipið sitt og bjarga jörðinni frá innrás Gyðjanna frá Mars. Þetta hljómar ósköp kunnuglega ekki satt?
Eitt hefur þessi leikur sameiginlegt með Larry-leikjunum sem mjög vinsælir voru fyrir nokkrum árum og það er það að hann leggur talsvert uppúr kynlífi og ef þú velur að spila Zeke ertu alltaf að lenda í því að fáklæddar konur eru að biðja þig um að .... Og ef þú velur að spila sem Lydia þá eru karlarnir reyndar alveg jafnáfjáðir í það sama. Einnig er hægt að vera geimveran sjálf sem er nokkuð skemmtilegt þar sem hún sér hlutina allt öðruvísi en jarðarbúar. Þetta er einn af kostunum við leikinn að það er hægt að velja um mismunandi persónur.
Grafíkin er allgóð og er óvenjuleg að því leyti að þú sérð allt með augum persónunar sem þú hefur valið, en stjórnar ekki persónunni á skjánum.
Stjórnunin er einföld, einungis þarf að nota músina. Og til að bæta þetta allt þá tala allar persónurnar í gegnum SoundBlaster þannig að þú heyrir allt sem þær segja. Og ef þú átt ekki SoundBlaster þá er það allt í lagi því forritinu fylgir smáhlutur sem heitir "Life Sound Enhancher" þannig að þú getur heyrt allt sem sagt er án þess að hafa Sound Blaster. Þetta er lítið stykki sem er tengt aftan í tölvuna í prentaratengið og síðan er bara að tengja það við græjurnar. Ég hef ekki prófað þetta en sagt er að auðvelt sé að tengja það og að það gefi góðan hljóm.
Þó að leikurinn leggi mikið upp úr 'fullorðins' hliðinni þá er hún (þ.e. fullorðins hliðin eða kynlífstalið og það allt) svo vel gerð að enginn ætti að þurfa að hneykslast.
Leikurinn er í heild nokkuð góður en ekkert frábær.
Einkunn 78%
LINKS 386 PRO Links golfhermirinn hefur verið með vinsælustu golfhermum sem gerðir hafa verið enda frábærlega vel gerður á allan hátt. Nú er búið að endurbæta hann þannig að hann notar allt það afl sem 386 örgjörvinn hefur og gengur eingöngu á SVGA skjái. Og munurinn er alveg ótrúlegur, grafíkin er einna líkust því að þú sért staddur á golfvellinum. Nú getur þú valið um hvort þú ert karl eða kona. Raunar er óskiljanlegt af hverju það var ekki hægt í fyrri leiknum. Einnig er búið að bæta það sem snýr að notandanum þannig að hann getur ráðið því hvernig skjárinn er uppsettur. Allir ættu þannig að geta fundið réttu uppsetninguna. Og ein skemmtileg nýjung er komin. Nú er hægt að taka upp hvernig þú spilar. Þannig að þú getur sent skrána til einhvers og hann getur þá spilað á móti þér.
Eini gallinn við þennan leik er að ef allt er sett á hæstu upplausn þá er svona venjuleg 386 25 Mhz tölva ca. hálfa mínútu að teikna upp skjáinn. En það er alger óþarfi að vera með allt á hæstu upplausn -munurinn er svo lítill- og hraðinn er alveg nægur með aðeins lægri upplausn. En ef þú ert með 486 50 Mhz þá er þetta ekkert vandamál. (En hverjir eiga 486 50 Mhz tölvu til að leika sér að?)
Semsagt; mikil endurbót og vel peningana virði.
Einkunn 86%
GREAT NAVAL BATTLES Hefurðu ekki oft velt því fyrir þér hvort Bismarck hefði getað sloppið? Hvort Hood hefði getað vegnað betur? Hvort Langsdorff (skipstjórinn á Graf Spee) hefði sloppið úr ósum La Plata árinnar? Þessum spurningum verður aldrei svarað, en í leiknum Great Naval Battles þá geturðu að minnsta kosti gáð hvort að þér hefði vegnað betur.
Einnig er fullt af öðrum "scenarios" í leiknum allt frá einföldum orrustum milli tveggja skipa, til risaorrusta milli tuga skipa. Leikurinn er alveg ótrúlega nákvæmur T.d. eru öll skip sem Bretar og Þjóðverjar notuðu í stríðinu höfð með í leiknum. En þessi nákvæmni getur verið þreytandi, raunverulegar orrustur tóku marga tíma í stríðinu en eru samt voðalega þreytandi að horfa á í tölvunni.
En örvæntið ekki það er nefnilega hægt að auka hraðan allt að áttfalt, og þá er þetta nú allt í lagi. Einnig er alltof auðvelt að verða bara áhorfandi að leiknum, og þá er hann ákaflega leiðinlegur.
En ef þú kemst inn í hann þá getur þú alveg gleymt hvað tímanum líður við að ákveða allt það sem yfirmaður sjóhers þarf að gera. Hvert hin mismunandi skip eiga að fara, hvaða skip eiga að vera í flotadeildini, hvaða skip eiga að fara í viðgerð o.s.frv. Annar galli er að stjórnun með músinni er alls ekki nógu nákvæm, það er oft ekki hægt að vita hvort skipun hefur verið gefin og getur þetta verið ákaflega dýrt í miðri orrustu.
En allt í allt er þetta mjög góður leikur fyrir þá sem eru hrifnir af stórum stríðsleikjum.
Einkunn 63%
KINGS QUEST VI Kings Quest leikirnir frá Sierra (og reyndar flestir leikir frá Sierra) hafa alltaf verið með allra vinsælustu leikjum. Í Kings Quest VI ert þú Alexander og þarft að frelsa hina fögru prinsessu Cassimu úr kastala þar sem henni er haldið. Þetta er nú svona alveg venjulegt plott fyrir ævintýraleik. Alexander leitar að prinsessunni á Grænu Eyjum (Kannski það séu Grænhöfðaeyjar) og á þeim eru mörg skrýtin kvikindi sem hjálpa Alexander á för sinni. Mitt uppáhaldskvikindi er spýta í drullu (stick in a mud). Söguþráðurinn er alveg pottþéttur, eins og kannski er við að búast frá Sierra. Stjórnunin mjög góð. Ég hef nú ekki verið neinn sérstakur aðdáandi Kings Quest leikjanna og sjaldnast nennt að spila þá en þessi er mjög góður og ég er búinn að spila hann mikið og ætla mér að klára hann, sem ég geri mér góðar vonir um að takist.
Kannski er hann full léttur, því að mér gekk mjög vel og ég er engin snillingur í ævintýraleikjum (Rétt gat klárað Indiana Jones í Atlantis á eigin spýtur). Hvernig skyldi maður nú annars búa til galdramálningu?
Hmmm ég verð að hætta núna.
Einkunn 86%
EINKUNNAGJÖF
90 - 100 % Frábær leikur. Grafík, hljóð, stjórnun og söguþráður, allt pottþétt.
70 - 89 % Góður leikur. Betri en flestir, en þó ekki alveg í hæsta flokki.
50 - 69 % Hvorki góður leikur né slæmur. Eitthvað vantar upp á að hann geti talist góður.
Undir 50 % Lélegur leikur. Því lélegri sem talan er lægri. Forðist að kaupa svona leik.
Benedikt Sæmundsson
Heyrst hefur að á markaðinn sé væntanleg bók um tölvusamskipti á Íslandi. HEYRST HEFUR
Þar verður fjallað um BBS á Íslandi Háskólanetið og Íslenska Menntanetið og sjálfsagt fleira.
Lesendur RAFRITSINS fá meira að heyra seinna.
Íslendingar hafa aldrei kunnað að ferðast. Landnámsmennirnir voru svo miklir ratar í ferðalögum að eftir að þeir flæktust hingað treystu þeir sér ekki til að fara aftur og settust frekar að. Mér datt þetta svona í hug...
Ferðalög Íslendinga fyrr á tíð
Ef Íslendingasögurnar eru lesnar vekur það athygli að varla hafa menn getað skroppið lengra en í næstu sveit án þess að þurfa að hafa vetursetu eins og þar var kallað.
Greinilega var aumingjaskapur manna á ferðalögum það mikill að þeir treystu sér ekki til að ferðast nema í júlí og ágúst. Á öðrum tímum var hætta á að þeim yrði kalt á nóttunni því ekki kunnu þeir að sauma almennileg tjöld. Og þá varð það fangaráð manna ef þeir fóru af einhverjum ástæðum í lengri ferðir að hafa vetursetu og er margar lýsingar á þeirri íþrótt að finna í fornsögum.
Þá settust menn upp hjá fólki með eða án samþykkis þess frá því í september og fram í maí eða lengur. Það fór síðan eftir ýmsum atvikum hver framvindan í vetursetunni varð. Oft tóku vetursetu- menn það til bragðs út úr leiðindum að nauðga kvenfólki á bænum og drepa vinnumenn og þræla og gátu þá orðið eftirmál út af þessu og þótti búendum stundum á sig hallað.
Ekki tíðkaðist þó mikið að menn gyldu líku líkt og tækju síðar upp vetursetu hjá þeim sem áður höfðu vetursetið þá. Meiri stæll þótti yfir því að finna fjarskylda ættingja í öðrum landshlutum til að vetursitja. Með þessu móti urðu stundum til leikfléttur sem stóðu áratugum saman með tilheyrandi ferðalögum, vetursetum og sumarreiðum.
Þrátt fyrir þetta fór ferðakunnátta Íslendinga lítt batnandi.
Þegar kom fram á Sturlungaöld olli þetta oft nokkrum vandræðum í fjölmennum herferðum, því þá voru sveitirnar sem hersetnar voru stundum ekki nógu stórar til að taka við heilum herflokkum til vetursetu og urðu af þessu árekstrar og vandræði og kom jafnvel fyrir að reynt var að brjótast með herflokka milli landshluta þó snjóföl væri á jörðu og fór þá oft illa og varð mörgum kalt.