Netútgáfan hefur nú gefið út á geisladisk úrval bókmennta á ensku ásamt öllu útgáfuefni Netútgáfunnar hingað til.Þarna er um að ræða stóran hluta þess efnis sem Gutenberg samtökin svonefndu hafa gefið út á Netinu á undanförnum árum. Samtals er um að ræða rúmlega 1600 bækur og má segja að þarna sé saman komið allt það besta úr bókmenntum Vesturlanda frá upphafi og til loka fyrsta fjórðungs þessarar aldar eða svo.
Verð disksins er 1000 krónur og þeir sem vilja fá hann sendan heim til sín sem fyrst geta lagt peningana inná bankareikning Benedikts Sæmundssonar nr. 5984, banki nr. 119, höfuðbók 26, og ef þess er gætt að biðja bankann að senda reikningseiganda afrit af innleggsnótunni verður diskurinn sendur um hæl.
Kennitala Benedikts er: 270367-5189
Svo virðist sem ekki sé flýtisauki að því að greiða á Netinu. Sé það gert líða venjulega um 10 dagar eða meira þangað til tilkynning kemur frá bankanum um það hver hafi greitt og ævinlega vantar heimilisfang greiðanda. Ef greitt er í banka með gamla laginu berast upplýsingar hinsvegar fljótt og vel, nema hvað a.m.k. einum banka hefur tekist að grafa upp 4 ára gamalt heimilisfang Benedikts, en rétt heimilisfang er Bergstaðastræti 10, 101 Reykjavík.
Einnig má hafa samband við Netútgáfuna og þá getum við að sjálfsögðu sent diskinn í póstkröfu eða á hvern þann hátt sem óskað er.Allur ágóði af sölu disksins fer til að styrkja útgáfustarfsemi Netútgáfunnar (nema 20 % sem áskilið er að renni til Gutenbergsamtakanna)
Hér fyrir neðan er tenging á lista yfir allar bækur og höfunda sem eru í Gutenberg safninu sem sagt er frá hér að ofan.